Ein "Létt og laggóð"!

VAr með einhvern fagurgala og daður við eina ónefnda fegurðardís á dögunum, sem jú tók því ekki ílla, raunar ágætlega, en sagði samt um leið og hún flissaði svolítið íllgirnislega, "Skammastu þín"!
Sá ég þá auðvitað sæng mína útreidda í það skiptið og læddi þessu út úr mér.

Ég er komin í "Krókin",
að karlaumingjasið.
Þar nú ligg með lókin,
lafandi nið'rá við!

Samt þykist ég nú vita, að ég sé ekki versti larfurinn eða lúsablesin í skýrslum hinnar ónefndu, þvert á móti ofarlega á viðurkenningarlistanum, eða það vona ég!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

   þú ert engum líkur

Hólmdís Hjartardóttir, 7.11.2008 kl. 21:33

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tja, veit nú ekki alveg,sagður líkjast mörgum reyndar, en þú segir þetta svo fallega og einlæglega Hólmdís hágöfga, að ég er hrærður og felli tár!

Og jú, verður ekki einhver að halda uppi fjörinu, taka að sér hlutverk hirðfíflsins?

Það held ég nú!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: arnar valgeirsson

jamm, það er nú aldeilis ekki uppi á þér typpið þarna í króknum.

arnar valgeirsson, 8.11.2008 kl. 00:25

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei Arnar minn, en ætli svo sé ekki hins vegar víðast hvar annars staðar hehe!

Dísin mín hér að ofan og sjálfsagt fleiri eiga allavega fullt í fangi með að "Verjast ágangi"!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.11.2008 kl. 02:18

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Góður Nú hef ég ekki nennt neinu nema að hugsa um heilsuna svo þetta er kærkomið grín, takk minn kæri Magnús.

Milli þess sem ég sendi 'gott karma' til tugi vina minna á fésbókinni, er ég að velja úr öllu því sem mér er nú boðið að taka þátt í. Þetta er svo sannarlega gósentími fyrir mig, ég sem var farin að halda að ég væri tröllum gefin en svo er nú aldeilis ekki. - Tónleikar, leikhús, upplestur og ást. Ekki kvarta ég, ennþá! Hafðu það sem best vinur minn, kkv. eva p.s. sendi þér hér með gott karma.

Eva Benjamínsdóttir, 10.11.2008 kl. 18:21

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk mín kæra, alltaf gott að fá hlýjar sendingar, ég tala nú ekki um frá glæsikvinnum á borð við þig!

Gleður mig að heyra að ekki væsi um þig og veröldin muni ekki bara eftir þér heldur elski þig, það er nú aldeilis eitthvað til að eflast við! og heilsan vonandi á hraðri uppleið með hjálp góðra vætta og söngs Sarah Brightman!?

Magnús Geir Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 01:31

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Já Magnús minn Geir, það er góð og uppbyggjandi tilfinning að eiga þig að vini, þú kannt að koma orðunum skáldlega frá þér. Veit nú ekki hvort glæsikvinna henti mér akkúrat núna, nýkomin úr body þvotti, á sloppnum, með rúllur í hárinu, sígarettu í munnvikinu en sannarlega kitlar þú hégómagirndina heilmikið. Ég ætla að vera fín í matarboðinu og ekki síst á einhverjum kvennafundi, sem ég lét plata mig á í kvöld.

Ég nýt þess að hlusta á kraftinn og blíðuna í söng Söruh, hún er sannkallaður engill ef englar eru til. Já, þá hjálpar hún heilmikið uppá blúsinn í samfélaginu. Hafðu það sem allra best og takk fyrir mig.

Eva Benjamínsdóttir, 11.11.2008 kl. 13:34

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

TAkk fyrir þínar góðu kveðjur, fyrir utan rettuskömmina ertu nú bara "Freyja til flests vís" heyrist mér og hrífandi í huganum að ímynda sér haha! verður vafalítið glæst og glöð í mannfagnaðinum og skemmtir þér vel!

Veit nú ekki um hverra heima hún Sarah er, en þú ert hins vegar ekki fyrsta kvinnan sem fellur nánast í trans undir söng hennar og ég þekki!

En púaðu nú sem minnst nálægt tölvunni!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 218056

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband