Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
29.8.2007 | 22:42
Nauðgun á tónlist í auglýsingum!
Í kvöld heyrði ég til dæmis ónefnt símafyrirtæki auglýsa sig og sitt og hvað skildi nú hafa hljómað undir? Glaðvært tölvupoppsglamur sem sæmir slíkum auglýsingum?
Ó nei!
Heldur hljómaði stúfurinn eða stemman sem Hinn Íslenski Þursaflokkur gerði vinsælt hjá alþjóð um árið líkt og fleiri forn kvæði og stemmur, "Vera mátt góður"!?
N'u getur vel verið að Egill Ólafs sé skrifaður fyrir þessu litla lagbroti (hef ekki hugmynd) og SENA eigi útgáfuréttin og aftur gefið símafyrirtækinu leyfi fyrir þessu, en mér er alveg sama, þetta er bara ömurleg meðferð og hreinlega barasta nauðgun!
En í auglýsingabransanum virðist bara ekkert heilagt, engin lína dregin neins staðar í þessum efnum að því er virðist!?
Veit að þetta er ekkert nýnæmi né einsdæmi, en gat ekki setið á mér núna!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 16:02
Ein mesta heimsins hetja!
Ekki minnsti vafi er á því, Nelson Mandela er einn af merkilegustu einstaklingunum sem enn í þessum heimi lifa!
Ætti skilið að fá styttur reistar af sér eða önnur heiðursmerki víðar!
Hér á landi, hugnast mér,
honum mætti reisa vörðu.
Mandela, sem maður er,
merkastur á okkar jörðu!
Stytta af Mandela afhjúpuð í Lundúnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2007 | 00:10
LANDSMENN, TAKIÐ EFTIR!
HÚN Á AFMÆLI Í DAG, 29. ÁGÚST 2007!
HÚN ER 145 ÁRA Í DAG
HÚN AKUREYRI!!!
Á þetta skal minnt, ef þá nokkur sála hefur dirfst að muna ekki eftir því!
HÚN LENGILENGILENGILENGI LIIIIIIIIFI...
...HÚRRA!!!
28.8.2007 | 22:05
Bestir á Englandi í dag!
Úrslitin hefðu alveg eins getað orðði 10-0!
Þó var engin Gerrard, Carragher, Alonso, Torres, Pennant, Voronin eða Torres í liðinu!
Að vísu var mótspyrnan ekki mikil að sönnu, en alveg greinilegt að leiðin liggur ekkert nema upp á við að því er virðist hjá Liverpool!
Stórsigur hjá Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2007 | 13:37
Stór stund!
Innilega til hamingju Vésteinn!
og sömuleiðis til Öllu systur ef hún les þetta,
Til lukku með bróa!
Lærisveinn Vésteins heimsmeistari í kringlukasti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2007 | 13:29
Dolli og Golli!
Það sem þó hefur vakið athygli mína og ánægju ekki síður, er að tveir af þeim Íslendingum sem þarna eru staddir eru strákar héðan að norðan, "Sá litli og STóri"
Annars vegar er það Adolf Ingi Erlingsson, sjálfur Dolli dropi, sem er þarna að lýsa fyrir hönd Sjónvarpsins, því sem sýnt er einmitt beint þessa dagana, en hins vegar er það Kjafrtan Þorbjörnsson, sjaldan kallaður annað en Golli, sem þarna er m.a. að ljósmyndast trúi ég fyrir Moggann!Dolli er gamall skólafélagi eins bræðra minna úr Oddeyrarskólanum, en Golli er aftur á móti gamall kunningi minn og "þræll" en fljótlega eftir að ég byrjaði að starfa fyrir gamla Dag heitin, hóf Golli sinn glæsta ljósmyndaraferil, varla meira en 17 ára eða svo!Fékk hann oft að taka fyrir mig myndir já og á ókristilegum tíma gjarna, blessaður drengurinn!
En annars má hrósa RÚV fyrir framtakið, færa þennan stærsta viðburð frjálsra íþrótta á árinu inn í stofu til okkar!
Öruggt hjá Isinbajevu í stönginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 14:32
Læt mér fátt um finnast!
Jújú, girgitt Nielsen og kannski nokkrar fleiri danskar flottar kannski og já "léttari" en sumar íslenskar, en látum þetta nú ekki slá okkur út af laginu, allavega geri ég það ekki!
Að fleiri grömmin finnist þeim í,
fráleitt tel ég nú löst.
Nei, engin fær mig ofan af því,
-ISLENSKE DAMERNE FÖRST!-
Íslenskar konur þyngri en þær dönsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 13:57
Sagan endalausa!
Alla óreiðuna frá 11.09.2001 þarf ekki að tíunda né alla hryllings- og hörmungarsöguna varðandi Írak, sem enn sér ekki fyrir endan á!
FArið hefur fé betra en Hr. Bush, en ekki lítur þó út fyrir annað en hann sitji út sitt kjörtímabil, enda þjóðin svo skynsöm" að velja hann aftur!
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2007 | 17:26
Jæja, þá getið þið hætt að grenja Unitedmenn!
Eða kannski bara í þvottakörfuna til öryggis, ef á þyrfti að halda síðar!
Man.Utd. lagði Tottenham, 1:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2007 | 17:15
Sunnudagur sviptinga!
Þetta óhuggulega Stuðlamál, stórt rútuslys fyrir austan, árekstur í Hvalfjarðargöngunum, að ég tali nú ekki um "uppgötvunina miklu um sanna fegurð kvenna" sem ég blogga einmitt um hér að neðan, allt allt hendir þetta á stuttum tíma í dag og maður já veit ekki hvað á sig stendur veðrið!
Og tapið í kvennalandsleiknum, bætir svo gráu ofan á svart!
Tveim bjargað úr eldsvoða á Stuðlum í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar