Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
6.8.2007 | 20:30
unnusti, unnusta!?
Samkvæmt gamalli meiningu þessa orðs, merkir það hygg ég nú að viðkomandi sé heitbundin, trúlof(uð)aður öðrum, eða par sé trúlofað!
Í annars öllum alvarleika þessa máls, þá finnst manni það nú ólíklegt og svolítið skrýtið að það sé tekið fram. En ég ítreka, það er auðvitað ekki ómögulegt.
Að öðru leiti er þetta svo enn eitt dæmið um hve fíkniefnainnflutningur virðist algengur og það í þessu gífurlega magni!
![]() |
Sextán ára stúlka tekin fyrir kókaínsmygl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2007 | 20:04
Loks mælir Magnús, en meira þarf til!
Viss niðurstaða sé komin í málin, ónefndur sviðsstjóri hefur verið færður um set að undangenginni úttekt óháðs skoðunaraðila auk þess sem önnur ráð hafa verið fyrirhuguð til að skerpa á innviðum vinnustaðarins.Það og fleira á að stuðla að betri og væntanlega friðsamari vinnuumhverfi!
Aðspurður um vhí lengi hafi sem raun ber vitni, tekið að bregðast við vandanum, sem vissulega kom ekki upp fyrir helgi, þá útskýrði Magnús það með ýmsum flóknum lögum og reglugerðum er gilda um opinbera starfsemi, sem taka þyrfti tillit til og af vandvirkni!
Held líka að það sé rétt hjá honum, sem þó er alls ekki fullnægjandi skýring á því hví þetta ástand hefur staðið svo lengi og með þessum miklu afleiðingum, allavega 12 starfsmenn sagt upp vegna þessa óánægjuástands og samstarfsörðugleika við einn sviðsstjóra! (að því best fæst ráðið!)
Þá virðast starfsmenn er enn vinna á Veðurstofunni, ekki enn vera sáttir þrátt fyrir þessi viðbrögð er loksins hafa orðið og íhuga sumir uppsagnir ennþá! Magnús óttaðist þó ekki að þjónustan við landsmenn væri í hættu, menn séð það svartara fyrr!
Vonandi mun þó í framhaldinu fleira verða gert svo þessi "él á Veðurstofunni stytti upp um síðir" eins og þau gera öll jafnan,annað gengur bara ekki!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2007 | 14:02
Verslunarfólk. - Til hamingju með daginn!
Þó ræður kaldhæðnislegur tíðarandin á síðustu árum ekki hvað síst, því að fáir ef nokkrir vinna helst á þessum degi en einmitt verslunarfólk!
Mætti mín vegna alveg breyta þessu til gamals horfs, þ.e. bara loka verslunum sem jóladagur væri! "Klestir og krambúleraðir" ferðalangar yrðu bara að gjöra svo vel að vera fyrirhyggjusamir og kaupa bensín og aðrar nauðþurftir fyrir heimferðina á sunnudeginum!
Já, svo mætti alveg innleiða sjónvarpslausa fimmmtudaga aftur, en það kemur nú veslunarmannahelginni ekkert við!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.8.2007 | 00:43
Virðist samt ætla að verða tíðindalítil!
Jæja, Verslunarmannahelgin að klárast, en sjálfur hátíðisdagurinn, frídagur verslunarmanna rétt í þann mund að hefjast!
Nokkuð svo tíðindalítil þetta árið, allavega hingað til og verður svo vonandi alveg er upp verður staðið!
Flott flugeldasýning nýafstaðin hérna í fagra bænum, með þessu óhappi þó sem væntanlega hefur ekki verið mjög alvarlegt.
Kaupahéðnar og aðrir sem stóðu að "Einni með öllu" þó líklega fúlir út af færri gestum en ella, en nenni nú ekki að fara út í leiðindablaðrið sem staðið hefur yfir um tjaldstæðatakmarkanir og þess háttar, sem kannski hefur átt sinn þátt í lakari aðsókn en vonast var eftir.
Skutla þess í stað bara út þessum "litla kvikyndisskáldskap" mínum!
Í vímu vaða menn elgin,
emda Verslunarmannahelgin.
Og stelpurnar stráka,
stökkva á "Fáka"
Að framleiða barn í belginn!?
![]() |
Óhapp á flugeldasýningu á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2007 | 20:45
Bærilegt!
![]() |
Jafntefli hjá Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2007 | 20:37
Spurning!
Það vakti helst athygli mina, að Malouda sem ég vildi fá til rauðs liðs en ekki í þetta himinbláa, sýndi smátakta og skoraði fínt mark. Meiddi sig þó víst í leiðinni.
En spurningin er, verður annaðhvort þessara liða Englandsmeistari næsta vor?
Mitt svar?
Nei, held ekki, Liverpool eða Arsenal!
Jájá, komið nú bara allir M.U. og Chelseaaðdáendur og maldið í móinn!
![]() |
Van der Sar: Smá sárabót eftir tapið í bikarúrslitaleiknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2007 | 20:23
Þetta er "EKKI FRÉTT"!
Hvenær í dauðanum hefur það fyrr talist frétt, að sól skíni á Akureyri, ég bara spyr?
Hún skín ALLTAF á Akureyri, það vita nú allir, en vilja bara ekki alltaf viðurkenna það En það kemur bara fyrir, að hún gerir það mismikið og svo hitt, að hún fær stundum smá fýuluköst og felur sig þá bakvið Vaðlaheiðina, en það er nú ekkert að marka slík smá frávik í samhengi heildarinnar!
Moggamenn eru því vinsamlegast beðnir að birta ekki svona "No News Nonesense" framvegis, ef þeir vilja ekki verða að eilífu athlagi!
Farin í síðkvöldssólbaðið mitt!
![]() |
Sólin skín á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2007 | 16:48
Bakari hengdur fyrir smið!?
EF fram heldur sem horfir, þá fer Formúlan bara fram úr bullogvitleysisganginum, sem hjólreiðarnar hafa fram til þessa verið hvað fremstar í!
Og já, hér gæti bakari hafa verið hengdur fyrir smið, heimsmeistarinn Alonso, eftir allt saman ekki verið helsti sökudólgurinn!?
En þetta er nú annars farið að ganga út á flest annað en spurninguna hver sé snjallastur að keyra, besta bílinn, snjöllustu áætlunina, að komast fyrstur í mark!
Ætli ekki einhver kvennahneykslismál verði það næsta sem kemur upp!?
Svo alveg grátbroslegt, að í hlut á ekki eitt af liðunum í basli, heldur líkast til besta liðið, sem mesta ruglinu veldur, ásamt reyndar líka næst besta liðinu!
![]() |
Hamilton biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2007 | 12:59
Gleðifregn!
Héðni var á sínum tíma spáð glæstum frama er hann 11 eða 12 ára varð heimsmeistari barna í skák. Framin varð hins vegar kannski ekki eins skjótur og mikill og vonast var eftir, en nú hefur drengurinn náð þessum helsta áfanga í skákinni. Þetta er því sannkölluð GLEÐIFREGN!
Bætist hann þar með í glæstan flokk íslenskra skákmanna og merkilegra margra sem náð hafa þessum titli og ef mér skjátlast ekki er Héðin TÍUNDI skákmaðurinn sem nær þessu!?
Hinir eru:
Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Jóhann Hjartarsson, Helgi Ólafsson, Jón Loftur Árnason, Margeir Pétursson, Þröstur Þórhallsson, Hannes Hlífar Stefánsson, og Helgi Áss Grétarsson! Stefán Kristjánsson gæti þó líka verið við þröskuldinn, eða jafnvel komin yfir?
![]() |
Héðinn tryggði sér stórmeistaratitil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.8.2007 | 23:42
Sat heima!
hugsaði lítt um þetta glens.
Var ekki í formi fínu,
fyrir Álfaborgarséns!
![]() |
Fjölmennt á hagyrðingamóti á Borgarfirði eystri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar