Færsluflokkur: Enski boltinn

Frekar fúlt já á Anfield, en sigur Stoke gleður!

Svipað dæmi og var upp á teningnum hjá Liverpool gegn Stoke á sama velli, nema hvað að mistök dómara voru ekki með í spilinu nú, að eins klaufagangur heimamanna að skjóta alltaf í markvörðin, eða þá hitta ekki markið! (svona næstum því alltaf!)
Og meira súrt en ella, því sigur hefði þýtt endurheimt toppsæti, því Chelsea gerði ekki betur gegn Newcastle.
Rosalegt fall hjá Arsenal já, en ég er nú samt langt því frá tilbúin að afskrifa þá strax, gætu alveg náð sér aftur á strik og þá orði ðóstöðvandi!
SAmkvæmt mínu viti á fótbolta getur Grétar ekki átt markið, ef annar samherji hans kemur síðast við boltan, allavega var reglan alltaf þannig hér áður fyrr!
Hins vegar er málið nokkuð flóknara þegar boltin hefur viðkomu í andstæðingi, þá er það alltaf spurningin hvort stefna boltans breytist svo afgerandi, að mark hefði ekki orðið nema vegna snertingarinnar og þá er auðvitað um sjálfsmark að ræða. En oft er já erfitt að skera úr um slíkt!
Glæstur sigur hins vegar hjá Bolton!
Ánægjulegustu úrslitin komu hins vegar á Brittaniavellinum, Stoke vinnur þarna sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum eða svo, gleður það mig mikið fyrir hönd vinar vors,hans j'oa! SVei mér ef liðið heldur svona áfram, vinna sigra á heimavelli og þá ekki síst gegn liðum í neðri helmingi deildarinnar, en kroppa líka stig og stig af sterkari liðunum bæði heima og að heiman, tekst því að halda sæti sínu og kannski vel rúmlega það!
mbl.is Arsenal steinlá og toppliðin Chelsea og Liverpool töpuðu stigum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú held ég að engin sé glaðari en Silvestre!?

Honum sem var komið burt sem afgangsstærð eftir dygga þjónustu á Old Trafford og mátti meira að segja fara til einna af helstu keppinautunum, sem annar vinstri bakvörður mátti hins vegar alls ekki gera fyrir nokkrum mánuðum! En Liverpool er kannski meiri ógn en Arsenal, skal ekki segja!?
Allavega var Silvetre í Arsenalliðinu áðan sem tók MU og getur því sagt núna, að "sá hlær best sem síðast hlær"!
En synir Sir Alex gátu auðvitað sjálfum sér að miklu leiti um kennt, klúðruðu fullt af færum og hefðu alveg getað verið komnir í svona 2-0 áður en Wengerdrengirnir vöknuðu og sköpuðu sér reyndar góð færi líka á stuttum tíma áður en þeir skoruðu fyrra markið!
Sigurinn svo ekki hvað síst merkilegur vegna mikilla meiðsla hjá Arsenal auk ekki mikils sjálfstrausts fyrirfram eftir að hafa klúðrað t.d. unnum leik gegn Tottenham niður í jafntefli um daginn!
Og Stoke halda held ég áfram að næla í stig, eitt áðan á móti Wigan í markalausu jafntefli!
mbl.is Arsenal lagði Englandsmeistarana, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haha, dæmið snérist við og þar kom að því að Liverpool tapaði!

Jamm, þar kom að því að Rauði herinn laut í gras og þá fyrir neðsta liðinu Tottenham!
Og dæmið frá mörgum fyrri leikjum snérist aldeilis við, eftir að hafa leitt í 75 mínútur og átt að vera búið að skora allavega eitt mark í viðbót, tók gjafmildi og gáleysi við, sjálfsmark á silfurfati og svo sigurmark á lokamínútunum!
Chelsea því aftur efst á markatölu og ekkert við því svosem að segja, menn verða bara að herða sig upp, Meistaradeildin um miðja vikuna kjörin til að rétta aftur úr kútnum og svo heldur ballið bara áfram eftir viku!
Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi vegna þessa, ó seisei nei!
Á hinn bógin svo glaður yfir öðrum sigri Steke í röð og þetta sögulegum gegn Arsenal, aldeilis frábært!
Chelsea og Man. Utd. á flugi, nema hvað ævintýri Tottenham gegn Arsenal endurtók sig næstum!
mbl.is Tottenham - Liverpool, bein lýsing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með sigurbros á vör!

Já, ekki hægt annað en að brosa!
EFtir sigurinn frábæra á sunnudaginn gegn Chelsea á Stanford Bridge 0-1, sem var jafnframt fyrsti tapleikur þeirra bláu í 86 leikjum, var ljóst að leikurinn við Portsmouth yrði viss prófraun á andlegan styrk og stöðugleika og liðið stóðst prófið!
Á sl. tímabili var Benitez skammaður mikið fyrir skiptikerfið sitt og hefur það sem af er ekki breytt miklu milli leikja. En nú gerði hann það, einar fjórar breytingar á byrjunarliðinu taldist mér tilog þrátt fyrir nokkuð erfiða fæðingu gekk það upp í kvöld.Sterkur varnarleikur liðsins frá hafnarborginni hélt í rúmar sjötíu mínútur, en svo kom markið og þá voru úrslitin í mínum huga ráðin!
Annars viðburðaríkt kvöld já og í viðureign tveggja "vinafélaga" minna, Stoke og Sunderland, höfðu nýliðarnir sætan sigur!
Makalaust svo hvernig þessir "Derbyleikir" Arsenal og Tottenham spilast, þetta alls ekki einsdæmi, vþí fyrir tveimur árum minnir mig urðu nefnilega svipuð eða sömu úrslit!
Liverpool sækir einmitt Spurs heim um næstu helgi.
mbl.is Liverpool áfram á toppnum í Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það er komin tími til", sagði Alonso og hann sá SJÁLFUR til þess!

Síðustu þrjá daga hef ég verið sannfærður um að Liverpool ynni og fullyrti það svo gott sem hér í grein aðeins fyrir neðan! Og við fleiri en einn hef ég líka sagt þetta, til dæmis við bloggvin minn og formann Blindrafélagsins, Kristinn Halldór Einarsson, sem er gallharður Man. Utd. maður!
Ekki besti né eftirminnilegasti leikur ársins kannski, en hann staðfestir enn frekar að Rauði herin er til alls líklegur og virðist í dag allavega gera alvöru tilkall til enska meistaratitilsins!
Yndislegt að Alonso skildi eiga markið, einmitt eftir að hafa verið í þessu viðtali og sagt það fullum fetum að nú væri komin tími á að stoppa Chelsea!
En þetta var bara sigur í einni orustu, stríðið enn bara nýhafið, en mikið rosalega er þetta sætur sigur og kærkomin!
mbl.is Chelsea - Liverpool, bein lýsing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool hyggst já, BINDA ENDI á sigurgöngu Chelsea á heimavelli!

Moggin hér sem því miður víðar, ekki alveg að vanda vinnubrögðin! Þessi frábæri árangur Chelsea snýr að heimavellinum, en ekki að deildinni í heild, eins og ætla mætti að meðfylgjandi myndtexta. SVo má nú deila um hversu mikið Liverpool hafi komið á óvart, liðið var jú bæði á svipuðu róli á sama tíma fyrir ári, auk þess sem stutt er liðið af tímabilinu og ekki sérstök ástæða enn allavega til að vera með stór orð um árangurinn. En byrjunin er að flestu leitu góð, samtals búnir 14 leikir í öllum keppnum ef ég gleymi engum, sigrarnir tíu, fjögur jafntefli, ekkert tap! og þetta er alveg skýrt hjá hinum spænska Alonso, sigur er það sem stefnt er að og sannarlega komin tími á að stoppa þessa heimaleikjasigurgöngu þeirra bláu á Stanford Bridge! Og ég er alveg sammála miðjumanninum sterka, það er engin sérstakur hefndarhugur sem maður ber vegna þessa leiks vegna úrslitanna í Meistaradeildinni. Sá leikur var í raun bara seinni hálfleikur í rimmunni að komast í úrslit, framlengingu þurfti til og þar voru Chelsea bara sterkari á endasprettinum. En hið slysalega sjalfsmark Norðmannsins Rise á lokaandartökunum í fyrri leiknum á Anfield og sem jafnaði leikin þar, var þó án nokkurs vafa örlagavaldurinn, chelsea aldrei komist í úrslitin ella og Liverpool auðvitað svo unnið Man. Utd. í úrslitaleiknum í Moskvu! Fyrirfram er eitt stig auðvitað ásættanlegt, en nú vilja menn bara meira og ætla sér þrjú og það skal verða!
mbl.is Hyggjast enda sigurgöngu Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nokkur spurning!?

Og eru til dæmis ekki góðir og gegnir aðdáendur Man. Utd. því sammála!?
Jájájá, stráksinn Ronaldo var nokkuð sprækur, satt er það og skoraði fín mörk þegar félagið slysaðist með gríðarlegri heppni til að vinna Evróputitilinn m.a. Það er já satt, en hann var slappur í Evrópukeppni landsliða þar sem portúgalar stóðu sig ekki í stykkinu!
Þá sýndi hann ekki slíka snilli strax á sínu fyrsta tímabili í enska boltanum sem Torres gerði sl. vetur, gat nú lítið svona fyrstu tvö árin minnir mig.
Svo hefur hann einn mjög stóran galla, sem ég veit að er viðkvæmt mál að tala um, þ.e. afskaplega lélegir leikhæfileikar, sem blessaður drengurinn virðist þó alltaf annað veifið þurfa að sýna heiminum!
Að öðru leiti auðvitað mjög góður fótboltamaður!
En Torres á að fá boltan núna!
mbl.is Benítez: Torres á að fá Gullknöttinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegur "Fjári" fótboltinn!

Ja, er von að maður segi það nú í tilfelli Liverpool?
Það er bara að verða regla frekar en undantekning hjá liðinu að lenda undir, einu eða jafnvel tveimur mörkum, nú eða einu oftar en eitt skipti í hverjum leik, en snúa alltaf taflinu sér í vil!?
Og úrslitin frá Manchester fyrir tæpum hálfum ma´nuði endurtóku sig, 3-2, en í stað þess að lenda tveimur undir í dag líkt og þá, náði Wigan þess í stað forystunni tvívegis!
Og viss vendipunktur í dag líkt og þá, brottrekstur, sem í báðum tilvikum verður ekki skoðaður öðruvísi en klaufaskapur að hálfu viðkomandi leikmanna, kappið bar þá ofurliði.
Eins gott að taugar hörðustu fylgismanna séu í góðu lagi, en þetta gengur þó varla til lengdar að bjóða upp á svona háspennu leik eftir leik!
En, Meistaraheppni? Hver veit?
En gaman að sjá Pennant aftur fá tækifæri og sýna takta, Kuyt sömuleiðis sanna að hann er markaskorari, líkt og hann var upphaflega keyptur til og svo var gaman að hinn spænski riera skildi opna markareikningin!
Aftur á móti dapurt fyrir varnarleikin að Agger var í vandræðum gegn hinum spræka Egypta SAki.
Næst eru svo svakalegir leikir, Athletico Madrid á Spáni í Meistaradeildinni og svo risaslagurinn við Chelsea á Stanford Bridge um næstu helgi!
Þá verður væntanlega bundin endi á vissa sigurgöngu!?

Jamm, en svo var einhver að tala um meiðslavandræði hjá Chelsea!?

Ekki er þetta nei gott, mínir menn búnir að lenda tvívegis undir gegn Wigan, meira ruglið!
En spyrjum að leikslokum nú sem fyrr.
En vangaveltur um meiðsli hjá hinu toppliðinu, Chelsea, voru ansi áberandi síðustu daga, en nú sést hve mikilvægt er að hafa stóran hóp og breiðan, rulluðu yfir Middlesbro og virðast nú ekki árennilegir!
Torres Og hann Martin miðvörður með erfiða eftirnafnið meiddir hjá Liverpool auk Babel og halda mætti kannski að sagan væri bara að endurtaka sig frá sl. tímabili er allt fór í vesen er Agger meiddist!
mbl.is Arsenal og Liverpool knúðu fram sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin er annars bróðir í leik!

Íslenskur almenningur hefur fyllst andúð í garð Breta á sl. dögum, hvers vegna þarf ekki að tíunda.
Séu þetta réttar heimildir, að Phillip Green sé svona "rausnarlegur" í sínu tilboði, þá bætir það sannarlega ekki úr skák!
Garmurinn hann Jón Ásgeir á nú að hafa átt ýmis viðskipti við þennan mann og unnið með honum að sögn, en ekki virðist það nú ofarlega á blaði eða skipta máli ef þetta er rétt.

Bjargföst það er meining mín,
í Mammons þessu umfloti
að fjandi sé nú phillip Green,
fégráðugur andskoti!

En hvort tilboð kananna verður nægilega miklu betra þó hærra sé, verður bara að koma í ljós.

Hvers vegna ég hætti ekki með Enska boltan.

Sjáið til, menn hafa m.a. verið að ræða það já að segja upp enska boltanum hjá 365 til að tjá vanþóknun sína yfir ömurlegri framgöngu breskra stjórnvalda, gagnvart okkur og sem líklega hafi átt stóran þátt í að Kaupþing varð að gefast upp líka.
Auðvitað yrði það í senn sterk og táknræn aðgerð, ef stór hluti þeirra tugþúsunda sem kaupa boltan myndu hætta og það spyrðist út til Englands, en þá yrði það líka til að veikja hið íslenska fyrirtæki enn frekar og stefna lifibrauði fjölda fólks sem þar vinnur í enn meiri hættu en nú er og er hún þó alveg næg fyrir!
Það líst mér ekki á og tæki ekki þátt í slíkri fjöldaaðgerð ef af yrði, þó vissulega mér sé fullkunnug öll vanþóknunin að baki og myndi ráða för.
Svo er það líka hitt, að þótt mitt heittelskaða rauða lið í Liverpool sé enskt félag í enskri deild, þá er það þannig lagað svo langt sem það nær, vþí ekki bara eru einungis tveir Englendingar í sterkasta byrjunarliðinu alla jafna, heldur er það líka í raun AMERÍSKT, tveir kanar sem eiga félagið!
Myndi nú ekkert sérstaklega hefna mín á þeim með því að hætta með áskriftina!?
Til viðbótar er liðið svo með ákveðna viðleitni nú til að vinna titilinn eftir nær tveggja áratuga hlé, sýnist allavega til þess burðugt í augnablikinu og því vil ég fylgjast áfram með!


mbl.is Vill kaupa skuldir Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 218375

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband