Sigur að vinnast með svindli í bland!

Er þetta ekki dæmigert háttvirtu aðdáendur Man. Utd.?
Eins og það er nú gaman að vera góðir og vinna glæsta sigra, en gera það helst ekki nema að undangengnum ótrúlegum "mistökum" dómara leiksins, sem eiga yfir höfði sér ef þeir dæma ekki "rétt" að stjóri "Rauðau djöflanna" ausi þá aur og svívirðingum ella!
Fullkomlega löglegt mark tekið af Newcastle, (sem eins og allir eiga að vita, spila í KR-búningunum og Bjarni Fel hefur sagt okkur í gegnum tíðina!) á mjög örlagaríku augnabliki í leiknum, M.U. haft vissulega yfirhöndina og skapað sér góð færi, en EKKI náð að skora! Allt annar leikur hefði verið að líkindum upp á teningnum og að líkindum allt önnur úrslit að ræða!?
En mikstök svo á mistök ofan verða svo til að þessi stórsigur vinnst, auðvitað sanngjarn á vissan hátt, en samt ekki í ljósi framvindunnar!
En aðdáendur Newcastle hrópa örugglega svindl og það ekki alveg að ósekju!
mbl.is Sex mörk og Man.Utd á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki okkur að kenna að dómarinn gerir mistök. Meina svona er boltinn, stundum færðu rangar ákvarðanir á móti þér og stundum falla þær með þér en þegar tímabilið er tekið í heild þá ætti mismunurinn að enda við núllið. Man Utd búnir að vera mun betri þegar þetta er dæmt af, en miðað við hvað hinir brotnuðu gjörsamlega niður eftir fyrsta markið og fengu svo á sig 5 til viðbótar þá er þetta klárlega sanngjarn sigur.

Meina það þýðir ekkert að afsaka það að Liverpool gerir alltaf jafntefli á útivelli með einhverju svona kjaftæði, eigum við að fá samviskubit af því að dómarinn gerði mistök eða eigum við að fagna 6 - 0 sigri? Meina staðan var 0 - 0 í hálfleik og Newcastle hefðu alveg getað komið í seinni og unnið...

 Svo mark nr. 6.. ekki ætlaru líka að væla yfir því? Ekki eins og það hafi breytt miklu.

Sættu þig bara við það að þetta var flottur sigur hjá United og þeir áttu stigin 3 svo sannarlega skilið.

Maggi (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 19:28

2 identicon

Já og orðið "svindl" í titlinum passar engan vegin inn þar sem að United voru ekki að svindla, það var dómarinn sem gerði mistök. United átti líka að fá víti en þeim var neitað um það? Viltu nefna það líka eða?

Maggi (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 19:30

3 identicon

Einmitt!.... og vítaspyrnurnar tvær sem Manchester áttu að fá, á undan rangstöðuatvikinu ef ég man rétt, skipta engu máli?

Myndi ekki fara kenna mistökum dómaranna um að Newcastle tapaði 6-0! Sérstaklega þegar hann klikkaði svona alvarlega á vítaspyrnudómunum. 

Verð að segja að það er alltaf jafn skondið að lesa fyrirsagnir á bloggum þegar Man utd. sigrar í áberandi leikjum. Alltaf reynt að finna eitthvað til að reyna setja út á. Úr því þú ert í stuði, viltu ekki finna dómaramistök í 7-1 sigrinum gegn Roma á síðasta tímabili sem gæti hafa valdið því að Manchester skoraði sjö mörk í kjölfarið?

ellioman (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 19:31

4 identicon

Ef að þessi færsla þín og þessi fyrirsögn lýsir einhverju þá lýsir hún því hvað er í kollinum á þér frekar en öllu öðru. Færslan og fyrirsögnin á alla vega ekkert skylt við gengi Man. Utd.

Jóhann P (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 19:39

5 identicon

Vá hvað þú ert bitur, ert örugglega Liverpool maður!

Annars ætla ég bara að styðja rökstuðningin hérna að ofan, hef svosem ekkert við það að bæta enda flest það sem þér yfirsást komið fram nú þegar!

Glory Glory! 

Sigur! (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 19:55

6 identicon

en afhverju þarf svona gott lið altaf að hafa domarann með ser i liði þa eru bara alltof oft sem vafa atriðin falla þeim i hag og að væla yfir vitaspyrnu domun þa fær manutd vitaspyrnur næstum i hverjum leik og ef þeir handleika knöttin i sinum teig þa er alltaf viðkvæðið domarinn sa þa ekki meðan þetta er svona þa lenda þeir aldrei i erfiðleikum  vegna þess að 12 kemur oftast til bjargar

gunni (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 20:06

7 identicon

Djö væl er ´etta.....  Enn einn bitur púllarinn eða hvað

Gísli (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 20:27

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Man. Utd. hafa sannarlega hingað til notið náðar dómara frekar en hitt, ekki möguleiki á að það jafnist út það sem eftir er af tímabilinu.

Newcastle gafst ekkert upp við fyrsta markið þó klaufalegt væri, heldur við annað sem var á mörkunum að teljast löglegt!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 20:44

9 identicon

Nú spyr ég eins og fáviti hvað var klaufalegt við fyrsta markið og hvernig var annað markið á mörkum þess að vera löglegt?

Raggi (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 20:52

10 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég tek undir með Ragga, hvernig í andsk....  var annað markið tæplega löglegt? Það var virkilega klaufalegt, þar sem Geiven þrumaði boltanum í samherja þaðan sem hann barst til Giggs, en var ekki fyrsta markið snilldarmark þar sem Ronaldo setti boltann undir varnarvegginn? Man ekki betur.

Gísli Sigurðsson, 12.1.2008 kl. 21:02

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gísli minn, ef þú áttar þig ekki á hversu klaufalegt þetta er út frá sjónarhóli þeirra sem fá markið á sig, ja, þá bara verður að hafa það!

Horfa á 4 4 2 út af marki 2, sem skorað var vel að merkja já EFTIR þessi mistök sem voru sömuleiðis hrikaleg víst, en spurningin var um sendingu og þann sem renndi boltanum inn, en þetta skiptir samt ekki meginmáli. Meginatriðið var að Owen var rændur marki á örlagaríkum tímapunkti í leiknum, punkti sem hefði getað fyllt sáru liði Newcastle frá sl. vikum, sjálfstrausti og bara´ttuanda sem ef til vill heðfi dugað til stigs eða jafnvel stiga!

En vafaatriði sem þetta falla bara ekki útiliðinu í vil, dómarar þora ekki að dæma en M.U. í vil!

Svona er og hefur þetta bara verið.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 21:27

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er annars nokkuð merkilegt, að þegar einhver leyfir sér að taka upp hanskan fyrir aumingja aðdáendur Newcastle, þessa annars ágæta liðs, sem mátti nú vart við svona áfalli eftir allt sem á undan er gengið, þá skuli líkast til helst riðjast fram ungliðaher aðdáenda United og arga og garga af hneykslun að einhver skuli leyfa sér slíkt við "guðina" þeirra!

saka svo aðra um væl og biturð lbessaðir strákarnir, en eru sja´lfir í raun vælandi yfir því þegar bent er á, að í raun hafi þetta nú alls ekki verið eins glæsilegt og tölurnar einar og sér gáfu til kynna!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 22:06

13 identicon

Sé ég tár eða?

ManUTD4ever (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 22:22

14 identicon

hehe, ok, 1 mark dæmt af, má ég mynna þig á að 3 mörk voru dæmd af Man utd, það var brotið á Ronaldo´inní vítateig Newcastle, en ekkert dæmt. Svo örfáum mín, seina það sama gert við Giggs, aftur ekkert dæmt, svo kemur eitt hjá ykkur svo seinna þegar staðan er 4-0 er annað víti sem ekkert er dæmt þega varnarmaður 'Castle fer beint í Ferdinand en er langt frá boltanum og ekkert dæmt svo þannig efenginn mörk hefpu verið dlmd af þá hefði lokastaðan verið 9-1

Doddi (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 22:23

15 identicon

ertu eitthvað illa gefinn eða. Ef þú hefur horft á leikinn í dag þá var United yfirburða lið og oki Þetta var ekki rangstaða en þetta voru líka 2 vítaspyrnur helduru ekki að leikurinn hefði ekki þá þróast allt öðruvísi. En í rauninni þá voru 3 vítaspyrnur af United. Svo þú skalt ekki reyna kenna dómurum um þennan stórsigur United áttu hreinlega magnaðan leik, Newcastle geta bara sjálfum sér um kennd að koma ekki með meiri barráttu í þennan leik eini leikmaðurinn sem gat eitthvað var Given ef hann hefði ekki verið hefði leikurinn endað mun verr.

Rúnar (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 22:24

16 identicon

Þú ert nú meiri fávitinn og þessi ritun setur nú spurningar merki um þinn þroska!.Þetta skipti engu máli manjú hefði hvort sem er rústað þessu 3-4 núll.!!!!

Dagur (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 22:34

17 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ungliðaher segirðu Magnús, ég er nú næstum hálfnaður með 6. áratuginn þannig að varla telst ég til ungliðahersins. Byrjaði að halda með Man Utd. þegar Best var að spila með þeim og Bjarni Fel lýsti vikugömlum leikjum. Það var nú gaman að kallinum þegar hann sagði mönnum að fylgjast nú vel með einhverjum ákveðnum leikmanni, því að hann hafði hugboð um að viðkomandi ætti eftir að koma talsvert við sögu.

En varðandi Man  Utd, þá geturðu nú ekki annað en viðurkennt að þeir eru nú fjandi góðir þessa dagana. Ég skil bara ekkert í hversu fjandi lélegir Liverpool menn eru með allan þenna þrusumannskap.  

Gísli Sigurðsson, 12.1.2008 kl. 22:42

18 identicon

gaur, farðu ekki að grenja. Með svipuðum rökum og þú ert að halda fram mætti halda því fram einnig að á þeim tímapunkti þegar Owen "skoraði" hefði Man Utd átt að vera komnir í 2-0 á vítaspyrnum og unnið leikinn 9-0 með vítaspyrnu sem var líka burstuð af í seinni hálfleik. "Sigur að vinnast með svindli í bland" ...... hahahahaha ....... góði hættu að blogga um Man Utd, það er forheimskandi að lesa þetta rugl hjá þér

Jóhann G (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 22:51

19 identicon

Heyrðu mig.. hvernig geturu verið svona bitur út í þennan leik? Man U. áttu að hafa fengið a.m.k. 2 víti áður en Owen skoraði þetta mark!

 Hvernig geturu sagt að þetta hafi ekki verið glæsilegt? N. Utd. voru yfirspilaðir á öllum vígstöðum í dag!!

Hættu að vera svona bitur.. og sættu þig við að Arsenal eða Liverpool (fer eftir með hvoru liðinu þú heldur með) gerðu Ömurleg jafntefli.. 

sæli (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 23:16

20 identicon

Vertu bara feginn að sigur varð ekki stærri..

Árni Gísli (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 23:38

21 identicon

Maggi, hvernig nennirðu alltaf að koma þér út í horn í þessum fótboltaskrifum, ef ég talaði svona væri ég álitinn svekktur og öfundsjúkur Púlari...

Bubbi J. (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 23:46

22 identicon

Vá hvað þú varst bara sár eftir að Liverpool skeit upp á bak á móti Middlesb.
Hættu að reyna að skíta yfir öll lið svo þér líði betur með lífið þitt.
Slepptu því bara að horfa á Liverpool svo þú verðir ánægður.

Villi (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 00:37

23 identicon

Rio hættir um leið og hann sér flaggið... var í góðri stöðu til að pressa á owen. VDS gerði nánast ekki shit í skotinu. Þannig að þótt Owen hafi skotið boltanum inn þá var þetta aldrei bókað mark!

Einnig er þetta ekki í fyrsta skipti sem lið vinna eftir að mótherjarnir hafa verið ranglega dæmdir rangstæðir... Fólk verður að geta höndlað það þegar besta liðið í úrvalsdeildinni vinnur stórann sigur... þótt að ykkar lið haf gert skítugt jafntefli.

United átti að fá 2 víti í fyrrir hálfleik en ekkert dæmt... ekkert minnst á það í þessi bloggi?

Sindri (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 00:41

24 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Gísli og takk fyrir innlitið aftur.

Ég átta mig auðvitað á sérstöðu þinni, varst þar til rétt áðan eini opinberi bloggarinn sem tjáð hafði sig, ert nú vel þekktur í þeim heimi hygg ég, auk þess sem augljóst var af stílnum að eigi óvanur var á ferð.

Það hefur reyndar sem betur fer ekkert með aldur né þroska viðkomandi að gera í mörgum tilfellum, en ég veit sem er af reynslu fyrirfram og reyndar af svolítið kvikyndislegum prarkkaraskap, að viðbrögðin verða í einhverju mæli sem sjá má!

Bjarni Fel er einfaldlega stórmerkilegur maður á alla kanta, mikil forréttindi að hafa fengið að alast fótboltalega upp í og með í skjóli hans!

Ussuss bubbi minn, ekki tala svona hátt, þú misskilur þetta auk þess sem þú átt að muna að þú ert hættur öllu boltabrölti og átt að halda þig til hlés þegar aðrir ræða það rugl!

En þið sérstaklega ungu "Júníteds" m.m. endilega haldið áfram að blása bullinu, sérstaklega þið sem segið aðengu hafi skipt þótt Owen hafi skorað, þetta hefði samt farið að minnsta kosti 3, 4 eða allt upp í 9-0!? (hvernig svo sem það gat staðist!)

Liverpool er ekki til umræðu í þessari færslu Gísli, en málið er nú flóknara en svo að það snúist um lélegheit, öll lið eiga sín slæmu skeið en vinna þó oftast flesta leiki þar sem heppni m.a. kemur við sögu.Svo veistu nú að þrátt fyirr allt, glæsitilþrif United á löngum köflum, sem eru óumdeild en bara ekki til umræðu sem slík hér, þá hefur liðið tapað einum leik fleira en Liverpool, vandamálið þar að klára sína leiki, nýta færin fyrst og síðast og það helst á heimavelli!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 00:52

25 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bráðum kemur væntanlega bara sú skýring, að Sir Alex hafi skipað strákunum sínum að láta Owen bara hlaupa, ella myndi hann meiðast enn einn gangin bara af loftþrýstinginum frá manninum í bakinu!?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 01:00

26 identicon

Af hverju þarftu að vera með eitthvað niðrandi eins og ungliðaher? Þú veist ekkert hvað ég og aðrir hérna eru gamlir. En þú skrifar þetta blogg í þeim tón þannig að það sé Man Utd að kenna að dómarinn gerði mistök? Hvernig getur það talist sem svindl? Það er allavega víst að United mútaði dómaranum ekki. Svo sleppti dómarinn 2 vítaspyrnum og dæmdi Owen ranglega rangstæðan, þetta kalla ég að jafna út. Það er líka, eins og einhver benti á, ekki víst að Owen hefði skorað ef varnarlína United hefði ekki hætt að spila.

 Það er hægt að finna svona atriði í öllum leikjum. Þú talar um að þetta mark hafi verið dæmt af á mikilvægum tímapunkti, hvað veist þú um að kannski hefði United komið tvíefldir til leiks í seinni og unnið hann með fjórum mörkum?

Ég myndi bara samgleðjast United mönnum með flottan sigur eða sleppa því að sína fávisku þína hérna á blogginu.

Maggi (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 01:59

27 identicon

Ertu allveg búinn að missa það vinur, ég held að dómarinn hafi ekki getað verið betri fyrir Newcastle því hann lét 3 vítaspyrnur allveg eiga sig sem Man Utd átti að fá svo ekki vera svo ruglaður ;)

C.Ronaldo er maðurinn (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 02:05

28 identicon

Sorglegt að jafn góður penni og þú, Magnús Geir, sért svona gífurlega öfundsjúkur og bitur og því miður vinnur þú þér ekki inn mikla virðingu eftir svona skrif.

Fullorðinn maður með barnalegar skoðanir, segi ekki meir.

Lúfus (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 02:06

29 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Dásamlega mikill tilfinningahiti yfir ekki merkilegri atburði en þetta.

P.S. Liverpool hefur oft unnið Newcastle

Páll Geir Bjarnason, 13.1.2008 kl. 06:50

30 identicon

Ég segi það nú bara enn og aftur.................Þeir sem eru búnir að afskrifa Chelsea.........eru einfaldlega að lifa í einhverri Ronaldo - Fabregas fantasíu............

Munið bara orð mín.........Chelsea á eftir að ná þessum tvem liðum sem allir eru að tala um.

Þráinn (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 09:31

31 identicon

ertu að grínast?? þetta er alveg sorglegt MU átti að fá 2 víti þarna á undan og þú ert að væla yfir þessum leik 6-0 þarf að segja meir. Þú ert bara bitur...

Ásgeir Hallgrímsson (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 09:42

32 identicon

Ég hef lesið margar vitleysur á Gras.is og "spjallið" á hinum ýmsu fótboltasíðum en þetta er mesta þvæla sem ég hef augum litið. Nú er mál fyrir greinahöfund að hysja upp um sig buxurnar og einbeita sér að styðja við sitt lið, enda sýnist mér ekki veita af.

addi (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 10:08

33 identicon

 

Ég sýni líka mína bestu takta þegar ég spila á móti 5 ára syni mínum og hans félögum....

Verst hvað ég er slappur á móti mínum jafnöldrum...  !!!

Munið bara..........Chelsea er enn að anda oní hálsmálið á ykkur og Arse-and-all

Þráinn (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 11:31

34 identicon

Chelsea hefur stöðugleika þrátt fyrir að spila með sínu varaliði á móti Tottenham. Ég stórefa að Utd hefði mikið í Tottenham ef þeir væru án:

Ronaldo,Giggs,Rooney,Tévez,Rio, og Carrick

(Terry,Essien,Drogba,Lampard,Kalou,Shevchenko...meiddir/afríkukeppni)

Þrátt fyrir slík áföll er Chelcea að vinna leiki. Þannig að ég skil ekki að í umræðunni um væntanlega meistara er eingöngu minnst á ManU og Arsenal.   Alveg finnst mér það með ólikindum og menn virðast vera búnir að afskrifa  lið eins og Chelsea

Þráinn (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 13:19

35 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Örlítil svör koma hérna til þeirra sem tekið hafa málefnalega til orða.

Páll nafni minn Geir, þú hittir naglan auðvitað beint á höfuðið og mér heyrist þú skilja til hvers "leikurinn ljóti" var gerður að minni hálfu!Takk fyrir það.

Þráin, þú ert lúmskur húmoristi og þitt innlegg ekki síður forvitnilegt en allra "ungu á öllum aldri" Unitedfylgismannanna, þó með ansi ólíkum hætti sé!Kannski muntu já svo verða "Sá er best hlær og síðast" þó ég hafi persónulega spáð Arsenal og Liverpool á undan þeim "Bláu" og United í kapphlaupinu um titilinn.Sá ísraelski hefur hins vegar held mér sé óhætt að fullyrða, komið öllum á óvart með því að samhæfa kraftana mjög vel á "Brúnni" svo hver veit?

Takk sömuleiðis fyrir þína innkomu.

Þröstur Trölli, eins og með gísla, mjög ánægjulegur en öðruvísi tónn frá þér, þó allir hinir séu líka guðvelkomnir!

Bara hið besta mál að langmestu sem þú flytur og æsingalaust, þó þú líkt og sumir gefir þér ákveðnar forsendur sem standast varla í rökfræðinni.

Það var þetta með Ferdinand karlinn, eins afbragðsgóður leikmaður og hann er að sjálfsögðu, þá hygg ég að Guðni og fleiri hafi oftar en einu sinni bent á þennan veikleika hans að fara stundum að óþörfu "út úr sinni stöðu" þó ég ætli reyndar hér ekki að fullyrða að slíkt hafi verið á ferðinni í gær, nema hvað að hann sem og aðrir í vörninni voru ekki að standa sína vakt rétt sem hefði þarna að öllum líkindum átt að kosta gott og löglegt mark!

Þú gefur þér að Ferdinand hefði bjargað marki ef hann hefði hlaupið á eftir OWen og jú hver veit eins og með að Chelsea verði kannski bara meistari? Í ógnarhávaða og á stórum velli heyra menn oft ekki í flautunni, nú eða sjá ekki línudómaran alltaf þegar hann veifar auk þess sem domarar fara bara alls ekki alltaf eftir þeirra flaggi! eF allt hefði því verið með felldu, þá hefði í raun verið um margföld mistök hjá Ferdinand að ræað og annara í vörninni, þeir gættu ekki sinna hlutverka og F hefði bætt ofan á með því að fylgja ekki Owen upp á von eða óvon, Alveg burtséð frá því hvort hann hefði séð flaggið eða ekki!

Óteljandi mörk hafa nefnilega verið skoruð með þannig atburðarás, þú hefur sjálfur örugglega séð þau ótalmörg!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 14:11

36 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

sVo verð ég að ynna þig eftir því, í hverju tölfræðin rennir ekki stoðum undir´minn málflutning, hvaða málflutning?

Hitt svo sem stenst ekki alveg hjá þér, er það að þú gefur þér líka að þessi tölfræði hefði orðið svona alveg burtséð frá því að Newcastle hefði komist yfir! Það veistu ekkert frekar en ég. Hins vegar benti ég mitt í "ljóta stríðnisleiknum" (sem þú ættir nú aðeins að vera farin að átta þig á rölli, að var öðrum þræði tilgangurinn með skrifunum?) að AF LÍKINDUM hefði leikurinn já þróast allt öðruvísi og Newcastle getað unnið stig, eitt eða jafnvel þrjú!Óteljandi leikir hafa verið spilaðir og já M.U. eru þar ekki undanskildir í báðar áttir, þar sem annað liðið hefur haft alla tölfræði með sér, en samt ekki unnið jafnvel tapað. Það er nú til dæmis vandama´lið hjá Liverpool meira heldur en beinlínis slappleiki!

En þú komst auðvitað aðeins inn á þetta sjálfur með þig og vinina, en gleymdir því svo aðeins þegar þú gafst þér yfirburðina áfram.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 14:32

37 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Áfram Leeds

Einar Bragi Bragason., 14.1.2008 kl. 00:02

38 identicon

Þessi ýmsu hálvita svör sem þu hefur fengið hér að ofan sem þér þykir ef til vill heimskuleg, áttu svo sannarlega skilið eftir svona heimskulegan málfluttning Magnús Geir. Þú ert ekki vel heppnaður íslendingur!

d (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 07:06

39 identicon

ég vil minna þig líka á að man utd áttu að fá 3 vítaspyrnur í þessum leik þegar það var brotið einu sinni á ronaldo, einu sinni á giggs og einu sinni á Ferdinand svo þetta hefði alveg geta farið verr . Eitt mark það var þetta eina mark sem Newcastle skoraði og var dæmt af en þetta var erfitt að sjá fyrir dómarann og þegar línuverðir eru í hafa þá dæma þeir alltaf rangstöðu þannig eru reglurnar vinur svon..;)
Þessi leikur var alltaf okkar megin og var aldrei á leið að tapast..;) En hvað ertu Libbari Magnús Geir Guðmundsson nei þeir hegða sér alltaf svona búa til einhverjar greinar um fótboltaleiki og segja hvað önnur lið eru heppin og gagngrína allt. Skiptir ekki máli hvaða lið það er en helst þá Manchester.

Glory,glory Man United

Róbert (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 07:44

40 identicon

Hrikalega myndarlegur maður hérna á vinstri hönd

danni (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 218026

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband