Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Eintómt kjaftæði!

Þetta heitir að fara og "Fiska í Smugunni" er það ekki, þegar annað betra gefst ekki til að bjarga sér?
Enn og aftur dæmi um hvernig íslensk lög og reglugerðir eru "lek sem gatasigti" og skiptir þá engu hve augljóst er að þau hafi verið brotin, endalausar smugur til að komast í gegnum og redda sér!
Og svo er þetta endalausa kjaftæði um hvað má EKKI gera innan lukta/ekki rýmisins. trúir því í alvöru einhver heilvita maður, að "normal karlpungur" sitji þarna bara aðgerðarlaus, stiltur og hljóður eins og vel uppalin kórdrengur!?
SEgið mér þá frekar að jörðin sé flöt og Elvis lifi og ég skal trúa!
mbl.is Eigandi Goldfinger og dansari á staðnum sýknuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu gæti ég alveg trúað!

Walesbúar eru merkilegir, til dæmis þeir Tom Jones og Ian Rush! (þarf væntanlega ekki að segja neinum hverjir þeir eru?)
Mér kemur því ekkert á óvart að íbuar smáþjóðar á borð við Wales, eigi snillinga sem leysa þessa "lífsgátu" Við eigum nú Jón Braga Bjarnason, sem´er rétt í þann mund að fara að lækna Alnæmi og fleira held ég með Penzim töflum unnum úr þorskensímum! Og var það ekki fuglaflensan líka meðal annars sem lækna á líka? Minnir það!
En eflaust hugsa nú margir eitthvað á þessa leið!

Þetta er bara bráðræði,
bull og mesta kjaftæði.
Í minnsta lagi málæði,
í mönnum ef ekki brjálæði!

En vonum nú samt það besta!


mbl.is Þrír félagar telja sig hafa leyst gróðurhúsavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórveislan hafin!

Já, þá er það stærsta og merkasta af öllum golfmótum hafið og golfáhugamenn fylgjast spenntir með!
"Tígur Trjáson" bara nokkuð sprækur í bleytunni, fékk m.a. örn á 6.! En frammistaða Ryderbikarhetjunnar Paul McGinley vekur sérstaka athygli, hefur nú lítið getað í ár! En þetta er bara upphafið, fyrsti hringur af fjórum, mikið vatn eftir að renna til sjávar og minn maður, Earnie Els eftir að spila!
Sjonvarpið sýnir alla dagana af miklum myndarskap, en það sem vekur nú athygli er að fréttamaðurinn Páll Benediktsson lýsir!? Vissi nú að hann er alveg ágætur golfari, en þetta er og hefur verið verkefni íþróttafréttamanna sjónvarps, eða manna sem haft hafa reynslu úr því starfi ásamt svo liðtækum golfurum til aðstoðar. Logi Bergmann t.d. lýsti þessu lengi vel ásamt Þorsteini Hallgrímssyni og mynduðu þeir eitt af skemmtilegri pörum í íþróttalýsingum sem um getur!(Gunnlaugur Rögnvalds og rúnar Jóns hafa þó líklega gert enn betur saman með Formúluna!?)
En he´r segi ég bara góða skemmtun og...
....megi vinur minn Els vinna!!!
mbl.is Garcia með snilldartakta á Carnoustie
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Önnur sýn!

Já, það varð mörgum um þessa sjón víst, að sjá TF-Sif, "Fá sér sæti" þarna úti fyrir Hvaleyrinni í Hafnarfirði, m.a. honum Óla Jó. þjálfara FH í fótboltanum, sem kallar nú ekki allt ömmu sína blessaður!
En sem kunnugt er fór þetta nú vel, þ.e. engin mannskaði varð, þó þyrlan muni vera ónýt.
Sjálfur sé ég hins vegar aðra hlið á þessu, sem kannski á eftir að rætast, hver veit!?

Í tímans rúmi á tækninnar öld,
tel ég að horfurnar batni
ef sjáum við oftar, um sólfögur kvöld,
sitjandi þyrlu á vatni!


mbl.is TF-SIF: Rannsókn beint að hreyflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartsýni - Og keypti Sýn 2!

EFtir drjúg leikmannakaup á síðustu vikum og hressilega framgöngu í tveimur fyrstu æfingaleikjunum, er ekki laust við að bjartsýni sé í gamla Liverpoolhjartanu mínu!
Auðvitað ekki nema takmarkað að marka svona leiki, en fyrir ári gengu þessir sömu undirbúningsleikir, allavega sumir þeirra, brösulega og töpuðust meira að segja einhverjir ílla! SVo fór líka, að deildin byrjaði ekki vel, sem svo þegar upp var staðið, réði því að ekki var möguleiki á meistaratitlinum!
Og já, skutlaði mér á áskrift af Sýn 2 í gær, borga nú ekki nema um 2500 kr. í viðbót við "gömlu" Sýn!
Sumir sem þekkja mig, vita um minn gamla fótboltaáhugamerg, eru samt pðínu hissa áð að ég standi í þessu að vissum ástæðum, en ég læt mig samt hafa þetta!
mbl.is Voronin með tvö mörk í sigri Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiriháttar viðburður!

Slíkur viðburður sem þessi, úrslitakeppni um Evróputitil, er ekki daglegt brauð hér á landi.
Því er meira en rík ástæða til að vona að fólk flykkist nú á völlin, ekki bara til að styðja okkar stúlkur, heldur líka aðra leiki til að skapa skemmtilega umgjörð og sanna að við getum haldið slík mót með sóma!
SVo hef ég auðvitað margsinnis á þessum vettvangi sett fram þá skoðun, að nú eigi bara hiklaust að leggja meiri áherslu á kvennafótboltan og endurtek það að þessu tilefni!
Hvernig svo sem gengið verður á liðinu, er þetta frábært tækifæri til að styðja við og efla kvennaboltann!
Svo hafa menn ekki neina afsökun núna hvað peninga snertir, ókeypis á völlinn!
mbl.is Flautað til leiks á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppskera mikils starfs!

Þetta gleður nú sannarlega mitt gamla skákhjarta!
STundaði þessa hugans göfugu íþrótt fram á unglingsár, en skammaðist til að hætta því að mestu er fullorðinsárin tóku við.
Þetta er svo auðvitað ekkert annað en afrakstur og uppskera mikils og góðs barnastarfs í skákhreyfingunni, með Hrafn Jökulsons hinn opinmynta hjá Hróknum í broddi fylkingar, auk Skáksambandsins sjálfs, þar sem Drottningin blíða hún Guðfríður Lilja ræður ríkjum!
SAnnarlega rós í hnappagat þessa eljufólks og ötulla baráttumanna í skákheiminum.
SVo er ástæða til að óska Héðni Steingrímssyni til hamingju með annan áfangan að þremur í átt að STórmeistaratitli, sem hann nældi í fyrir skömmu, en Héðin hampaði einmitt heimsmeistaratitli barna 11 eða 12 ára gamall sem frægt varð!
mbl.is Salaskóli heimsmeistari grunnskólasveita í skák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessa vildi ég frekar en "Rúllandi Steinahrúguna"!

Ef ég verð orðin "Millari" fyrir 42 ára afmælið, er nú "Milli" fyrir, þá gæti ég nú hugsað mér heilan helling að liði sem ég vildi láta troða upp í veislunni frekar en "Rúllandi steinahrúguna"!
Til dæmis:
Eric Clapton:
Með eða án hljómsveitar yrði hann fínn, fengi þó ekkert að spila af leiðindagripum á borð við August og Behind The Sun, bara sinn besta og flottasta BLÚS!
Annars hefur gítargoðið verið hér á fiskveiðum í "guðmávitahvaða" skipti, er engin virkilega að reyna fá mannin til að halda tónleika hér!?
B.B. King:
Væri heldur ekki seinna vænna, menn farnir að banna snillingnum að fljúga einum, þótt hann sé eilífðarunglingur, 81 árs, en spili fleirihundruð tónleika enn sem fyrr á ári!
Þetta mikla goð blússins mætti svo gjarnan hafa með sér gesti eins og sönggyðjuna ungu Shemekiu Copeland, Robert Cray og fleiri sannkallaða gleðigjafa!
Metallica:
EF ég nennti ekki að bjóða öllum gömlu og góðu frændunum og frænkunum í afmælið, færi bara eftir ungviðinu í fjölskyldunni og mörgu vinafólki, þá yrði rokkað feitt með þessum miklu meisturum harðrokksins! En enn eldri meistarar á borð við Maiden, Priest og Motorhead gætu nú alveg séð um þetta líka, auk þess sem yngri menn á borð við Mínus, Incubus og Hellakopters frá Svíþjóð, mættu hita upp!
John Fogerty og/eða Neil Young:
Yrði nú eitt allsherjar STUÐ í tíu tíma að fá þessa tvo miklu Stórmeistara Ameríku í öllum skilningi, með eða án hvors annars!
Báðir bara svo óttalega miklir þverhausar, en þannig eru nú snillingar gjarnan í hátt!
STatus Qou:
Einhverjir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á voru með þessum bresku "Lávörðum" í Reiðhöllinni um árið, seinni af tveimur þar, en sá fyrri fór víst í klessu!
Algjörlega stórkostlegir stuðtónleikar, sem samt guldu þó fyrir tæknivesen og fleira!
Gildran hitaði upp og var fín!
Mætti alveg fá þá aftur takk!
Sarah Brightman:
Nei, þetta er ekki missýn, þessa miklu og fjölhæfu söngdívu væri ég til í að fá í afmælið frekar en Rolling Stones, eða allavega mæta í veislu þar sem hún kæmi fram! Eins og Diddú, sem líka mætti koma fram, jafnvíg á klassík og söngleikjatónlist, líka einu sinni gift sjálfum Sir. Andrew Lloyd Webber! (Höfundi Jesus Christ Superstar, Cats, Chess og allra hinna frægu söngleikjanna!)
Hana vildi ég gjarnan fá ef formið á veislunni yrði í svona "Galastíl" Vínarsinfónían mætti þá alveg spila með Söru og gestir hennar gætu sem best verið Garðar Thor, Gunnar Guðbjörns, Diego Flores og fleiri súkkulaðisætir Tenórar!
Þetta eru nú bara svona örfá dæmi já um tónlistarfólk sem ég myndi miklu frekar fá í mína veislu eða mæta í partý til annara að sjá og heyra, frekar en "Ellismellina" í Rolling Stones! Gæti nefnt helling í viðbót.

Nei takk Scheving!

Ég er ekki haldin auðmannakomplex, er alveg sama hvað þeir gera við peninga sína, þó ég telji þá ekki hafna yfir samfélagsábyrð og eigi að borga hlutfallslega meir í skatta og leggja til fé í góð málefni með reglubundnum hætti.
Kippi mér því lítið upp við þetta Rollingadæmi, nema hvað að ég hika ekki við að halda því fram, að þeir séu ekki slíkra ofurpeninga virði sem hér um ræðir!
Jújú, hafa með tímanum skapað sér nafn sem rokkrisar eða eiginlega sem "Risaeðlur" rokksins og hafa sömuleiðis búið til slatta af skemmtilegri tónlist, en í mínum augum verða Jagger, Richars og Co. sem slíkir, aldrei merkilegri sem hljómsveit, en svo mörg önnur "Krárarrokksveitin"!
Móðga áreiðanlega einhverja sem þetta kunna að lesa, en áratuga tónlistarpælingar m.a. fá mig einfaldlega ekki til að halda öðru betra fram!
Status Quo, er til að mynda ekkert síður merkileg og eiginlega miklu skemmtilegri sveit en Stones, svo ég nefni aðra sem sofnuð var um svipað leiti (1962) en á sér örugglega lengri samfelda starfsævi! (verið mun virkari allan þennan tíma!)
Það yrði því líklega bara að bjóða mér góða upphæð til að mæta á Stonestónleika, frekar en ég borgaði fúlgu fjár!
SVei mér ef ég set ekki saman lista svona að þessu tilefni með tónlistarmönnum sem ég vildi frekar fara í veislu með en Rolling Stones!
mbl.is Fengu 331 milljón fyrir að spila í einkaveislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengi getur vont versnað!

Fallegur dagur í dag, sól og vestanblíða og skapið bara gott... þar til nú!
Neðar er nú vart hægt að komast í að verða þunglyndur á slíkum blíðudegi, missa haus ofan í bringu, fyllast vonleysi um réttlæti heimsins og fegurð mannlífsins!

Úrslit í 1. deild karla í knattspyrnu:

KA - Þór 1-0.

Sjöundi leikurinn án sigurs, hvílík hörmung!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband