Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
16.7.2007 | 15:59
Margþætt tilfinningamál!
Er eiginlega búin að gleyma því hversu lengi þessi mál hafa verið að vandræðast fyrir yfirvöldum í bænum, allavega þó 5 til 7 ár aftur í tímann!
Það er vissulega rétt hjá Fúsa formanni, að þetta er ekki gott mál eins og það lítur út núna, Landsmótshald 2009 hugsanlega í uppnámi með tilheyrandi álitshnekki fyrir bæinn, en ég veit satt best að segja ekki hvort mönnum sé mikil vorkun, með þó ekki væri nema örlitlum skerf af ákveðni og festu, hefði verið hægt fyrir löngu að byggja upp frjálsíþróttaaðstöðu með skynsemi og jöfnun kosnaðar yfir nokkur ár, t.d. innar í firði eða með því að vinna land á Gleráreyrum. (síðartalda svæðið verið hugsað sem land undir íþróttir svo árum og áratugum skiptir!) menn væru ekki í þessum endalausa vandræðagangi með þetta, ef svo hefði verið! Auðvitað er það ekki á valdsviði félagsmanna í Þór sem slíkra, að ákveða endanlega um afdrif vallarins, en ég get ekki ímyndað mér annað, en þessi samþykkt á föstudaginn gæti allavega haft þau áhrif enn um sinn að völlurinn verði ekki aflagður!? Þórsarar, þar er ég meðtalin, hafa nefnilega miklar tilfinningar til vallarins og þá ekki bara vegna þess að hann er sá langbesti í landinu sem slíkur, heldur vegna þess líka, að þetta svæði er fallegt og eitt af einkennum bæjarins! Og ég vil leyfa mér að halda því fram, að slík rök eigi núorðið jafnmikið rétt á sér sem hin efnahagslegu!
26 milljónir fyrir landið finnst svo mörgum lítið, veit ekki, en til framtíðar er það kannski ekki mikið!
Fleiri atriði væri hægt að nefna sem mér finnst og hefur fundist orka tvímælis, t.d. yfir höfuð að staðsetningin hérna við Skarðshlíðina, á fyrir ekki svo löngu gömlum túnum, hefur ekki reynst vel og raunar hörmulega hað fótboltayðkunina varðar. En að lokum, óvissa er um framhaldið, nema að bæjaryfirvöld taki nú á sig rögg og byggi upp góða séraðstöðu fyrir Landsmótið 2009!
Þórsarar hafna samkomulaginu við Akureyrarbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2007 | 23:11
Kvennarokk - Dúkkulísur og Sahara Hotnights!
Til marks um það er ég mikill aðdáandi kvennarokks og eindregin stuðningsmaður þess að þær geri sig þar sem mest og best gildandi!
Það gleður til að mynda mitt gamla hjarta, að austfirsku gyðjurnar í Dúkkulísunum eru aftur á fullu og með nýja plötu nú í útgáfu. Eitthvað sem ég hlakka til að heyra.
Þessa dagana er ég svo að leggja eyrun við nýjustu skífu sænska stúlknarokkgengisins í Sahara Hotnithts, sem ég hygg að sé þeirra fjórða stóra! Heiðruðu þær einmitt okkur Frónbúa á Iceland Airwaves, að mig minnir 2005 og stóðu sig bara þolanlega!
Koma þær frá einum af þessum fjölmörgu skíðasmábæjum í norður Svíþjóð, líkt og hinn frægi Olymp´ðiubær Falun, en man ekki nafnið á honum. Með hina fræknu og kraftmiklu söngkonu Jemmy í fararbroddi, heilluðu þær mig upp úr skónum með annari plötunni sinni Jenny Bomb fyrir um fjórum árum, en á þeirri skífu gætti skemmtilegrar blöndu af pönkáhrifum og poppi, svona eins og Blondie og The Runaways, væri skellt saman!Öllu rótarlegra rokk var á næstu skífu, svona í dúr við samlandana í The Hives og var sú líka alveg hin bærilegasta skífa.
Enn breyta þær svo til á nýju plötunni, What If Leaving Is A Loving thing?, nú aftur frekar léttara rokk, en þó alls ekkert "diskó" eins og einhverjir sænskir gagnrýnendur hafa verið að lýsa innihaldinu í neikvæðum hneykslunartón!
Held hún muni á endanum skora sæmilega hjá mér, tilfinningin þannig eftir nokkrar stuttar og hraðar yfirferðir.
Verð allavega alltaf ánægður með að þær stöllur skildu vera einar af fáum stelpunum í bænum sínum, sem nenntu ekki að stunda skíðin, en ákváðu bara að stofna hljómsveit til að gera eitthvað öðruvísi!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2007 | 03:00
Kvótinn og Bjarni Harðar!
Ákvörðun Sjávarútvegsráðherra, að fara að tillögu Hafró um úthlutun aflaheimilda í þorski á næsta fiskveiðiári, hefur víða vakið sterk viðbrögð og víst er að í mörgum er uggur, ótti, ef þá ekki bara reiði!Og ekki skrýtið, slíkur niðurskurður úr tæplega 200 þúsund tonnum niður í 130 þúsund, mjög mikill!
útlitið víða og viðbrögðin gætu því orðast eitthvað á þessa leið!
Syrti í álin, sýnist nú brátt,
sjaldnar æ fyllist trollið og nótin.
Berserkir víða blóta því hátt,
Bölvaður helvítis djöfulsins kvótinn!
Og svo er það blessaður maðurinn og nýji fulltrúi Framsóknar á þingi, Bjarni Harðarsson, sem sömuleiðis er skeleggur bloggari hér á Moggablogginu. Honum hefur víst lengi þótt gaman að tala, en þó kannski um of núna, að minnsta kosti virðist hann muna takmarkað af vþí sem hann segir, ef marka má viðbrögð hans við kvótaúthlutuninni, sem hann gagnrýnir harðlega nú, en sagði fyrir nokkrum mánuðum, að menn ættu bara að sætta sig við, ekkert annað væri að gera! Dróg Ríkisútvarpið þetta fram nú um helgina.
Þungur minnistaps er tollur,
teymir hannn á Villulendur
Já, Bjarni harðar, bullukollur,
býsna mótsagna er kendur!
En vel að merkja, þetta er auðvitað grafalvarlegt mál með fiskveiðistjórnunina og snertir svo marga, ekki skal horft framhjá því!
13.7.2007 | 21:10
Samsæriskeningin fallin!
Er þessi samsæriskenning því fallin um sjálfa sig, að minnsta kosti hvað varðar Guðrúnu. En Helena Karls er náttúrulega í störfum fyrir Samfó hér nyrðra, þannig að maður veit aldrei auk þess sem einhver hinna er það kannski líka!?
Níu sóttu um starf framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2007 | 20:51
Nýjasta nýtt!
Starfsemi hefst með sumarleyfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 14:56
Eitthvað annað en fjas!
Þótt stundi hér föstudagsfjas,
ég forðast nú oftast slíkt mas
Og nú lífsblómið litla,
létt vil ég kitla.
"Fingurbjörg" fá mér í glas!
SKÁL!!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 13:15
Föstudagsfjas!
Komin föstudagur, því tilvalið að fjasa ekki satt? Og nógu er af taka!
Í "Ísland í dag" á Stöð 2 í gær, var fjallað um slökkviliðsmenn sem eru að hjóla þvert yfir landið í góðum tilgangi, allt í lagi með það.
En hvurn fjáran á það að þýða, að nota snilldarverk meistara Neil Young, Rockin´In The Free World af Freedom, sem bakgrunnshljóð!? SEgir nú meira en mörg orð um virðingarleysi viðkomandi fyrir Helgidómi Rokksins!
Í vikunni voru undanúrslit í Amerikúkeppninni í fótbolta. Fór annar leikurinn beint í vítakeppni, Brasilía gegn Urugay. Þar heyrði ég í fréttaskýringu daginn eftir enn einu sinni þá skilningarvillu, að "Brennt hafi verið af vítaspyrnu" þegar markvörðurinn þó varði!
Þessir íþróttafréttamenn! Geta þeir ekki farið að troða þessu inn undir heilaskeljarnar, að menn brenna af þegar þeir SKJÓTA YFIR EÐA FRAMHJÁ!?
Þoli ekki þessa furðulegu veðráttu hér nyrðra! Jújú, sólin skín og skín, brosir sínu blíðasta, en skrambans ískuldagola úr íshafinu mætti halda, er búin að dóla hérna svo ylurinn frá Sunnu elskulegri fer niður úr öllu valdi. Ætti að banna svona fyrirbæri!
Hjálpi mér! ASÍ og Samtök atvinnulífsíns eða hluti þess, rífast nú sem hundur og köttur um hvort verðlag hafi hækkað sl. mánuði eða ekki og svo kemur vandleg greining að utan, að meðalverð á Íslandi sé hæst í Efrópu, allt að 60%, þó sú tala sé nú eitthvað lægri eftir "Vasklækkunina"! ER þetta ekki bara dæmigert? Menn rífast hér um það sem þó allir vita, komast upp með að segja neinei, en samt er það þannig!
Hverslags lið erum við þessir Eyjaskeggjar hérna eiginlega, líklega bara hálfvitar"!?
Og hví er ég þá að þessu fjasi?
Veit það ekki,farin í mat!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 17:37
Hlaðið á garðan!
Allt kjaftaaskaliðið af þessu Hrafnaþingi þarna meira og minna komið inn í "Kjötkatlamallið" í borginni!
hinn þarna Snæhólmur sérstakur "Útblaðrari" fyrir Villan og nú þessi komin með Kontorhvítflibba!
En hvað svo með Hrafninn sjálfan, fær hann ekkert að lokum fyri sinn snúð, halda úti þessu áróðursbatteríi svo misserum hefur skipt í þágu D-listans!?
Væri ekki hægt að búa til sérstakt "PR Politics" fyrir karlinn, þar sem breskir og ameriskir uppgjafapólitíkusar fengju sína opinberu þjónustu?
Magnús Þór Gylfason ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2007 | 14:34
Vopnaleitarvild!?
Jamm, svona við fyrstu skoðun kannski ekkert óeðlilegt, þetta vildarvinahafarí gengur jú út á alls kyns skuldbindingar skilst manni víst og ótal fleira svo "vildin" öðlist eitthvert gildi og hví þá ekki eitthvað á borð við að þurfa ekki að bíða tímunum saman, heldur bara fá að fara framfyrir í röðinni, svona eins og að vera popppælari eins og ég var og fékk alltaf að smygla mér inn á undan flestum öðrum haha!
En eftir að hafa hugsað þetta aðeins betur, renna eiginlega á mig tvær grímur!
Allt í lagi, tími sparast kannski, meiri gest til að hanga á barnum og svoleiðis?
En setjum nú svo, að ég væri nú t.d. lögulegur og leggjalangur stútungskvennmaður á borð við hana Gurrí bloggvinkonu mína, en henni finnst svo gaman að ferðast!?
Finndist henni virkilega gaman, að beinlínis hlaupa framfyrir alla hina, öskrandi, "Hæ, hér, ég fyrst"! en upplifa svo að káfað yrði SÉRLEGA VEL OG VANDLEGA á henni af 90 kg. kraftakerlingu með karlverðina glápandi græðgislega á!?
Held ekki! Og jafnvel þótt hið fornkveðna segi að "Íllu sé best aflokið"!
Mætti ég þá biðja um aðra "Vild" en þessa, já líka fyrir mig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 13:14
Hærri en Hallgrímskirkjuturn, en...?
Og almenn ánægja bara verið með hann hygg ég og engir stælar í þá átt að nú þyrfti að fara að byggja hærra, eða slíkum hugmyndum ekki komið framkvæmd hafi þær fæðst.
Þar til nú!
Og þá auðvitað í "Belgingsbænum" Kópavogi, en þar vilja menn nú reisa steinsteypubákn upp í loftið, upp á heila 80 metrra!
Og rísa skal hún á Smáratorginu sjálfu.
Með aðra byggingu en öllu lágreistari í huga, hef ég hins vegar meiri áhuga á öðru en hæðinni.
HVERNIG VERÐUR HÚN Í LAGINU Í FULLRI REISN!?
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar