Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
8.7.2007 | 20:59
Gleðiefni!
Ég og margir já aðrir hafa nefnilega mikið dálæti haft á honum um langt skeið og sviðið að honum hefur ekki gengið betur undanfarin ár, þótt hann hafi aftur á móti alltaf verið valin í ryderlið Evrópu í keppninni við Bandaríkjamenn og undantekningalaust staðið sig frábærlega þar!
Vonandi fylgja svo bara fleiri sigrar í kjölfarið hjá Monty, ekki hvað síst í Ameríku, en þar var hann reyndar hársbreidd frá sigri á einu af fjórum stærstu mótunum ár hvert, US Open á sl. ári. En hann er einn af bestu kylfingum heims, sem þó hefur enn sem komið er ekki tekist að vinna eitt af þessum fjórum stórmótum. Hin þrjú eru Masters, British Open og PGA Meistaramótið!
Tveggja ára bið Montys á enda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 14:32
Og þennan hefði ég viljað fá líka!
Skorturinn er allavega ekki á sóknarmönnum hreinum og beinum, ef hinn austurriski Ibrisianj er að springa út samanber glæsta þrennu í fyrsta æfingaleiknum gegn Wrexham!?
Tevez: Hef lofað Ferguson að koma til United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2007 | 14:19
Vonbrigði!
Hef áður lýst því, að þessi frábæri franski strákur hefði sómað sér vel á vinstri kantinum hjá mínum alrauðu mönnum!
Harry Kewell og Jon Arne Rise oft á tíðum, skila þú þessari stöðu vel, en ástralski hæfileikadrengurinn fyrrnefndi er bara svo oft meiddur og Rise er meiri og betri sem bakvörður. Þá veit maður ekkert hvað verður um hinn brasiliska FAbio Aurilio,virðist eins og Kewel vera mikill óhappamaður! Manni sýnist því þessi staða á vellinum geta orðið til vandræða og þar með kannski veikt liðið!?
Malouda fer til Chelsea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2007 | 01:43
Heiðurinn fleiri en Baltasars!
Hef lesið bókina, hlustað á útvarpsleikgerð af henni og loks farið á myndina, er að mínu mati önnur af tveimur bestu sögum höfundarins, hin er Grafarþögn!
Svo skulum við ekki heldur gleyma mjög góðum leikurum í myndinni og þá alveg sérstaklega Teódór Júlíussyni, sem skóp eina minnistaðustu persónu íslenskrar kvikmyndar á seinni árum! Ingvar E. Sigurðsson lék sömuleiðis hlutverk Erlendar vel.
Rétt að minna á þetta, þóptt leikstjórinn standi óneitanlega fremst í sviðsljósinu.
Sigurinn á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni kom Baltasar Kormáki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2007 | 20:03
Ólína hefur mætur á Mávnum!
Sú margfróða merkiskona, Ólína Þorvarðardóttir, fv. Skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Þjóðfræðingur, Kvæðakona, hagyrðingur, margra barna móðir og Bloggari, svo fátt eitt sé nefnt, ritaði í gær góða grein á svæðið sitt, olinathorv.blog.is til varnar blessuðum Mávinum, sem sætir nú fækkunaraðgerðum, ef ekki bara útrýmingarstefnu, að hálfu yfirvalda í Reykjavík!
Ég hef nú ekki mikla skoðun á málinu, veit sem er að fuglinn þessi er ýmsum til ama við tjörnina og sýnir grimmd sína við Endurnar,en þetta er jú einu sinni náttúrunnar gangur og Mávurinn hefur þar sitt hlutverk eins og við hin!
Laumaði þessum Línum inn á bloggið hennar og fékk bara gott fyrir hjá konunni frómu!
Hún Ólína, vífið að vestan,
vágest telur ei mestan.
Þennan vesalings varg,
með voða sitt garg.
Nei, segir hann barasta Bestan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 17:51
Sama gamla sagan!
Strákar að klæmast undir rós og ekki, hvað skildi það nú hafa viðgengist lengi?
Blúsinn mótaðist snemma á sl. öld í vesturheimi.
þar sungu menn jú um sorgir sínar, en ekki síður um gleði, vonir og þrár!
Það síðastnefnda ekki síst umfjöllunarefnið, bersögult eða ekki. Stundum þó með frábærum myndlíkingum á borð við Little Red Rooster, en svo bara líka beint frá hjartanu, I Just Wanna Make Love To You!
Hvorugt neitt klám og satt best að segja held ég að vinirnir tveir hérna að neðan, Timberlake og "Íslandsvinurinn" 50 cent, geri í raun ekki meiri skurk með þessu lagi en áður hefur verið gert af stjörnum popps og rokks!
Undir rós eða ekki, I wanna Hold Yourt Hand með Bítlunum, eða myndbandið langa og alræmda Erotica með Madonnu, man einhver ennþá eftir því?
Nú eða bara "Allt á floti alls staðar" með Skafta Ólafssyni!
Haha, Leitum ekki langt yfir skammt, þetta er alltaf sama gamla sagan!
Klámhundarnir Justin og 50 Cent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2007 | 15:30
Ætti bara að flengja þá!
Þetta alveg hreint ótrúlega fár í lok leiksins, strax á eftir og hitt sem svo hefur tekið við, minnir mann eiginlega meir á bullustand í Buenos Aires eða Ítalska ógnaröld, líkt og þar hefur geysað í fótboltanum sl. misseri!
Það er bara eins gott, að Kristinn Jakobsson dómari leiksins fari nú að skila inn skýrslu sinni sem lög gera ráð fyrir, svo KSÍ geti hunskast til að ganga í málin, formaður sambandsins til að mynda sitji ekki bara hérna í sólinni fyrir norðan og bíði eftir að geta slegið sér upp með Peter Scmeikel og hinum stjörnunum gömlu í danska landsliðinu, í stað þess að ganga í það að stöðva stríðið milli félaganna!
Og svo hvað varðar einstaka leikmenn, sem mestan þátt eiga í þessu, að ég tali nú ekki um þjálfara begggja liða, þá ætti bara að taka þá afsíðis og flengja þá duglega, bara fjárans ekkert minna!!
Myndi glaður bjóða mig fram til verksins,
Þeir hafa einfaldlega orðið sjálfum sér, félagi sínu og stuðningsmönnum til ævarandi skammar!
Punktur og basta!
Yfirlýsing frá Keflvíkingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2007 | 17:46
Þú mátt nauðga, ef....
....Þú hittir kófdrukkna stelpu á hóteli.
Þú byrjar að spjalla við hana og hún segist í spreng að pissa á sig.
Þú bíðst til að fylgja henni á salernið.
þar mátt þú fara inn á klósettið með henni,rífa niður um hana nærhaldið, ýta henni niður á setuna eða gólfið og gera þitt...!
Já lagsmaður, þetta máttu gera, fremja augljóst ofbeldi að því best verður séð og að versta tagi, en bara EKKI NÓGU GRÓFT að mati Héraðsdóms Reykjavíkur!
Þannig er nú það!
Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2007 | 20:08
Útgerðarmaðurinn Jón um Ingibjörgu Sólrúnu!
Nú er nefnilega dálítið þungt í mér!
VAr áðan að fylgjast með sjónvarpsfréttunum eins og jafnan, saddur og sæll eftir kvöldverðin.
Nú, hitt og þetta í fréttunum, en þá fyrst sperri ég eyrun er viðtal við útgerðamann í Bolungavík brestur á, hann í inngangi fréttarinnar ekki sagður sáttur við tillögur Utanríkisráðherra varðandi útleifu á byggðakvóta.
Heitir maðurinn Jón og vandaði nú ekki orðaval sitt strax í upphafi máls síns."Eitthvað hlýtur að hafa komið fyrir Ingibjörgu þarna út í Afríku" fyrst hún kæmi með svona vitlausar hugmyndir!
Nokkurn vegin á þessa leið orðaði þessi ágæti maður gagnrýni sína í upphafi.
Ég sjálfur hef ekki hlustað grant eftir þessum hugmyndum Ingibjargar Sólrúnar og veit því ekkert hversu góðar eða slæmar þær eru, hvað þá að ég leggi dóm á þær.
Hins vegar leiðist mér alveg hrikalega þegar menn geta ekki sett fram gagnrýni öðruvísi en svona, vera hreinlega með persónulegan dónaskap, líklega með þá vissu, að þeim mun meir sé á þeim mark takandi, þeir hafi sannarlega rétt fyrir sér, eða hvað?
VEl getur verið líka að svo sé, en reynslan hefur nú kennt mér, að menn vaxa nú ekki að verðleikum með slíkum kjafthætti!
Og jafnvel þó í þessu tilfelli eigi við einn æðsti ráðamaður þjóðarinnar, þá á að vera hægt að gagnrýna hans orð og verk, án þess að vera með persónulegan skæting í leiðinni!
Gæti svo vel trúað, að ýmsir Feministar myndu segja, að svona myndi maðurinn trúlegast ekki tala nema vegna þess að um konu sé að ræða. Getur vel verið rétt, en skal þó ekki fullyrða það.
4.7.2007 | 13:16
Læknir Í lyfsölu!?
Í fregninni kom fram, að hann hafi engin leyfi til þess arna, enda telur hann sig ekki sem slíkur vera að flytja inn lyfin sem Apótekari/Lyfjafræðingur væri, heldur væri það í raun viðkomandi sjúklingar sem það gerðu. Sérstaka athygli vekur að Landlæknir segist hafa hvatt lækninn til innflutnings þar sem skóin þykir kreppa, þ.e. í innflutningi og framboði á ódýrum samheitalyfjum. Það gerði hann þó lagalegur vafi leiki á að lækninum sé þetta heimilt, sem manni þykir nú svolítið skrýtið, svona "Skjóta fyrst og spyrja svo" aðferðarfræði! Sagðist Landlæknir í viðtali við Útvarpið hafa vísað lækninum á Lyfjastofnun til að fá úr lagalegu hliðinni skorið og er sú stofnun nú að rannsaka mál læknisins.
Frá neytendasjónarmiði væri það vissulega gott ef úrval af ódýrari samheitalyfjum jykist, en spurning vavaknar nú amt um hvernig eftirliti geti verið háttað svo engin lög yrðu brotin,lyf sem t.d. lyfjafíklar sækjast í verði ekki flutt inn í stórum stíl auk annara t.d. niðurgreiddra lyfja hérlendis.
SVo á læknir, skurðlæknir í hlut, mjög strangar reglur gilda um aðkomu þeirra og meðhöndlun lyfja, svo þeirra strfssvið skarist ekki við lyfjafræðnga til að mynda.
Ýmis sjónarmið takast því á þarna og orkar tvímælis og má til viðbótar nefna, að heimasíðúr þar sem læknar eru í raun ekkert annað að gera en auglýsa starfsemi sína eru að minnsta kosti á mörkum þess löglega og þess siðferðilega eiðs sem þeir gangast undir er þeir öðlast lækningaleyfi sitt!
Að lokum má gagnrýna fréttakonuna sem sagði fréttina, lét slóð heimasíðu þessa læknis uppi í fréttinni, nokkuð sem aðeins þjónar að líkindum hagsmunum viðkomandi læknis, en það á ekki að vera hlutverk fréttamanna að auglýsa slíka starfsemi, ekki síst þegar ljóst er að hún orkar tvímælis. FEr fréttamaðurinn út fyrir sitt upplýsingahlutverk, sem hann á þó auðvitað að rækja sem best!
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar