Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Einelti á Veðurstofu Íslands!

Mér brá óneitanlega í gær þegar þessi fregn um alvarlegt einelti á Veðurstofu Íslands birtist í Sjónvarpinu! Ekki síst vegna þess, að þarna gekk fram fyrir skjöldu Ásdís Auðunsdóttir, sem ég í hreinskilni sagt hef haft miklar mætur á sem veðurfréttamanni, fundist hún alltaf sérlega aðlaðandi og fáguð stúlka með sínu svolítið dulúðugu yfirbragði! Sagði hún semsagt sínar farir ekki sléttar, yfirmaður hennar, SViðstjóri lagt hana í einelti og nú hefði verið ákveðið að hún tæki sér árs leyfi, en héldi þó áfram veðurskýringum í Sjónvarpinu! Kom einnig fram hjá henni, að henni hefði ekki líkað viðbrögð Veðurstofustjóra, Magnúsar Jónssonar, hann ekki tekið nógu vel á málinu að hennar áliti.Gaf Magnús hins vegar ekki kost á viðtali, þannig að arlega skal farið í að álykta um allan þátt málsins. Hitt er ljóst og kom líka fram, að sex aðrir veðurfræðingar hefðu hrökklast burt úr starfi vegna sömu eða spipaðara ástæðna, eineltis og alls tólf starfsmenn hætt vegna óánægju á vinnustaðnum. Fullorðinseinelti! Einelti er slæmur hlutur, markar til að mynda djúp spor í sálir barna, eins og þjóðin hefur á undanförnum árum fengið að kynnast í gegnum þekkta einstaklinga á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson, poppstjörnu með meiru og Stefán Karl Stefánsson leikara. Flestir muna væntanlega enn þjóðarátak sem Stefán m.a. átti stóran þátt í til vitundarvakningar m.a. með mikilli landssöfnun, sem farið var í til byggingar og reksturs á miðstöð og nú hýsir hygg ég Sjónarhól!? En einelti einskorðast semsagt ekki við bernskuna, hún á sér stað líka á fullorðinsárum, en er sem slík af sama meiði, einstaklingur verður fyrir neikvæðu og síendurteknu áreiti eða neikvæðum viðbrögðum í orði og/eða einhverslags athæfi, af hendi annars einstaklings eða fleiri! Fyrirbærið er því ekki einskorðað við barnæskuna, eins og margir halda og þeir sem verða fyrir einelti síðar á ævinni, geta ekki síður orðið fyrir miklum andlegum skaða! rétt eins og vinnustaður barnanna, skólinn, reynist oft vettvangur eineltis í æsku, rót þess sé oft þar að finna, þá eru eins og í þessu tilfelli hinir ýmsu vinnustaðir, vettvangurinn fyrir eineltið síðar á ævinni. Einhverra hluta vegna hefur hins vegar sú fyrra komist inn hjá sumum (og má jafnvel lesa slíkt á ónefndum bloggsvæðum) að opinberir vinnustaðir séu einkum og sér í lagi gróðrarstía eineltis! Hafa menn ekkert fyrir sér í því, nema hvað að staðreyndin er einfaldlega sú, að það vekur meiri athygli ef um opinbert fyrirtæki er að ræða og spyrst frekar þar að leiðandi meir út! Bara grátbroslegt ef menn trúa því í alvöru að það hafi eitthvað með rekstrarform að gera hvort einelti sé líklegra eða algengara á einum vinnustað en öðrum! En ef hægt væri að kafa ofan í kjölin á einelti hvað þetta varðar, kanna tíðni þess eða hversu algengt það væri eftir formi vinnustaða eða rekstrarforms, þá gæti vel verið að hið opinbera kæmi verst út, en þá væri nú einhverju öðru um að kenna en forminu, innihaldið, starfsmennirnir ættu þar sök á og þá ef til vill bara fyrir einhverja tilviljun!? Menn ættu því að sleppa slíkum hugmyndum, sem og þeim sem kviknað hafa líka í kjölfarið á þessum leiðindafregnum, að ríkið eigi nú ekkert að vera að standa í rekstri á Veðurstofunni, hún væri bara best komin í einkarekstri! EF menn halda slíkt í alvöru, þá hafa þeir hinir sömu ekki kynnt sér starfsemina til hlýtar og vaða í villu og svima!

Þetta litla...

..get ég sagt og tel mig muna um nýju Jafnréttisstýruna.
Lágvacin með liðað hár,
lýsa henni næ.
Dugmikil og dável klár,
dóttir Ása í Bæ!

Ætla svo bara rétt að vona, að hún komi rösk til starfa og að aðrir starfsmenn og ónefndir verði sáttir með hana!


mbl.is Kristín Ástgeirsdóttir skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjandakornið!

Já, sem aldrei skildi verið hafa, þá bölvaði ég upp úr einu hljóði við þessa fregn! Er nefnilega minnigur fársins frá upphafi aldarinnar og hugsanlegu smiti yfir í menn, K.J. heilkenni eða hvað það nú hét!
SEm betur fór, urðu ekki miklar afleiðingar þó, en mig minnir samt að einhver dauðsföll yrðu? Stórfeld slátrun átti sér hins vegar stað, sem og strangt eftirlit með þeim sem fóru til Bretlands, m.a. þurftu menn að "þurka af skónum" við heimkomu þaðan, eða öllu heldur að stíga á sérstaka mottu til greiningar hvort smit leyndist nokkuð með í för!

mbl.is Gin- og klaufaveiki hefur komið upp á bóndabæ í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistargetraun 2 - Nú fer hver að verða síðastur!

Jájá, bara allir í stuði, en nenna ekki spurningapuði hahaha, allt of erfið getraun líka!?
En nú er ekki að vita nema einhver rambi inn og viti svarið!?
4.
Meðal kvikmyndanna sem söngkonan sem leitað er af, hefur líka leikið í er hin sígilda "Með allt á hreinu"!
Þar syngur hún lag um örlagaríka árstíð!

Tónlistargetraun 2 - Vísbending til viðbótar!

Ósköp gengur þetta tregt, allir með viti annað hvort farnir úr bænum, eða letin að drepa fólk!?
Þungt? Getur nú varla verið!
En sjáum til!
3.
Söngkonan er annáluð fyrir að setja upp dagskrár tileinkaðar einstökum listamönnum. Fyrir um 20 árum mun hún fyrst hafa gert slíkt með lögum er Marlene Dietrich söng til frægðar.
Hún hefur líka leikið í kvikmyndum!
Hver er söngkonan?

Tónlistargetraun 2 - Vísbending 2!

Eitthvað stendur þetta í fólki! Kannski tekur einhver við sér núna!?
2.
konan er marghæf á ymsum sviðum, hefur til dæmis fjölþætta reynslu og menntun í ýmsum listgreinum. Má þar t.d. nefna á sviði leiklistar!
Ljóð'asöngur hefur verið gegnum gangandi á hennar ferli.
Hver er söngkonan?
BAnnað að svindla, leita á netinu!

Tónlistargetraun 2 - Söngkona!

Jæja, reynum nú sem snöggvast aftur! Nú skal spurt um söngkonu, vísbendingar verða eins margar og þurfa þykir!

1.
Hún er íslensk, ekki sú þekktasta né mjög áberandi, né eru útgáfur hennar á plötum margar.
Röddin er djúp í þessari söngkonu og hún komið við á ýmsum stöðum, eins og sagt er í tónlistinni!
Hver er söngkonan?
Um að gera að giska!


Verðugt verkefni!

Ekki léttasti mótherjin sem rauða liðið fráq Liverpool gat fengið, hefur oft lent í basli með lið frá Frakklandi, en Tolouse á þó ekki að reynast um of erfiður hjalli að yfirstíga!
En þessir leikir verðugt verkefni, þar sem vanmat er stranglega bannað!
mbl.is Liverpool mætir Tolouse
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsögn!?

Já, eftirfarandi hljómar örugglega mótsagnakennt, í ljósi þess að rok og rigning er ástæðan, en svona held ég að þetta geti jafnvel farið í hinu versta!

Nú hraustir sveinar hrökkva í kút
og hjörtu stopp´í meyjum.
EF þetta árið "þurkast út",
Þjóðhátíð í Eyjum!?
Veðurspáin allavega ekki góð, en svo er reyndar víðar um land.


mbl.is Bannað að tjalda í Herjólfsdal í kvöld vegna slæmrar veðurspár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loooksins, - Tónlistargetraun!

Jæja góðir hálsar, þá er loksins komið að því, eitt syttki getraun frá meistaranum og auðvitað á sviði tónlistar, nema hvað, eitthvað ku hann jú vita um hana, þótt "aldurinn færist yfir og minnið sé farið að daprast"!

Bara svona til að byrja með létt og laggóð, spurt um lag og verða vísbendingarnar í þremur liðum ef með þarf, með undirliðum auðvitað í hverjri.
SVo er bara að sjá hvort þeir sem ramba inn á þessa fátæklegu síðu, nenna eða hafa þroska til að leika sér í svona "Heilagrúski"!?

1.
Lagið er íslenskt í húð og hár, báðir þjóðkunnir menn um lant árabil er sömdu það. Höfundur textans orti hann sem lofsöng, en segja má að hann sjálfur hafi þó haft frekar dapra og fátæklega ímynd vegna annars kveðskapar og hvernig lífshlaup hans varð.
Lagahöfundurinn þótti einkar hógvær maður, var að sögn lítið gefin fyrir frægð og frama, en naut þó lengi gríðarvinsælda og virðingar. Ekki þó sérstaklega fyrir lög sín, hann samdi ekki mörg slík!

Hvert er lagið?

Þetta ætti að geta kveikt ljós hjá einhverjum held ég, kannski of auðvelt, kannski ekki!?
Verðlaun? Hver veit, kannski bækur, plötur, bílar eða utanlandsferðir!?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 218580

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband