Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
14.6.2008 | 13:59
EM, D riðill, halda Spánverjar uppteknum hætti líkt og Hollendingar?
ÉG á fastlega von á því að Torres, Villa og hinir snillingarnir sigri SVíana já, en kannski verður það fyrirhafnarmeira en sigurinn glæsti hjá Niðurlendingunum í gær á Frökkunum!
Úrslitin hjá Rússum og Grikkjum hins vegar gætu orðið forvitnileg, spái að rússarnir hafi þetta!
En reyndist annars ekki mjög rishár spámaður í gær, en svona er þetta nú stundum!
En semsagt, geri ráð fyrir hreinum úrslitaleik milli Svía og rússa í lokaumferðinni um hvor þjóðin fari áfram með Spánverjum!
Hef annars ekki alveg gert upp við mig hvort þetta sé heillavænlegt fyrir Liverpool, að láta Alonso fara. Í sínu besta formi er hann einn sá albesti í sinni stöðu, en endurtekin meiðsli skemmdu síðasta tímabil alveg fyrir honum og náði hann sér svo aldrei almennilega á strik eftir að hafa jafnað sig í seinna skiptið!
En þetta skýrist væntanlega allt eftir EM og þá hvort nýjir menn fást líka í hans stað, ef svo fer að hann verði seldur.
Xabi Alonso nálgast Juventus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2008 | 20:54
"Túlipanar" í blóma!
Vinur vor Kuyt frábær,en auðvitað hver leikmaðurinn þarna öðrum betri!
SAnnkallaðir senuþjófar í þessum "Dauðariðli" og sætið í 8 liða úrslitunum tryggt!
Hins vegar er staðan gríðarlega spennandi um hverjir munu fylgja og hver veit nema það verði Rúmenar og að gömlu stórveldin Frakkland og Ítalía sitji því eftir, ótrúlegt en satt!
Rúmenar með tvö stig, en hin tvö liðin, sem einmitt mætast í lokaumferðinni, með eitt!Reyndar tel ég ekki líklegt að Holllendingar slaki svo mikið á, að þeir tapi gegn rúmenum, en ef það gerist, þá skipta úrslitin í hinum leiknum engu máli!
rúmenar hefðu svo alveg eins getað staðið með pálman betur í höndunum eftir leikin við Ítalíu, misnotuðu vítaspyrnu seint í leiknum!
En sannarlega hefur þessi riðill staðið fyllilega undir sínu "Dauðanafni", alveg æðisleg bara´tta ´honum!
Holland vann Frakkland, 4:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.6.2008 | 15:52
EM, C riðill, nú hressast heimsmeistararnir!
En það yrði gríðarlega óvænt ef svo yrði!
Stórleikur riðilsins er hins vegar í kvöld er Hellendingar og Frakkar mætast. Þá kemur á daginn hvort sigurinn á Ítölum var í raun og sann innistæða fyrir enn meiru hjá Kuyt vini mínum og félögum!?
Verður áreiðanlega mjög spennandi leikur sem Frakkar verða helst að vinna.
Jafntefli eru þó ekki ólíkleg úrslit eftir harða rimmu!
Pólverjar gerðu mér grikk í gær, misstu misstu niður sigurinn í jafntefli á síðustu mínútu, En Króatarnir gerðu það sem ég bjóst við, unnu Þjóðverja mjög sanngjarnt og eru bara já til alls líklegir í framhaldinu!
Ítalir og Rúmenar gerðu jafntefli, 1:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2008 | 23:27
Nú árið er liðið... - Bloggafmæli!
J'a góðir hálsar, ótrúlegt en satt, er þessi dagur er á enda runnin, sem stutt er í, er liðið HEILT ÁR frá því þessi blessaða bloggsíða hóf göngu sína! Engin sérstakur fögnuður á sér stað af þessu tilefni, en bloggvinum og öðrum er nú samt velkomið að kasta á mig kveðju! Tilgangurinn var nú mest að blaðra eitthvað um til dæmis íþróttir, pólitík og músík, auk þess að fá annars lagið útrás fyrir þessi ósköp sem ég er gæddur, að geta hnoðað saman alls kyns leir og lostaríkum hendingum og mörgu þar á milli! Held ég að það hafi gengið bærilega, allavega er ég sáttur svona í það heila og hyggst hanga í þessu eitthvað lengur mér og kannski einna helst stelpunum í bloggvinahópnum, til yndisauka! Það hefur ekki verið svo ýkja margt sem komið hefur mér "gamla hundinum" á óvart þetta ár, nema kannski helst hve hið neikvæða og oftar en ekki dapurlega verður stundum ríkjandi í bloggheimum.Ætla nú ekki að fara djúpt í þá sálma, en ljóst er að sum efni og raunar sumt fólk á ekkert erindi í þennan heim, en þetta er jú "opin og frjáls" vettvangur, eða nokkuð svo, þannig að lítið er hægt að segja meir við því auk þess sem að um það gildir hið fornkveðna, að "einhvers staðar verði jú vondir (vont) að vera"! En hvað um það, þá get ég ekki kvartað undan sæmilegustu undirtektum við mínum mismunandi merkilegu pælingum, með eða án tenginga við fréttir, flettingar komnar vel yfir 90000 á þessu heila ári og meðan ég nennti enn að fylgjast með vinsældalistanum, sem ég geri sjaldan eða aldrei lengur, þá náði ég nú hæst í sæti 12, sem bara var fínt! Og ekki hvað síst var það gaman vegna þess, að þessu 12 sæti náði ég einmitt 12. ágúst sl. á afmælisdegi vinkonu minnar Gurríar í Himnaríkinu á Akranesi! Hún hefur þó hingað til neitað að sjá örlagatenginguna í þessu hingað til, en segist reyndar halda að hún elski mig blessunin! Annars á ég upp til hópa fína bloggvini, sem auðvitað eru manni mismikið hugstæðir og nánir, en skemmtilegir hver á sinn hátt, gamlir sem nýjir! Má liðið semsagt sem fyrr sagði bara kíkja inn ef það nennir og eru knús, faðmlög og kossar, jefnvel djúpir og blautir, vel þegnir og þakkaðir takk!
Heila árið hef ég nú,
hérna stanslaust malað.
Gasprað já í góðri trú,
þó geti varla talað!
Þakka annars öllum, bloggvinum sem öðrum, fyrir að nena að heimsækja mig og fylgjast með mér reglulega. Án þess væri þetta brölt nú ekki til mikils!
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.6.2008 | 13:46
EM, B riðill, Stórslagur!
Annars fór ég aldeilis flatt á úrslitum gærdagsins, þó sérstaklega í seinni leiknum milli heimamanna í SViss gegn tyrkjum, sigur þeirra síðarnendu kom verulega á óvart.
En í dag er það sannkallaður STórslagur í B riðlinum sem er á dagskrá, er Þjóðverjar og Króatar mætast!
Sama er þar upp á teningnum og hjá Portúgölum og tékkum í gær, sigur nánast tryggir sæti í 8 liða úrslitunum og jafntefli yrðu heldur ekki svo slæm úrslit fyrir bæði lið.
Ætla bara að gerast djarfur og spá Króötum sigri, sem kannski er líka nett kæruleysi, Þjóðverjarnir mjög sterkir og allt eins líklegir til að taka stígin þrjú sem í boði eru.
Vonbrigði SVisslendinga eru mikil eftir tapið í gær og þeir úr leik. Þótt Austurríkismenn hafi sýnt lit gegn Króatíu og tapað mjög naumlega, held ég að Pólverjar muni hafa vinningin í dag, þannig að báðir gestgjafar keppninnar verði þar með úr leik!
Robben orðinn heill heilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2008 | 14:33
EM, önnur umferð, riðill A, Úrslitaleikur!?
Ekki var nú gamla goðið Johann Cruyff alveg sammála Van Persy fyrir mótið, vþert á móti var hann óhress með leikstílinn og taldi hann langt í frá skemmtilegan, en er kannski komin á aðra skoðun núna? En nóg um það, Hollendingar hins vegar skiljanlega í skýjunum enn yfir frábærum sigri á heimsmeisturunum, sem sumir hverjir keppast nú við að útskýra málið eða bara biðja landa sína afsökunar á slakri frammistöðu.
Sjálfur er ég líka í skýjunum yfir afbragðsbyrjun Spanverja í gær, en eins og þeir sjálfir hafa sagt eftir leikin, þá sé þetta nú bara einn leikur, svona byrjuðu þeir líka HM síðast, en stóðust svo ekki þolraunina er lengra dróg!
En þetta var já flott og einu get ég nánast lofað ykkur,
Ef DAvid Villa fer frá VAlencia, þá er BARA EITT lið sem kemur til greina í dag utan Spánar!
Þeir sem vita svarið rétti upp hönd!
Verð svo að viðurkenna að sigur Svía á Grikkjum féll mér ei ílla í geð, en kom mér samt svolítið á óvart!
Þessi úrslit og í leik Hollendinga og Ítala eru þau einu sem ég hef flaskað á hingað til.
6 leikir réttir af 8 er ekki slæmt, nema hvað þetta er ekki gisk hjá mér á getraunaseðli, bara hér í léttum dúr.
Er líklega bæði of latur og lítt fégráðugur til að nenna að spila í getraunum í von um gróða!
En fyrstu umferð keppninnar semsagt lokið, alveg þokkaleg byrjun í það heila og vonandi verður bara stígandi í þessu og góðu og spennandi leikjunum fari fjölgandi.
Sigurliðin í fyrstu leikjunum í A riðli mætast nú á eftir, portúgal, Ronaldo og Co. og Tékkar, Koller og hans félagar!
Sigurliðið er nánast komið áfram hygg ég, en jafntefli yrðu held ég líka ekki slæm úrslit fyrir bæði lið.
Á erfitt með að spá, þótt Tékkarnir hafi ekki verið sannfærandi gegn Sviss var það ekki alveg að marka, alltaf erfitt að byrja keppni og það gegn heimaliði. portúgalar virkuðu hins vegar nokkuð svo sannfærandi gegn Tyrkjum, sem reyndar virtust ekki mjög traustvekjandi. SEgi jafntefli, en mikið á örugglega eftir að ganga á og auðvitað gæti sigurinn lent á báða vegu
SViss hafði ekki heppnina með sér gegn tékkum, en ég vil trúa því að þeir sigri í kvöld. SEm fyrr sagði virðast Tyrkirnir ekki eins sterkir og oft áður og urðu svo fyrir áfalli nú er einn þeirra besti maður, Emre, meiddist og verður ekki í það minnsta með í þessum leik.
Það held ég nú!
Van Persie: Holland leikur eins og Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2008 | 12:37
Aulagrín!
Og auðvitað liggur þorri landsmanna í hláturskasti yfir þessu eðalgríni líka, eða hvað?
Í minni sveit hafa þeir menn sem sí og æ hafa haft þörf fyrir að koma eigin gríni á framfæri, sagt brandara í bunum, en hlegið svo sjálfir hæst ef þeir hafa þá ekki bara verið einir um það, ekki þótt merkilegir peningar og svo er nú einnig um þetta tiltæki!
Auðvitað bara til þess gert auðvitað að vekja athygli á sjálfum sér, en fyndið er þetta nú ekki!
Hins vegar hef ég almennt skilning á ýmsu sem aðrir trúarhópar en sem tilheyra kristni eða sem ekki eru í þjóðkirkjunni, hafa sett fram varðandi yfirgang í skólum og fleira slíkt, sem og að ég er yfir höfuð mótfallin og hef andúð á öllu ofstæki og "HIðeinasannaog rétta" áráttu, sem einkennir svo margan "Frelsaðan" eða "Sanntrúaðan" manninn!
Vonandi nær hin nýja vitundarvakning sem virðist nú öðlast meiri hylli, í þá átt að finna málamiðlun til sátta milli trúarbragða , svo framtíð heimsins verði bjartari, fljótt svo mikilli útbreiðslu, að einn góðan veðurdag muni fólk hætta þessum átökum, yðki bara sína trú af hógværð og láti aðra sem aðhyllast annað bara í friði!
Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2008 | 14:48
D Riðill, flottur spænskur Flamengo eða brjálaður rússneksur Björn!?
En riðlakeppninni á EM, fyrstu umferð, líkur í dag með leikjum Spánverja og rússa annars vegar og ríkjandi Evrópumeistara Grikkja og Svía hins vegar!
Enn einn gangin er við miklu búist af hinum spænsku og ég held að það hljóti að vera frumkrafa hjá þeim sjálfum að vinna þennan riðil.
rússar eru með ungt og óreynt lið, held ég með lægsta meðalaldurinn í keppninni. Leikgleði og viss "gredda" gæti að sönnu hjálpað þeim eitthvað í dag, barátta frá fyrstu mínútu, en getumunurinn á þó að vera Spánverjum nægur til að sigra.
Þeir eru líka minir menn í þessari keppni, en með fyrri reynslu í huga, þá gerir ég alveg eins ráð fyrir því, að þeir geti samt bara dottið út í 8 liða úrslitunum!
Og minir minir menn auðvitað vegna þess að fjórir "Púlarar" eru í hópnum, þar að líkast til tveir sem munu byrja inn á í dag, Sabi Alonso og Fernando Torres!
Í hinn leikin frekar erfit að ráða, enn þann dag í dag þykir mörgum með ólíkindum að Grikkjum skildi takast að vinna keppnina fyrir fjórum árum. Þar sannaðist þó líklega sem aldrei fyrr, að fótbolti er LIÐSÍÞRÓTT en ekki einstaklings!
Þeirra gengi hefur hins vegar verið upp og ofan eftir EM 2004 og sama má segja um Svíana, sem mér kæmi nú samt ekki á óvart að næðu bærilegum árangri,færu upp úr riðlinum og gætu jafnvel farið lengra!
Veit ekki með úrslitin hins vegar í þessum leik, ætla þó fyrir vinarhug að spá sænskum sigri, en jafntefli eru kannski líklegustu úrslitin!?
Calderon: United getur ekkert sannað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2008 | 21:10
Dásamleg úrslit!
Að vísu fyrsti leikurinn sem ég spái rangt um í keppninni, hafði giskað rétt á hina fimm, en þetta var frábær leikur og gott á Ítalana að fá svona duglegan skell!
Vinur vor Dirk að sögn frábær, lagði upp tvö og kannski er ekki nema von að eitthvað komi út úr þessu hjá Hollendingunum í ljósi þess að þarna leggja saman krafta spilarar úr Man. Utd., Liverpool, Arsenal og Real Madrid m.a.?
En svo sanngirni sé gætt, þá höfðu nú Ítalar getað minnkað munin í stöðunni 2-0, fengu fín færi, sem þá hefði kannski breytt leiknum og úrslitin kannski orðið önnur.
Riðillinn ætlar bara annars að standa undir væntingum og mikið á eftir að ganga á áður en ljóst verður hvaða tvö lið komast áfram.
Holland tók Ítalíu í karphúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.6.2008 | 14:14
EM, dagur 3, riðill C, DAUÐARIÐILLINN!
Nú vandast hins vegar málið nokkuð þegar kemur að leikjum dagsins í C riðlinum ógurlega. Rúmenar og FRakkar mætast nú kl. 16 og síðan heimsmeistarar Ítala og Hollendingar í kvöld.
Hef áður sagt, að ég efist nokkuð um Frakkana, öfugt við margan spámannin, auk eþss sem mig grunar að Rúmenar geti komið á óvart í riðlinum. Svo er líka hitt, að kannski gætu þeir verið heppnari en til dæmis Pólverjar og Austurríkismenn voru í gær, að ekki sé nú talað um Svisslendinga í fyrradag gegn Tékkum.
Held að Rúmenar nái jafntefli í dag.
Vinur minn úr Liverpool, Dirk Kuyt og félagar munu hins vegar líkast til eiga erfitt uppdráttar gegn Ítölum, munu þó eflaust berjast vel, en held að heimsmeistararnir hafi þetta. En eins og ég hef áður sagt, yrði ég ekki mjög óglaður ef Ítalarnir myndu klikka hressilega, hafa lengi farið í taugarnar á mér og náð árangri þó lélegir væru og leiðinlegir!
Thuram segir Mutu helstu ógn Rúmena | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar