Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
11.8.2007 | 16:29
Þrír útisigrar vekja athygli¨!
Ýmsir hafa spáð Newcatle velgengni eftir slakt tímabil og meiðslaríkt í fyrra, þessi sterku úrslit í Bolton lofa góðu um það! Blackburn vann svo þriðja útisigurinn, ansi athygliverðan, snéru leiknum við og unnu eftir að hafa lent undir gegn liði Garreth Southgate, sem ýmsir telja að eigi að geta staðið sig í vetur.Svo er að sjá hvort mínir menn í Liverpool ætla strax að standa undir væntingum gegn Aston Villa í Birmingham, leikurinn nýhafin!
Í 1. deildinni vinna Stoke góðan útisigur í Cardiff, á Robbie Fowler og Co.! VEkur það mesta athygli mína þar.
![]() |
West Ham tapaði fyrir Manchester City á Upton Park |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.8.2007 | 11:46
Ballið að byrja!
J'a, risatóra ballið sem hefst jafnan í fyrri hluta ágúst á Bretlandseyjum, Úrvalsdeildin í fótbolta, er að hefjast eftir nokkrar mínútur!
Um heim allan ´sitja nú því milljónir á milljónir ofan og bíða þess í ofvæni að flautað verði til leiks í fyrsta leiknum, Sunderland gegn Tottenham á Stadium Og Lighjt í Sunderland!
Og þar munu bræður berjast að öllum líkindum, Roy Keene sem framkvæmdastjóri heimaliðsins og Robbie Keene, sem leikmaður gestanna!
Mín spá:
2-1!
Sú spá þó nokkuð byggð á óskhyggju, minn gamli vinur og félagi, gústi, gallharður Sunderlandaðdáandi!
En við miklu er búist af Tottenham í vetur, enda liðið gríðarlega vel mannað. Sunderland hins vegar nokkuð óskrifað blað!
![]() |
Morgunblaðið með sérblað um ensku knattspyrnuna í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2007 | 00:07
Rétt missti af enn einu metinu!
Og hann átti sannarlega gott tækifæri á metinu, en rétt missti um það bil 5 metra pútt á 18. fyrir fugli!
Virðist fátt geta stöðvað hann þessa dagana, að vinna þetta PGA mót í fjórða skiptið!
![]() |
Woods lék frábært golf á PGA-meistaramótinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 21:26
Svolítið um samkynhneigð!
Ekkert vafamál að mikið verður um dýrðir, dans, söng og gleði.
Horfði á þá félaga Heimi Má Pétursson sjónvarpsmann með meiru og Palla poppstjörnu, Pál Óskar Hjálmtýsson, í Kastljósinu í kvöld spjalla við Sigmar Guðmundsson. Voru þeir auðvitað hressir og kátir og hlökkuðu til morgundagsins þegar gangan mikla verður farin niður Laugaveginn. Veit nú ekki hvernig dagsránni verður háttað, en man að fv. Félagsmálaráðherra, Árni magnússon, hélt einu sinni ræðu við miklar og góðar undirtektir. Á ég því ekki von á öðru en að núverandi Félagsmálaráðherra, frú Jóhanna Sigurðardóttir, verði allavega á svæðinu, ef hún tekur þá ekki til máls, því hún er jú sjálf samkynhneigð og því sérstakur áfangi í hugum samkynhneigðra án efa að eiga ráðherra í sínum röðum!
Sjálfur er ég gagnkynhneigður og það gegnheill, en átti því láni að fagna að kynnast samkynhneigð strax í barnæsku, tveimur bræðrum er þá voru reyndar nokkuð drykkfeldir og annar þeirra nokkuð villtari meðan hinn var alltaf ljúfur sem lamb,þannig að fordóma eða þaðan að síður andúð hef ég aldrei gengið með.Þess vegna hef ég líka getað gagnrýnt baráttu samkynhneigðra af sanngirni og nokkurri þekkingu, leyft mér hiklaust að vera ósammála í nokkrum atriðum.
Ætla nú ekki að fara djúpt ofan í það, eiginlega engin ástæða til nú þegar hátiðisdagar eru, en til að mynda sú skoðun sumra samkynhneigðra allavega um að barneignir séu sérstök mannréttindi, sem minnihlutahópum jafn sem öðrum á að vera sjálfsögð, hef ég ekki tekið undir.
Og svona í lokin af því í Kastljósinu var aðeins spilað úr þjóðhátiðarlagi ársins með Palla, þá velti ég því fyrir mér hvers vegna lagið er alltaf í þessum vélræna poppbúningi ár eftir ár? ERu allir jafn hrifnir að hafa þetta alltaf svona? Á bágt með að trúa því, samkynhneigðir ekkert öðruvísi en aðrir hvað það varðar, að þar er tónlistarsmekkur fólks líka fjölbreyttur, þótt auðvitað viti ég að t.d. diskótónlist og ýmsar stjörnur þar, hafi náð sérstakri hylli og hetjuímynd fyrir baráttu samkynhneigðra! (Donna Summer og Michael Jackson m.a. auk poppgoða á borð við Madonnu og fleiri)
![]() |
Lækjargötu lokað vegna Hinsegin daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2007 | 17:15
Faðmlagafræðsla!
Bolungarvík (nú eða Bolungavík, svo ég styggi nú engan!) er um margt merkilegur bær og þar er mannlífið gott þrátt fyrir ágang í atvinnulífinu.
Ekki fannst mér heldur skemma fyrir þegar ákveðið var að ráða bassaleikarann góðkunna og tónleikahaldarann með meiru Grím Atlason í stól bæjarstjóra, en þar voru margar flugur slegnar í einu höggi! Ekki nóg með að bærinn eignaðist þannig hæsta bæjarstjóra landsins, Grímur tröll að vexti, á þriðja metra, heldur fjölgaði í bænum við þetta í hátt í tíu! Grími fylgdi nefnilega eiginkonan glæsta og ljóngáfaða, Helga Vala Helgadóttir og fjöldi barna sem eru a.m.k. sex!
Nú, svo gerast forsetar bæjarstjórnar vart sætari né sniðugri, en Soffía VAgns, ein hinna fjölmörgu Vagnsbarna (Hrólfur harmonikkusnillingur m.a. eitt þeirra líka) sem einmitt kom þessari merku Ástarviku í gang ef ég man rétt!
Námskeiðið núna í faðmlögum vekur forvitni og áhuga hjá mér, ég tala nú ekki um ef Soffía kæmi þar við sögu!?
Ástarvikan enn er frétt
og aldeilis til gagns.
Ef fræðslan í að faðma nett,
fæst hjá Soffíu Vagns!
![]() |
Ástarvika haldin í fjórða sinn í Bolungarvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2007 | 11:13
Áhyggjuefni!?
hlutabréf saman nú skreppa?
Einhver ókyr,
eflaust nú spyr.
Já, er nú að koma KREPPA!?
![]() |
Gengi krónu og hlutabréfa lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2007 | 10:54
Einkar athyglisvert!
![]() |
HB Grandi ætlar að flytja fiskvinnslu frá Reykjavík til Akraness |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2007 | 22:38
Snilld Guðjóns!
Hvað er eiginlega hægt að segja um þetta?
Í liðinu eru að stórum hluta bara strákar á barnsaldri auk "gamalla jaxla" á borð við bjarna og Þórð Guðjónssyni, Dean Martin og Kára Stein! Hinir ýmsu "spekingar" voru flestir sammála fyrir mót, að botnbarátta yrði hlutskipti Skagamanna, en svei mér, snilld Guðjóns er enn einu sinni að sanna sig, auk þess auðvitað sem má ekki gleymast, að góð sending kom úr austri í tveimur leikmönnum frá SErbíu!(minnir að þeir komi þaðan!)
Og svo bara þetta að lokum!
N'u er skriður á Skagamönnum,
skora þeir mörkin í hrönnum.
Ei grenja meir, gnístandi tönnum,
Guðjóns synir í bönnum!
![]() |
Skagamenn, Blikar og Fylkismenn sigruðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.8.2007 | 14:31
Baráttuglaði hugsuðurinn Jens!
Blogggarpurinn Jens Guð, hlífir sér ekki ef hann kemst í ham og honum finnst réttlætiskennd sinni misboðið!
Sést það til dæmis vel núna síðustu dagana varðandi uppistandið á Veðurstofunni, þar sem Jens hefur hvergi dregið af sér, þannig að sumum þykir nóg um! Auðvitað er hann stundum heldur of kappsfullur, dansar á ystu nöf eða fer jafnvel fram af, en kemur þó hygg ég oftar en ekki standandi niður.
Skutlaði þessum línum í hann.
Jens minn, þú stendur í ströngu,
ert stöðugt í baráttugöngu.
Með kjafti og klóm
og kraftmiklum róm
Að greina hið rétta frá röngu!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.8.2007 | 23:51
Jóhannes í Bónus lætur vaða!
Heimahéraðssjónvarpsstöðin N4, flytur að öllu jöfnu fréttir alla virka daga á heila tímanum , þ.e. frumflutning og svo endursýningar, frá kl. 18.15!
Nú í kvöld brá hins vegar svo við, að engar fréttir voru heldur bara eitt viðtal, við sjálfan Bónuskappann Jóhannes Jonsson!
Hefur Jóhannes nýlokið við að reisa sér glæsihýsi í Vaðlaheiðinni og fór viðtalið þar fram.
En um það sem slíkt var nú samt minnst fjallað, heldur spjallað við kaupmanninn um heima og geyma, m.a. veru hans um nokkurra ára skeið á Akureyri, viðfangsefnin ýmisleg þar og áform og svo um það sem mest hefur verið í deiglunni síðustu daga, hátíðin "Ein með öllu" um Verslunarmannahelgina og "Stóra tjaldstæðamálið" en Jóhannes hefur ásamt öðrum kaupmönnum og fleirum, staðið að framkvæmdinni.
Er skemmst frá því að segja, að þungt var í honum hljóðið varðandi hátiðina og gagnrýndi hann bæjaryfirvöld harðlega fyrir aldurstakmarkið sem sett var á tjaldsvæðin, sem og að allt of mikill seinagangur væri í hvort og hvenær hægt yrði að hefjast handa við að byggja um upp nýja Hagkaupsverslun og "Hljómskálagarð" (eins og hann orðaði það) á svæðinu þar sem íþróttaleikvangurinn er núna! Fyrrverandi bæjarstjóri Kristján Þ. Júlíusson, hefði bent sér á að þessi möguleiki væri opin, eftir að pólitísk ákvörðun hefði verið tekin um að leggja íþróttastarfsemina þar niður!
Teljast það sjálfsagt fyrir einhverja tíðindi, að bæjarstjóri úr röðum Sjálfstæðismanna, hafi lagt slíkt til fyrir Bónusjöfurinn, en nú eru víst aðrir tímar en áður runnir upp, sem kunnugt er flestum! Ekki jafnt viðkæmt lengur að eiga samskipti við hann eftir að fyrrverandi formaður hvarf til annara starfa í Seðlabankanum!
En á hinn bógin eru þetta þó ekki svo miklar fréttir, því Kristján hafði áður leikið þennan leik, að reyna að koma vellinum í burt og gefa kaupmönnum tækifæri að fá landið til verslunarbygginga. Það gerði hann fyrir tæpum áratug eða svo og áttu þá uppbyggendur Glerártorgs í hlut. Þeim áformum var hins vegar harðlega mótmælt sem frægt varð, enda mikil mótstaða við að leggja völlin niður, líkt og staðreyndin er sannarlega enn í dag!
Sigrún björk í skotlínunni!
Eins og fram hefur komið og flestum er væntanlega kunnugt, var það fyrst og síðast vilji hins nýja og unga bæjarstjóra, Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, sem réði því að tjaldsvæðabannið umdeilda á fólki á aldrinum 18-23 ára, var sett á, aðeins fáum dögum fyrir hátíðina.Könnuðu nefnilega fjölmiðlar á svæðinu, N4 og/eða bæjarblaðið VikuDagur auk RÚV, skoðanir bæjarfulltrúa á málinu og kom þá í ljós að einungis þrír þeirra af ellefu, tveir auk bæjarstjóra sjálfs, voru í raun sammála banninu!
Kallaði Jóhannes það fljótfærnislega ákvörðun og dapurlegt að hún skildi hafa verið tekin! EFast hann jafnframt um að hann setji peninga aftur í hátiðina, en 80% starfsfólks hans væri á þessum aldri, en hefði semsagt ekki fengið aðgang að henni!
Seinagangur og viss "gamall Kaupfélagsandi" voru þau orð sem hann svo m.a. hafði um völlin, orðin ansi langeygður eftir að komast þangað til að reisa nýju Hagkaupsbúina, sem hann sagði að yrði í grundvallaratriðum eins og sú sem fyrir er.
Í sambandi við hið síðara sérstaklega, er þó rétt að geta þess, að í hópi núverandi bæjarfulltrúa eru ekki svo margir innfæddir akureyringar, þannig að ég held nú að þeir þekki ekki þennan meinta anda. Forystumenn flokkanna í bæjarstjórn eru t.a.m. bæði "innflytjendur"
Annars hafði Jóhannes margt annað gott um bæjarlífið að segja, lofaði og prísaði m.a. aðstæður hér t.d. Hlíðarfjallið, sundlaugina og skautahöllina. Synd væri að halda öðru fram en að hér væri ekki gott að búa!
SVo verður bara spennandi og fróðlegt að sjá, hversu mikil viðbrögð viðtalið hlýtur, Jóhannes jú áhrifamikill maður á fleiri en einn hátt sem dæmin sanna!
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 218579
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar