Peningapukur!

Jamm, enn eitt dæmið sem sýnir fótboltaaðdáendum hvernig ástandið er orðið hjá þeim bestu, þetta snýst FYRST OG SÍÐAST um peninga og aftur peninga! Leikurinn sjálfur er ekki lengur númer eitt, tvö og þrú, heldur fjögur, fimm og sex! Og svo læðist að manni grunur án þess þó að í því felist nein fullyrðing eða vissa, að svona tali nú drengurinn ekki að ástæðulausu. Ekki sé hann aðeins að tala til Real madrid þegar hann segi að möguleiki sé á vistaskiptum ef þeir spænsku greiði bæði honum og Man. Utd. uppsettar fjárhæðir, heldur sé hann með þessu að setja þrýsting líka á núverandi vinnuveitendur um að þeir verði að samþykkja sömuleiðis allar hans kröfur nú og í komandi framtíð! En nú ætlar pilturinn semsagt að hætta þessu kjaftæði og snúa sér þess í stað að RÍFA netmöskva anstæðinga sinna í stað þess að RÝFA einhverja þögn!
mbl.is Ronaldo rýfur þögnina um Real Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Sæll Magnús

Er ég að lesa þig rétt sem Man Utd mann. Ef svo er þá eigum við það sameiginlegt.

Varðandi Ronaldo þá held ég að eitt af vandamálunum við fréttafluttninginn af honum sé að oft er ekki haft rétt eftir honum eða þá að oft er því sleppt að birta spurninguna sem hann er að svara, sem myndi setja það sem Ronaldo er að segja í annað samhengi.

En ég er sammála þér hann á bara að hætta að tjá sig um þessa hluti og einbeita sér að  spila.

Kveðja,

Kristinn

Kristinn Halldór Einarsson, 5.6.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, nei, Kristinn Halldór...  Magnús Geir er Púllari...  eða var það Razzenali...?  Ég er MU-ari aftur á móti, sem og Högni, Hafsteinn Viðar, Víðir og fleiri góðir bloggarar.

Ég heyrði haft eftir Ronaldo um daginn að hann færi ekki frá MU á meðan Ferguson væri þar. Er það einhver misskilningur hjá mér? En það er rétt hjá Magnúsi Geir, þessir strákar eru allir orðnir af aurum apar. Hollustan er öll hjá peningunum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.6.2008 kl. 19:53

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Rétt er það Kristinn, orð þessara stjarna, hvort sem þær eru nú í boltanum í bretlandi eða í bullinu í Hollywood, eru oft tekin úr samhengi eða á einn eða annan hátt afbökuð! En eins og mín elskulega Lára Hanna segir, þá er þetta bara orðið svo yfirgengilega ráðandi allt saman af peningunum, þar sem gráðugir umboðsmenn m.a. ráða oftar en ekki för.En auðvitað er ég ELDRAUÐUR og hef verið frá því ég man eftir mér fyrir nær 40 árum! En hvers vegna veit ég bara ekki og engin af mér eldri mönnum m.a. fimm eldri bræðrum, hefur getað skýrt það!SEm bara smánagli, um eða fyrir '70 var ég til dæmis í heimsókn hjá nágrönnum og var þá rétt fyrjað að sýna upptökur frá enska boltanum á laugardögum. Sagði þá einn eldri strákur á heimilinu við mig, "Sjáðu maggi, Liverpool er í sjónvarpinu"! Vissi hann þá þegar að ég hélt með liðinu!

Muna þetta eftirleiðis Lára mín, en mér þykir reyndar eins og þér mikið til Arsenal koma og ég á einn bróður líka sem haldið hefur alla sína tíð með þeim, sem og reyndar einn líka, þann elsta, sem heldur með M.U. Sá er reyndar með þeim ósköpum "fæddur", að halda líka nokkuð með... LIVERPOOL!? Auðvitað álitin furðufugl, en er reyndar mesta gæðablóð og hámenntaður læknir!

Veit annars ekkert um þessi orð sem höfð eru eftir Ronaldo, gætu verið einmitt slitin eitthvað úr samhengi, eins og Kristinn nefnir að geti oft verið tilfellið!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.6.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 218018

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband