Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Annar dagur EM - B riðill.

Annar keppnisdagur runnin upp og svona sæmilegir fyrstu tveir leikir í A riðli að baki. Ekki mikið um það annars að segja, úrslitin nokkuð svo eftir bókinni eins og sagt er, Svisslendingar áttu þó ekki skilið að tapa gegn Tékkum, en að slíku er ekki spurt í boltanum!
Portúgalar gerðu hins vegar það sem búist var við af þeim og virka til alls líklegir!
N’u er það B riðill, Austuríki gegn Kóatíu, rétt byrjaður og Þýskaland gegn Póllandi.
K´roatar eiga að sigra heimamenn, en spennandi verður að sjá hinn, þar gætu pólverjar alveg tekið eitt stig!

Jæja elskurnar mínar, þá er ekki úr vegi að blaðra aðeins um fótboltan, sjálfa Evrópukeppni landsliða, sem hefst á morgun með leik Sviss og tékklands kl. 16.00!
Ætla nú ekki að setja á mjög langa rullu um keppnina, en víst er að þúsundir landsmanna munu nú í upphafi sumars vera límdir við skjá sína. Aðrir sem skilja ekki töfra og aðdráttarafl leiksins verða bara þeim mun meir að njóta sumarsins á annan hátt, til útiveru eða bóklesturs til dæmis, en í öllum bænum eru viðkomandi beðnir um að byrja nú ekki sama nöldrið og oft hefur heyrst áður við svipuð tækifæri, bölvað RÚV sem eyðileggur fyrir manni fréttirnar og allt hvað eina fyrir þetta tilgangslausa boltaspark o.s.frv.
Nei, bara að sýna umburðarlyndi gagnvart “fíklunum” og finna sér annað að gera og það í friði.
Hér að neðan eru riðlarnir fjórir og læt ég með hverjum þeirra flakka lauflétta spá mína um þau lið sem ég held að berjist um sigurinn í í þeim!

A riðill:
Portúgal
Sviss
Tékkland
Tyrkland

Fyrirfram eiga portúgalar og tékkar að teljast mun sterkari en hin tvö liðin, heimamenn í Sviss sýndu þó á HM síðast, að þeir eru með samhent lið sem gæti komið á óvart.portúgalir fóru alla leið í úrslitin á heimavelli fyrir fjórum árum, en töpuðu þá óvænt fyrir Grikkjum. Eru nú ekki síður líklegir til að komast alla leið í úrslitin og vinna, en fyrst afgreiða þeir þennan riðil væntanlega án mjög mikilla erfiðleika.

B. riðill:
Króatía
Þýskaland
Austurríki
Pólland

Hér mætti ætla að Þýskaland og Króatía munu fyrst og fremst berjast, en pólverjarnir sýndu í undankeppninni að þeir eru með mjög gott lið. Þori hreinlega ekki að spá hérna, en vona að Króatar vinni riðilinn. Hitt heimalið keppninnar ásamt Sviss, Austurríki, á hygg ég litla sem enga möguleika, liðið verið mjög slakt í undirbúningsleikjum, en maður veit þó aldrei alveg þegar stóra stundin rennur upp!?
Þjóðverjar eru nú auvitað alltaf sterkir og með menn eins og Balac og Klose í fínu formi eru þeir auðvitað til afreka líklegir

C riðill:
Frakkland
Ítalía
Holland
Rúmenía

Þessi C riðill hefur verið nefndur “dauðariðillinn” og víst er að öll liðin eiga hér möguleika á sigri. Heimsmeistararnir frá Ítalíu verða þó að teljast mjög sigurstranglegir og ekki vantar þá heldur sjálfsöryggið, segjast betri nú en 2006 í Þýskalandi er þeir unnu HM!Veit hins vegar ekki alveg með Frakkana, tóku að vísu vel við sér á ný á HM síðast eftir slæglega frammistöðu í tveimur úrslitakeppnum a.m.k. þar á undan, en leikir þeirra til undirbúnings hafa ekki lofað neinu sérstöku. Meiðsli eru líka að hrjá lykilmenn svo ekki bætir það úr skák. En eins og með Þjóðverja, er hefðin mikil og sigurviljin gífurlegur hjá Frökkunum. Bæði Hollendingar og Rúmenar eru svo með fín lið og gætu alveg komist áfram, en tilfinningin er ekki eins mikið með þeim og hinum tveimur liðunum. Vona hins vegar að eitthvað fari úrskeiðis hjá Ítölunum, hafa lengi farið í taugarnar á mér og komist allt of langt stundum fyrir heppni og dómararugl!

D riðill:
Grikkland
Rússland
Spánn
Svíþjóð

Hér er mín uppáhaldsþjóð, Spánn og ég trúi ekki öðru en þeir taki riðilinn. Veit hins vegar ekki alveg með framhaldið, en með þeim held ég auðvitað vegna fjögra leikmanna Liverpool sem eru í hópnum!
Hef stundum haft taugar til Svía, en finnst þeir núna ekki líklegir til afreka. Rússarnir eru víst með ungt og spennandi lið, sem í keppnina mætir líkast til fyrst og fremst til að læra og öðlast reynslu, en gætu samt líka komið á óvart. Um svo að lokum Evrópumeistaralið Grikkja, þá held ég að ótrúleg ævintýri endurtaki sig einfaldlega ekki, liðið vinnur að líkum ekki einu sinni leik núna!

Þetta var svona stutt yfirferð á hundavaði með mjög svo raunsæislegum blæ held ég!
Fyrst og síðast vonar maður bara að þetta verði skemmtilegt, nóg verði af mörkum og fínum tilþrifum.
Sjónvarpið er reyndar aðeins með útsendingum sínum að mismuna landsmönnum, einir fjórir leikir allavega sýnist mér er fara fram í lokaumferðum riðlakeppninnar og leiknir eru á sama tíma, verða sýndir á + stöðinni, sem bara er dreift með ADSL áskrift og netsjðónvarpi Símans og í fyrra tilfellinu bara um takmarkað svæði sunnanlands, en kannski kemur það ekki að sök auk þess sem þessir leikir eru sýndir seinna og eru kannski fengnir 365 til sýningar?
Annars verður þetta bara flott held ég og byrjaði vel fyrr í kvöld með fínum upphitunarþætti með Þorsteini J.!

Góða skemmtun boltaáhugamenn!


mbl.is Króatar lögðu Austurríkismenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópukeppnin 2008 - Ballið að byrja!

Jæja elskurnar mínar, þá er ekki úr vegi að blaðra aðeins um fótboltan, sjálfa Evrópukeppni landsliða, sem hefst á morgun með leik Sviss og tékklands kl. 16.00!
Ætla nú ekki að setja á mjög langa rullu um keppnina, en víst er að þúsundir landsmanna munu nú í upphafi sumars vera límdir við skjá sína. Aðrir sem skilja ekki töfra og aðdráttarafl leiksins verða bara þeim mun meir að njóta sumarsins á annan hátt, til útiveru eða bóklesturs til dæmis, en í öllum bænum eru viðkomandi beðnir um að byrja nú ekki sama nöldrið og oft hefur heyrst áður við svipuð tækifæri, bölvað RÚV sem eyðileggur fyrir manni fréttirnar og allt hvað eina fyrir þetta tilgangslausa boltaspark o.s.frv.
Nei, bara að sýna umburðarlyndi gagnvart “fíklunum” og finna sér annað að gera og það í friði.
Hér að neðan eru riðlarnir fjórir og læt ég með hverjum þeirra flakka lauflétta spá mína um þau lið sem ég held að berjist um sigurinn í í þeim!

A riðill:
Portúgal
Sviss
Tékkland
Tyrkland

Fyrirfram eiga portúgalar og tékkar að teljast mun sterkari en hin tvö liðin, heimamenn í Sviss sýndu þó á HM síðast, að þeir eru með samhent lið sem gæti komið á óvart.portúgalir fóru alla leið í úrslitin á heimavelli fyrir fjórum árum, en töpuðu þá óvænt fyrir Grikkjum. Eru nú ekki síður líklegir til að komast alla leið í úrslitin og vinna, en fyrst afgreiða þeir þennan riðil væntanlega án mjög mikilla erfiðleika.

B. riðill:
Króatía
Þýskaland
Austurríki
Pólland

Hér mætti ætla að Þýskaland og Króatía munu fyrst og fremst berjast, en pólverjarnir sýndu í undankeppninni að þeir eru með mjög gott lið. Þori hreinlega ekki að spá hérna, en vona að Króatar vinni riðilinn. Hitt heimalið keppninnar ásamt Sviss, Austurríki, á hygg ég litla sem enga möguleika, liðið verið mjög slakt í undirbúningsleikjum, en maður veit þó aldrei alveg þegar stóra stundin rennur upp!?
Þjóðverjar eru nú auvitað alltaf sterkir og með menn eins og Balac og Klose í fínu formi eru þeir auðvitað til afreka líklegir

C riðill:
Frakkland
Ítalía
Holland
Rúmenía

Þessi C riðill hefur verið nefndur “dauðariðillinn” og víst er að öll liðin eiga hér möguleika á sigri. Heimsmeistararnir frá Ítalíu verða þó að teljast mjög sigurstranglegir og ekki vantar þá heldur sjálfsöryggið, segjast betri nú en 2006 í Þýskalandi er þeir unnu HM!Veit hins vegar ekki alveg með Frakkana, tóku að vísu vel við sér á ný á HM síðast eftir slæglega frammistöðu í tveimur úrslitakeppnum a.m.k. þar á undan, en leikir þeirra til undirbúnings hafa ekki lofað neinu sérstöku. Meiðsli eru líka að hrjá lykilmenn svo ekki bætir það úr skák. En eins og með Þjóðverja, er hefðin mikil og sigurviljin gífurlegur hjá Frökkunum. Bæði Hollendingar og Rúmenar eru svo með fín lið og gætu alveg komist áfram, en tilfinningin er ekki eins mikið með þeim og hinum tveimur liðunum. Vona hins vegar að eitthvað fari úrskeiðis hjá Ítölunum, hafa lengi farið í taugarnar á mér og komist allt of langt stundum fyrir heppni og dómararugl!

D riðill:
Grikkland
Rússland
Spánn
Svíþjóð

Hér er mín uppáhaldsþjóð, Spánn og ég trúi ekki öðru en þeir taki riðilinn. Veit hins vegar ekki alveg með framhaldið, en með þeim held ég auðvitað vegna fjögra leikmanna Liverpool sem eru í hópnum!
Hef stundum haft taugar til Svía, en finnst þeir núna ekki líklegir til afreka. Rússarnir eru víst með ungt og spennandi lið, sem í keppnina mætir líkast til fyrst og fremst til að læra og öðlast reynslu, en gætu samt líka komið á óvart. Um svo að lokum Evrópumeistaralið Grikkja, þá held ég að ótrúleg ævintýri endurtaki sig einfaldlega ekki, liðið vinnur að líkum ekki einu sinni leik núna!

Þetta var svona stutt yfirferð á hundavaði með mjög svo raunsæislegum blæ held ég!
Fyrst og síðast vonar maður bara að þetta verði skemmtilegt, nóg verði af mörkum og fínum tilþrifum.
Sjónvarpið er reyndar aðeins með útsendingum sínum að mismuna landsmönnum, einir fjórir leikir allavega sýnist mér er fara fram í lokaumferðum riðlakeppninnar og leiknir eru á sama tíma, verða sýndir á + stöðinni, sem bara er dreift með ADSL áskrift og netsjðónvarpi Símans og í fyrra tilfellinu bara um takmarkað svæði sunnanlands, en kannski kemur það ekki að sök auk þess sem þessir leikir eru sýndir seinna og eru kannski fengnir 365 til sýningar?
Annars verður þetta bara flott held ég og byrjaði vel fyrr í kvöld með fínum upphitunarþætti með Þorsteini J.!

Góða skemmtun boltaáhugamenn!


mbl.is Mutu þarf að greiða Chelsea 12 milljón evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÓR á afmæli í dag! (En Árni í gær)

Já, vil minna á, að íþróttafélagið Þór hér í bæ, (sem vel að merkja heitir EKKI "Þór frá Akureyri", eins og ætla mætti oft af umjfjöllun íþróttafréttamanna!) á afmæli í dag, en það var stofnað 6. júní árið 1915!

Til hamingju með daginn Þórsarar!!

SVo hélt ég nú líka, að hinn gamalreyndi trommari og grallari ARne Henriksen, eða Árni Henriks, eins og flestir nefna hann upp á íslenskuna, (fyrsti trommari BARA-flokksins, Rokkbandsins og fleiri sveita) ætti líka stórafmæli í dag, yrði fimmtugur ótrúlegt en satt, en dagurinn var víst í gær!
SAmt fær hann nú góða afmæliskveðju frá mér hér og nú!


Grín er ekkert glens!

Nei, nú er honum Jóni stráknum Gnarr greinilega ekki skemmt og ekkert skrítið, ef hans mikla grínferli er hreinlega stefnt í voða og Síminn tapi þúsundum viðskiptavina!
Þessi orð hans bera þó vott um svolítið yfirlæti og kannski vanhugsun í viðbrögðum við þessu. Það sem Jóni eða mér finnst fyndið, er ekki þar með samnefnari fyrir alla hina. Kímnigáfa eða húmor er bara eins og flest annað smekksatriði og ef kaþolikum líkar ekki þessar auglýsingar og telja þær þvert á nóti ósmekklegar, er það ekkert endilega ótvírætt tákn um húmorsleysi þeirra!
Þeim er svo líka að sjálfsögðu frjálst að hætta lika viðskiptum við Símann og ef þeir gera það, þá verða bæði Jon og fyrirtækið bara að horfast í augu við það!
Hins vegar eru þessi orð líka um að trúaður maður geti ekki gert slíkar auglýsingar, ekki vel ígrunduð eða sanngjörn!

Núna svekktur Jón er já,
Júdas túlkaði með glans.
En kaþólikar klikki á,
kúnstinni við grínið hans!


mbl.is Lengi tekist á við húmorsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningapukur!

Jamm, enn eitt dæmið sem sýnir fótboltaaðdáendum hvernig ástandið er orðið hjá þeim bestu, þetta snýst FYRST OG SÍÐAST um peninga og aftur peninga! Leikurinn sjálfur er ekki lengur númer eitt, tvö og þrú, heldur fjögur, fimm og sex! Og svo læðist að manni grunur án þess þó að í því felist nein fullyrðing eða vissa, að svona tali nú drengurinn ekki að ástæðulausu. Ekki sé hann aðeins að tala til Real madrid þegar hann segi að möguleiki sé á vistaskiptum ef þeir spænsku greiði bæði honum og Man. Utd. uppsettar fjárhæðir, heldur sé hann með þessu að setja þrýsting líka á núverandi vinnuveitendur um að þeir verði að samþykkja sömuleiðis allar hans kröfur nú og í komandi framtíð! En nú ætlar pilturinn semsagt að hætta þessu kjaftæði og snúa sér þess í stað að RÍFA netmöskva anstæðinga sinna í stað þess að RÝFA einhverja þögn!
mbl.is Ronaldo rýfur þögnina um Real Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sex ára stríðið! - Hver vann?

SEx daga stríðið var háð 1967. Ísraelsmenn unnu það skilst manni!
En SEX ÁRA STRÍÐIÐ nú, eða rétt tæplega, virðist engin auljós sigurvegari, ég get allavega ekki komið auga á hann!
Nei, þvert á móti virðast allir hafa tapað einhverju í þessu stríði, allt frá ómældum peningum til almenningsálits og gott ef ekki æru!
En sá er kannski hefur tapað mestu þegar allt er talið og upp er staðið, er líkast til sjálf litla þjóðin sem byggir eyjuna Ísland og það ekki bara fjárhagslega heldur ekki síst í formi einskis verðrar tímaeyðslu og sjálfsvirðingar!
En auðvitað ekki alveg allt búið enn, smærri angar enn hangandi í loftinu, Jónínumál til dæmis og öll sú hörmungarsaga!
Og margt er svo enn á huldu í allri þessari framvindu, mismikið þó, þáttur einstakra fjölmiðla- og stjórnmálamanna meðal annars!
Má hamingjan vita hvort öll þessi saga verði nokkurn tíman að fullu sögð eðaað öll kurl í málinu komist fyllilega til grafar í henni!?
mbl.is Dómar staðfestir í Baugsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við HLUNKARNIR hættum þá bara að flúga!?

Já, við þessir fallegu og þreknu hættum þá bara að fljúga, einfalt mál, enda hvort sem er lítil efni hjá okkur mörgum.
SVo erum við bæði skynsamir og fullir réttlætis, sníðum okkur stakk eftir vexti, en látum jafnframt ekki bjóða okkur eitthvert misrétti í nafni hækkandi olíuverðs!
En ef þetta kreppukjaftæði dregst á langin og við skildum nú samt neyðast til flugs, fátækir aumingjarnir, þá verður bara þrautalendingin líklega sú að "skera sjálfa sig niður", sem þó kannski hefur þegar og óhjákvæmilega gerst í ört vaxandi fátæktinni!?
Úff, það yrði nú meiri blúsinn!
En í aðeins meiri alvöru, þá hlýtur þetta ástand nú vonandi að leiða til þess að þróun á öðrum orkugjöfum taki kipp, svo allavega í ekki of fjarlægri framtíð verði komin valkostur sem allavega dyggði sem mótvægi við flugvélabensíninu, líkt og nú er að verða meir og meir þróunin með bílana, svokallaðar tvígengisvélar æ meir að riðja sér til rúms, bensín og rafmótora!
Útbreiðsla á rafhleðslustöðvum þó ekki orðin mikil held ég enn nema eitthvað á höfuðborgarsvæðinu.
SVo heyrum við auðvitað í fréttum þessa dagana ýmsar hugmyndir varðandi skatta og slíkt á orkugjafana, en ég ætla nú ekki út í þá sálma he´r og nú.
En lykilorðið fyrir alla til náinnar framtíðar, ef fram heldur sem horfir og bölvaðar kreppuklærnar læsast meir og meir utan um okkur og stóran hluta heims líka, er að horfa vel í það sem maður á, spara ef þess er nokkur kostur og NÝTA allt sem mest og best!
Það ætlar ykkar einlægi þrekni og þungi hérna allavega að einsetja sér og er þó ekki neinn "Flottræfill" fyrir!
mbl.is Farmiðaverð eftir þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VAndamál í víðáttum geimsins!

Auðvitað var þetta skoplegt í öllum sínum alvarleika, en vandamálið nú semsagt vonandi leist!

Þeir segja að vanti ei vitið,
í vísindum, hvert sem er litið.
SAmt geimfaragrey,
gátu nú ei
Um tíma skammarlaust skitið!?


mbl.is Geimsalernið komið í lag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísbjarnarblús!

Fékk strax slæma tilfinningu fyrir þessu er ég heyrði þetta í útvarpinu í morgun, að ísbjörn væri gengin á land. Ekki endilega vegna þess að ég héldi að manndráp og át stæði fyrir dyrum, heldur einmitt að eitthvert leiðindamál væri í uppsiglingu!
og ekki er af því að spyrja, afskaplega dapurlegt og ekki hvað síst ef dýralæknirinn Egill hefur í sínu máli rétt fyrir sér. Að sjálfsögðu er þetta svo verst fyrir aumingja ísbjörninn, liggur nú dauður, blessuð sé minning hans!

Til verksins þessa fráleitt er fús,
í fórum leita þó mínum.
Orðum í þennan Ísbjarnarblús
og aðeins í fjórum línum!


mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær væri..

...að bara leggja öllum þessum fjárans allt of mörgu bílum nú í kreppunni komandi/verandi, eiturmengandi dísel- og bensínbykkjum og skipta yfir í rafmagnsbíla og hjól!Kostar ekki nema einhvern skítin 70 eða 80 kall á 100 km. á hleðslu á sæmilegasta rafbíl, farartæki sem myndi hæglega duga langflestum. Mengun hyrfi nánast og vegna takmarkaðs hámarkshraða myndi slysum eða minniháttar óhöppum að líkum fækka. SVo ætti að drífa í að koma upp sæmilegu raflestakerfi um höfuðborgarssvæðið, auk þess að halda áfram uppbyggingu reiðhjólastíga og þá væri nú þetta eldsneytisvandamál að stórum hluta leyst! SVona atvinnnukarlar á trukkum myndu fá sinn aðlögunartíma ef með þyrfti að skipta og raunar held ég að nær væri að leggja af öll gjöld og tolla af vistvænum bílum og hjólum, en hrófla um of við olíusköttunum!
Til lengri tíma er ég viss um að þetta mun spara gríðarlega fjármuni, er bara spurning um hugarfarsbreytingu og skynsemi!
Annars kemur hér í lokin lítill kviðlingur um sparnað, sem vel að merkja er þó ekki öllum mögulegur, en margborgar sig fyrir alla sem eitthvað geta sparað til lengri tíma litið.

Þú sem þetta heyrir,
þyggðu ráð sem vara.
Græddur er geymdur eyrir,
gjörðu svo vel að spara!


mbl.is Stefnt að frumvarpi um eldsneytisskatta í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband