Ekki laust við eftirsjá!

Nei, get ekki varist þeirri tilfinningu ef þetta verður raunin og tröllið hverfi á braut frá Anfield. og þegar slíkt gerist sem með Crouch, þá er maður heldur ekki alveg viss um hvort þetta sé rétt skref að láta hann fara, sem einn af betri framherjum Englands!?
En á móti kemur að gríðarlega sterkir menn eru enn eftir og eigi færri en þrír af efnilegri sóknarmönnum/vænspilurum Evrópu eru í startholunum nú að láta að sér kveða.
ERu þetta þeir hinn nýkeypti og aðeins 17 ára Bosnðiu-serbneskættaði DAni Nicola SArid, hinn 19 ára gríðarspennandi Christian Nemeth frá Ungverjalandi og svo auðvitað Ryan Babel hinn tvítugi Hollendingur, sem mjög vel byrjaði hjá Liverpool á sl. tímabili og skoraði m.a. tíu mörk.

Annars er gaman að geta þess, að ef þetta gengur eftir með brottför Crouch, mun framherjapar portsmouth ef svo ber undir geta líkast til orðið það hávaxnasta sem um getur. Crouch er um tveir metrar á hæð eða rétt tæplega og hinn nígeriski Kanu, sem einmitt var að staðfesta áframhaldandi veru í hafnarborginni frægu, er ekki miklu lægri, eða um 1.96 ef ég man rétt!?
Yrði ekki beinlínis árennilegt að fást við þá báða í einu!


mbl.is Crouch færist nær Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Crouch is a twig  crouch funny  Peter Crouch

Það hefur svo sem verið grínast með greyið...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.7.2008 kl. 04:14

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm mín kæra, hann hefur nokkuð þótt álappalegur og klaufskur svo hent hefur verið gaman að, en góður er hann nú samt blessaður!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.7.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband