Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Bolti og bjór - Á einfaldlega EKKI saman!

SEm landsmönnum er væntanlega enn í fersku minni, fóru fram tvö fótboltamót í Paradísarbænum Akureyri um nýliðna helgi, annað á vegum KA fyrir yngri polla, 12 til 13, en hitt á vegum Þórs, fyrir polla og pæjur sem "komin eru af léttasta skeiði" eins og þar stendur, hætt afreksboltanum.
Núnú,mótin gengu víst mjög vel í framkvæmdinni og hámarki náði sparkhátíðin svo með "Old-Boys" landsleik Íslands og Dannmerkur, þar sem minn gamli félagi og skólabróðir, Siguróli Kristjánsson, (alltaf kallaður Moli) potaði glæsilega inn sigurmarkinu!
Allt gott og blessað og flestir væntanlega skemmt sér vel!
En eitt situr nú eftir og vekur nú ekki gleði hjá mér frekar en sumum fleiri.
Styrktaraðili Þórsmótsins var nefnilega áfengissali, sem mér finnst nú vera á mörkum þess siðlega og nógu slæmt, en verra er svo hitt, að spurst hefur út að bjór hafi verið seldur á mótssvæðinu og að jafnvel hafi ungmenni verið þar í neyslu á honum!
Á N4, heimasjónvarpsstöðinni í bænum, játaði Fúsi formaður, Sigfús Helgason, þetta, en taldi lítt athugavert að spyrða þetta tvennt saman, nema hvað að honum þætti slæmt ef ungmenni hefðu komist í "guðaveigarnar" SVona væri þetta, tekjur fengust og ekki var annað að skilja á honum fúsa, (sem er reyndar hinn vænsti drengur) að bjór ætti að vera partur af neyslu fólks!(eða eitthvað í þá áttina)
Minni gömlu skólasystur og fulltrúa VG í bæjarstjórn henni Dillu, Dýrleifu Skjáldal, féll þetta nú ekki eins vel frekar en mér, enda vitandi vits í þessu, þjálfar m.a. unga krakka hjá sundfélaginu Óðni!

Draumsýn!

Bjór verður aldrei eðlilegur þáttur í neysluvenjum fólks. Íslendingar hafa aldrei og munu sjálfsagt aldrei kunna að fara með áfengi, sem bjórinn er svo sannarlega og ekkert annað!
Það er bara draumsýn ef menn í alvöru trúa því!
Bara sorglegt að Íþróttafélag eins og Þór, sem alla daga er að berjast um hylli ungmenna og hefur sannarlega mikið uppeldishlutverk, skuli ekki finna fjárhagslega bakhjarla í mótshaldi öðruvísi en með þessum hætti!
Verða barna- og unglingamótin kannski líka einn góðan veðurdag með viðlíka styrktaraðilum?
hvað finnst fólki um þá spurningu?
Mér finnst einfaldlega bjór og bolti ekki eiga saman og ég hélt að flestir væru því sammála, líkt og akstur og áfengi eiga ekki saman.
En máttur peninganna er mikill, áfengisframleiðendur styrkja nú þegar fótboltaútsendingar og íþróttaþáttur á vegum 365 miðla líka!
Í þeim þætti fóru menn gróflega yfir strikið, gáfu áfengi gegnum síma, sem ég einfaldlega taldi og tel hneyksli og hef upp frá því vart hlustað á þennan þátt!
En líkt og með vændið og kynferðisglæpina, vantar alveg heildarsýnina á þessi mál, sómasamleg lög og sanngjarnar en strangar reglur,sem FARIÐ YRÐI EFTIR að viðurlögðum viðeigandi refsingum.


Og hvað með það?

Jájá, í dag er 10. júlí, hásumar og hitin fer yfir 20 stig á suðurlandinu dag eftir dag!
Því fréttamenn á Stöð 2 sem annars staðar ekkert yfir sig hressir að hanga inni, þurfa að búa til fréttir meðan aðrir sleikja sólina!
Nú er þetta allt saman ekkert gamanmál, nektarbúllubras, klám og vændi, auðvitað hið alvarlegasta mál!
En hver er eiginlega fréttin, að rússnesk fylgdarþjónusta sé að senda hingað starfskraft? Og er það kannski eitthvað nýtt?
Ónei, slíkar "glæsimellur" hafa vaðið inn og út úr þessu landi árum saman og það vita allir sem vilja vita, að vændi hefur verið og verður stundað hér leynt og ljóst! Nefndar voru vissar síður í fréttinni og stöð 2 var svo einkar "greiðvikin" að nefna slóðina hjá rússneska fyrritækinu. (þjónaði líklega mjög upplýsingaskildu sinni þar eða hitt þó heldur!) þessar síður verið uppilengi án þess að nokkur hafi fett fingur út í það svo mjög, með meira og minna auglýsingum og "Tilboðum" um efni sem minnsta kosti gefið hefur í skyn ýmislegt!
Mér finnst þetta því óskaplega lítil frétt og alveg makalaust að gera hana að einhverju "Skúbbi" líkt og stöð 2 gerði í kvöld.
Væri ekki nær að skerpa betur á lögum um þessi efni svo almennilega væri tekið á þessum málum, vændinu og skuggahliðum þess!?
mbl.is Rússnesk vændiskona send til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

66!

Já, nú er mér skemmt!
Grínaðist með það hér að neðan, að kannski væri ég að verða frægur, eða frægari, svona eftir hvernig á það er litið og svosem eftirsóknarvert!
Nema hvað, er allavega komin upp í hið glæsta sæti 66 á blogglistanum, skellti bara upp úr er ég sá það, fæddur ´66 og það á slaginu 6!
Og í dag er liðin sléttur mánuður frá því ég byrjaði þetta brölt, sem svo má bara í hnotskurn orða svona!

Nú mánuð hefur Magnús Geir,
í moði þessu staðið.
Hnoðað saman hörðum leir,
já, hérna elgin vaðið!


Löngu, löngu tímabært!

Þessi tíðindi eru já ánægjuleg, svo langt sem þau ná!BArátta Blindrafélagsins hefur verið löng í að opna augu stjórnvalda, sem ætluðu þó á tímabili að ganga þveröfugt við vilja félagsins, sameina þjónustu Sjónstöðvarinnar við Heyrnar- og talmeinastöðina, sem í grundvallaratriðum er ólík stofnun og mun skemur á veg komin en blindrastarfsemin. En með miklum þrýstingi og ákveðni á síðustu mánuðunum fyrir kosningarnar, m.a. kynningarstarfi þar sem erlendir sérfræðingar voru fengnir til að greina ástandið, tókst að neyða m.a. Menntamálaráðherran til að opna augun og veita þessu mjög svo brýna baráttu og mannréttindamáli gaum!
Vonandi verður þetta upphafið að lokatakmarkinu, að alhiða Þekkingarmiðstöð sem þjónusta mun blinda og sjónskerta, verði að veruleika!
mbl.is Bráðaaðgerðir í þjónustu við blinda og sjónskerta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Troðið á fötluðum í Reykjavík!

Hvað er það annað en hreinn og beinn aumingjaskapur hjá umsjónaraðilum um málefni fatlaðara í Reykjavík, að afsaka sig með mistakatali er upplýst hefur verið, að fötluð ungmenni m.a. hafi ekki fengið laun sín greidd í upphafi mánaðarins!?
VAr manni þó alveg nóg um þegar spurðist skömmu áður, að fötluðum ungmennum væri ekki greitt sama kaup og öðrum ungmennum í sumarstörfum þeirra í Reykjavíkurborg!
Þetta heitir að bæta gráu ofan á svart, en neinei, ekki er þó að heyra, að menn skammist sín hætishót, bara mistök, borgum í byrjun ágúst!?
Heyrði þessi alveg makalusu tíðindi seint í gærkvöldi og átti satt best að segja erfitt með að sofna á eftir!
Hvar er nú Borgarstjórinn bratti, sem finnst svo gaman að slá pólitískar keilur við hvert tækifæri, til dæmis þegar hús brenna?
Kannski enn í Moskvu, eða bara farin í frí!?
En svona virðist nú vera hægt að troða á þeim sem minnst mega sín!

Blessaður karlinn!

Já, blessaður karlinn hann Margeir, sem áratugum saman vann hjá KEA, m.a. sem sendill, alltaf svo hæglátur og kurteis, en jafnframt ansi hreint skarpur, enda skákmaður dágóður!
Hvar væru þessar helstu stofnanir annars ef þær nytu ekki svona góðverka á borð við þessa rausnarlegu gjöf hjá blessuðum karlinum honum Margeir!?
mbl.is Færði Öldrunarheimilum Akureyrar 3 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ég að verða vinsæll!?

Fór í fyrsta skipti í gær að athuga hvar ég væri á þessum vinsældalista, eða öllu heldur á listanum yfir vinsælustu bloggin.
VAldi að handahófi 150 vinsælustu og rak upp stór augu!
Strax komin í sæti númer 104!
Svo kíkti ég aftur í dag.
Sæti 86!
Nú veit ég að margir þeir vinsælustu hafa tekið sér sumarfrí, en samt, er ég að verða vinsæll!?Hvað eru margir á Moggablogginu, mörg þúsund kannski? Þá má ég aldeilis vel við una!
Annars vesen með þetta blogg í dag, komst lengi vel ekki inn og svo hefur þetta verið leiðinlegt!
En fínn dagur samt og ýmislegt brasað!

Svarið komið!

Fyrir nokkru setti ég gamalkunna vísu hér á bloggið mitt og spurði eftir höfundinum.
Kvennmannslaus í kulda og trekki,
kúri ég volandi.
Þetta er -- ekki -- ekki -- ekki,
-- ekki þolandi!
SVarið barst loks fyrir stuttu, frá Arnþóri Helgasyni! Er vísan eftir engan annan en Stórskáldið Stein Steinarr, sem orti hana í orðastað Leifs nokkurs Haraldssonar, sem stamaði mikið. Arnþór lærði vísuna af Baldvin Þ. Kristjánssyni, sem m.a. var fulltrúi hjá SÍS og sagði honum jafnframt frá aðdraganda vísunnar! Að sjálfsögðu hlaut Arnþór vegleg verðlaun fyrir að koma með svarið, geislaskífu og bók! Þið öll sem lásuð þetta og tölduð ykkur vita, en létuð hjá líða að svara, urðuð því af heiðrinum! Og ekki bara það! Litlu aukaverðlaunin sem áttu að vera líka, gengu ekki út, nefnilega spássitúr með mér um sjálfan KÍNA´MÚRINN! Arnþór fékk þau ekki líka einfaldlega vegna þess, að hann hefur bara svo oft lallað þarna, að hann nennti ekki að koma!

Fljótt skipast...

...veður í lofti já!
Ég er ekki fyrr búin að tjá mitt mikla angur út af Florent Malouda komi ekki til minna rauðu manna, en annar mjög svo spennandi er komin í myndina og kannski bara litlu sem engu minna spennandi!?
Hlýtur allavega að vera svo, ef hann er að taka stöðuna af Arien Robin í hollenska landsliðinu á vinstri kantinum!?
En reynslan kennir jú, að "Ekki er sopið kálið.."!
mbl.is Liverpool með tilboð í Ryan Babel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munnmakakennsla!?

Það er nebbilega það!
Og hvernig fara menn svo að "sviðsetja" eh, þennan "Heimsviðburð í sögunni"!?
Varla fara menn að setja upp sýnikennslu?
Finnst þessi fregn nú svolítið tvíræð, ef ekki óskýr!
En "Peningalyktina" leggur nú langar leiðir!
mbl.is Mynd um framhjáhald Hughs Grants
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband