Torres skorar og skorar... en dugar bara ekki til!

Þetta er nú í aðra röndina að verða nokkuð dapurt hjá rauða liðinu!
TATApar að vísu ekki oft, en jafntefli eru að verða daglegt brauð, það fjórða held ég í rö'ð í dag á Riverside gegn þessu miðlungsgóða en furðu stemningsmikla liði heimamanna!
Einn fótboltaleikur stendur samtals í 90 mínútur, skipt jafnt niður á tvo 45 hálfleiki. Þetta vita nú flestir nema hvað eitthvað hefur það gleymst hjá þeim rauðu í dag, byrjuðu í raun og sannleik að því er virtist ekki á leiknum fyrr en eftir hlé, 0-1 undir og spiluðu ágætlega á köflum eftir það, en náðu aðeins að skora eitt mark, Torres já enn og aftur með 14 mark sitt í 17 síðustu leikjum að sögn!
En þrátt fyrir fleiri færi tókst ekki að troða inn sigurmarkinu og vel að merkja hefði heimaliðið getað skorað annað í stöðunni 1-0!
Dapurt, meistaratitilsvonir svona 90% úr sögunni!
Aðrir leikir.
Chelsea fór le´tt með hið óútreiknanlega nágranalið tottenham og er nú hægt og sígandi að læðast upp að Man. Utd og Arsenal!
óvænt tíðindi dagsins auðvitað jafntefli Arsenal við Birmingham, samt ekki, það lið verið á uppleið og náði jú líka jafntefli við Púlara fyrr í vetur á útivelli!
Kaldhæðnisleg úrslit og nöpur fyrir stjóra Derby Paul Jewell gegn gamla liðinu hans Wigan, 0-1!
Everton og Aston villa á uppleið sem og West Ham, tvö fyrrnefndu auk Man. City og Liverpool orðin jöfn, en rauða liðið á enn leik til góða gegn West Ham.
mbl.is Birmingham náði stigi á Emirates
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 218011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband