H-R-U-N!

Leiknum rétt að ljúka og fyrir hönd KR-inga lýsir eitt orð bara ástandinu já, Hrun!
Alveg með ólíkindum hve það er líka algjört, liðið með alla þessa leikmenn og peninga á bak við sig!
N'u virðist ekkert nema kraftaverk geta bjargað vesturbæjarstórveldinu frá falli!
Og brottvikning Teits Þórðarsonar var greinilega röng og ef eitthvað var, þá virtist nú vera smá batamerki á liðinu í hans síðustu leikjum, nema hvað þá sem nú, liðinu virðist fyrirmunað að nýta tækifærin sín, skora mörk!
en kannski geta kraftaverkin ennþá gerst!?
Valsmenn hins vegar rétta þarna aftur vel úr kútnum eftir slæmt tap um daginn gegn Fylki og glæða á ný titilvonir sínar!
mbl.is Valur sigraði KR 3:0 í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það verður ekki endalaust kent þjálfurum KR um stöðuna!! leikmennirnir verða að fara að taka á sig sökina!! menn eins og Pétur Marteinson sem er búinn að vera skammarlega lélegur í sumar og fær fyrir það meira en 600.000 á mánuði!! hvað finst mönnum um það!!!!!!!

nonni (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sammála, ekki endalaust hægt að skella skuldinni bara á þjálfarana! Veit að það er þungt í mörgum vesturbæingnum núna!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 00:05

3 identicon

það eru einfaldlega of margir útbrunnir leikmenn í KR liðinu sem lítið hafa getað í nokkur ár.t.d. Gunnlaugur,,Ólafur Grétar,Pétur ofl.(Rúnar er mun útbrunnari en menn áttu von á..hann hefði átt að hætta frekar en spila svona dapur) Það er enginn alvöru markaskorari í liðinu..það hefði átt að kaupa einhvern slíkan..nógir eru seðlarnir...

ljósið er að nýji markmaðurinn er mjög góður..þjálfarinn getur takmarkað gert með mannskap sem er bara nafnið tómt..annars er ennþá vel möguleiki að KR bjargi sér..Fram og HK eru ekki burðug..

Sir Magister Cat (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 03:59

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, það hefur komið á óvart hve sumir leikmenn hafa verið slappir í liðinu skilst mér! Grétar Ólafur, Björgúlfur og Jóhann Þórhalls, hafa allir fyrr á sínum ferli verið drjúgir upp við markið, þannig séð því ekki hægt að tala um að það vanti markaskorara, þetta er bara eitt stórt liðsvandamál!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 14:15

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og já, auðvitað ekki öll nótt úti, sérstaklega þar sem bara eitt lið fellur ekki satt!?

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 218054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband