Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Nú glottir Geiri!

Já, ekki laust við að maður glotti örlítið yfir lestrinumn á þessu, spurning hverjir hagnist meir eða eru sáttari, ef þetta yrðu nú á endanum meiriháttar þjóðflutningar haha! Annars þekki ég sjálfur, að fólk að þessu þjóðerni á sér bæði góðar og öllu verri hliðar, sem mér "Ísafoldaranum" hefur fallið misvel. Sænsk karlmannavæmni er til dæmis alveg sérstök og ótrúlega asnaleg, fyrirbæri sem ég þó get eiginlega ekki skýrt betur og að Norðmenn séu oft leiðindapúkar er ekki alveg út í bláin!
John Norum.
Annars gaukaði gamall félagi því að mér fyrir stuttu, að gítarhetja ein væri nú að öðru þjóðerni en ég hélt, en ekki í þessa veruna heldur einmitt öfugt. Að John Norum í Europe, væri norksur að uppruna en ekki sænskur! Hef nú ekki kafað frekar ofan í málið, en hef alltaf haldið að þetta væri málum blandið, nú fer ég aftur að verða handviss um að hann sé sænskur og ekkert annað!
mbl.is Margir Norðmenn eru í rauninni Svíar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vond staða og..Varúð!

Þessi orusta tapaðist ekki bara ílla, heldur sýnist stríðið sjálft tapað, staðan vond svo ekki sé meira sagt!
En það er ekki allt!
Í viðtali eftir leikin kom fram að FH-ingum finnst ekki einngöngu erfitt að fara með 1-3 tap á bakinu til Hvíta-Rússlands, heldur finnst þeim það bara yfir höfuð erfitt að þurfa að ferðast þangað!
Og eitt veit ég, sem sannarlega staðfestir, að það er ekkert grín að ferðast þangað. Einn minna ágætu bræðra gerði það nefnilega fyrr í sumar vegna atvinnu sinnar og kom aldeilis ekki gleiðbrosandi til baka og hress, heldur sundurétin á sumum stöðum af íllvígum fluguóféltum, sem sugu gott ef ekki blóðið úr honum líka!Lyf og læknisskoðun þurfti því til að hressa kappan við heimkonuna, svo fræknu fótboltakempur úr Hafnarfirði:
VARÚÐ - Blóðsugur bíða ykkar í HV-Rússlandi!
mbl.is Staða FH er erfið eftir 3:1-tap gegn BATE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í stuttu máli sagt!

Hannes Þ. og Hreiðar Má,
höfðingjana lítið ræði.
Bara ekki þekki þá,
né þeirra helstu lífsins gæði!

En Hannes Þ. og Hreiðar Már,
held ég samt að báðir græði.
Þrauki ég í þúsund ár,
þeirra launum kannski næði!?


mbl.is Hreiðar Már með hæstu tekjurnar samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkir eru vegir vísindanna!

Sem góður og gegn fulltrúi "Erfðagallaðara, en eðalgreindra" hausa í heimi hér, þá fylgist ég grant með tækni og vísindum og bíð þolinmóður eftir að lappað verði upp á "minn garm"!
Það hygg ég nú að geti orðið frekar fyrr en síðar og þá með einhverju sem líkist því sem hér um ræðir. Vísindunum fleygir jú mjög hratt fram og þá ekki hvað síst vegna tölvu/rafeindabyltingarinnar sem orðið hefur á síðustu árum. meiri þekking samfara endingarbetri aðferðum lofa góðu og vekja bjartsýni, en eins og segir hér að ofan, þá þarf að rannsaka hlutina sem mest og best, óvænt ljón geta jú alltaf birst í veginum!
En ef þessi tækni sem hér er lýst hefði verið komin til "aðeins fyrr" hefðu kannski frægar sögupersónur kunnað að meta!?
Frekar hefði þegið Þyrnirós,
þessa lausn, -ég er alveg klár-
Rautt og fagurt rafeindanna ljós,
en rembingskossinn eftir hundrað ár!

mbl.is Segulörvun „vekur“ sjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG Á AFMÆLI Í DAG!

Ég á afmæli í dag,
ég á afmæli í dag.
Ég er 10 ára húseigandi,
ég er tíu ára húseigandi í dag.

Húrra,húrra, húrra!!!


« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband