Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ólafur hinn orðheppni!

Já, hann Óli blessaður er ekki bara einn besti alhkiða handboltamaður heims, hann er hinn mesti spekingur líka og orðar hlutina oft svo skemmtilega. Kemur með sama punkt og ég var með í gær, kaldhæðnina svo ekki sé meira sagt um vörn og markvörslu og það hafi verið gömul sænsk markvarðakempa sem átti þar stóran þátt! Sömuleiðis mikil viðurkenningarorð um t.d. strákin Arnór og bara yfirleitt þegar Ólafur tekur til máls má búast við skemmtilegheitum! og vonandi verður Hellgren já áfram með í undirbúningi fyrir Olympíuleikana, okkur veitir ekki af öllum kröftum sem fáanlegir eru ef von um árangur í Kína á að nást!
mbl.is „Þökkum Svíanum Claes Hellgren“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki byrjar það nú vel!

Nei, ekki byrjar það nú vel á fysta degi nýs ritstjóra á Mogganum hvað varðar þessa frétt!
Að 57% landsmanna hafi líst yfir stuðningi við Hönnu birnu sem næsta borgarstjóra í þessari könnun er auðvitað út í hött og furðulegt sattt best að segja að viðkomandi blaðamaður skuli setja þetta svona fram, vitandi að þetta er kolrangt!
Það kemur eins og fólk sér þegar það les fréttina, skýrt fram að spurt er um hvern D á að velja sér þegar og ef listin tekur við borgarstjórastólnum aftur eftir ár og í hjali dagsins getur maður og annar svosem svarað því.
En Hví svo STöð 2 er að eyða peningum í landskönnun um þetta einangraða val D, er svo aftur önnur spurning, því ekki verðurkosið um embættið svo ég viti, hvorki meðal almennra félagsmanna í D, hvað þá á landsvísu.
Kannski gæti þó formaður flokksins þurft að skipta sér af þegar og ef, fræg dæmi um lsíkt í fortíðinni, en það er og verður þá sem ég segi, innanbúðarvandamál flokksins.
mbl.is Vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér varð á í messunni, heldur betur!

Nei, engin er spámaður spes, En mikið getur verið gaman að hafa stundum RANgt fyrir sér eins og núna! STórkostlegur sigur, sem ég sá ekki gerast í gær eftir tapið gegn pólverjum! Og að dæmið hafi algerlega snúist við frá svo mörgum fyrri leikjum þjóðanna, að það hafi ekki verið hvað síst vörnin og frábær markvarsla ÍSLANDS sem réði úrslitum hljómar næstum kaldhæðnislega! Og að nýráðin markvarðaráðgjafi sé hinn gamalreyndi sænski markvörður Claas Helgren er náttúrulega algjört met! Hreiðar og allir hinir og bara öll þjóðin til hamingju með farseðilinn á OL í Kína!
mbl.is Ísland fimm mörkum yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómannadagur í sjötíu ár með hafnfirsku ívafi!

SEm sonur manns sem um árabil stundaði sjóin og bróðir fjögra annara sem meira og minna hafa sótt sitt viðurværi í áratugi um allan sjó að mestu leiti, eða með störfum tengdum sjávarútvegi, er Sjómannadagurinn merkilegur í mínu lífi! Frá því ég man eftir mér var þetta sannur hátíðisdagur og sem öll helgin miðaðist við er tímar liðu fram.En tímarnir breytast og mennirnir með, þar með talin sjómennskan og sjálfur hátíðisdagurinn. Eins og með marga aðra hátðiðisdaga hefur vægi hans því miður farið þverrandi á seinni árum, ekki sami glansinn yfir kappróðri við Pollinn eða koddaslag í sundlauginni. Þó gera sjómenn og þeirra aðstandendur sér enn glaðan dag, eða hafa það gott um þessa helgi og því ekki nema tilhlýðilegt að segja nú við þá sem aðra landsmenn,
Gleðilega hátíð í 70 ár!!

Og hinum hýra og fallega bæ Hafnarfirði er svo líka tilhlýðilegt að senda árnaðarósk í tilefni dagsins, bærinn heldur upp á 100 ára afmæli sitt í dag. og þar gera menn þetta með "Stæl" Sjómannadeginum gert sérstaklega hátt undir höfði!

Bær nú sínu besta tjaldar,
brosir kátt og hlær.
Hafnarfjörður heillar aldar,
hamingjuóskir fær!


mbl.is Helgistund á sjómannadegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband