ABBAbabbababb!

Já, eiginlega alveg makalaus þessi frásögn og fyndin með afbrigðum! Í fyrsta lagi á það að vera einhver "rosatíðindi" að gítarleikari nokkur sem spilaði með ABBA-flokknum um skeið sé þarna með. SAnnleikurinn er nú hins vegar sá, að brot úr prósenti aðdáenda hefur hugmynd um yfir höfuð að einhverjir gítarleikarar hafi spilað með kvartettinum og enn færri hafa vitneskju um að einn þeirra hafi verið og heiti Finn Sjöberg! Miklu frægari gítarleikari sænskættaður var og er sjálfsagt enn til dæmis Yngwie Malmsteen, þó ég geri reyndar ekki endilega ráð fyrir að margir sem þetta kunna að lesa þekki hann!? Jájá, svo er þessi 13 manna "sýningarflokkur", talin vera að einvherjum sérfræðingum í beinu framhaldi vera "betri hljómsveit" en ABBA-flokkurinn sjálfur? Veit nú ekki alveg við hvað þar er miðað, nema að söngkonurnar sem væntanlega eru þarna til að túlka Agnetu og Önnu Fríðu, séu betri og þeir sem spila á pianó, bassa, gítar eða eitthvað sem Björn og Benny spiluðu á séu sömuleiðis fremri!? Eða hvað haldið þið? Satt best að segja hef ég og það veit ég að gildir um marga aðra, aldrei skilgreint ABBA sem eiginlega hljómsveit, heldur meira já svona söngflokk. Hérna er svo þetta hljómsveitartal líka svolítið furðulegt í því ljósi, að talað er um sýningu en ekki tónleika.Gæti því trúað, án þess þó að vita það, að einvherjir af þessum þrettán séu t.d. dansarar eða eitthvað slíkt. Og svo spyr ég nú bara, man einhver sérstaklega eftir öðrum en þeim fjórum á sviði? Hvernig sem ég rembist, þá get ég ómögulega munað eftir öðrum hljóðfæraleikurum og raunar var langoftast sviðsljósinu beint að söngdívunum einum! Og þá kemur að þessu með búningana, mjög broslegt að lesa þetta um að liðsfólk ARRival séu með sérstakt leyfi til að vera í "Nákvæmlega eins múnderingum" og fyrirmyndirnar, því voru þessi sviðsklæðnaður af óteljandi gerðum? Mig minnir það nú, en að einkaleyfi sé á að klæðast þeim er nú svolítið svona... Ég hef annars áður einvhern tíman rifjað upp að samfestingar nokkrir sem dívurnar klæddust einhvern tíman hafi nú ansi hreint reynst djarfir og þá e.t.v. meir en ljóst var í upphafi. Allavega blasti við í lok tónleika á myndum teknum af þeim og sem m.a. birtust í unglingablöðum á borð við POP og BRAVO, "Það allra helgasta" svo mikla athygli og gleði vakti hjá ungum karláðdáendum að minnsta kosti! Það er svo kannski smáatriði, en þó ekki, að nær væri nú að segja held ég að þessi sýningarflokkur eða hljómsveit, dragi nafnið af plötunni Arrival (þessari þarna minnir mig þar sem þau fjögur sitja inn í þyrlu sem er að lenda, ef ég man rétt) heldur litla tónstykkinu sem bar nafnið! Ég er nú að röfla um þetta þó helst vegna þess, að þetta er nú nefnilega það sem mér hefur fundist flottast með ABBA! Í lokin er svo hægt að hrista hausin yfir því, að Arrival sé að fara að gefa út "óútgefið ABBAlag"!? Hvernig það gengur upp veit ég ekki og það þótt B&B hafi einvhern tíman samið þetta tiltekna lag með flokkin í huga, þá er það ekki ABBALAG nema þeir og A&A hefðu tekið það upp án þess að það hafi svo verið klárað til útgáfu. (t.d. eins og margt með bítlunum, en samt var nú látið flakka seinna meir) Svolítið fyndið reyndar sem flest í þessari frétt, en kjánalegt líka ef þetta á nú að vera kynding fyrir útgáfu lagsins! Annað lag sem ég hef haldið upp á eftir þá "ABBAbræður", I Know Him So Well og er í söngleiknum Chess, væri alveg eins hægt að kalla "ABBAlag" og raunar miklu frekar, þannig séð!

Og..

BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ!


mbl.is Fyrrum gítarleikari ABBA með á ABBA-sýningu
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir þetta félagi og auðvitað sýnist sitt hverjum, en þessi frásögn er óborganleg finnst mér.

En nú hefur það gerst sem er miklu fyndnara, einhverjar viðkvæmar sálir, annað hvort í aðdáendahópi ABBA eða þá e.t.v. Moggamenn sjálfir eða sá er ritaði þetta, (jafnvel einhver sem hagsmuna á að gæta vegna þessa viðburðar?) komið því til leiðar að tengingin við fregnina hefur verið rofin!

Það finnst mér algjör snilld í aðra röndina, en jafnframt leitt að ritstjórnarvaldinu skuli beitt svona án tilefnis og rökstuðnings að því er virðist að geðþótta eða vegna þrýstings!?

Ekkert í færslunni orkar tvímælis um velsæmi eða er nokkur gagnrýni eða hvað þá ára´s á nokkurn persónulega.En í henni er viss gráglettni og háðskur tónn, sem kann að hljóma oflátungslega í eyrum einhverra og pirrandi, en það er nú ekki mitt vandamál!

En takk fyrir tengilinn Eyjólfur, þetta virðist nú vera hinn dægilegasti gígjuleikari, alveg burtséð svo frá því hvort hann telst hafa verið í hljómsveit með Geirmundi eða B&B!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.11.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehehe, góður punktur,ég skammast mín bara núna að uppgötva þann möguleika!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.11.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

..Og bið hér með alla aðdáendur YM innilegrar afsökunar að nefna hann um leið og..

Magnús Geir Guðmundsson, 6.11.2008 kl. 22:31

4 identicon

Hvað ætli að séu margir svona ABBA-hópar starfandi? Ég hef líka tekið eftir þessu skrítna orðalagi að kalla alla hópa sem koma fram: Hljómsveitir, eins og "hljómsveitin" Spice girls og svo hefur verið skrifað að Britney Spears og Robbie Williams séu að "spila" einhversstaðar.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það má hamingjan vita Húnbogi sæll!

Kannski má að einvherju leiti skrifa þetta á málvenju, sem festist í sessi og skiptir þá engu hversu gáfuleg eða vitlaus hún er. Annars er verri útgáfa af slíku þegar um hreinar og klárar málvitundarvillur er að ræða, til dæmis er fólk suðar í tíma og ótíma um "Uppákomur" er minnsti atburður á sér stað eða á eftir að eiga sér stað. En upákoma er þvert á móti neikvætt hugtak þegar eitthvað bjátar á eða miður gott á sér stað.

Magnús Geir Guðmundsson, 6.11.2008 kl. 23:52

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jahérna

Hólmdís Hjartardóttir, 7.11.2008 kl. 01:28

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

J'a,ertu hissa hólmdís mín?

Sjálfum er mér nú mest skemmt, satt best að segja, engin haldbær rök né ástæða fyrir þessu. Einhver barnaleg viðbrögð kannski, nema að þetta sé bara innbyggt í blog.is kerfið, það nægi ef tveir kannski eða fleiri taki sig til og kvarti!?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 09:18

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég fór einmitt að sjá Mamma Mia, og fyrir mynd og í hléi voru leikin myndbön með Abba, og þau voru bara fjögur á tjaldinu allan þann tíma allavega, í allskonar múnderingum og ýmist öll eða bara eitt.  Þar var enginn annar, og ég segi eins og þú Magnús minn, ég man ekki eftir öðrum manneskjum með þeim á myndböndum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 218019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband