Einkar athyglisvert!

N'u virðist aldeilis glest ganga Skagamönnum í hag, boltinn þar aftur komin á skrið og nú fær atvinnulífið á staðnum þessar ánægjulegu fregnir! Að vísu ekki komið til að góðu, en kannski verður þetta einhvers lags huggun harmi gegn, ef hægt er að orða það þannig, ef stóru útgerðarfyrirtækin sjá sér svona frekar hag í að byggja upp á minni stöðunum, telja það betra í þessum annars ólgusjó sem samdrátturinn í þorskinum óneitanlega veldur! En þetta er auðvitað misjafnt milli fyrirtækja og Skaginn auðvitað alla tíð áður verið annað höfuðvígi HBGranda, þ.e. Haraldur Böðvarsson. Heimamenn óttuðust að vísu er sameiningin við Granda varð, að það myndi þýða samdrátt þar, en það virðist semsagt ekki hafa orðið, stefnir alveg öfugt samkvæmt þessu, reksturinn og umsvifin minnka í reykjavík!
mbl.is HB Grandi ætlar að flytja fiskvinnslu frá Reykjavík til Akraness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta eru góðar fréttir fyrir Skagamenn.

En fiskvinnsla í landi hefur dregist mjög mikið saman með stóru togurunum sem eru með vinnslulínu um borð.

Sennilega er mjög hátt fasteignaverð í Reykjavík verið ákvörðunarástæða stjórnar HBGranda fyrir þessari stóru ákvörðun. Örfirisey verður sjálfsagt mjög vinsæl. Gömul hugmynd er að þar verði reist stórt hótel en ákvörðun um það bíður þess að olíubirgðastöðin verði flutt annað.

Mosi - alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 10.8.2007 kl. 13:40

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka gott innlegg Guðjón!

rétt er það, að frystitogaravæðingin hefur lengi staðið, en þó hygg ég nú að við breyttar aðstæður í veiðunum, hafi ísfisktogaranir aftur komið meir inn. Og já, sjálfsagt er það nú ekki bara gæska í garð Skagamanna er ræður þessari ávkörðun, það þarf ekki að vera mikill spekingur til að sjá það!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.8.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 218028

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband