Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
8.8.2007 | 22:12
Skuldadagar að nálgast?
Já, maður spyr sig bara enn og aftur við fregn sem þessa, er uppgjör Móður jarðar við vanþákkláta og gráðuga íbúa hennar, nær en þá grunar? Hún svo gjöful þeim um aldir sé búin að fá nóg?
Það er nú það!?
Mannanna mengunargjörð,
Móðir grætur nú Jörð
Hennar þeir svívirða svörð
og svíkjast að halda um vörð!
![]() |
Heimskautaís bráðnar hraðar en spár segja til um |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2007 | 21:23
H-R-U-N!
Alveg með ólíkindum hve það er líka algjört, liðið með alla þessa leikmenn og peninga á bak við sig!
N'u virðist ekkert nema kraftaverk geta bjargað vesturbæjarstórveldinu frá falli!
Og brottvikning Teits Þórðarsonar var greinilega röng og ef eitthvað var, þá virtist nú vera smá batamerki á liðinu í hans síðustu leikjum, nema hvað þá sem nú, liðinu virðist fyrirmunað að nýta tækifærin sín, skora mörk!
en kannski geta kraftaverkin ennþá gerst!?
Valsmenn hins vegar rétta þarna aftur vel úr kútnum eftir slæmt tap um daginn gegn Fylki og glæða á ný titilvonir sínar!
![]() |
Valur sigraði KR 3:0 í Vesturbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.8.2007 | 15:05
Hlýindahjal!
ER þetta ekki dæmigert, Verslunarmannahelgin ekki fyrr liðin með sínu misjafna veðri, en hlýna fer á fullu hér nyrðra!
En ætla samt ekki að grenja neitt sérstaklega út af vþí, öðru nær, fagna þessu bara og er glaður auk þess sem gráturinn og svekkelsið hefur nú alveg verið nóg hjá ýmsum öðrum ónendum á svæðinu síðustu daga!
N'yt bara lífsins í blíðunni þegar hún gefst!
Nú aftur er hafið hlýindaskeið,
hamingju ekki ég leyni.
Já, hérna er Geiri, góðri á leið,
að glrillast sem skanki á teini!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 02:34
Tillaga, hugsanlega til bóta fyrir Veðurstofuna!?
Ástandið sem skapaðist og hefur valdið ólgu svo gríðarlega lengi og með slæmum afleiðingum, verður ekki leyst til frambúðar nema með róttækum breytingum. Hvort og þá hverja ætti að reka, ætla ég ekkert að fullyrða um, læt öðrum það eftir, en tillaga mín er hins vegar sú, sem gæti orðið byrjunin á þróun í rétta átt, að ráða Ásdísi snarlega sem nýjan sviðsstjóra veðurdeildar og rétta þannig hennar hlut, sem og væntanlega að reyna að koma á sáttum!
Kannski ekki gerlegt, en samt!?
8.8.2007 | 01:44
Maggi Eiríks og KK - Strákar, fer þetta nú ekki að verða gott!?
Þessi ferðalagaplata þeirra, Langferðalög, er áreiðanlega þriðja ef ekki fjórða platan í þessum dúr sem þeir senda frá sér (mér finnst einhverra hluta vegna að þær séu reyndar fjórar frekar en þrjár, en skiptir ekki alveg öllu) undir öruggri stjórn hygg ég allan tíman, útgefandans og hugsuðarins Óttars Felix Haukssonar!
Af undirtektunum um helgina á Flúðum að dæma og reyndar víðar um land, kann nú landinn enn vel að meta þá félaga og meðferð þeirra á hinum ýmsu "Rútubílasöngvum" með meiru, enda þetta sem slík þörf útgáfa í því augnamiði að viðhalda þessum lögum í minni þjóðarinnar og kynna þau jafnframt fyrir nýjumog yngri kynsllóðum!
Og af því þetta hefur gengið svo vel, þá hefur auðvitað gróði myndast og sama gamla sagan endurtekið sig, "að mjólka kúna á meðan hún gefur"!
En vegna þess að þessir þrír nefndu menn eru höfðingjar, þá er mér óhætt að spyrja:
Strákar, er ekki núna komið nóg?
Nefnilega löngu komin tími á nýja ALVÖRU skífu með frumsömdum lögum finnst mér nú!
Vonandi gera þeir eitthvað í því fyrr frekar en seinna.
Svo má ég til með að montast smá í lokin.
Mér veittist nefnilega sá heiður í Deiglunni fyrir um áratug, að taka fyrstu almennilegu myndirnar af þeim saman er fyrsta platan þeirra, Ómissandi fólk, var að koma út!
Er ekki já örugglega komin áratugur síðan það gerðist? Held það!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.8.2007 | 23:07
Ekki stendur á mér...!
Hommar eru auðvitað nokkrir í fótboltanum, þó þeir séu reyndar snöggt um fleiri, sem margir halda að séu hommar, en eru það ekki! Gaurar sem safna hári og ganga mjög svo skrautlega til leiks eins og til dæmis Henrik Larson, patric Berger og sjálfur David Beckham! Engin þeirra er þó samkynhneigður svo ég viti!
En sambandi við þetta leikrit, langar mig samt mest að vita,
hver leikur skutluna Kate Moss!?
![]() |
Tæklað í nafni ástarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2007 | 16:54
En samt..!
Þótt fæðingar standi í stað,
stöðugt eru menn að
ljóst og leynt,
er legið og reynt
Enda svo gott að "GERA ÞAÐ"!!
Eru svo ekki allir sammála því?
![]() |
Engin fæðingasprenging |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2007 | 16:38
Játning!!
Hef sagt það áður og endurtek það nú.
Og!
Ég játa, ég er skotin í henni já og hef verið frá því ég sá hana lokkandi dansa við karl sinn Billa vandræðagemsa á ströndinni um árið, aðeins íklædd sundbol!
Jájá, getur vel verið að ég sé smá klikkaður!
![]() |
Hillary Clinton styrkir stöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 16:22
Samhengi á milli?
Skildi vera samhengi þarna á milli, leynileg hryðjuverkaárás gegn sérstaklega mér?
Eða það sem kannski er líklegra, garmurinn bara að gefa sig í ofurvinsældum og álagi eigandans á Moggablogginu, hann orðin sá 16 vinsælasti þessa stundina haha!
En Keðjuverkun, Chain Reaction, minnir mig að sé nafn á biómynd með Keno Reaves, ekki satt?
![]() |
Truflun í spennustöð olli keðjuverkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2007 | 20:40
Fjör á Flúðum!
Á Flúðum var margt að sjásjá
og sitthvað að heyra jájá.
Þar "Ferðalög" fluttu,
sín flottu en stuttu
Þeir Maggi Eiríks og KK!
(og takið eftir færsluflokknum, hefur ALDREI átt betur við!)
![]() |
Margt um manninn á Flúðum um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar