Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Þórsarar að bjarga sér, syrtir enn í álin hjá KA!

Með þessum sigri á Stjörnunni, stigu mínir menn nokkuð stórt skref í átt að áframhaldandi sæti í deildinni, en þurfa þó enn nokkur stig í viðbót til að gulltryggja sig. verra er með KA og fer ég að verða hræddur um að þeir falli bara, svei mér þá!
Þetta er auðvitað ósköð dapurt og raunar með ólíkindum þessi staða Akureyrarliðana og náttúrulega kaldhæðnisleg í ljósi þess hvað knattspyrnumál hafa verið mikið í deiglunni undanfarin ár.
Og raddir um sameiningu líkt og í handboltanum gerast því háværari, en sú sameining hefur nú ekki enn allavega skilað árangri innan vallar,s vo ég veit nú ekki hvort hún væri því nokkuð vænlegri í fótboltanum!?
Annars virðast úrslitin hérna á toppnum í 1. deild vera nokkuð ráðin, Grindavík, Þróttur og fjölnir fari upp, bara spurning hvernig liðin munu raðast á endanum, ÍBV of langt frá þriðja sætinu held ég til að eiga möguleika!
mbl.is Reynismenn unnu í fallslagnum - Fjarðabyggð dróst aftur úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera Chelsea án Lampards?

Já, vondar fregnir að líkum fyrir þá "himinbláu" og nú er spurningin hvernig liðið stendur sig án hans, sem er ekki aðeins aðalmarkaskorari liðsins að undanförnu, heldur leikstjórnandi liðsins og varafyrirliði!
Liverpool hefur staðið það af sér enn sem komið er, að báðir fyrirliðarnir hafa meiðst, þeir Gerard og Carragher, nú reynir semsagt örlítið á það sama hjá bikarmeisturunum.
Þeir hafa reyndar ekkert verið sannfærandi í mótinu hingað til með Lampard innanborðs, en haft mikla heppni með sér og jafnvel dómara líka, eins og í jafnteflinu gegn Liverpool!
mbl.is Frank Lampard meiddist á æfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki flýja menn fortíð sína!

Steingrímur kýs hér að gera frekar lítið úr þessari uppsögn og telur hana ekki ´politíska, störf hans sem upplýsingafulltrúi eða hvað á að kalla það fyrir Halldór, léttvægt í samhengi hlutana!
Denni strákur, sem heitir eins og frægt er orðið Snævar með tveimur errum, getur þó varla flúið fortíðina, man nú ekki betur en á okkar beggja ungdómsárum, hafi hann verið áberandi í ungherjasveitum Framsóknar, m.a. skipulagt ýmsa skemmtan, spurningaleiki o.fl.
En alltaf kunnað sæmilega við hann sem fréttamann og svo er hann auðvitað héðan úr héraði, átti meira að segja heima í Byggðaveginum um hríð í æsku ásamt stóra bróður, Jóni hinum góða, tónlistarmanni og sjónvarpsgarp með meiru!
Veit ekki alveg hvort þetta er gæfuspor fyrir hann, Þóra Kristín afbragðsfréttamaður og hún átti ma. stóran þátt í að fletta ofan af Árna Johnsen um árið í frægu viðtali í Speglinum!
Og hún hefur já sitthvað til síns máls!
mbl.is Steingrímur: Ekki pólitísk ástæða fyrir uppsögn Þóru Kristínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obbobobb, bíðum nú við!

Mikið getur nú oft verið gaman að lesa Moggann!
Hér er fréttin þó ekkert skemmtiefni, bruni á bústað og kannski ekki komin til að góðu, einhver ef til vill að hefna sín á Gunnari "Kópóbæjó"!?
En það er þetta með fyrirsögnina og síðan myndatextan.
Hvernig getur bústaður brunnin til grunna verið "ílla skemmdur" Það sem er brunnið til grunna er þá væntanlega og síðast þegar ég vissi, orði að ösku og því "ílla skilgreint sem ílla skemmt"
Eða hvað?
En fólk getur víst dæmt um það sjálft!
mbl.is Sumarbústaður í Grímsnesinu brann til grunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toppkvinna!?

Ekki mjög hrifin af kristilegum stjórnmálahreyfingum yfir höfuð, Kohl karlinn á undan henni heldur ekki mjög "ferskur", en látum þetta samt vaða, hlýtur eitthvað að vera að marka þetta merka rit, Forbes!?

Á einn eða annan veg,
álykta neyðist ég
að nokkuð nú,
"næs" sé frú,
Merkel og merkileg!


mbl.is Angela Merkel áhrifamesta konan um þessar mundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið spil á báðum endum?

Það er allavega mjög freistandi núna að álykta sem svo, hef reyndar sagt það frá í vor að FH myndi verja titilinn, en trúði því ekki frekar en nokkur annar þá, að möguleiki yrði á að KR-ingar yrðu fastir á "hinum endanum"!
Þessi frammistaða þeirra utan við fyrstu mínútuna og að Fram er komið á skrið að því er virðist (og komið yfir gegn ÍBK þegar þetta er skrifað) þá lítur þetta æ verr út. HK tapaði að vísu fyrir Fylki og KR á eftir að mæta þeim auk Fram og Fylki, en staðan á liðinu er bara ekki þannig að hún gefi tilefni til bjartsýni!
Sé svo ekki að FH-ingar nái ekki 4 eða 5 stigum í leikjunum þremur sem eftir eru, til að ná titlinum enn, þurfa að vera miklir klaufar til þess!
mbl.is FH, Fylkir og ÍA höfðu sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐALLIÐIÐ í A-riðli!

Fyrirfram getur maður nú ekki annað verið en hæstánægður með þennan útd´ratt!
Porto frá Portúgal, Marsille frá Frakklandi og Besiktas frá Tyrklandi eru öll góð lið, en Liverpoolliðið á að fara að öllu áfallalausu nokkuð þægilega í 16 liða úrslitin!Hin ensku liðin gætu lent í einhverju basli, ekki síst United,s em í dag eru ekki sérstaklega traustvekjandi! Chelsea eru heppnir hvað það varðar svo,m að Valencia er líkast til ekki eins sterkt og undanfarin ár, ef það gengur eftir að spánverjarnir verði helsti keppinauturinn.
Alltaf ómögulegt að spá í gengi Arnssenal í Meistaradeildinni, þegar maður heldur að þeir séu í góðum málum, þá hafa þeir klikkað og svo alveg öfugt, samanber 2006 er þeir fóru alla leið og áttu að vinna Barcelona í úrslitaleiknum, en Henry var því miður ekki á skotskónum!
mbl.is United og Roma mætast aftur - Chelsea og Valencia einnig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Kárinn" blæs og blæs!

Seisei sperrilegginn, alltaf að brýna sig með blæstri og kannski ekkert skrýtið, einhvern vegin verður hann að láta vita af að hann sé til, því ekki gera aðrir það fyrir hann!
Blessaður drengurinn var alltaf að vasast eitthvað í henni "Sexý Siv" meira og minna allt síðasta kjörtímabil, ef ekki út af hinum ýmsustu málum eins og reykingabanni, þá út af meintum vilja um stjórnaslit og ég veit ekki hvað! En nú er Siv ekki í raðherraliðinu lengur, þannig að "Kárinn" þarf að láta sín "útblástursáhrif" koma annars staðar niður! En Samfylkingarstelpurnar eru greinilega ekki nógu flottar og sætar, svo hann snýr sér bara að sjálfum Össuri grallaraspóa og svakasæta auðvitað, enda er hann líkur mér!
Veit hins vegar ekki alveg hvort þetta hefur mikið upp á sig, né verður stráksa til framdráttar frekar en "Krafsið" í Siv!?
Er reyndar ekki alveg hættur í slíku "kvennakrafsi" var víst eitthvað að gera sig hvassan út í "Ljósvakaljónynjuna" Öddu Karls og litlu stöðina hennar um daginn, þar sé víst Frjálslyndi flokkurinn í fyrirrúmi, en það kannast náttlega engin við!?

SVei mér hann Sigurður Kári,
sífelt er hótandi fári
Nú strákur vill standa,
stirfin að vanda
Uppi í Össurar hári!?


mbl.is Segir Sjálfstæðisflokk varla standa að endurskoðun vatnalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friður í fjölmenningarsamfélagi?

Það getur vel verið að friður sé já þannig séð í fjölmenningunni og kannski jöfnuður líka í reykjanesbæ, en ekki í MÚSÍKMENNINGUNNI, svo mikið er víst!
Frumbyggjastríð er þvert á móti það sem landsmenn hafa fengið að kynnast úr samfélaginu þarna suður með sjó og það allt hahaha, öðlingunum og friðelskandi alla jafna herramönnunum rúnna Júll og Jóa Helga!
Það er hreint alveg dásamlegt hvað þetta lag þeirra í höfuð "hverfis í reykjanesbæ" (hahaha, eins og einhverjir Njarðvíkingar orðuðu það svo snilldarlega) skuli hafa komið þessari styrjöld í gang, ég get varla hætt að hlægja!
En þetta hlýtur samt að jafna sig og gleðilega Ljósahátið í Reykjanesbæ, keflvíkingar, Njarðvíkingar, að ég tali nú ekki um vogafólk, sem ég man ekki betur en væru líka þarna!?
mbl.is Ljósanótt sett í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush á Bjarmalandsför!

Ætli fari ekki líkt fyrir Bush og Bandaríkjunum í stríðsrekstrinum í Írak og fór fyrir góða dátanum Sveik í sögu Hazeks, að tilviljun ein, góð eða slæm, ráði hvar endirinn kunni að verða og hvernig? Veit það ekki, en víst er að þessi saga hörmungar og hryllings virðist engan endi ætla að taka enn.

Í upphafi varðaði veginn,
vilji, réttlætis megin.
En á Bagdadsslóð,
er bandarísk þjóð
í svaðið sífelt meir dregin!


mbl.is Bush sagður ætla óska eftir 50 milljarða dala aukafjárveitingu vegna Íraksstríðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband