Og Hitabylgjan "lét bara ekki sjá sig"!

Það var minnir mig á miðvikudag eða fimmtudag sem Veðurstofan boðaði já hitabylgju, um og yfir 25 gráður, sem fyrst átti að koma yfir landið norðan og austanvert síðdegis á föstudeginum.
En aldrei kom hún, allavega ekki hér nyrðra og bara norðanátt að mestu ríkjandi með þó sól á köflum auk þokkalegs hita.
En svo bara þoka og aftur þoka sem svo hefur dreifst já víða um land.
Ekki alveg ánægður með VÍ vegna þessa, en reyni að fyrirgefa henni, eins og ég reyni yfirleitt að fyrirgefa flestum "syndir þeirra"!

N'u þokufjandi þekur víða land,
þannig varla flýgur nokkur maður.
Og Hitabylgjan, hún sigldi bara í strand,
svo hafgolu að bráð varð þessi staður!

En eitthvað hefur núna rofað til, fligið kannski komið "á flug" og hver veit nema hitabylgja komi fyrr eða síðar!?


mbl.is Þoka hamlar innanlandsflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og hér í Reykjavík sást ekki í heiðan himininn alla helgina.  En núna skín gula fíflið eins og aldrei fyrr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hehe Jenný, "Það" hefur bara verið í fýlu, vill ekki láta kalla sig fífl!?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.7.2008 kl. 20:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Halló hún var hér, 24°+ á Suðureyri svipað hér á Ísafirði, og enginn talaði um það, af því að góða veðrið er algjört tabú ef það er hér á Vestfjörðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 20:32

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Elsku Cesil mín, þetta vissi ég nú ekki og heyrði þvert á móti talað um þoku hjá þér vestra líka! En 25+ átti þetta nú samt að verða og það víða á landinu, ekki skal ég þó neitt taka af vestfirðingum þó það hafi ekki gengið eftir.

Magnús Geir Guðmundsson, 7.7.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 218009

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband