Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Þar hafa menn það!

og þetta á ekki að koma neinum í raun neitt á óvart, allavega fullyrti ég sjálfur fyrir löngu að ekki væri möguleiki á að ábyrgðin yrði feld.
Og forsetin mun ekki hafna lögunum,ég tel nú engar líkur á því.
Upp úr í umræðunni stendur svo hræsnin og lýðskrumið í D liðum sérstaklega og vil ég þar nefna Pétur Blöndal sem gott dæmi, mannin sem alla tíð hélt uppi áróðri fyrir þeim fjárglæframöguleikum, sem urðu raunin og eru rætur bankahrunsins og þar með þessum Icesaveleiðindum!
En nú þýðir lítið annað en að bíta á jaxlin og bölva í hljóði, taka staðreyndunum eins og þær blasa við og takast á með vilja og fullum krafti í komandi glímu!
mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvurt þó í hoppandi..!

Já, nú er ég hissa.
Braga hef ég þekkt í um 30 ár og vissi svo sem vel af hans áhuga á vísnagerð, kenndi hann mér m.a. ungum (þó sjálfur væri lítt mikið eldri) þar sem vísur heyrðust í tímum auk þess sem ég hef nú lengi vitað að bróðir Braga, Heimir Bergmann, væri fínt limruskáld, en að hann sjálfur væri "þekktur hagyrðingur" eru ný sannindi fyrir mig, en vissulega forvitnileg!
Ég þarf nú greinilega að pota í karlin, ef hann þá les þetta ekki bara og verður fyrri til?!
Í nettu kæruleysi kasta ég þessu svo fram:

Af Fremri já frægur er Bragi,
fyrir verkin af ýmsu tagi.
En aðeins ókyr
að því ég spyr
Yrkir hann limrur í lagi?!


mbl.is Limrur fyrir landann komnar á bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svakalega svekkjandi!

Óó, annað verður nú ekki sagt um þessi úrslit fyrir Akureyri, liðið átti um tíma möguleika á að ná afgerandi forystu aftur í seinni hálfleik, en klúðraði því og svona fór því um sjóferð þá!
mbl.is Tjörvi tryggði Haukum sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VÁ?!

Já, nú er aldeilis vá fyrir dyrum, dropin dýri gerist enn dýrari svo drykkjusnobbar margir trúi ég, þessir t.d. sem halda að rauðvín kvölds og morgna sé meinanna allra bót, gráta hástöfum hækkun þessa um 100 kall á flöskuna og rúmlega þrjú hundruð á kassan!
Við hin sem ekkert erum yfir höfuð "Rauð eða hvít" né liggjum í bjór eða brennivíni, glottum hins vegar ögn vi tönn og vorkennum engum!
mbl.is Kassi af rauðvíni mun hækka um 381 krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfaslappir MU-menn töpuðu sanngjarnt!

Vart verður annað sagt sömuleiðis sem Villamenn munu áreiðanlega halda því fram að vissum hefndum hafi verið náð fram eftir leikin á sl. tímabili á sama velli, er MU rændi þá sigrinum á síðustu mínútum.
Þessi úrslit og jafntefli Chelsea gegn Everton, segja okkur að ansi mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en úrslitin ráðast í vor. LFC gegn Arsenal á morgun, Ef öðruhvoru liðinu tekst að vinna eygja þau toppin aftur og hafa örugglega ekki sagt sitt síðasta orð í baráttunni!
mbl.is Aston Villa vann á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röddin ómar, en...!

Dylan, Robert Zimmerman, er auðvitað einn allramerkasti tónlistarmaður tuttugustu aldar, allavega í heimi söngvaskálda af hvíta kynstofninum!
En seint hefur hann nú verið sakaður um raddfeguðr eða blíðan söng, en er auðvitað miklu frekar stílisti og túlkandi á sinn sérstaka hátt!

Að Dylan er dálítið spes,
drengur ég auðvitað veit.
En röddin og frægðar hans fés,
finnst mér nú minna á geit!


mbl.is Rödd Dylans ómar í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband