Tregatorf!

Á mig leitar sorg og sút,
sálarheill í veði.
Komin er með hjartahnút,
horfin ást og gleði.

Stúlkan mín er stungin af,
stöðugt grætur hjarta mitt.
Öðrum víst í gærkvöld gaf,
gimsteinshringað loforð sitt!
Einn því sit nú miður mín,
myrkra- gerist þessi staður.
Örlaganna eina sýn,
ætíð verði TREGANS maður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Maggi blúzari ...

Steingrímur Helgason, 27.3.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm Steini minn, heldur betur!

Þú vilt kannski setja einn tólf takta við þetta með hjálp slaghörpu eða gígju?

Annars mega tregatónskáld sem flest stíga fram og bjóða sig!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.3.2009 kl. 22:44

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þú ert snilldarskáld Magnús Geir og þetta ljóð þitt er algjör snilld.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.3.2009 kl. 02:07

4 identicon

Frábært ljóð.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 09:12

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kærar þakkir fröken Guðrún María, en í allri minni hógværð þó þingeyskur sé, get ég nú varla samþykkt slík lofsyrði sem að um snilld sé að ræða, en bæði fallegt af þér að segja þetta og að mæta svo óvænt í heimsókn!

SAma gildir nú um þig, félagi Húnbogi, en þú færð þá líka sömu spurninguna eða svipaða og SH, viltu ekki grípa gígju þína eina og laða fram tregatakta við þetta!?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.3.2009 kl. 13:48

6 identicon

Auðvitað datt mér það í hug. Verst að vera ekki búinn að læra að þjappa lögum saman í MP3 form svo hægt sé að senda þau í tölvupósti. Ég er búinn að skrá mig og borga fyrir þáttöku í lagakeppni erlendis en hef ekki ennþá getað sent lagið, af þeirri ástæðu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 18:33

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú segir ekki!

Hljómar spennandi, en Húnbogi, það er minnsta mál í heimi að gera þetta, umbreytta VMA formi í MP3, brenna það þannig,eða svo myndi ég halda!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.3.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband