Nú held ég að engin sé glaðari en Silvestre!?

Honum sem var komið burt sem afgangsstærð eftir dygga þjónustu á Old Trafford og mátti meira að segja fara til einna af helstu keppinautunum, sem annar vinstri bakvörður mátti hins vegar alls ekki gera fyrir nokkrum mánuðum! En Liverpool er kannski meiri ógn en Arsenal, skal ekki segja!?
Allavega var Silvetre í Arsenalliðinu áðan sem tók MU og getur því sagt núna, að "sá hlær best sem síðast hlær"!
En synir Sir Alex gátu auðvitað sjálfum sér að miklu leiti um kennt, klúðruðu fullt af færum og hefðu alveg getað verið komnir í svona 2-0 áður en Wengerdrengirnir vöknuðu og sköpuðu sér reyndar góð færi líka á stuttum tíma áður en þeir skoruðu fyrra markið!
Sigurinn svo ekki hvað síst merkilegur vegna mikilla meiðsla hjá Arsenal auk ekki mikils sjálfstrausts fyrirfram eftir að hafa klúðrað t.d. unnum leik gegn Tottenham niður í jafntefli um daginn!
Og Stoke halda held ég áfram að næla í stig, eitt áðan á móti Wigan í markalausu jafntefli!
mbl.is Arsenal lagði Englandsmeistarana, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Enda sýndi hann það vel eftir leikinn,en hann verður kanski ekki jafn glaður eftir leikinn á Trafford.Það er alveg rétt hjá þér,að þegar lið nýta ekki færin,eins og MU fékk í þessum leik,ja þá er ekki hægt að búast við sigri.

Hjörtur Herbertsson, 8.11.2008 kl. 15:28

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, Hjörtur minn, út á það gengur þessi makalausi leikur en einfaldi, að skora mörk! Og sannleikurinn er alltaf jafn sígildur, að ef þú nýtir ekki færin til að skora, þá ´vinnur þú ekki leiki!

Takk fyrir innlitið.

Magnús Geir Guðmundsson, 8.11.2008 kl. 15:39

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En hvort Silvestre muni fagna eða ekki eftir seinni deildarleikin, ja, hví ekki, fá lið hafa unnið oftar á Old Trafford á seinni árum en einmitt Arsenal!?

Magnús Geir Guðmundsson, 8.11.2008 kl. 15:40

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

hehe,,,

Takk fyrir kveðjuna Meiztari ...

Steingrímur Helgason, 8.11.2008 kl. 23:06

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekkert að þakka, þetta var nú líka lítil ljóstýra í leiðindum hversdagsins geri ég ráð fyrir!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.11.2008 kl. 03:26

6 Smámynd: Solla Guðjóns

FÓTBOLTI............

Solla Guðjóns, 10.11.2008 kl. 01:02

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þið daðrið ennþá við bretana..........

Hólmdís Hjartardóttir, 10.11.2008 kl. 01:37

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, þeir standa alltaf fyrir sínu í Enska boltanum Bretarnir.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.11.2008 kl. 00:33

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hólmdís mín, Bretar eru varla sjáanlegir lengur í sinni eigin landsdeild, daðra miklu frekar við þig og hinar stelpurnar haha!

TAkk fyrir það Lilja Guðrún, en sem ég segi, ekki margir innfæddir orðnir eftir í bestu liðunum mörgum hverjum, allra annara þjóða kvikindi farin að skipa þau, en auðvitað með undantekningum.

Jamm Solla mín, fótbolti er stærri en golfbolti!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 218044

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband