Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
22.7.2007 | 22:05
Glæsilegt mót, en glórulaus umfjöllun!
Já, nú er þessu afbragðsmóti, svo sannarlega sviftingamikla og spennandi, lokið með að Patraic Harrington sigraði nokkuð svo óvænt, en þó reyndar ekki heldur, lengi verið beðið eftir að hann ynni risamót rétt eins og greyið Garcia, sem leiddi mótið lengi vel!
Ekki hægt að kvarta yfir neinu, nema kannski fyrir mína sérparta að Els vinur minn kiknaði á síðustu stundu, rétt eins og á skoska meistaramótinu fyrir viku!
En hann á áreiðanlega eftir að vinna fleiri risatitla en þá þrjá sem fyrir eru í húsi!
Og nóg þar með um keppnina sem slíka.
Nú hins vegar sný ég mér að þætti Ríkisútvarpsins Sjónvarps varðandi þetta mót, sem í grunnin var vel upplagður eins og fyrri ár, sýnt frá öllum fjórum dögunum svo vel sem hægt væri með það í huga, að barnaefni og Formúla yrði ekki útundan,enda ekki hægt.
Í lagi með það, en þá er það líka upptalið sem var í lagi með hvernig mótinu var sinnt!
Að einhverjum óþekktum en jafnframt furðulegum ástæðum, var fréttamanni hjá Sjónvarpinu og þul, Páli Benediktssyni, falið að lýsa mótinu frá upphafi til enda ásamt Andrési einhverjum golfþjálfara, sem ég þekki hvorki haus né sporð á og skiptir svosem ekki neinu í sjálfu sér.
Páll hefur árum ef ekki áratugum saman starfað hjá RÚV og getið sér hygg ég ágætt orð í áðurnefndum störfum, nema kannski fyrir þætti um sjávarútveginn fyrir nokkrum árum er þóttu hlutdrægir útvegsmönnum í hag. Nema hvað, Páll er auk þess þekktur af ýmsum fyrir að spila golf og vera alveg ágætur í því, en hingað til hefur samt engum dottið í hug að láta hann lýsa golfi, enda ekki verið ástæða til, alveg bærilegir kraftar verið til þess í gegnum árin, nú allrasíðast Hrafnkell Kristjánsson með aðstoð frá Þorsteini Hallgrímssyni á Ryderbikarkeppninni sl. sumar.
N'u hins vegar eftir miklar breytingar hjá stofnuninni á íþróttasviðinu, í kjölfar þess að ohf. fór í gegn, virðast engir íþróttafréttamenn eða aðrir innanbúðar með slíka reynslu, vera tiltækir í þetta vandasama starf sem lýsing á breska meistaramótinu sannarlega er og því "gömlum hundi" afhent verkið þó hann hafi aldrei fengist við slíkt fyrr!
Einfaldlega ömurleg lýsing!
Er skemmst frá því að segja, að þessi lýsing og umfjöllun Páls og hans helsta hjálparkokks er kom við sögu, var alveg ömurlega léleg, varlega orðað!
Endalaust snatt og kjaftæði um allt og ekkert litaði alla "lýsinguna" þannig að í raun var þetta eins og að hlusta á leiðigjarnt stofusnakk misvirta áhugamanna frekar en faglega golfumfjöllun!
Hæfileiki til að gera leikin spennandi, eins og einkenni góðra þula er háttur, var ekki snefil fyrir hendi, heldur var talið meira og minna sundurlaust og ef ég hefði mátt ráða kæmist þessi Andrés aldrei í sjónvarp, framsögn hans vond og einfaldlega ekki boðleg fyrir sjónvarp!
Jújú, hann hefur áreiðanlega gott vit á íþróttinni, skal ekkert draga það í efa, en það hafa sumir ef til vill minna, en eiga þó meira erindi í slíkt verk.endalausar vangaveltur og spurningar Páls til hjálparkokksins voru frekar líkar því að hann væri að spjalla við Ólaf Þ. Harðarsson í kosningasjónvarpinu, en faglegt tal hjá golfsérfræðingi.
Megi forsjónin gefa, að þetta verði í fyrsta og EINA skiptið sem honum gefst þvílík aðstaða sem þessi, sem hann réð alls ekki við!
Steininn tók þó eiginlega úr í dag á lokasprettinum, er Páli datt sú "snilldarhugmynd" í hug að fá okkar besta kylfing, Birgi Leif Hafþórsson, til að sitja með í "Stofusamsætinu"!
Birgir Leifur er auðvitað alls góðs maklegur og ég er mikill aðdáandi hans, en hann á satt best að segja lítið erindi í svona lýsingu, sér í lagi ef hann getur ekki talað á sæmilegri íslensku!
Sú hefð hefur nefnilega verið að myndast í golfumfjöllun í fjölmiðlum hérlendis, þróast jafnt og þétt í rétta átt, að sleppa öllum þeim hugtakaslettum sem einkennt hafa golfið, nota þess í stað góð íslensk hugtök sem komið hafa fram!
Dæmi, fugl fyrir að leika holu einu höggi undir pari, Skolli, er leikið er einu yfir, í staðin fyrir "birdy og "boogie" o.s.frv.
Nú getur engin, ég þar með talin, bannað Birgi Leif, Andrési, Páli, eða nokkrum öðrum að tala eins og þeim sýnist í golfinu, NEMA, NEMA, þegar þeir mæta í opinberan fjölmiðil!
Það hefði átt að gera þessum mönnum og þá ekki síst afreksgolfaranum okkar þetta ljóst ÁÐUR en hann kom í útsendingu. EF hann treysti sér ekki til þess, þá ætti ekkert að vera að bjóða honum! því miður var það gert og verð ég að segja að mér var lítt skemmt og þetta var eins og að fara aftur á bak um mörg ár!
ER eiginlega alveg æfur út af þessu og spyr hví í fjáranum var Páli Benedikssyni falið þetta, er það virkilega orðið þannig, að fólk sem ræðst á ríkisútvarpið til að sinna íþróttum, getur bara í besta falli setið á rassinum við tölvuna og lesið þokkalega fréttirnar á Moggavegnum!?
Veit ekkert hvort ég fæ nokkurt svar við þessu, en svo ég noti nú "Tískufrasa" úr íþróttafréttamannastéttinni, þá finnst mér þetta bara orðið alveg GLÓRULAUST!
Fannst já golflýsingar setja mikið niður í dag (eru þó sannarlega stundum ekki brattar á Sýn og raunar hálffurðulegar stundum, en það væri nú efni í aðra "nöldurgrein"!)
Harrington fagnaði sigri á Opna breska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.7.2007 | 17:01
Æ, þessir leiðinda Ribbaldarapparar!
Í mínu hugskoti á öll tónlist rétt á sér og það eigi að virða, alveg burtséð frá hvaða smekk maður hefur. En mikið leiðast mér flestir þessara svokölluðu "Gangster Rapgaurar" sem útleggja má sem Ribbaldarapparar á ástkæra ylhýra! Ímynd þeirra og oftar en ekki kvennfyrirlitning er eitthvað sem er ekki að mínu skapi! Þessi náungi sem hingað hefur komið og spilaði víst fyrir björgúlf Thor, er nú einn af þeim og alltaf í slúðurfregnum sem hann væri Brittny Spears eða marriah Carey! Get bara sem best orðað það svo. Ákveðin ég afgreiddi pent,
ef einhver mig spyrði.
Mér finndist 50 cent,
ei fummaura virði!
Fyrirgefðu Björgúlfur minn, svona er þetta bara!
50 Cent í mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.7.2007 | 14:47
RÚV - Sjónvarp sást ekki í gærkvöldi!
Í sjálfu sér væri það ekki neitt svakalegt til að fara að röfla út af og rífast, nema kannski vegna þess, að ekki nokkur skapaður hlutur, ekki eitt einasta boffs, heyrðist frá stofnuninni um hvað olli þessari bilun! (væntanlega?)
Og nú þegar klukkan er að ganga þrjú á sunnudegi, vitum við allavega sem búum á þessu heimili ekki ennþá hvað var að gerast!
Í fréttum hefur það allavega ekki komið fram svo ég viti, en hef þó ekki hlustað á allar fréttir frá því í mörgun.
Ekki er þetta nú góðs viti með hið nýja RÚV ohf. ef þjónustan eða upplýsingagjöfin verður svona, með öðrum orðum engin!
Meira röfl, en að öðrum toga, fylgir kannski fyrr en varir um RÚV!
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2007 | 01:38
Og himneski Blúsinn...
Syngur hann fyrir mig svo seiðandi söngin "Why Do Things Happen To Me" (sem stundum heitir líka I Wonder Why) að sæluhrollur fer um kroppinn á hlýrri júlínóttinni!
Veit að fæst ykkar sem lesa þekkja þennan þeldökka kappa frá Texas, (nema Eyjólfur Blúsbloggvinur vor auðvitað!) en til gamans má segja frá því, að fyrir löngu heyrði ég þá sögu, að Clark væri sá söngvari sem einna mest hefði haft áhrif á söngstíl Stevie Ray Vaughan heitins! SEl það nú ekki dýrara en ég keypti, nema hvað þó, að ekki er laust við að Stevie minni dálítið á Clark á hærri nótunum!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2007 | 01:11
Ein ljúf limra!
í kyrru situr Magnús
svo léttur í lund,
á lífsgóðri stund
að hlusta á himneskan BLÚS!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2007 | 15:40
Það skildi þó aldrei hafa verið..?
Ljótt er að lesa þetta og ömurlegt til þess að vita, að slíkt skuli viðgangast! Hver svo í raun og veru skemmdrarvargurinn er ekkert hægt að segja, en óneitanlega vekur athygli þetta uppgefna þjóðerni, þannig að velta má því fyrir sér hvort hann sé nafntogaður hérlendis?
Um sannleik eigi segja skal,
þó sjáist vegsummerki.
en kannski var hér Halim Al,
"Hund-Tyrki" að verki?
Tölvuþrjótur ræðst á héraðsfréttavef | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 22:35
Óvænt, en sérlega ánægjulegt!
Allt virtist líta út fyrir að ferli þessa baráttuglaða stráks frá Dalvík, væri lokið í toppboltanum í Englandi,´hann á förum til annað hvort WBA eða síns gamla félags Watford í 1. deildinni.En gamla Púlaranum smáa en einkar knáa, Sammy Lee, hugkvæmdist annað sem betur fer!
Hitt er aftur leiðara, að Heiðar hefur hætt að gefa kost á sér í landsliðið, baráttugleði hans og áræði verið sárt saknað að undanförnu. Annars eiga þeir Heiðar og Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari, þá skemmtilegu og merku staðreynd sameiginlega hvað ferilinn varðar, að hafa náð svo langt í boltanum á erlendri grund, án þess að spila nokkurn tíman í efstu deild í heimalandinu!
Himinlifandi að hafa náð í Heiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2007 | 22:20
Fjórir leikir, fjórir sigrar!
Sjálfsat ekki besti leikur í heimi, líka spilaður á tveimur liðum, en enn eitt litla skrefið í átt að fullkomnum undirbúningi fyrir keppnistímabilið!SVo er það sérstaklega gaman, ef DAninn ungi, DAniel Agger, ætlar að halda uppteknum hætti og skora mörk!
Liverpool sigraði Auxerre í Sviss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2007 | 21:43
Þjóðþrifamál!?
Í eðli mínu er ég frjálslyndur og lítt lögbannasinnaður, en í nokkrum málum þó mjög varfærin og þenkjandi.
Það gildir einmitt um áfengismál, ég hef einfaldlega of mikla og það neikvæða reynslu af vþí, að ég get ekki fellt mig við skoðaniir eins og að "Bjór og léttvín eiga að fást í matvörubúðum, enda bara meir og meir hluti af daglegum þörfum fólks"!? 'i þessum og svipuðum dúr tala menn út og suður og vilja svo ef það hefst ekki strax, þá bara lækka "þetta allt of háa verð"!
Hvernig væri að þetta ágæta forystufólk okkar í stjórnmálunum, snéri sér nú í alvöru af öðrum og nauðsynlegri þjóðþrifamálum, áður en mögulega kemur að þessu! Drattast til dæmis til að afnema stimpilgjöldin, sem út í eitt hefur verið óskapast yfir jú að séu ósanngjörn, en standa samt enn þrátt fyrir góð pólitísk loforð um að afnema þau!Nefni ég með þeim aðeins eitt dæmi af mörgum sem frekar ætti að huga að heldur en opinberu álagi á áfengi. Alls kyns gjöld og tollar á landbúnaðarvörum ýmsum er annað dæmi.
En nei, pólitískur keilusláttur að sumri, er frekar vænlegur heyrist manni á "Blautari vígstöðvum"!
Og trúa mennn því í alvöru, að það muni ekki hafa áhrif ef verðið lækkar og eru menn virkilega á því að það sé réttlæting á að lækka álagninguna, að setja meiri pening í forvarnir á móti!? Hvernig gengur það dæmi upp, kannski eins og kenningar Sjálfstæðismanna, að líkt og með skattalækkunum almennt, skili það meiru í ríkiskassan á endanum, að menn viti í hjarta sínu, að neyslan muni aukast með lægra verði, þannig að eftir allt saman komi meira inn þótt álagningin hafi verið lækkuð? Og þannig gætu menn jafnframt aukið framlögin til forvarna?
Spyr sá sem ekki veit!
En þetta hljómar bara sem hvert annað rugl í mínum eyrum!
Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2007 | 13:05
Er Kópavogur barnfjandsamlegur?
Fyrsta fregnin er um rosalega aukningu á miður góðum málum tengdum börnum og unglingum í Kópavogi, afbrotamál þeim tengd aukist um tugi prósenta og kynferðisafbrotamál á annað hundrað prósent!?
Jújú, bærinn í mikilli sókn, íbúum fjölgar og fjölgar og allt það, en slíkt hefur verið að gerast víðar, í Hafnarfirði, Garðabæ og austur á landi.
Með það í huga og kannski fleiri staðreyndir um stjórnunina í Kópavogi, þá get ég nú ekki varist þessari spurningu sem er fyrirsögn færslunnar!
Svo á ég líka vissra hagsmuna að gæta, á þrjár yndislegar bróðurdætur sem búa þarna og eiga tvær þeirra samtals sex ung börn!
EF áðurnefndir staðir greina svipaða þróun hjá sér, kann þetta að hluta að vera eðlilegt, svo langt sem það nær að slík vandamál geti talist sem slík. En hvort heldur sem er þarf einhver að taka sig taki, yfirvöld í Kópavogi eða víðar um land.
Hefur líklega sjaldan eða aldrei verið eins mikilvægt að hlúa að fjölskyldugildunum eins og nú, Ísland orðið meira og meira opið fyrir öllum straumum og stefnum umheimsins, þar með talið þeim verstu eins og dæmin sanna og þessi þróun með börn og unglinga í Kópavogi bendir til.
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar