Færsluflokkur: Enski boltinn

"GRÍS"!?

VAr það ekki, "Tottararnir" nær því einum færri að jafna allavega einu sinni?
Skemmtilegur leikur!
Var ekki óþarfi hjá dómaranum að reka Dawsongreyið út af?
Rangt eða´rétt?
Einn Spursmaður tautaði "hneyksli" í mín eyru áðan!
En svona er fótboltinn!
mbl.is Tvö frá Ronaldo og Man.Utd lagði Spurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er stoltur!

Já, ég er að sönnu stoltur og ánægður með mína menn frá Bítlaborginni!
Þar hefur jafnan náungakærleikur og gæska ríkt gagnvart hinum minni máttar og þeim sýnd tilhlýðileg og sjálfsögð virðing innan vallar sem utan!
Það sýndi sig svo sannarlega í dag sem aldrei fyrr, er Rauði herinn tók á móti öðru liði með glæsilegt nafn, Havang & Waterlooville!
Með já alveg fádæma kurteisi og kærleik hins sanna gestgjafa, leyfðu lærisveinar Benitez sér að gefa H&W færi á forskoti og það ekki einu sinni nei heldur tvisvar og skoruðu meira að segja fyrir þá líka í seinna skiptið!
Hvar annars staðar er boðið upp á slíkt nema á Anfield, ég bara spyr?
Svo eru menn hissa þó þetta sé enn og verði áfram líka sigursælasta og vinsælasta liðið á Englandi að minnsta kosti!
En bara einn galli á gjöf Njarðar.
Arnar og Co. á Sýn klikkuðu alveg rosalega á því, buðu ekki íslensku þjóðinni upp á þá sönnu gleði að fá að sjá þetta mikla sjónarspil frá Anfield beint!?
Það voru og eru mikil mistök, en svona þekkja menn nú góðhjartaða liðið frá Liverpool vel!
En næst þegar þetta gerist líklega eftir svona 28 ár eins og núna, að utandeildarlið mætir aftur á Anfield klikka menn örugglega ekki!
Giska á að það verði Dagenham eða Kidderminster sem koma þá!
mbl.is Liverpool lenti í basli, Arsenal vann 3:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur að vinnast með svindli í bland!

Er þetta ekki dæmigert háttvirtu aðdáendur Man. Utd.?
Eins og það er nú gaman að vera góðir og vinna glæsta sigra, en gera það helst ekki nema að undangengnum ótrúlegum "mistökum" dómara leiksins, sem eiga yfir höfði sér ef þeir dæma ekki "rétt" að stjóri "Rauðau djöflanna" ausi þá aur og svívirðingum ella!
Fullkomlega löglegt mark tekið af Newcastle, (sem eins og allir eiga að vita, spila í KR-búningunum og Bjarni Fel hefur sagt okkur í gegnum tíðina!) á mjög örlagaríku augnabliki í leiknum, M.U. haft vissulega yfirhöndina og skapað sér góð færi, en EKKI náð að skora! Allt annar leikur hefði verið að líkindum upp á teningnum og að líkindum allt önnur úrslit að ræða!?
En mikstök svo á mistök ofan verða svo til að þessi stórsigur vinnst, auðvitað sanngjarn á vissan hátt, en samt ekki í ljósi framvindunnar!
En aðdáendur Newcastle hrópa örugglega svindl og það ekki alveg að ósekju!
mbl.is Sex mörk og Man.Utd á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Torres skorar og skorar... en dugar bara ekki til!

Þetta er nú í aðra röndina að verða nokkuð dapurt hjá rauða liðinu!
TATApar að vísu ekki oft, en jafntefli eru að verða daglegt brauð, það fjórða held ég í rö'ð í dag á Riverside gegn þessu miðlungsgóða en furðu stemningsmikla liði heimamanna!
Einn fótboltaleikur stendur samtals í 90 mínútur, skipt jafnt niður á tvo 45 hálfleiki. Þetta vita nú flestir nema hvað eitthvað hefur það gleymst hjá þeim rauðu í dag, byrjuðu í raun og sannleik að því er virtist ekki á leiknum fyrr en eftir hlé, 0-1 undir og spiluðu ágætlega á köflum eftir það, en náðu aðeins að skora eitt mark, Torres já enn og aftur með 14 mark sitt í 17 síðustu leikjum að sögn!
En þrátt fyrir fleiri færi tókst ekki að troða inn sigurmarkinu og vel að merkja hefði heimaliðið getað skorað annað í stöðunni 1-0!
Dapurt, meistaratitilsvonir svona 90% úr sögunni!
Aðrir leikir.
Chelsea fór le´tt með hið óútreiknanlega nágranalið tottenham og er nú hægt og sígandi að læðast upp að Man. Utd og Arsenal!
óvænt tíðindi dagsins auðvitað jafntefli Arsenal við Birmingham, samt ekki, það lið verið á uppleið og náði jú líka jafntefli við Púlara fyrr í vetur á útivelli!
Kaldhæðnisleg úrslit og nöpur fyrir stjóra Derby Paul Jewell gegn gamla liðinu hans Wigan, 0-1!
Everton og Aston villa á uppleið sem og West Ham, tvö fyrrnefndu auk Man. City og Liverpool orðin jöfn, en rauða liðið á enn leik til góða gegn West Ham.
mbl.is Birmingham náði stigi á Emirates
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, með svona frammistöðu vinna menn ekki titilinn!

Jamm, þetta var heldur dapurt hjá Rauða hernum í Liverpool gegn "slöku liði" Wigan eins og sagði í fréttinni sjálfri er "Púlararnir" voru komnir yfir. Í síðasta leik á útivelli gegn Man City leku þeir á köflum mjög vel en skoruðu ekki, en nú voru þeir mun síðri skoruðu og áttu samt að vinna, en glutruðu þessu með klaufaskap niður í jafntefli!
Satt best að segja fer að horfa ílla með enska titilinn, bilið orðið meira en 10 stig í Arsenal, þó vissulega sé enn of snemmt að leggja árar í bát.
Líkurnar fara hins vegar minnkandi!
mbl.is Man City lagði Newcastle, 2:0 - Liverpool gerði 1:1 jafntefli við Wigan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrt í broti!

Það verður já að segjast alveg eins og er, að tap sem þetta er sérlega súrt í broti, en eldeldgamla sagan endurtók sig bara, að þú vinnur ekki leiki þegar þú nýtir ekki tækifærin!
Einhver 20 skot eða hvað það nú var gegn örfáum og stöðuyfirburðir lengst af auk nægra færa til að sigra leikin eftir atvikum, dugðu nei ekki til, frekar en á sama velli í fyrra þegar United stal sigri á síðustu andartökunum.
En þótt nú mini níu stigum, sem hægt verður að minnka niður í sex ef sigur vinnst í leik sem er til góða, þá er ég enn með þá trú sem gilti í Meistaradeildinni, að spyrja skuli að leikslokum, einfaldlega of lítið búið af mótinu til að leggja árar í bát!
Svo er það bara spurningin með Arsenal og Chelsea, hef enn meiri ´trú á Arsenal, hvernig sem leikurinn á eftir fer!
mbl.is Man.Utd á toppnum eftir sigur á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar kom að því!

Já svei mér þá, þar kom að fyrsta tapi Liverpool, fyrir hinu þokkalega liði reading með Brynjar björn og Ívar Ingimars innanborðs!
Auðvitað mjög slæmt og svekkjandi á þessum tímapunkti að tapa, en um leið eiginlega hálffyndið líka!
Auðvitað þurfti Reading hjálp, lið hafa nú yfirleitt ekki náð að skora hjá þeim Rauðu úr vítaspyrnum í ár nema slíkt hafi komið til, þriðja ef ekki fjórða vítið sem dæmt er ranglega á liðið í vetur!
En frekar slappir voru þeir líka, ekki verður því mótmælt svona framan af allavega, en í heild eru þessi úrslit já eiginlega grátbrosleg!
Einhverjir munu örugglega bölva þeirri breytingu að Hyypia var fjarri, að spánverjin Ardeloa var ekki einfaldlega færður þá í hans stöðu, mistök hjá Benítez, en ég veit nú ekki!
En allavega fyrsta tapið og í fyrsta skipti á tímabilinu sem heil þrjú mörk liggja inni!
En sem í gamalli sögu stendur:
Ekki þýðir að gráta björn bónda, heldur safna liði.. o.s.frv.!
mbl.is Reading vann góðan sigur á Liverpool, 3:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, hvað segja Manchesteraðdáendur nú!?

Ekki er hægt annað en að óska aðdáendum Man. Utd. til hamingju með frammistöðuna í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik!
Á undanförnum vikum hafa þeir nánast verið svo ánægðir með liðið, að titillinn hefur bara verið nú þegar varin strax í nóvember!
Þeir gert grín af sumum öðrum aðdáendum ónefndra liða og skammast yfir þeim með háðslegum hætti, en gera það víst ekki næstu dagana eftir þessi úrslit allavega!
Hefðu þó þegar á heildina er litið skilst mér átt skilið meira, en þetta snýst um það eins og alltaf að skora, nýta tækifærin, en það gekk semsagt ekki í dag og vþí annað tapið staðreynd á tímabilinu!
Einhver myndi segja að vissu réttlæti hefði verið fullnægt frá sl. leiktíð (að mig minnir) er United unnu mikin heppnissigur á síðustu stundu eftir að Bolton hefðu verið mun betri!
Allavega gífurlega mikilvægur sigur fyrir þá í botnslagnum.
Og Ronaldo hvíldur!?
Voru ekki einhverjir að skammast út í slíkt hjá öðrum liðum?
En við þessi úrslit harðnar baráttan við toppin, Liverpool búið að ná United og á eftir mun Chelsea vísast skjótast í annað sætið með sigri á Derby, slakasta liði deildarinnar!

En úff, slátrun hreinlega hjá Everton á liði vinar míns og frænda Gústa, Sunderland!
Hörmulegt!


mbl.is Man.Utd. undir gegn Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prýðilegt hjá "Púlurum"!

Mjög sterkt að vinna þennan leik og það svo stórt!
Eins og fram kemur rétt bráðum þýðir þetta að Rauði herinn er nú búin að ná Man. Utd. að stigum, en Arsenal sigla áfram seglum þöndum þrátt fyrir erfiða fæðingu gegn Wigan og mikil meiðsli leikmanna!
Það vekur óneitanlega athygli hversu ílla liði Newcastle gengur, einhver myndi nú halda að hitna væri farið undir "stóra Sam" stjóra félagsins!?
En þetta eru góð skilaboð frá Liverpool að liðið verði áfram væntanlega á fullri ferð í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn!
mbl.is Liverpool lagði Newcastle, 3:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestir í dag!

Ekki nein spurning, Arsenal eru sterkastir í dag, hafa tapað fæstum stigum og eru farnir að minna mann óþægilega á tímabilið ótrúlega hjá 2002 til 3 ef mig misminnir ekki, þegar þeir tóku deildina án þess að tapa einum einasta leik!
En þótt Unitedmenn og sömuleiðis Chelseamennn trúi því ekki, þá held ég enn að þegar líða fer á tímabilið, muni þetta verða barátta "Skyttanna" og "Rauða hersins", eins og ég spáði í upphafi og stend við til hins ýtrasta!
mbl.is Arsenal endurheimti toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband