Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Uppáhaldslagið þessa stundina!

Ódeigur geri ég þá játningu, að ég er og hef verið nokkuð lengi, bálskotin í "poppskotna" pönktrióinu Green Day!
Mér finnst þeim hafa tekist flestum eða öllum ameriskum seinnitíma slíkum sveitum, betur að tvinna góðar llaglínur og grípandi við kraftmikla pönkfrasa!
Bj Armstrong og Co. hafa í senn minnt mig á frumherjana miklu frá New York, The Ramones annars vegar, en hina n-írsku Stiff Little Finger, hins vegar!
En núnú, er semsagt skotin í Green Day þessa dagana og er örugglega ekki einn um það, útgáfan þeirra af Workin Class Hero eftir John Lennon, ansi vinsæl og þessi styrktarplata fyrir bágstadda í Darfur í Súdan, að gera það ansi hreint gott!
Tvímælalaust það lag sem syngur mest í kollinum á mér þessa stundina!

Skemmtilega að orði komist!

Ég hef lengst af ævinnar, hlustað mikið á útvarp, sem barn til dæmis vanin á það af móður minni blessaðari, að hlusta alltaf á mörgunstund barnanna!
Hlusta nú orðið bara þegar tími og þolinmæði er til og þá mest á Rásir eitt og tvö auk Sögu stundum. Hef aldrei verið neinn aðdáandi Bylgjunnar, opna þó endrum og eins fyrir hana, líkt og ég gerði sem snöggvast fyrir hádegi í dag.
Þá var þar ónefndur útvarpsmaður að segja frá því, að ekki yrðu fleiri miðar á "Heimsfrumsýningu" Simpsonbiómyndarinnar, gefnir að sinni. Spjallaði svo aðeins meir um myndina og sagði svo þessa einstöku snilld:
"En semsagt, myndin verður heimsfrumsýnd víða um land...."!?
Já, stundukm er meira að segja hægt að skemmta sér við að hlusta á Bylgjuna!
SVo má bæta því við, að íþróttafréttamaður hjá RÚV, notaði orðalag um áframhaldandi veru sænska fótboltamannsins Slatans Ibrahimovich, hjá Inter Milan, sem ég hef ekki heyrt áður í slíku samhengi. Sagði eitthvað á þá leið, að liðið og leikmaðurinn hefðu náð áframhaldandi "kjarasamningi" Skemmtilegt!

Takktakk og aftur TAKK!

Lesendur nær og fjær, Bloggvinir og allir hinir!
TAKK KÆRLEGA!
N'u nefnilega sléttum sex vikum eftir að ég byrðjaði mitt bloggbrölt, hafið þið með lestri ykkar og afskiptum, fleytt mér inn á efsta blaðið á Moggabloggsvinsældalistanum,
í sæti 46!
Nú á maður auðvitað ekki að hlaupa eftir slíku vinsældavafstri, geri það ekki heldur, en mitt sæmilega sjálfsálit gleðst þó smá, viðurkenni það fúslega!
Klapp á öxlina alltaf gott að fá annars lagið!
Enn og aftur, kærar þakkir!

Sníkjudýrsfjári!

Hún var nú ekki kræsileg beinlínis, fregn RÚV í dag um nýjan sníkjudýrsfjára, sem hugsanlega hefur "numið land" eða öllu heldur gert sig heimakomna í íslenskum ám!
ER um fyrirbæri sem áll væri og kallast Sæsteinssuga,s sem ræðst á Sjóbirtingin með hvössum tönnum og særir hann hringlaga sári!
Mikil hefð er í minni fjölskyldu fyrir alls kyns fiskveiðum, úr sjó, ám og vötnum, þannig að þessi frétt vakti nú vond áhrif!
Ekki er þó víst að þetta sé enn orðin landlægur (eða "álægur") andskoti, enn bara orðið vart við hann í ám í Skaftafellssýslu, en manni finnst fre´ttirnar alltaf verða fleiri og fleiri af slíkum vágestum, nýbúið að segja frá einhverjum trjásníglum sem numið hafa land og éta sig á gat!
Árans ófögnuður!

Sá fimmti í röð!

Í kæfandi hita og raka, sýndu "Lifrarpollungar" bara lipra takta víst gegn þessu liði Suður-Kína!
Sóknarbolti númer eitt, tvö og þrjú og allir bara voða hressir, líka ég!
Úslitaleikur því framundan við Portsmouth, Hermann Hreiðars og félaga á föstudaginn,en hafnarborgarliðið marði Fulham 1-0!
mbl.is Sigur hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blíðan!?

Þessi einmuna blíða víða um land, á án minnsta vafa þátt í að ökuhraðin vex, allir verða svo "Frjálsir og óháðir" og upplifa sig sem óskoraða eigin herra undir stýri!
O gþetta virðist greinilega keðjuverkandi, fleiri og fleiri fara yfirr hámarkshraðan!
Þegar daga heila og hálfa,
hlýindi ríkja og sól.
Ökumenn breytast í bjálfa,
og vbarasta verstu fól!

mbl.is 44% fleiri fá umferðarpunkta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki frétt!

Jájá, veit að krakkar yngri en 18 eiga ekki að komast inn, tala nú ekki um ef þetta eru krakkar líka aðkomnir!
En í hverju felst nú fréttamatið?
STaðreyndin sú, að unglingar allra tíma, reyna í einhverjum mæli að komast "í fjörið"!
Sjálfur komst ég fyrst í H-100 varla orðin 17 og varð út af fyrir sig ekki meint af!
Brosi því út í annað yfir þessari EKKI FRÉTT, sem aftur minnir mig á, að ég sakna Hauks Haukssonar Ekkifréttamanns sárlega!
mbl.is Unglingar á skemmtistöðum án þess að hafa til þess aldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir kallaðir!

Já, ekki er hinu mjög svo spennandi Opna breska meistaramóti lokið, fyrr en annað mjög svo spennandi mót sömuleiðis, er rétt handan við hornið!
Birgir Leifur fer örugglega nærri um, að sjaldan eða aldrei hafi mótið verið eins sterkt og nánast ómögulegt að spá um úrslitin!
Auðvitað hægt að benda á hann sjálfan strax, enda tvímælalaust okkar sterkasti kylfingur, eins og staða hans gefur til kynna og forgjöf, rúmlega -3!
En það eru bara fleiri sem eru ekki langt undan!
Ég er allavega viss um að til dæmis Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Sigmundur Einar Másson, Siggi Palli, Sigurpáll Geir Sveinsson, Heiðar Davíð Bragason, Ólafur Már Sigurðsson og Magnús Lárusson, svo ég nefni bara nokkra í fljótheitum, ætla sér fyrirfram ekkert nema sigur, sömuleiðis sem Örn Ævar Hartarsson, Ottó Sigurðsson, Haraldur Heimisson o.sl. ætla sér líka stóra hluti!
SVo má heldur ekki gleyma "Gömlum kempum" á borð við Úlfar Jons, Sigurjón Arnarson, Helga Birki Þórisson og Björgvin Sigurbergsson, sem allir gætu sýnt takta á góðum degi, þó kannski svona fyrirfram sé ólíklegt að þeir haldi dampi fjóra hringi!?
Sjálfur horfi ég auðvitað með hæfilegri spennu, en þó kannski meira af tilhlökkun til fulltrúa fjölskyldunnar, (þeirrar MIKLU golffjölskyldu!) í Íslandsmótinu, Ingvars Karls bróðursonar míns, sem án efa ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og gæti kannski ef vel gengur orðið ofarlega!
Topp 20 yrði án efa mjög góður árangur hjá honum, en hann gæti líka alveg endað ofar, sem yrði frábært!Fylgist auðvitað líka vel með vini kappans, Finni Bersa, hann gæti vel endað ofarlega líka!
Svo verður fróðlegt að sjá hvort nýji ungi meistarinn, Björn Guðmundsson, heldur áfram að bæta sig, mjög efnilegur víst sá strákur!
En semsagt, önnur veisla framundan þar sem margir eru kallaðir, en fáir útvaldir!
mbl.is Birgir Leifur: „Eitt sterkasta Íslandsmót frá upphafi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugdóninn ÉG!

Já, sjálfur hef ég verið óþægur á flugi og áreitt flugfreyju!
Gerðist fyrir mörgum árum og ég get sko sagt ykkur, að það kom svipur á þá fögru freyju sem ég vogaði mér í dónaskap mínum að "kasta kveðju á"!
Áreittnin var já gróf, en þó fyrst og síðast óvenjuleg, blessuð freyjan fagra hafði aldrei orðið fyrir slíkri reynslu!
Og áreitninn?
Hún fólst í fjögra línu vísu sem ég afhenti henni að loknu fluginu á leið út, eftir að HÚN hafði stanslaust ÁREITT MIG með brosi sínu bjarta og ljómandi augum fullum af mildi!
Breikkaði brosið um helming og augun ljómuðu hálfu meir skærar,er hún hafði lesið vísuna og vakti gleði hennar svo mikla athygli annara farþega, að þeim þótti nóg um allan dónaskapin þegar hún féll í faðm minn og kyssti mig í þakklætisskyni!
Enda hef ég síðan aldrei endurtekið leikin og alltaf verið stilltur og prúður á flugi.
Bara verst að ég er búin að týna vísunni!
mbl.is Lét ófriðlega í flugi og veittist að lögreglumönnum við handtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég er hýr og..."

"Ég er hýr og ég er rjóð, Lúk er komin heim.´Ég er hýr og ég er rjóð, Lúk er komin heim! Öllum kvíða og angist er, aftur vikið burt frá mér, því Lúk er komin heim"!
Heyrið þið ekki og sjáið Kristjönu Lúkasarmömmu kyrja þetta með smá breytingu frá upprunanum, sem væri hún Mjöll Hólm!?
Læt hins vegar öðrum um að tjá sig um málið að öðru leiti!
mbl.is Lúkas kominn heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband