Færsluflokkur: Enski boltinn

Aumingja "UNI-TEDDAR"!

Já, ég verð nú bara að segja það núna, ljóta sæmið að þetta skildi fara svona fyrir United, hefðu að sjálfsögðu átt að fá víti þarna í byrjun, ronaldo fellur náttúrulega aldrei svona eða dettur inn í teig nema að einhver togi eða sparki í hann, hefði líka mátt að minnsta kosti gefa Frakkanum þarna gult líka!
Og svo hefði ekkert átt að dæma þetta víti á greyið hann tomas Cuzac fyrst ekki var dæmt á hitt!
Því eru auðvitað allir sannir Unitedmenn sammkála!?
Æjá, hrikalegt tap og agalegt að nýta svo ekki öll færin!

Já, óvænt var tapið hjá "Teddum",
enn trúa vart sínum augum.
Það syrgja nú brotnir í beddum,
búnir alveg á taugum!

Ronaldostrákurinn hefði kannski átt að spara sér stóryrðin fyrir garmurinn, talaði þá eins og það væri nánast á hreinu að vinna tvo eða þrjá bikara.
en það kemur víst annar leikur eftir þennan, önnur bikarkeppni eftir þessa!


mbl.is Portsmouth sigraði Man Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til lukku Spurs!

Þetta var já bara sanngjarn sigur og hefði kannski bara átt að koma í venjulegum leiktíma, Keene og félagar fengu hygg ég mun fleiri og betri færi.
Þetta virðist mér því á öllu, ætla að verða ár Lundúnaliðanna í norðurhlutanum, Arsenal tekur auðvitað titilinn, þó sumir séu eitthvað að reyna að efast um það og svo mun Chelsea nær 99% örugglega taka FA bikarinn fyrst þeir töpuðu í dag!
Nú svo í Meistaradeildinni verður sigurliðið áreiðanlega í rauðum skyrtum og ég held líka rauðum buxum sömuleiðis, spursmálið bara frá hvaða borg!? (og hér er ekki verið að spá í varabúningana, rétt að taka það fram!)
Nú kunna einhverjir örfáir að vera ósammála, vilja kannski til dæmis blanda hvítum buxum í þetta líka og hver veit hvítum skyrtum, en í dag hef ég ekki neina trú á þeim lit! (eins og hann er annars fallegur)
mbl.is Tottenham deildabikarmeistari í fjórða sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stólpagripurinn "Stóri Brúnn"!

Já, þetta er nokkuð umhugsunarvert.
Hinn stæðilegi Wes Brown sem lengst af hefur nú verið miðvörður og komst minnir mig í enska landsliðið sem slíkur, hefur í vetur spilað sem hægri bakvörður í forföllum fyrirliðans Gary Neville og víst staðið sig mjög vel.
ER Sörin hann Alex ekki bara að gera mikið úr meintri græðgi hans og/eða umboðsmanns hans, á stólpagripurinn Brúnn ekki bara skilið 50000 pund í vikulaun hjá þessu næstríkasta eða ríkasta félagi heims?
Það er nú spurning, sem og hvort nokkur betri eða sem félli eins vel inn í liðið sé nokkuð auðfundin?
Skal ekki segja, en auðvitað eru fleiri sjðónarmið líka, laun fótboltamanna eru endalaust þrætuepli auk þess sem launaþak eða ekki tíðkast, sem ég man þó ekki heldur hvort séu í gangi núna hjá ríka klúbbnum?
En semsagt ef fer sem horfir þá yfirgefur þessi ágæti leikmaður Old Trafford í sumar og þá er bara spurningin hvert hann fer?
Unitedmenn yrðu mjög "glaðir" ef hann færi til dæmis til Liverpool eða Chelsea ekki satt!?
mbl.is Brown hafnaði United í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arsenal er samt betra!

Nú er mér spurn, sem stundum kemur fyrir.
Kemst litli röflarinn Ronaldo nokkuð aftur í liðið á næstunni og á hann það nokkuð skilið eftir slappleikan sérsta´klega á móti grönnunum í Man. City?
Hinn fótalipri Fletcher sýndi slíkan stórleik í dag, að mér finnst þetta góð spurning!
Og hvers á já skotin eiginlega að gjalda að hafa ekki komist nema örsjaldan í liðið í seinni tíð, en reynist svo þetta góður!?
Legg til að Hermann nokkur Gunnarsson verði rekin úr aðdáendaklubb United, en vart hefur annar maður talað jafn háðuglega um einn leikmann í sínu uppáhaldsliði! Andstæðingar United ekki einu sinni gert það!
Nú, samt er Arsenal betra lið og þeir vinna deildina örugglega held ég nú!
mbl.is Man Utd tók Arsenal í kennslustund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aulaskapur aldarinnar!

Hahaha, glæsilegur sigur Barnsley og einn sá óvæntasti í háa herrans tíð, en jafnframt aulaskapur í hæsta gæðaflokki hjá Rauða hernum!
Og eru ekki allir sammála!?
mbl.is Liverpool úr leik í bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ævintýri!

Stoke City missti af umspilssæti á síðustu stundu á sl. tímabili.
Aðdáendur voru svo af ýmsum ástæðum ekkert of bjartsýnir fyrir þetta tímabil, en svei mér já ef ekki virðist lítið ævintýri í uppsiglingu, að þetta áður merka félag í eigu Íslendinga sé e.t.v. að fara upp í sjálfa úrvalsdeildina!?
Enn munu þó 9 leikir vera eftir hygg ég af 41, en þetta lítur já mjög spennandi út.
Hann Jói vinur minn, semér er óhætt að fullyrða að hafi orði einn þekktasti íslenski stuðningsmaður félagsins þegar Magnús Kristinsson, Gunnar Gíslason og Ásgeir Sigurvinsson m.a. réðu þarna ríkjum, fór í mörg bæði útvarps og blaðaviðtöl, er allavega mjög svo kátur núna veit ég og bíður með öndina í hálsinum eftir hverjum leik hér eftir!
Á sínum tíma gerði Íþróttadeild Sýnar alveg þokkalegan þátt um SToke og Íslandsvæðinguna, en klúðruðu því eftirminnilega að geta fle´ttað þátt Jóa þar inn!
En það væri nú efni í aðra færslu og kannski kemur hún seinna!

Áfram SToke!


mbl.is Stoke í toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið hægt að væla yfir þessu!?

Nei, varla geta Unitedstuðningsmenn gert það, City nýtti færin betur, spilaði vel er á heildina er litið, leikskipulag Svíans snjalla Sven Görans gekk greinilega 100% upp!
Jújú,meira með boltan og fengu líklega fleiri færi, en allt umstangið og yfirlýsingar stjórans aldna fyrir leikin að liðið hlyti að spila vel vegna tímamótanna, hefur greinilega virkað öfugt, menn ekki staðið undir pressunni, stemningin virkað öfugt!
SVo var það nú ekki fallegt af karlinum Alex að vera með orð um að 17 ára guttin þarna yrði með, jafnvel í byrjunarliðinu, en strákurinn kannski bara fegin núna, eftir að hafa upplifað mikil vonbrigði fyrir leikin að vera sov ekki valin!
svo er bara að sjá hvort Chelsea komi ekki líka niður á jörðina, Liverpool taki eitt eða jafnvel þrjú stig af þeim á "Brúnni"!?
Komin tími til og kæmi þá ekki svo mjög á óvart!
mbl.is Manchester City sigraði 2:1 á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neineinei!

Svo ég svari þessu nú bara fyrir hönd til dæmis ungra Unitedaðdáenda, sem auðvitað sáu aldrei Best, þá var hann flottur töffari og skemmtilegur náungi að hlusta á, hvort sem hann var að reyna það eða ekki, sagði brandara eða var að útskýra töfra fótboltans í þáttum sem hann tók þátt í og voru sýndir hér í eldgamladaga! Ronaldo er að minnsta kosti ennþá bara svolítill "Súkkulaðidrengur" sem vissulega er einn af þeim allrabestu í dag, en á til dæmis langt í land að verða slík goðsögn utan vallar sem David Beckham,hefur orðið og er vissulega enn! (en sem vel að merkja er líka að þakka ektakvinnu hans Victoriu!)
En jújú, þetta virðist á góðri leið hjá stráknum, þótt hann megi nú passa sig.
mbl.is Betri en Best?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átti Spurs ekki skilið að vinna?

Það var allavega skítt fyrir þá enn og aftur að fá ekki meir út úr leik við Man Utd.
Markið þeirra að vísu umdeilanlegt en heimaliðið fékk betri færi hafi ég skilið þetta rétt og svo sleppti dómarinn víti skilst mér (eins og venjulega í tilfelli M.U.!?) sem hann hefði getað dæmt á gestina!
En þessi úrslit styðja kenningu mína betur allavega í bili, að Arsenal séu helstu kandidatarnir að vinna titilinn í vor!
Chelsea tapaði líka tveimur stigum gegn Portsmouth, náði því ekki að setja félagsmet í sigurleikjum í rö.
En hamingjuóskir að lokum til dalvíkur, Heiðar Helgu sne´ri aftur í lið bolton og skoraði!
Austanpilturinn Grétar RAfn hélt svo sömuleiðis áfram að standa sig í boltonliðinu!
mbl.is Tevez kom United til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðandi Meistarar!?

Líkurnar aukast allavega á því, að hið unga en greinilega mjög svo fjölhæfa lið Arsenal muni hampa enska meistaratitlinum í vor!
Virðist litlu sem engu skipta þótt fjórir til fimm aðalliðsmenn séu frá vegna meiðsla eða í verkefnum með landsliðum sínum í Afríkukeppninni, aðrir og bara að því er virðist jafngóðir koma inn og skila sama verki.
Þessi glæsielgi glæsilegi sigur á Man City og mjög svo afgerandi hlýtur að hræða aðdáendur Man Utd. því ekki hafði City aðeins unnið nær alla sðina leiki heima hingað til, heldur hafði þeirra lið tapað þarna verðskuldað!
Þetta kemur mér þó ekki á óvart, Wenger er snillingur og ég spáði að Arsenal yrði í þessari baráttu er keppnin hófst í haust. Hins vegar bjóst ég sem fleiri við að Liverpool yrðu helstu keppinautarnir.
Chelsea hafa svo sjálfsagt ekki sagt sitt síðasta heldur, liðið er rétt á eftir Arsenal og Man Utd, kannski skjótast þeir uppfyrir annað hvort liðið, en ég yrði samt hissa ef þeir næðu þriðja titlinum á fjórum árum!
mbl.is Arsenal í toppsætið eftir sigur á Man City, 3:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband