Færsluflokkur: Enski boltinn

Allt er þá þrennt er!?

Æjá, þetta er nú að verða heldur dapurlegur og teygður lopi verð ég að segja og neikvæður í ofanálag!
Barry væri þó sannarlega mikill fengur og með það í huga að ev til vill kemst á fyrr eða síðar kvóti varðandi innlenda leikmenn, væri mjög gott að hafa hann í liði "Rauða hersins"!
En svona gengur þetta ekki til lengdar, græðgin virðist eins og svo oft nú orðið, ráða þarna för og við það er ekki hægt að ráða. Kannski líka bara skynsamlegt í stöðunni að halda Alonso og treysta á áframhaldandi framfarirog styrk hjá Mascerano og Brasilíumanninum Lucas!? Ungir og efnilegir miðjumenn einnig í varaliðinu sem varð Englandsmeistari í vetur, svo á ýmislegt er þegar að treysta auk þess sem auðvitað er hægt að leita á önnur mið líka!
mbl.is Enn hafnar Aston Villa tilboði Liverpool í Barry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ég fæ ekki...

...Cindy Crawford, Jennifer Lopez eða Halle Berry...
Alveg stórfurðulegtr finnst ykkur ekki, eins og ég hef nú boðið þeim gull og græna skóga hverri á eftir annari!?
Þetta er nú annars meiri fjárans dellan og andskotans græðgi í Chelseadónunum!
En þetta gerist nú bara ekki!
mbl.is Chelsea fær ekki Torres
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er hann Jói glaður!

Hefði einhver haldið því fram við upphaf tímabilsins að SToke City myndi fara beinustu leið upp í úrvalsdeildina á komandi vori, hefðu flestir eða allir bara hrist höfuðið og sagt slíkt bara bull!
Jafnvel harðir stuðningsmenn höfðu ekki of mikla trú á liðinu, leikmannahópurinn hvorki stór né sterkur og óvissa yfir höfuð með hvernig gengið yrði. tímabilið 2006 til 2007, missti liðið að vísu á síðustu stundu af umspilssæti, en en árangur þess tímabils var samt mjög góður.
Meðal þeirra sem ekki var neitt sérstaklega bjartsýnn á gengi Stoke í vetur, var minn kæri vinur Jóhann Skúlason, búsettur í gautaborg í Svíðþjóð til rúmra tveggja áratuga, en ég held mér sé óhætt að fullyrða að meðan Stoke var enn í eigu Íslendinga á sl. áratug, varð hann einn þekktasti stuðningsmaður liðsins frá Íslandi, ef ekki bara sá þekktasti!
Hefur nánast frá frumbernsku fylgt félaginu að málum og verið óhræddur við að minna menn á hetjur liðsins á borð við Sir Stanley Matthews og Gordon Banks auk fleiri.
Óteljandi ferðir hefur hann farið til Englands að styðja sína menn og ekki látið deigan síga þótt leikirnir sem farið hefur verið á, hafi stundum tapast og það ílla!
Veit ekki betur en kappinn hafi verið á vellinum í dag og mikið lifandi skelfing veit ég já hvað hann er glaður núna!
Innilega til lukku gamli félagi!!!

Nú gætu hins vegar fyrrum íslenskir eigendur félagsins og stjórnendur, Magnús Kristinsson, ásgeir Sigurvinsson, Gunnar gíslason og jafnvel STeini karlinn Villa m.a., örugglega hugsað sér að vera eigendur þess ennþá, því þessi frábæri árangur þýðir að tugir milljóna punda koma nú í kassan, allavega 40 til 50 held ég!
En gert er gert, þeir ákváðu að selja og ekkert meir við því að segja!
Aðdáendur Stoke á Íslandi, sem ég held að enn séu nokkrir, fá svo einnig hamingjuóskir hér að lokum!


mbl.is WBA og Stoke City í úrvalsdeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðrétting!

Þó ritari þessarar fréttar sé líklega ekki mikill aðdáandi Liverpool, verður hann nú að fara rétt með, ég tala nú ekki um þegar hann leyfir sér að nota orð eins og "Kaupæði"!
Úkraníumaðurinn Andrei Voronin,, sem Liverpool fékk frá Bayer Leverkusen sl. sumar, kostaði ekki krónu, kom á frjálsri sölu.
Brasilíumaðurinn Lucas var ekki keyptur sérstaklega fyrir þetta tímabil, löngu áður, en vegna vandræða með atvinnuleyfi minnir mig eða eitthvað slíkt, varð mikil töf á að hann kæmi til Merseyside!
SVo verður það líka að fylgja, að Liverpool lét fara töluvert á móti þeim leikmönnum sem keyptir voru, t.d. Ditmar Haaman, Craig Bellamy, Zisse hinn franskam.a. Eðlilegt því að nýjir séu fengnir í staðin.
mbl.is Benítez vill styrkja lið sitt verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þannig fór það´já!

Þótt Chelsea hafi ekki tapað í rúm fjögur ár á Stanford Bridge, átti ég nú von á jafntefli frekar eða sigri United fyrst þeir héldu svona vel haus í Barcelona í vikunni á vellinum stóra þar. En eins og mig minnir fyrir leikin við Portmouth í bikarnum sem tapaðist líka voru Fergusynir og hann sjalfur með ýmsar yfirlýsingar um að þeir væru nú aldeilis á því að éir gætu nu unnið þrefalt eins og '99! Nú voru menn ósparir á að tala um hve yrði æðislegt að vinna í dag sem nánast tyggði þeim þá titililinn, en tapa svo bara!Framvindan auðvitað United nokkuð í óhag og Chelsea voru nú sterkari lengst af, en án Króatans spiluðu þeir nú án þess að fá á sig mark á Spáni svo þetta átti nú ekki að vera neitt alherjaráfall að missa hann út af.
og fleira mætti tína til. En hygg nú að þeir rauðu þarna séu enn í mun betri stöðu, þurfa jú bara að vina þessa tvo leiki gegn West Ham og Wigan, sem þó er auðvitað ekki sja´lfgefið. Fyrirfram ættu þeir þó að geta gert það auk þess sem útileikur Chelsea í Newcastle verður áreiðanlega mjög erfiður.
Óneitanlega komin spenna í þetta þó ég sé hins vegar ekki, sem ég segi, mjög trúaður á að United kluðri þessu alveg.
Þá verður það hins vegar hlutverk Liverpool að taka Chelsea í gegn eftir helgi í Meistaradeildinni, hver veit nema að það rætist!?
mbl.is Chelsea sigraði Man Utd, 2:1, og liðin jöfn að stigum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Happastig!

Nei, þetta voru ekki tvö töpuð stig nema í óeiginlegri merkingu, Unitedmenn mega vera ánægðir með eitt stig þegar á heildina var litið!
Chelsea og reyndar Arsenal líka, eiga því enn góða möguleika, eins og stjóri þeirra benti á í gær og varð svo samspár um að United fengi ekki þrjú stig í leiknum í dag.
mbl.is Man. Utd missti af tveimur stigum á Riverside
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Millileiksjafntefli - Manchesterliðar glotta við tönn!

Sannkallaður millileikur, orusta númer tvö af þremur hjá þessum liðum og víst er að liðsmenn Rauða hersins eru ánægðari með úrslitin en FAllbyssuskytturnar!Líkur hinna síðarnefndu því að verða sáralitlar á titlinum og verða eiginlega engar hygg ég ef Man. Utd. fagnar sigri í dag! Þá bara spurningin hvort Chelsea heldur áfram að elta.
Á þriðjudaginn verða Lundúnaliðsmenn hins vegar ef eitthvað er, enn erfiðari ef svona fer í dag, Meistaradeildin þá þeirra eina von um titil.
Ansi spennandi þriðjudagskvöld framundan!
mbl.is Aftur 1:1 hjá Arsenal og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sanngjarn sigur!

Þessi tvö orð segja eiginlega flest sem segja þarf. mark eftir aðeins um 7 mínútur réði úrslitum, fyrir utan smá kafla í upphafi síðari hálfleiks hafði heimaliðið yfirhöndina og 3-0 hefði alveg verið eðlig úrslit.
En sigurinn, stígin þrjú skiptu mestu og nú munar fimm stigum á liðinum í fjórða og fimmta sæti.
Nú tekur hins vegar við SEX DAGA STRÍÐIÐ, þriggja lotu einvígi við Arsenal í deildinni heima og svo heima og að heiman í Meistaradeildinni!
Þessi sigur góður upptaktur fyrir það og kærkomin eftir hörmungina á páskadegi!
mbl.is Torres tryggði Liverpool sigur á Everton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fallbyrssurnar" að missa titilvonina? - Nei, ævintýraleg endurkoma til sigurs!

Ekki lítur nú út fyrir annað, alveg skelfilegur fyrri hálfleikur satt best að segja! Hvað á þetta að þýða spyr ég svo endurómar allt frá bróðurhreiðri voru í STapasíðu allt til Hauganes!? En bakvörðurinn knái hann Grétar RAfn stendur fyrir sínu og hefur vonandi ekki meitt sig mikið. Annars rosaleg fallbarátta í gangi, Bolton og birmingham rétta sinn hlut áfram með sigrum, en staða Fulham, Sunderland og Wigan auk Derby, sem er nú fallið fyrr eða síðar, er áfram í járnum. SVaka slagur á toppnum í 1. deild sömuleiðis, Hull og Plymouth komin sterk inn á sl. vikum en Bristol City og toppliðið Stoke halda áfram sínu striki eins og staðan var rétt áðan. W.B.A. er líka með sterka stöðu á leiki inni, en byrjaði ílla í dag, lenti 0-2 undir en jafnaði svo. En en en,, fótboltinn er já ævintýralegur oft á tíðum, ótrúleg endurkoma hjá Arsenal manni færri! Og í 1. deildinni gerðust hlutirnir líka hratt. Bristol fór á toppin, en Stoke missti sigurinn á siðustu stundu niður í jafntefli gegn Sheff. W. WBA lenti aftur undir, en vann svo glæstan sigur og er nú komið í slagin aftur á fullumeð Hull í þriðja til fjórða sæti, einu stígi á eftir Hull, sem vann Watford! Á morgun er svo Liverpoolslagurinn mikli, leikur sem gæti ráðið úrslitum um hvort liðið nær fjórða sætinu er gefur rétt til að spila í Meistaradeildinni næsta vetur.
mbl.is Ótrúlegur sigur hjá Arsenal - Derby fallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskaslátrun!

Hmmmm,herra Ferguson varð að ósk sinni um dómarann, það verður nú að segjast, einhver óróleiki hans eða taugaveiklun hjálpaði nú heimaliðinu erð ég að segja! Núnú, samt kyngjum vér nú þessum ósigri án mikilla herkja,alltaf leitt að tapa jú, en eins og þetta þróaðist föllum vér ei í neitt þunglyndi! Óskum bara sigurliðinu pent til hamingju með sigurinn og ekki orð um það meir!
mbl.is Man. Utd með 6 stiga forystu eftir 3:0 sigur á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband