hvurt þó í hoppandi..!

Já, nú er ég hissa.
Braga hef ég þekkt í um 30 ár og vissi svo sem vel af hans áhuga á vísnagerð, kenndi hann mér m.a. ungum (þó sjálfur væri lítt mikið eldri) þar sem vísur heyrðust í tímum auk þess sem ég hef nú lengi vitað að bróðir Braga, Heimir Bergmann, væri fínt limruskáld, en að hann sjálfur væri "þekktur hagyrðingur" eru ný sannindi fyrir mig, en vissulega forvitnileg!
Ég þarf nú greinilega að pota í karlin, ef hann þá les þetta ekki bara og verður fyrri til?!
Í nettu kæruleysi kasta ég þessu svo fram:

Af Fremri já frægur er Bragi,
fyrir verkin af ýmsu tagi.
En aðeins ókyr
að því ég spyr
Yrkir hann limrur í lagi?!


mbl.is Limrur fyrir landann komnar á bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vann eitt sinn í Dagsprenti, þar sem Bragi var ritstjóri. Leysti þar af nokkra mánuði við að aðstöða prentarana og dreyfði síðan blöðunum til blaðburðarbarna um nóttina. Það var skemmtilegur tími. Finnst mér mikill skaði að dagblaðið Dagur hafi lagt upp laupana. Um þetta starf mitt gerði ég vísu á "snúísku", sem er stafavíxl.

Að daupa kag og desa lag

og dinna í vagsprent líka.

Er hér í mag sí ling ég þvag

um hæna slaga gríka.

Séu stafirnir hafðir á réttum stað lítur vísan svona út:

Að kaupa Dag og lesa dag

og vinna í Dagsprent líka.

Er mér í hag því syng ég lag

um græna haga slíka.

Þá verður að vísu seinni hendingin ekki vel bundin en ég fórna því fyrir grínið.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

haha Húnbogi, þú ert nú meiri karlinn og enn leynir þú jú á þér!

Ég hef nú ekki séð þennan bragstíl fyrr svo ég muni, en hvar hefur þú nú EKKI unnið spyr ég bara!

Á hvaða árum varstu þarna, það hlýtur þó að hafa verið á svipuðum tíma og ég starfaði fyrir blaðið, milli '90 og 2000?!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.1.2010 kl. 00:55

3 identicon

Vann í Dagsprenti haustið 1987 og nokkrum sinnum í afleysingum árin þar á eftir. Verkstjórinn í prentinu var víst fúll þegar ég fór í læri í netagerð, hann vildi fá mig í læri hjá sér í prentiðn. Það voru kannski mistök hjá mér að þiggja það ekki. Þessi bragstíll....Ég hef ekki heldur séð hann áður.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband