Verslunarfólk. - Til hamingju með daginn!

Hér í nú góða veðrinu fyrir norðan, vil ég senda Verslunarfólki nær og fjær hamingjuóskir með daginn!
Þó ræður kaldhæðnislegur tíðarandin á síðustu árum ekki hvað síst, því að fáir ef nokkrir vinna helst á þessum degi en einmitt verslunarfólk!
Mætti mín vegna alveg breyta þessu til gamals horfs, þ.e. bara loka verslunum sem jóladagur væri! "Klestir og krambúleraðir" ferðalangar yrðu bara að gjöra svo vel að vera fyrirhyggjusamir og kaupa bensín og aðrar nauðþurftir fyrir heimferðina á sunnudeginum!
Já, svo mætti alveg innleiða sjónvarpslausa fimmmtudaga aftur, en það kemur nú veslunarmannahelginni ekkert við!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég bíðst velvirðingar á að athugasemdirnar við færslur þínar voru ekki að þínu skapi. Ég lofa þér því að þetta er síðasta athugasemdin þú færð frá mér.

Spurning:

Hvað eiga Móna og Árni sameiginlegt?

Svar:
Þau hafa svikið kjósendur sína. (M.a. mig)  Þarf ég að segja meira? 

 

Enn einu sinni; Fyrirgefðu.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.8.2007 kl. 14:06

2 identicon

Það getur hver og einn haft sjónvarpslausa fimmtudaga ef hann vill, þurfum engar ordrur um það að ofan, þannig var það á mínu heimili síðastliðinn vetur.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 14:33

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður Bubbi!

Man það auðvitað um leið og þú segir, að þið Hildur höfðuð þetta svoleiðis hjá ykkur, bara hið besta mál. Nefndi þetta eins og átti að skiljast bara svona sem grín, en þó í því samhengi og hugsun, að svo gríðarleg breyting hefur orðið á ífshögum okkar á svo stuttum tíma!En það er laukrétt hjá þér, fólk á enn val, þó ég haldi nú að þar sem yngra fjölskyldufólk á í hlut, yrði nú ekki svo glatt hætt að kveikja á "Imbanum"!

En öll höfum við gott af því annars lagið, að staldra við og hugsa okkar lífsgang, svo mikið er víst!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.8.2007 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband