Svona er lífið!

Jamm, í fjórða eða fimmta skiptið í vetur, skellur yfir mikil ofankoma á vestan- og norðanverðu landinu. Samt, allavega hér í höfuðstað norðurlands,hefur þetta þó tekið mjög hratt upp oftast og mun sjálfsagt gera það líka núna. En allur er varin já góður og snjóflóð ekkert grín. En..
Á norðurlandi hamslaus hríð,
hrellir mannabólin.
Á Akureyri undurblíð,
yljar þó nú sólin!

Þannig er nefnilega staðan í augnablikinu.


mbl.is Snjóflóðahætta á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norðan hríð og nöpur tíð,

náköld svíður gjólan stríð.

Fuglar bíða fjalls í hlíð,

fagna blíðu um ár og síð.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 12:53

2 Smámynd: Offari

Hjá mér veðrið heldur slæmt

hreti vill ég gleyma

Tíðarfarið til þess dæmt

til að vera heima.

Offari, 30.3.2009 kl. 13:04

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, þakka kærlega fyrir þetta "Bræður"!

Dýrt kveðin er þessi sem Húnbogi kemur með, hef reyndar sjálfur gert samskonar fyrir löngu og við svipaðar aðstæður.

Magnús Geir Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 16:04

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ojæja maður sættir sig bara við snjóinn, og bíður vors með ennþá meiri gleði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 10:55

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og fáir vita víst betur en þú mín kæra, að það kemur fyrr eða síðar já!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.3.2009 kl. 22:34

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ja alltaf gaman að kíkja hér hjá stórskáldum

Hólmdís Hjartardóttir, 2.4.2009 kl. 10:29

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

TAkk fyrir það Dísa dúlla, kemur reyndar allt of sjaldan! Stórskáld get ég nú ekki talist, frekar stöku STökusmiður!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.4.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband