Færsluflokkur: Enski boltinn

Enn byrjar sá enski að rúlla!

Mitt í Olympíugleðinni í Kína, er já hið ómissandi Bretlandseyjaboltaball að hefjast og menn og konur gleðjast víða!Samt finnst manni vart liðin nema stuttur tími frá lokum síðasta tímabils, en fyrirbærið Nútíminn líður bara hraðar og hraðar! Bregð aðeins að þessu tilefni á smá leik hér fyri neðan og spái svona nett kæruleysislega í leikina tíu. Engin djúphugsuð speki þarna á ferðinni, en samt nokkuð rökréttar spár held ég! Arsenal - WBA -Fyrsti leikur tímabilsins í hádeginu á morgun. Held að þetta gæti orðið svolítið strögl hjá liðsmönnum Vengers, vantar marga af fastamönnunum og það er alltaf mikill baráttuhugur í nýliðum í fyrsta leik. Segir líka svo hugur um, að Scott Carson verði í stuði í markinu, en Arsenal hefur þetta þó með herkjum, Spá: 2-1 Bolton - Stoke Veit að vinur minn Jói í Svíþjóð er að tapa sér af spenningi, hefur fylgt Stoke gegnum þykkt og þunnt í meir en þrjátíu ár!Bolton var í miklu vandræðastandi lengst af í fyrra, skiptu um sjtóra, Samme Lee og björguðu sér fyrir rest. Tímabilið verður Stoke örugglega erfitt, en ætla þó að vona að þeir byrji bærilega. Spá: 1-1. Everton - Blackburn Engin annar en paul Ince stjórnar nú Blackburn og þar hafa nokkrar breytingar átt sér stað, m.a. Friedel markvörður farin til Villa. Everton með Mois verður örugglega áfram á Evrópusætaslóðum í vetur, en held samt að þar verði ekki um Meistaradeildina að ræða. Spá: 1-0 Hull – Fulham Fulham bjargaði sér með ævintýralegum hætti frá falli í vor og ég gæti alveg trúað að þeir standi sig áfram á þessu tímabili. Andi Johnson komin m.a. og verði hann í stuði með liðinu er það til alls víst. Hull, það gamalgróna “Fiskiþorp” komst öllum að óvörum upp í vor og hefur sankað að sér fullt af leikmönnum. Veturinn verður samt erfiður og ásamt Stoke frekar en WBA, óttast ég að þeir verði þaulsetnir í fallsætunum í allan vetur. Spá: 1-2 Middlesbro - Tottenham “Tottararnir hafa verið á mikilli siglingu í undirbúningsleikjum sínum og ég held svei mér að liðið verði í baráttu um Meistaradeildarsæti! Keene að vísu farin til minna manna í Liverpool og Berbatov sagður á leiðinni til Man. Utd, en það er engin hörgull á sóknarmönnum hjá Spurs og Darren Bent hefur m.a. blómstrað í æfingaleikjunum. Boro er dálítið erfitt að sjá út, en ég held þó að liðið sigli lygnan sjó í vetur, verði jafnvel á Evrópðusætaslóðum, eða í baráttu um þau. Spá: 1-3 West Ham - Wigan Ýmislegt að gerast hjá liði Björgólfs í London og áfram einhver meiðsli, en samt á liðið að geta staðið sig og rúmlega það með hinn snjalla Curbisley við stjórnvölinn. Vigan var í bölvuðu basli lengst af í fyrra og svo verður held ég áfram í vetur, liðið verður líklegast í neðri hlutanum. Spá: 3-1 Sunderland - Liverpool Á sama tíma fyrir ári var ég mjög bjartsýnn fyrir hönd minna manna frá Bítlaborginni og það hefur ekkert breyst núna og skiptir engu þótt liðið hafi verið slakt í Belgí fyrr í vikunni. En að sigra strákana hans Roy Keene sem stóðu sig mjög vel í fyrra,eru reynslunni því ríkari nú og hafa auk þess styrkst hygg ég, verður hins vegar ekkert auðvelt svona í upphafsleik móts, öfugt við leik liðana á Stadium og Light í fyrra þegar Liverpool vann mjög auðveldlega 0-2 að viðstöddum þeim harða aðdáanda Sunderland, vini mínum og frænda Gústa og bróður hans Axel. Verður kannski heppnissigur þar sem Torres eða Keene gera gæfumuninn!? Spá: 0-1 Chelsea - portsmouth Chelsea verða áfram mjög sterkir í vetur með Skolari við stýrið, en á ekki von á Hermanni og félögum í Portsmouth eins fengsælum í ár. Spá: 2-0 Aston Vill - Man City Villa tóku FH í bakaríið og virðast koma nokkuð sterkir til leiks. Hef þó horn í síðu þeirra núna út af Barryruglinu,liðið verður þó líklega á slóðum 8 til 12, jafnvel aðeins ofar, í vetur. Allt of mikil leiðindi nú í kringum City, sem tapið íUEFA-keppninni í vikunni bar glöggt vitni um og þetta gæti bara orðið mjög erfiður vetur eftir góða frammistöðu í fyrra undir stjórn Sven-Göran Ericson! Spá: 3-0 Manchester United - Newcastle United Og loks eru það meistararnir gegn liði Kevins Keegan, sem að sjálfsögðu vill ekki missa James Milner, hinn mjög svo upprennandi miðjumann sinn, sem villa er að falast eftir. Eftir að Keegan tók við og náði eftir töluverða byrjunarörðugleika að rétta skútuna við, held ég að Newcastle verði í góðum málum í vetur, á topp tíu. Gæti alveg trúað að þeir tækju stig af United á sunnudaginn, þó heimamenn séu auðvitað sigurstranglegri og hefðu nokkuð svona sanngjarnt unnið portsmouth fyrir viku í leiknum um Samfélagsskjöldinn! Spá: 1-1
mbl.is Milner fer hvergi segir Keegan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vér örvæntum þó eigi!

Alveg óþarfi líka, bara best að bíða niðurstöðu morgundagsins, vangaveltur eins og he´rna hjá Mogganum um hugsanlega fjarveru fyrirliðans í upphafi deildakeppninnar alls ótímabærar!
En líkt og á sama tíma í fyrra er óneitanlega bjartsýni ríkjandi með "RAuða herin", nú bara enn stærri og sterkari hópur á ferðinni, sem áreiðanlega er kandidat í Englandsmeistaratitilinn í það minnsta!
Koma Keene og Ngog, gera úrvalið af framherjum til að mynda slíkt, að maður verður næstum móður að telja þá upp! Torres, Keene, Kuyt, Voronin, Ngog, Nemeth, auk Babel sem getur spilað frammi auk kantana og eru þá enn allavega einn eða tveir gríðarefnilegir framherjar ótaldir.
Þannig er þetta reyndar með flestar ef ekki allar stöður núna, tveir til þrír mjög sterkir leikmenn, jafnvel fjórir um hituna, samanber miðvarðastöðurnar. (Carragher, Hyypia, Agger og Speel.)
Ef svo fer að Gerrard reynist slæmur í na´ranum, þá er það helst miðjuhjartað sem gæti orðið höfuðverkur nú í upphafi, þó Alonso eins og mig grunaði alltaf kæmi nú sterkur til leiks. Mascheranoog Lucas fjarverandi með OL-liðum Argentínu og Brasilíu og þar verður hinn ungi félagi þeirra á miðjunni ryan Babel líklega einnig með Hollandi.Hinn gríðarefnilegi Spearing gæti þá komið inn (líkt og hann gerði einmitt í kvöld( auk þess sem aðrar lausnir yrðu reyndar til dæmis með Keene hugsanlega eða Benayon, en það verður bara að koma í ljós.
Fyrsta verkefnið er hins vegar að sigrast á Standard Liege, fyrri leikurinn verður á miðvikudeginum eftir viku í Belgíu, en síðari leikurinn á Anfield hálfum mánuði síðar.
En hvernig sem allt velkist, þá er enn eitt spennandi leiktímabilið rétt handan við hornið.
mbl.is Gerrard meiddur af velli í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnd veiði, en ekki gefin!

Ég held nú að það megi segja í bæði tilviki Liverpool og Arsenal, bæði Twente og Standard Liege góð lið hæglega gætu gert ensku liðunum skráveifu ef þau mæta ekki einbeitt til leiks og hafa ekki stillt strengina nægilega eftir sumarfríið.
Standard er auðvitað gamla félagið hans Ásgeirs Sigurvinssonar, þar sem hann spilaði um árabil og þroskaðist upp í að verða afburðaleikmaður. Man þetta nú ekki svo gjörla lengur, en held að með Standard hafi austfirskættaði Eyjapeyin Ásgeir unnið allavega einn bikar áður en hann steig næsta skref og fór til Suttgard í Þýskalandi og varða allavega meistari ef ekki bikarmeistari líka, auk þess einu sinni minnir mig að vera kjörin besti leikmaður ársins.
Auðvitað eiga þeir í "Rauða hernum" að vera mun sterkari, en eins eða mesta lagi tveggja marka sigur samanlagt kæmi nú ekkei á óvart eftir góða baráttu belganna!
Flestir aðdáendur Liverpool eru þó nú þegar nær og nær dregur, meir spenntari fyrir ensku deildinni, sem hefði getað unnist á sl. tímabili fótbolta- og mannskapslega séð, en gerðist því miður ekki, en nú á að taka hraustlega á'ðí er markmiðið og kveða í kútin til dæmis orð Owen Hargraves, sem lesa má um hér annars staðar á síðunni, um að baráttan verði númer eitt milli hans liðs og Chelsea!
´Stjórinn Alex Ferguson er reyndar á öðru máli og telur í viðtali fyrir stuttu, að Liverpool og Arsenal verði helstu keppinautarnir.
Við bíðum bara og sjáum til.
mbl.is Stórliðin höfðu heppnina með sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hráskinnaleikur!

SEm ég hef áður sagt og það oftar en einu sinni, þá eru þetta málalok, ef þetta eru það þá, sem ég hef gert ráð fyrir og vonast jafnframt eftir að hinn spænski Alonso yrði á fullu áfram án meiðsla, sem væri mjög mikilvægt!
En þetta ferli allt með Barry er mjög dapurlegt verð ég að segja og forráðamenn villa búnir að vera ansi furðulegir í sínum vinnubrögðum. Það mátti til dæmis skilja á framskvæmdastjóranum Martin O'Neil í sl. viku, að fresturinn væri útrunnin um komandi helgi er lið hans spilaði seinni leik í Intertotokeppninni. þar kom Barry inn á vegna meiðsla annars leikmanns, sem þýddi held ég þar með að honum væri ekki leyfilegt að spila með Liverpool í Meistaradeildinni í vetur ef hann færi þangað!?
Nú, í dag er svo slúðrað með að samningar heðfu náðst, en sem reyndist að þessu rangt og nú vegna einvhers annars frests sem runnin var út? Hvaða frestur það ætti að vera og hvers vegna, er erfitt að skilja, en eftir situr leikmaðurinn sem vildi fara og er nú held ég fjórum sinnum búin að heyra að félagið sem vill fá hann en er hafnað, með mjög svo sárt ennið og má þola að farið er með hann og hans vilja sem einskis verðan hlut!
Þetta sem endaleysuruglið fram og til baka með Ronaldo, er það leiðnlegasta sem fylgir nú fótboltanum og varpar óneitanlega dökkum skugga á hann ´þarna í Englandi og til Spanar.Peningahyggjan og hennar kröfur ráða einfaldlega orðið allt of miklu!
mbl.is Barry verður um kyrrt hjá Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýri Íri!

Ég hafði á svipuðum tíma fyrir ári, efasemdir um verðmæti Fernando Torres við komuna til Liverpool, vel rúmar 20 milljónir punda.
Það kemur ekki fram í þessari frétt mbl, en verðið á Keene er ansi hátt að sagt er og gæti farið enn hærra að uppfylltum skilyrðum.
Um 18 m. á strákurinn að kosta, sem gæti svo farið upp í um 20!
Ef rétt er, þá er þetta svipað eða meira en Aston Villa hefur viljað fyrir Gareth Barry, sem nú reyndar virðist alveg út úr myndinni að komi og ég svo sem átti ekki von á eftir EM, Alonso verði kyrr og muni standa sig fyllilega ef hann sleppur við þrálát meiðsl er hrjáðu hann sl. tímabil.
ég er því ekki viss í minni sök varðandi þessi kaup á Keene, en það er auðvitað hans að keða slíkt í kútinn.
Annars hafa menn á Anfield líklega meiri áhyggjur þessa stundina af stöðu hægri bakvarðar skilst manni, hinn svissneski SEgan nýkeypti glímir við erfið nárameiðsl, er virðast hafa tekið sig upp frá sl. ári og hinn trausti Alvaro Ardeloa ku víst eiga við einvher persónuleg vandamál að stríða og er kannski því á heimleið!
Ekki gott, þó vissulega sé Finnan þarna ennþá fyrir og Carragher geti auðvitað spilað þarna.
En semsagt nýr framherji að dýrari sortinni, sem aftur mun gera yngri og mjög efnilegum strákum erfiðara fyrir að komast í hópin, Nemeth hinum ungverska til dæmis.
mbl.is Keane búinn í læknisskoðun hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má nú deila um þetta já!

Skemmtilegt sumardundur greinilega hjá götublaðinu!
En fyrir hönd Arsenalmanna, vil ég nú t.d. bara mótmæla að reyes sé þarna, var á köflum mjög heitur, skoraði mörg mjög falleg mörk og var á góðri leið undir handleiðslu Vengers að verða mjög fínn leikmaður. En hann sjálfur vildi fara og það ólmur til real Madrid og nú sér hann örugglega mikið eftir því, svipað og Amelka játaði ekki alls fyrir löngu, að hann hefði ekki átt að yfirgefa Arsenal! (og ganga til minnir mig liðs við sama félag og reyes, real Madrid!)
Sömuleiðis má já segja, að Cissé (Zisse) hafi í raun ekkert verið slæm kaup og hann oft verið fínn liðsmaður þó mörkin kæmu ekki á færibandi.og sem segir í fréttinni, var hans slæma fótbrot líka örlagaríkt fyrir hann. og svolítið bull að segja, að Liverpool hafi ekki frá því El Hagi var keyptur, ekki nælt í neinn góðan framherja þar til Torres kom. Crouch stóð sig mjög vel til að mynda og skoraði mikið og kannski mun sagan dæma það sem mikil mistök hjá Liverpool að hafa selt hann!?
Það væri reyndar ekki síður gaman að sjá lista með slíkri samantekt og þá ekki bara á framherjum.Venger karlinn hjá Arsenal vissulega mikill snillingur í að fá og ala upp unga stráka, en einnig mjög mikill klaufi er varðar að láta leikmenn fara, eða hefur allavega verið óheppin í þeim málum. David Bentley er dæmi sem strax kemur upp í hugan og Matthew Eupson varnarmaður annað. Man. Utd fannst David Healey írski N-írski strákurinn ekki nógu spennandi, (hefur kannski bara þorað að rífa kjaft við Mr. Ferguson?) hann hefur þó heldur betur spjarað sig og þá sérstaklega með landsliðinu og setti víst markamet í undankeppni EM!
Það eru helst markmenn myndi ég ætla sem Liverpool hafa losað sig við, en hafa svo heldur betur spjarað sig. Brad Friedel, er besta dæmið, hefur nú um árabil sennilegast verið einn albesti markvörðurinn í ensku deildinni. Saga David James er reyndar öllu snúnari, hann átti mjög góð ár framan af og var allavega einu sinni kjörin besti markvörður tímabilsins, en svona tvö síðustu árin dalaði hann mjög sökum spilafíknar m.a. svo fæstir áttu nú von á að nær áratug síðar eftir að hann yfirgaf félagið yrði hann ótvíræður markvörður Englands númer eitt!
En svona getur nú fótboltin verið margslungin.
mbl.is Verstu framherjakaup ensku úrvalsdeildarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og STefán páls er örugglega ekki glaður með það!

Spekingurinn og forvígismaður samtakanna um herlaust Ísland, hann Stefán Pálsson, er sá eini í augnablikinu sem ég man eftir að haldi með Luton Town hér á landi, en þeir finnast e.t.v. fleiri. kaninka.net/stefan er slóðin á bloggið hans, þar sem Luton hefur einmitt oft verið umfjöllunarefnið auk margs annars, sem STefán hefur fjallað um á kómiskan hátt oft á tíðum. En með þetta gantast hann nú varla, enda ekkert grín og ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þetta leitt í aðra röndina, á gamla heimavellinum þeirra Lutonmanna, Kenilworth road, sá maður oft mjög skemmtilega leiki og fínir leikmenn á borð við Brian Stein, Mick Harford og Paul Walsh, glöddu augað í á tímabili léttleikandi liði! (erum að tala um fyrir svona 20 til 25 árum minnir mig)

Í Luton er litlu að fagna,
er litið er fram á veginn.
örlögin upp eru dregin,
og andskotans búið að magna,
falldraug fyrir þá greyin,
svo frekar ei verði til sagna!

Allavega er nú mikil hætta á að félagið verði ekki til frekari afreka, framtíðin er nei ekki björt!


mbl.is Luton hefur leik með 30 stig í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æfingatímabilið hafið, brýnt að klára leikmannamálin!

SVolítil synd að næla ekki í Villa eins og það hefði nú verið frábært að stilla honum upp með torres! En ekki verður á allt kosið og líklega fer með Villa eins og Daniel Alves, hann fer núna eða síðar annað hvort til Barca eða Real!? Veit ekki alveg hvað segja skal um Keene, en ef hann kæmi gæti það orðið til að létta á Gerard og gefa honum fleiri möguleika á miðjunni. Annars byrjar æfingaleikjarunan á morgun og kemur listin yfir leikina hér á eftir til gamans. Nældi í þetta af hinni frábæru síðu Liverpoolklúbbsins, Liverpool.is og fyrirgefst vonandi að birta það orðrétt! Æfingaleikirnir Nú er búið að raða niður æfingaleikjunum Liverpool fyrir komandi leiktíð. Liðið spilar alls átta leiki víðsvegar um Evrópu. Laugardagur 12. júlí. Tranmere Rovers, Prenton Park, 14:00. Miðvikudagur 16. júlí. F.C. Lucerne, Bruehl leikvanginum, Grenchen, Sviss, 17:35. Laugardagur 19. júlí. Wisla Krakow, St Leonard Stadium, Friborg, Þýskalandi, 14:00. Þriðjudagur 22. júlí. Hertha Berlin Ólympíuleikvanginum, Berlín, Þýskalandi, 17:45. Miðvikudagur 30. júlí. Villarreal, Estadio El Madrigal, Spáni, 18:45. Laugardagur 2. ágúst. Glasgow Rangers, Ibrox, Glasgow, Skotlandi, 14:00. Þriðjudagur 5 ágúst: Valerenga, Ullevaal Stadion, Osló, Noregi, 18:00. Föstudagur 8. ágúst: Lazio, Anfield Road. Tímasetning liggur ekki fyrir. Tímasetningar eru miðaðar við íslenskan tíma en þær eru ekki alveg staðfestar. Einhverjir af leikjunum mun verða í beinni útsendingu erlendra sjónvarpsstöðva. Ekki er vitað á þessari stundu hvort einhverjir leikir Liverpool verða sýndir í íslensku sjónvarpi.
mbl.is Benítez spenntur fyrir Keane en David Villa er út úr myndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki laust við eftirsjá!

Nei, get ekki varist þeirri tilfinningu ef þetta verður raunin og tröllið hverfi á braut frá Anfield. og þegar slíkt gerist sem með Crouch, þá er maður heldur ekki alveg viss um hvort þetta sé rétt skref að láta hann fara, sem einn af betri framherjum Englands!?
En á móti kemur að gríðarlega sterkir menn eru enn eftir og eigi færri en þrír af efnilegri sóknarmönnum/vænspilurum Evrópu eru í startholunum nú að láta að sér kveða.
ERu þetta þeir hinn nýkeypti og aðeins 17 ára Bosnðiu-serbneskættaði DAni Nicola SArid, hinn 19 ára gríðarspennandi Christian Nemeth frá Ungverjalandi og svo auðvitað Ryan Babel hinn tvítugi Hollendingur, sem mjög vel byrjaði hjá Liverpool á sl. tímabili og skoraði m.a. tíu mörk.

Annars er gaman að geta þess, að ef þetta gengur eftir með brottför Crouch, mun framherjapar portsmouth ef svo ber undir geta líkast til orðið það hávaxnasta sem um getur. Crouch er um tveir metrar á hæð eða rétt tæplega og hinn nígeriski Kanu, sem einmitt var að staðfesta áframhaldandi veru í hafnarborginni frægu, er ekki miklu lægri, eða um 1.96 ef ég man rétt!?
Yrði ekki beinlínis árennilegt að fást við þá báða í einu!


mbl.is Crouch færist nær Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BArasta BULL!

Þetta tal í O'Neill, sem reyndar er ekki skoti Moggamenn, heldur Íri, er já barasta bull og svolítið sorglegt finnst mér.
Hefði líklega lítt sagt um þetta, ef ekki væri fyrir það að leikmaðurinn vill fara, en fær engu ráðið vegna duttlunga og græðgi yfirmanna hans!
Alltaf hundleiðinlegt að lesa um svona hluti og skiptir þá engu hvaða leikmenn eða fjélög eiga í hlut!
En sem ég sagði í öðrum pistli, þá ætti líkast til bara að hætta við þetta þó tregt væri að ýmsum ástæðum, halda sig við annars nokkuð gott bú nú þegar, eða bara leita á önnur mið!?
En við sjáum hvað setur.
mbl.is Engan afslátt af Gareth Barry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband