Færsluflokkur: Enski boltinn

Snilldarviðsnúningur!

Í einu orði sagt já!
Hálf furðulegt eiginlega að upplifa fyrri hálfleikin, mikill kraftur í þeim rauðu raman af, en augnablikseinbeitingarleysi kostaði víst fyrra markið og þegar númer tvö kom svo rétt fyrir leikhlé leit þetta nei ekki vel út. En einvhern vegin var ekkert vonleysi eða uppgjöf í spilinu og ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta gæti lagast, em og það gerði!
Brottrekstur hafði auðvitað sín áhrif, en er samt viss um að allavega annað stígið hefði náðst þó hann hefði ekki komið til.
gríðarlega sterk skilaboð sem þetta sendir um að Liverpool ætli sér að berjast um titilinn á þessu tímabili fyrir alvöru og það í annað skiptið þótt ekki seu nema sjö leikir búnir, hitt skiptið með sigrinum á hinu Manchesterliðinu, meisturunum í United.
En þetta er rétt að byrja, það skal ítrekað enn og aftur, löng og ströng barátta framundan.

Fúll á hinn bógin með tap Stoke, en gengi Hull er auðvitað með fáheyrðum hætti og setur afar skemmtilegan svip á mótið nú í upphafi!
En tottenham með þetta fína lið á pappírunum er auðvitað ein stór ráðgáta, hryllileg staða hjá því og líklegt að Ramos hinum spænska verði nú sparkað hvað úr hverju!


mbl.is Magnaður sigur Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rooney er rugludallur!

ER reyndar í bili allavega hættur að láta reka sig af velli, en í ljósi stöðu hans liðs annars vegar og Liverpool hins vegar, ætti hann nú að spara spádómana blessaður, en gat það ekki!
Verður þó að skoðast í ljosi þess að nágrannarimman í Liverpool var í aðsígi og hann sem fyrrverandi leikmaður Everton hefur þarna fyrirfram viljað vera spekingslegur og þá í trausti þess auðvitað að þeir "Bláu" ynnu!
En úrslitin urðu hins vegar 0-2!
En svo sjáum við bara til með framvinduna, langur og strangur vetur bíður!
Nú í þessum töluðu orðum er íslenska kvennalandsliðið byrjað að etja kappi við Frakkana, með því fylgjast auðvitað allir og horfa ALLS EKKI á Man. Utd. spila við Boltan!?
Vonandi er Grétar Rafn í liði gestana og nær að þjarma að Rooneystráknum!
mbl.is Rooney: Liverpool á ekki möguleika á titlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður og gríðarlega mikilvægur sigur!

Já, alveg óhætt að fullyrða það og í fleiri en einum skilningi, ná slíkum úrslitum strax eftir tvö mjög svo ílla töpuð stig heima gegn Stoke um sl. helgi, ná toppsætinu aftur og það þótt aðeins verði um stundarsakir og svo ekki síst í ljósi þess að Torres fann þarna skotskóna aftur, sem hann mun vonandi ekki týna aftur!
Þó á ég ekki von á öðru en staðan verði samt svipuð eftir leiki dagsins eins og hún var fyrir, Arsenal og Chelsea vinni sína leiki, en maður veit þó aldrei!
mbl.is Torres skaut Liverpool á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan skilaði SToke City glæstu stígi!

Þó í hlut eigi mínir menn, sem misstigu sig heldur líkt og oft fyrr gegn lakari liðum, þá er ég í aðra röndina glaður fyrir hönd nýliðanna í SToke City að ná öðru stíginu á Anfield í dag gegn Liverpool! Þetta sýnir bara hvað baráttan er mikilvæg og hverju hún getur skilað þegar allir liðsmenn leggjast á eitt! En væri ekki með þetta tal nema helst vegna þess að vinur vor hann Jói í Sverige, er ævilangur stuðningsmaður SToke og ég get auðvitað ekki annað en samglaðst honum. En, sama fjárans ruglið því miður með´Liverpool gerir hins vegar vart við sig með þessum leik, klára ekki leiki við lakari lið á heimavelli, sem kann svo að verða örlagaríkt þegar upp verður staðið!? Liðið vinnur auðvitað ekki titilinn eða gerir almennilega atlögu að honum með slíkri frammistöðu. Þessi úrslit kunna þó ekki alveg að skipta miklu ein og sér, því Chesea og Man Utd. mætast á morgun, en auðvitað yrði það ksítt að missa Chelsea strax í tveggja stiga forystu ef þeir vinna, það er ljóst. Og Arsenal á svo líka tækifæri á eftir reyndar að fara á toppin með sigri á boltan, næðu þá 12 stigum, en hafa þá leikið einum leik meira. Þó auðvitað líka stutt liðið á tímabilið, en svona misstig gengur auðvitað ekki og má helst ekki endurtaka sig!
mbl.is Þrír leikir í Englandi, beinar lýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hógværð fögnum vér góðum sigri!

Öfugt við þegar margur aðdáandi Man. Utd. hefur fagnað við slík tækifæri svo lekið hefur af honum stoltið, þá tökum vér hérna þessu með stillingu, gleðjumst að sjálfsögðu yfir sigri á meisturunum en vitum sem er að þetta er bara áfangi á langri leið í átt að stóra takmarkinu, sem vonandi verður að veruleika, að vinna Englandsmeistaratitilinn!
Með margan leikin í huga á sl. árum sem fóru 1-0 eða 0-1 eftir að þeir alrauðu höfðu verið betri, var þetta þó sætara en stundum og eftir tvo heldur dapra tapleiki á síðustu leiktíð.
Miðað við flest í gangi leiksins, skot og opin færi, var þetta held ég svo bara nokkuð sanngjarnt!?
Og svo bara áfram veginn, mannskapur og flest annað virðist gefa til kynna að Liverpool geti fyrir alvöru, gert atlögu að tititlinum og á svo held ég mikið inni enn gæðalega!
mbl.is Babel tryggði Liverpool langþráðan sigur á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um Guðjón!?

Ekki undarlegt kannski að nafni bassaleikarans úr Liverpoolsveitinni fornfrægu skuli vera óhress að vera seldur frá höfuðborgarliðinu, nema hvað að ég fór að hugsa þetta já, kemur íslenski harðjaxlinn ekki til greina?
Yrði ódýr kostur og karlinn er jú ansi fær auk þess sem útilokað ætti að vera að þeir Björgólfur og Ásgeir misskildu hann eða hann þá, eins og nú er sagt að hafi verið ástæðan fyrir brotthvarfi Curbislays. DEildar meiningar allavega millum hans og stjórnarinnar, það virðist ljóst.
En leiðindamál, sem og brotthvarf gömlu Liverpoolkempunnar Kevin Keegan frá Newcastle.Bæði lið á góðu róli í upphafi móts, en lenda svo í þessum "Stjórastyrjöldum"!
mbl.is McCartney óhress með stjórn West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nákvæm lýsing af leiknum.

Leikurinn endaði nú 0-0 en ekki 1-1.
Úrslitin voru svo alls ekkert sanngjörn í því ljósi, að svo virðist sem dómararnir hafi gert mistök seint í leiknum er Robbie Keene slapp einn í gegn, en fékk ekkert þegar hann var feldur í teignum og vítaspyrna auk brottreksturs hefði átt að vera niðurstaðan! En svona er fótboltin oft, mistök eru gerð og það stundum af dómurum jafnt sem leikmönnum.
Meiðsli Torres eru þó e.t.v. verri tíðindi en úrslitin, svona tognun getur oft verið erfiður andskoti, en vér vonum það besta fyrir liðið og drenginn sjálfan!
mbl.is Aston Villa og Liverpool skildu jöfn á Villa Park - Torres meiddist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo slakt..

...var lið Portsmouth, að mínir menn hér í heimabænum, Þór, hefðu líka unnið 0-1!
Og Hermann bara á bekknum, hlýtur þá að vera orðin ansi slappur!?
mbl.is Fletcher tryggði United sigur á Fratton Park
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, þetta snýst um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn, HVERNIG og HVENÆR sem er!

Fyrirsögnin segir nú flest um fínan sigur minna manna í dag á "Boro", skrítið jöfnunarmark annars vegar, en svo eitt af flottari gerðinni hins vegar á lokasekúndunum! Afskaplega sæll með þetta í ljósi þess að dómaragreyið átti ekki sinn besta dag, sem gerist með þá ágætu menn líkt og einstaka leikmenn eða lið í heild. Gummi Ben hinn góðlátlegi vildi allavega meina í lýsingunni sinni, að tvívegis hafi hann átt að dæma vítaspyrnur til handa þeim Rauðu, svo þetta var kannski bara sanngjarnt þrátt fyrir falllega markið hans Mito frá Egyptalandi og að hann og félagar hafi átt góðan leik. Nú veit ég að til dæmis margur Man. Utd. sá virkilega RAUTT er Gerrard smellti honum inn þarna í restina og sjálfsagt sumir í Chelsea líka, en þetta viljum við "Púlararnir" sjá sem mest í vetur og trúm að verði langoftast, að okkar menn skori meir en andstæðingurinn, hvernig og já hvenær sem er!
Annars er sigur SToke á Aston Villa mér líka sérlega gleðilegur, nú gleðst minn gamli félagi hann J'oi innilega!
Og úrslitin hjá Sunderland eru auðvitað flott líka, sýna að góður leikur þeirra við Liverpool fyrir viku, þar sem úrslitin hefðu alveg getað orðið jafntefli, var engin tilviljun!
mbl.is Gerrard tryggði Liverpool sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er bara ekki svo afleitur spámaður, stundum allavega!

Get já bara klappað sjálfum mér létt á öxlina núna, svosem ekki fyrir heildarniðurstöðuna á þessum létta leik mínum að spá fyrir um úrslitin í fyrstu umferðinni, en hitti glettilega rétt bæði á úrslit og tölur í tveimur leikjanna, Sunderland - Liverpool og Man Utd. - newcastle United! Spáði já 0-1 fyrir Liverpool og sagði að Keene eða Torres gætu ráði úrslitum, sem sannarlega gekk eftir og 1-1 spáði ég mörgum til undrunar sem úrslitum á Old Trafford og m.a. bloggvinur minn KKristinn Halldór, grjótharður MU maður, sagði að hlyti að vera "Óskhyggja" hjá mér haha! En annað kom nú á daginn, bara raunsæ spá og mega meistararnir bara vera ánægðir með stígið!
Annars 6 leikir af 10 réttir, þar að fóru leikir dagsins allir sem ég spáði.
Frammistaða Hull sérstaklega, Blackburn og Middlesbro kom á óvart, að liðin skildu sigra, en að sama skapi varð ég fyrir vonbrigðum með SToke, hélt þeir gætu tekið stig af Bolton. Hins vegar gleðjast auðvitað allir með austfirðingnum Grétari RAfni, markið hans fyrir bolton svo glæsilegt!
Annars lofar fyrsta umferðin góðu, þetta verður ugglaust mikil barátta í vetur. Chelsea virkar strax gríðarlega sterkt og virðist vera að ná upp sama dampi og þegar Moreno var við stjórnvölinn. En Liverpool, Mu, Arsenal og Tottenham þrátt fyrir tapið, verða á toppnum líka og sja´lfsagt fleiri!
mbl.is Manchester United og Newcastle skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband