Færsluflokkur: Enski boltinn
11.1.2009 | 18:34
VAndséður glæsileiki og allt of stór ¨sigur!
En MU aðdáendur mega kætast og munu reyndar vera svo kátir, að þeir eru búnir að vinna titilinn núna, þurfa ekki að spila þessa leiki varla sem þeir eiga inni, svo mikið formsatriði að klára þá!
En sjáum hvað setur með það og hverjir munu í raun og veru standa uppi sem sigurvegarar í vor!
![]() |
Stórsigur Man. Utd á Chelsea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 10:57
Jafntefli eða útisigur!
Ég hallast nú bara helst að því já fyrirfram!
Bæði lið hafa sýnt vissa veikleika á sl. vikum í deildinni, munurinn þó helst að MU hafa haft mikla heppni með sér öfugt við Chelsea og reyndar Liverpool líka á stundum!
Terry og Ballac koma endurnærðir, sem Evra gjörir jú líka, en það er alltaf spurningarmerki með endurkomu vegna meiðsla eins og hjá Ferdinand og það í svo mikilvægan leik líka sem þennan!Þess má svo geta, að einna meiðsla hjá frábærum leikmanni er ekki getið, Michael Essien,litla "Skriðdrekans", en hann spilar víst ekki mikið meir á þessu tímabili ef þá nokkuð?
En, tilfinningin er annars þessi semsagt, hallast mest að jafntefli, en hef jafnframt á tilfinningunni að þeir bláu séu allt eins líklegir til að vinna!?
Ar annars auðvitað ekki sáttur við framgang toppliðsins í gær gegn SToke, en samt, líkt og með fyrri leikin, þá samgleðst ég í aðra röndina vini mínum J'oa, þeim allraharðasta Stokefylgismanni sem þekkist af íslensku bergi!
Þetta þýðir hins vegar bara, að vel verður lúskrað á Everton um næstu helgi í deildinni og ekki bara þá heldur strax á eftir í bikarnum líka!
Ferguson gamli og fylgismenn hans skulu ekki láta sig dreyma um að einhverjar taugar séu að bresta, eitthvað annað og meir þarf að koma til svo ílla fari hjá Rauða hernum!
Og það er já líka mín sterka tilfinning í dag!
![]() |
Lykilmenn tilbúnir í slaginn í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2008 | 14:18
Gæti trúað að þetta hafi talist bærilegt, ekki satt!?
Þessu beini ég auðvitað alveg sérstaklega til allra annara en sem halda með Liverpool auk vinkvenna minna hér á blogginu líka haha! En áfram þusa ég samt sömu þuluna, þetta er áfram bara tröppugangur, enn langt þar til kemur að efsta þrepinu, en líkurnar aukast auðvitað á árangri, að staðan verði sú sama eftir um fimm mánuði þegar lokaskrefið upp efstu tröppuna hefur verið stígið! Góður leikur, glæsilegur sigur hjá geysisterku liði, sem þó enn var án markaskorarans Torres! Og Keene kom heldur ekki við sögu,merkilegt! Efast svo um að Chelsea nái sigri á Fulham á eftir!
En önnur tíðindi úr ensku gleðja mig líka,
Leeds vann!
Til lukku með það Addi og Einar Bragi!
![]() |
Liverpool gjörsigraði Newcastle |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2008 | 21:07
Meira kænska en kærleikur!
Hmm, karlinn Ferguson alltaf reynt að beita klókindum í áróðursstríði, held að þetta sé nú frekar hjal í þá átt frekar en til friðar og skiptir þá engu þótt jól séu.
Hann mun gjósa um leið og honum þykir ástæða til, ef einvherjum dettur til dæmis í hug að "Anda" á Ronaldo eða Rooney!
Ferguson nú fráleitt er,
friðarpostuli í lagi.
Hefur flest á hornum sér,
hreinlega sem naut í flagi!
Þannig hefur hann allavega oft litið út karlinn!
![]() |
Friðarboðskapur hjá Ferguson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2008 | 18:35
Út af fyrir sig ekki slæm úrslit...
"Júníteddar" glaðir eftir sigur í Asíukeppni, eiga því orði tvo til þrjá leiki til góða, en þeir munu ekki vinna nema einn til tvo þeirra í mesta lagi, nema eitthvert dómararugl og svoleiðis komi til hjálpar!
![]() |
Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2008 | 18:25
Það fullyrti ég líka fyrirfram!
![]() |
Chelsea mistókst að komast á toppinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2008 | 14:01
NEI!
![]() |
Fer Chelsea á toppinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.12.2008 | 17:36
Fjas - Fjórða jafnteflisklúðrið!
Þetta fjórða jafntefli á heimavelli og það þriðja í röð, staðfestir að brotalöm er í Rauða hernum, sem gæti orðið dýrkeypt er upp verður staðið og það sem verra er, gefur Chelsea nú aftur kost á efsta sætinu og Man. Utd. að minnka bilið frekar ef liðinu tekst að sigra leikin við Fulham sem það á líka til góða!
Sama upp á teningnum og í hinum jafnteflisleikjunum hvað það varðaði að glata mörgum tækifærum til að skora sigurmarkið, nema hvað að fyrri hálfleikurinn var svipaður og gegn Wigan á sama velli t.d. og Man City úti, liðið byrjaði ekki leikin og var með ótrúlegum hætti komið 0-2 undir eftir stuttan tíma, en kom svo sterkt til baka og jafnaði. Þökk sé Gerrard, en bara ekki hægt að ætlast til þess að hann sjái um þetta einn þótt góður sé!
En eins og áður, þýðir ekkert að láta þetta mikið lengur pirra sig, forystan tvö stig og Chelsea á vissulega enn eftir að sigra sinn leik og sömuleiðis á United enn eftir að sigra Tottenham.
En aðalfjasið er samt eftir!
AÐ hlusta á GG er nánast ÁÞJÁN!
Lýsandi leiksins í dag var Guðjón nokkur Guðmunds og þó ég hafi nú sagt mitt miður góða álit á honum fyrr við sömu aðstæður, þá verð ég aðeins að ítreka það núna!
Hann hefur fengið að lýsa fótbolta í 11 ár, sem einfaldlega er einn versti brandari íslenskrar íþróttasögu!
Endalaus æsingur bara við að boltanum er sparkað í átt að vítateignum, upphrópanir og þá oftar en ekki í einhverju nánast vanvitaformi manns sem ætla mætti að sæti heima að horfa með bjór í annari en fjarstýringuna í hinni og svo ílla dulin hlutdrægni oft á tíðum í tilfellum er hann lýsir einmitt Liverpoolleikjum, hafa einkennt hann frá upphafi, sem og sömu leiðindabjánafrasarnir, þannig að gjörsamlega óþolandi er!Og ekki bætir svo úr skák er hann í hita leiksins áttar sig smástund á að hann er ekki alveg í lagi, kannski "aðeins" of æstur eða hlutdrægur, og byrjar þá að slá endalausa varnagla eins og eitt frasaleiðindið sem oftar, að "ekki megi afskrifa.." og skiptir þá ekki máli þótt staðan sé JÖFN eins og í dag þegar snillingurinn kom með þetta einu sinni sem oftar eftir stóryrtar yfirlýsingar um allavega tvo leikmenn í Liverpoolliðinu, annars vegar væri annar "Frábær" en hinn "Yfirburðamaður á vellinum" m.a.!
Maðurinn ætti helst ekki að koma nálægt fótboltalýsingum og fyrir löngu sannaði hann reyndar með t.d. yfirlýsingum um fótboltamenn annars staðar en í hans nánasta umhverfi, að líka væri athugunarvert að láta hann yfir höfuð tjá sig um íþróttina! Og "Sérfræðiþekking" hans á handbolta hefur nú líka verið ofmetin, allavega miðað við margt sem hann hefur líka látið falla á þeim vettfangi, en það nenni ég ekki að rifja upp hérna!
EN.. hann má samt alveg eiga það sem hann ku eiga, vera skemmtilegur að vinna þætti með viðtölum við börn og fullorðna í gríni þá helst og að vera alveg ágætisnáungi "utan vallar", söngvari ágætur o.s.frv. að því ógleymdu auðvitað að hafa "framleitt" ásamt kvinnu, einn af okkar bestu handboltamönnum, Snorra Stein, ekki stendur á mér að láta það koma fram!
Fékk hins vegar alveg nóg í dag og varð aðeins því að "Spræna" hressilega þess vegna!
og ég veit að flestir vita og viðurkenna að þetta er rétt með karlinn!
![]() |
Hull náði jöfnu gegn Liverpool á Anfield |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 22:01
Leiðindaströggl!
Það gengur auðvitað ekki til lengdar, geta ekki nýtt færi, sem reyndar voru ekkert of mörg, en samt næg til að skora allavega eitt mark auk þess sem Liverpool fékk ógrynni af hornspyrnum!
Áhyggjuefni, en ljósið í myrkrinu er að stígið sem fékkst dugði til að taka toppsætið, en betur má nú ef duga skal svo það haldi til langframa!
![]() |
Liverpool á toppinn þrátt fyrir markalaust jafntefli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2008 | 18:18
Glæstur sigur og nú eiga PÚLLARAR leik!
En nú eiga Gerrard og hans félagar í "Bítlaborginni" aldeilis leik, möguleika á að ná aftur efsta sætinu af Chelsea, sem félagið náði um skamma hríð eftir viðlíka sigur á þeim "Bláu" á Stanforrd Bridge!
Líkt og gegn Fulham verður þó dæmið að líkum ekki auðvelt, West Ham, sem verður andstæðingurinn á Anfield annað kvöld örlítið að rétta úr kútnum og vann sinn fyrsta leik um sl. helgi eftir langt hlé. En ekkert nema sigur er á dagskrá, þó vissulega myndi jafntefli nægja til að taka toppsætið, því það yrðu aftur sterk skilaboð um stefnu beina á titilinn, sem og gott innlegg í "Sjálftraustsbankann"!
![]() |
Arsenal sigraði á Stamford Bridge |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 218375
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar