Stólpagripurinn "Stóri Brúnn"!

Já, þetta er nokkuð umhugsunarvert.
Hinn stæðilegi Wes Brown sem lengst af hefur nú verið miðvörður og komst minnir mig í enska landsliðið sem slíkur, hefur í vetur spilað sem hægri bakvörður í forföllum fyrirliðans Gary Neville og víst staðið sig mjög vel.
ER Sörin hann Alex ekki bara að gera mikið úr meintri græðgi hans og/eða umboðsmanns hans, á stólpagripurinn Brúnn ekki bara skilið 50000 pund í vikulaun hjá þessu næstríkasta eða ríkasta félagi heims?
Það er nú spurning, sem og hvort nokkur betri eða sem félli eins vel inn í liðið sé nokkuð auðfundin?
Skal ekki segja, en auðvitað eru fleiri sjðónarmið líka, laun fótboltamanna eru endalaust þrætuepli auk þess sem launaþak eða ekki tíðkast, sem ég man þó ekki heldur hvort séu í gangi núna hjá ríka klúbbnum?
En semsagt ef fer sem horfir þá yfirgefur þessi ágæti leikmaður Old Trafford í sumar og þá er bara spurningin hvert hann fer?
Unitedmenn yrðu mjög "glaðir" ef hann færi til dæmis til Liverpool eða Chelsea ekki satt!?
mbl.is Brown hafnaði United í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já sörinn segir að öll árin skipti víst engu, en er þó ekki reiðubúinn að launa hollustuna nema til hálfs á við suma nýliðana sem gegna orðið þjónustu hjá klúbbnum.

Ágúst (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 09:46

2 identicon

Held að Liverpool ættu frekar að reyna að styrkja sitt lið, þeir gera það ekki með að kaupa lélega leikmenn

Sigtryggur (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 09:47

3 identicon

Strákar, þetta snýst ekki um hollustu.  Þetta snýst um peninga og hefur alltaf gert.  Ef þetta snérist um hollustu ætti þá Wes Brown ekki að vera með hærri laun en t.d. Rio Ferdinand (100+ á viku) fyrir að hafa verið alinn upp hjá liðinu og verið trúr liðinu öll þessi ár? 

Menn eins og Rio Ferdinand eru að fá bara allt of há laun sem orsakar það að traustur leikmaður eins og Brown vil fá sín laun sem hann telur sig eiga inni rétt eins og Rio.  Þetta raus í Saur Alex er bara til að setja pressu á strákinn og vonandi gefur hann sig ekkert.  40 þús pund í vikulaun eru bara smámunir!   

eikifr (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 11:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða helgi Magnús minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 13:53

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ágætir punktar hjá ykkur herramenn, þessi fjármál öll sömul þar með talin ofurverðlagningin á toppspilurunum og launum þeirra, ofarlega í huga hins almenna breska fótboltaáhugamanns. Ég gæti alveg trúað til dæmis, að ýmislegt geti verið til í því sem þú Eiki segir.

Kærar þakkir sömuleiðis frú Cesil, helgin verður vonandi skemmtileg hjá okkur báðum!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 14:06

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þessi gutti hefði ekki fengið að vera bakvörður í Arsenal í gömlu línunni...

Launin er umhugsunarverð..

Steingrímur Helgason, 22.2.2008 kl. 23:32

7 identicon

Stóri Brúnn,mér brá nokkuð við fyrirsögnina hjá þér.Hélt að þú værir að skrifa um klárin minn hann Stóra Brún,góða helgi.

A Hrafngrímur (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:38

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Steingrímur, mig grunaði að þú myndir kannski líta inn,því ekki tilviljun að Arsenal var ekki talið með Liverpool og Chelsea!

Nei, ekki hestaspjall að þessu sinni!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.2.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 217945

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband