Á þessum úrslitum áttu víst fæstir von, nema ef vera skildi aðdáendur Man. Utd.!?

Ja, eins og góður maður segir stundum, "Maður spyr sig"!? 13-1 í þremur leikjum á einni og hálfri viku telst ekki mjög slæmt allavega þar af 9-1 í tveimur deildaleikjum! Maður er nú oft hræddur við svona stórsigra, leikir kunna að koma á eftir þar sem ekkert gengur að skora svo vel er þegið að skora minna í einum leik ef svo dugir að skora bara eitt til sigurs í næsta. En þessi mörk öll eru mjög svo mikilvæg núna í komandi baráttu eða kunna að verða það, því ef jafnt verður á komið stigalega, er Liverpool nú komið með betra markahlutfall en bæði MU og Chelsea eftir að því hafði verið öfugt farið lengst af! Og nú gildir bara að halda áfram vegin, líta ekki um öxl í þessum leikjum sem eftir eru. MU hefur vissulega þetta eina stig og leik til góða að auki, en sú forysta kann að vera ótrygg eftir úrslit tveggja síðustu umferða. ég endurtek því bara það sem ég hef hamrað á og verið viss um að yrði raunin þrátt fyrir bakslag, spyrja skildi áfram að leikslokum, þetta aldrei búið fyrr en "Dómarinn hefur flautað af"!
mbl.is Gerrard með þrennu og eins stigs munur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta gerir gærdaginn enn sætari. Þessi sigur var flórsykurinn ofan á köku síðustu vikna. 13-1.

Páll Geir Bjarnason, 22.3.2009 kl. 18:29

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sjálfstraustið er alveg í botni þessa dagana. Og þá stoppar ekkert okkar menn. MU eru þreyttir og niðurlútir, múhahaha

Guðmundur St Ragnarsson, 22.3.2009 kl. 19:14

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta er já laglegt herrar mínir, en enn betur má ef duga skal til sigurs í vor, Liverpool verður að halda sama dampi út leiktíðina og MU að hiksta meir.

Magnús Geir Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 20:16

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta gerir auðvitað keppnina bara meira spennandi! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.3.2009 kl. 20:42

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl mín léttstíga Lára Hanna, ekki að spyrja af þinni hógværu afstöðu og sanngjörnu,takk fyrir það ljúfan!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband