Nauðgun á tónlist í auglýsingum!

Eitt af því sem fer einna mest í taugarnar á mér í neyslu- og fjölmiðlasamfélaginu okkar, er það virðingarleysi sem stundum birtist í auglýsingum. Í þetta sinn er ég þó ekki að hugsa um berar stelpur á bílhúddum, eða ílla samin slagorð, heldur þann dónaskap sem íslenskri tónlist er sýndur með því að troða henni með ofbeldi undir áróðursblaðrið!
Í kvöld heyrði ég til dæmis ónefnt símafyrirtæki auglýsa sig og sitt og hvað skildi nú hafa hljómað undir? Glaðvært tölvupoppsglamur sem sæmir slíkum auglýsingum?
Ó nei!
Heldur hljómaði stúfurinn eða stemman sem Hinn Íslenski Þursaflokkur gerði vinsælt hjá alþjóð um árið líkt og fleiri forn kvæði og stemmur, "Vera mátt góður"!?
N'u getur vel verið að Egill Ólafs sé skrifaður fyrir þessu litla lagbroti (hef ekki hugmynd) og SENA eigi útgáfuréttin og aftur gefið símafyrirtækinu leyfi fyrir þessu, en mér er alveg sama, þetta er bara ömurleg meðferð og hreinlega barasta nauðgun!
En í auglýsingabransanum virðist bara ekkert heilagt, engin lína dregin neins staðar í þessum efnum að því er virðist!?
Veit að þetta er ekkert nýnæmi né einsdæmi, en gat ekki setið á mér núna!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 218017

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband