Færsluflokkur: Dægurmál

Winehouse á vondri leið.

Bloggvinkona mín hún Helga Guðrún, blekpenni.blog.is, var´örlítið að skensast með bresku söngkonuna Amy Winehouse um daginn, um leið og hún vitnaði í þekkta vísu Bólu-Hjálmars í fyrirsögninni, "Hæg er leið til helvítis".
og víst er að þessi unga kona sem svo marga hefur hrifið með rödd sinni, hefur runnið íllilega og dottið á frægðarsvellinu, svo mörgum þykir hún vera á hraðri fegðarför.
Setti ég þetta saman að þessu tilefni, örlítið breytt nú.

Ljót á tánum, laus í rás,
lífi ver til ónýtis.
Veslingurinn "Vinehás",
víst á leið til helvítis!?


Það skildi þó aldrei vera!?

Ja, ég ætla nú ekki að ganga svo langt að fullyrða það, en pínulítið freistandi er að láta nú ímyndunaraflið aðeins fara á glug!

Elda slökkva, okkur er jú tamt,
þar æfingu að fá er nokkurt mál.
En við leitum ekki langt yfir skammt,
af litlum neista verður oft sinubál!

Eða þannig!


mbl.is Sinueldur við slökkvistöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljúft, en blikur á lofti varðandi vorið!

Já, ljúf þessi litla fregn um kríuna og komu hennar einmitt með sumardeginum fyrsta!
Gefur þetta mér tilefni til að rifja upp litla vorvísu.

Í mér vakin viss er þrá,
á vorsins kveldi hlýju.
Að svífa létt um loftin blá,
í líki einnar kríu!

Mjög ljúft já, ekki vantar það, enenen, nú eru víst blikur á lofti, sem reyndar eru strax farnar að gera vart við sig, spáð er bara svaka bakslagi næstu daga, frosti og éljagangi!?
Reyndar er það gömul saga og ný, að brugðið geti til beggja vona og bara vonandi að þetta verði ekki langvarandi eða endurtaki sig ekki.
En um svipaða stöðu tjáði maðurinn sig í limru fyrir margt löngu.

Hvert fór vorið sem var?
Við spurningu heimtum við svar!
Það sem glæst okkur gladdi,
í gærkvöldi kvaddi
Horfið veg allrar veraldar!

En enn og aftur,

Gleðilegt sumar!


mbl.is Krían kom með sumrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, það er komið sumar!

Hérna norður í landi heilsar sumarið með sönnum glæsibrag, glaðasólskin verið í dag og hitin yfir 10 gráðum!
Þá mun hafa frosið saman í nótt, sem þjóðtrúin gamla segir okkur að boði gott!
Síðasta sumar var fyrir stóran hluta landsins svo, þannig að ég bind vonir við að réttlætinu í þeim efnum verði sanngjarnt skipt einnig í ár.
Hitt og þetta hef ég annars pjakkurinn sett saman um árstíðarnar, þar með talið um sumarið og þá misjafnlega alvöruþrungið eins og gengur!

Sumarið er sælutíð,
svona alla jafna.
Meðan engin meyja fríð,
Magnúsi vill hafna!

Og þetta á einmitt vel við um daginn í dag.

Leikur um mig loftið tært,
lungun taka við sér.
Já, gott er nú að geta nært,
"gamla tankinn" í sér!

Gleðilegt sumar!


mbl.is Vor í lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jú ritstjórn, en ekki ritskoðun!

Fylgdist nú með og tók örlítið þátt í þessari umræðu um helgina. EFnislega dæmi ég ekki þessa síðu SS, fór einungis að mig minnir einu sinni inn á hana og hugnaðist þá lítt það sem ég las, en finnst nú að það hafi ekki beinlínis Múhameð eða Islam verið umfjöllunarefnið í því tilviki. Hef þó séð ýmsar tilvitnanir af síðunni og þær sem og annað efni hennar hafa semsagt orði til þess að henni var lokað, efnið sé líkast til brot á lögum.
Umsjónarmenn Moggabloggsins og höfundur síðunnar hafa að vísu ekki alveg verið samstiga um framvinduna hvað varðar lokunina, en í kjölfarið fór þessi mikla umræða í gang þar sem hátt hefur verið hrópað ritskoðun, ritskoðun!
En auðvitað er ekki um lsíkt að ræða þegar það er jú á hreinu að lögfræðingur eiganda bloggsins hefur kveðið upp úr með að um að yfirgnæfandi líkur séu á lögbroti auk þess sem kvartanir og það víst síendurteknar benda til að reglur bloggsins hafi sem lsíkar verið brotnar um velsæmi og fyrirhyggju í skrifunum.
EF um alvöru ritskoðun hefði verið að ræða, eins og ég hef lært að skilja það hugtak, þá væri Mbl. með innra eftirlit sem fyrirfram kæmi í veg fyrir einhver ákveðin skrif, leyfði ekki einhver ákveðin umfjöllunarefni og jafnvel einstaka orðanotkun!
(um slíka alvöru ritskoðun má finna dæmi um í sögunni allt frá Sovietinu í austri til Amrikkunnar í vestri og allt þar á milli!)
SS birti öll sín skrif hins vegar án slíks eftirlits og þau hafa lesið og höfðu ótalmargir áður en gripið var í taumana og það sem ég vil kalla Ritstjórnarúrræðum beitt.
Forsvarsmaður bloggsins segir reyndar að þetta sé ekki heldur ritstýring og auðvitað stýrir hann og hans lið ekki skrifunum sem slíkum frá degi til dags, en þessi aðgerð sem og þær sem notaðar eru stundum við að rjúfa tengingu við fréttir, hljóta að teljast til ritstjórnar.
Svo nefndi líka hinn knái kappi og frændi minn Árni Matt. það líka þegar þeir rufu tengingu á sl. ári við eina smá grínfærslu hjá vinkonu minni Helgu Guðrúnu hinni kotrosknu í Bretlandi, sem var auðvitað létt rugl að gera, en sem slíkt var þetta jú ritstjórnaraðgerð, ekki ritskoðun!
Sjálfur lenti ég svo í því sama og var þó sárasaklaus, en vitandi um þetta vald sem og mig svipti þetta ekki nætursvefni, þá gerði ég engin læti út af því.
En auðvitað má deila um hvort bloggarar eigi ekki að fá rökstuðning þegar þeim finnst ómaklega að sér vegið, en það er nú efni í aðra pælingu.
En hérna í þessu mikla deilumáli finnst mér allavega ekki hægt að tala um ritskoðun.
Og smá vit á ég líka að hafa á þessu, var viðloðandi blaðamennsku og í tæpan áratug.
mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann á afmæli í dag!

Jamm, garmurinn sem nokk svo telst skemmtilegur á köflum og fær hrós fyrir sitt blaður, á fæðingarafmæli í dag!
Nú verður gaman að sjá hversu bloggvinirnir eru sannir, kíkja í heimsókn eður ei og skilja eftir tilheyrandi kveðjur og hamingjuóskir!?

Lítill, magur, lifnar bragur,
ljúfur þó er ríms við slagur.
Verði hagur, vænn og fagur,
vors- og afmælis nú dagur!


Vorvísutetur!

N'u held ég að ei lengur sé um að villast, vorið er smátt og smátt að fikra sig til okkar, allavega eru ýmis teikn á lofti um það hérna hjá mér í fagra höfuðstaðnum í norðri!
vinkona mín á Ísafirði, hun Ásthildur Cdsil var líka að sýna ótvíræða vorboða í kúlunni sinni fyrir vestan á sínu bloggi í gær, svo þetta er já allt að koma smátt og smátt og það jafnvel þótt enn geti auðvitað kulað og muggað úr lofti!
Setti litla vorvísu hjá vinkonunni góðu fyrir vestan í gær, orta upphaflega fyrir nokkrum árum, en núna örlítið breytta.

Hagurinn okkar nú hlýtur að vænkast,
er hlýnar í veðri og oftar skín sól.
Senn heilsar vorið og grundirnar grænkast
og gleðin í hjörtum kemst aftur á ról!

Og blessuð sólin hefur já glennt sig nokkuð hérna í morgun og á vonandi eftir að gera mikið af slíku á komandi vikum og ma´nuðum!


Kona með höfuðfat, á bíl með hund í aftursæti...

...spurði mig og mína góðu móður er við komum út úr Bónus síðdegis í dag, hvort hún ætti ekki að keyra okkur heim!?
En ég heyrði það ekki og skildi ei móður vora er hún var að reyna að segja mér þetta.
Þekktum við konuna? Ei sagðist´móðir vor gera það, tók annars helst eftir höfuðfatinu og hundinum og ég veit það ekki.
VAr þetta kannski Huldukona?
Veit það ekki heldur, en hún má alveg gefa sig fram og segja mér það.
Viltu það?

Ó, hjálpi mér!

já, þannig hrópaði ég nánast upp í hádeginu um kl. 12. 43 að staðartíma, er rödd mjög svo kunnugleg tók að lesa íþróttafréttir í lok fregna á RÚV!
Og eigandi raddarinnar?
Hinn mjög svo upplífgandi "þegar allt kemur til alls" Dalvíkingur Snorri Sturluson, sem reyndar hefur eftir að Símafótboltarásin Skjásport dó, hefur bærilega kúldrast á kvöldin og nóttinni um helgar að spila plötur á rás tvö!
Sleppur fyrir horn þar alveg í að setja skífur í spilara og blaðra með, en í íþróttalýsingum... tja, vil eiginlega ekki segja hvað ég hugsa, en aðeins nafni hans Skúlason náði að toppa hann í "gæðum" hvað það snertir!"Litla barnið" Valtýr, að ég tali nú ekki um ofvirknisöldungin GG, koma þó fast á hæla þeim og eru þannig séð í sama "gæðaflokknum"!
Þegar og ef enski boltinn flyst nú aftur á RÚV eftir tvö ár eða þrjú kannski, verður lasgt á bæn í von um að ekkiekkiekki...SEgi ekki meir!

Föstudagsfrétt!

Jamm, það held ég nú, gleður eflaust margan strákin að vita að gellurnar mega þetta ef þær vilja, sér og öðrum til ánægju og yndisauka!
Ef ekki væri fyrir þetta með svíana, sem kemur nú nokkuð á óvart fyrir mig satt best að segja, þá væri þetta nú nei ekki nema svona "Föstudagsfrétt" uptaktur fyrir fjör helgarinnar hérlendis. Svo lengi sem ég man hafa íslenskar stelpur á öllum aldri verið topplausar í sundi og ekki talist merkilegt, nema þegar þær þeim mun þekktari kannski hafa birst á myndum í blöðunum og kannski nei ekki verið sáttar með myndatökurnar eða sáttar líka!
En þetta með Svíþjóð og sundlaugina þar,m fór nefnilega allavega einu sinni með íslenskri vinkonu í sund þar sem svo ófeimin á bakkanum allavega tók sundbolin niður fyrir brjóstin án þess að nokkur maður segði neitt. Hún var hins vegar ólétt líka blessunin svo það var nú ekki til í dæminu að skella sér út í kalda sænska laugina!
Já, það kemur svo ekkert á óvart þótt myndarlegu konurnar í Feministafélaginu amist ekkert við þessu þó sumir hafi kannski haldið það, þetta snýst nú heldur ekkert um meint klám eða svoleiðis!
mbl.is Íslenskar konur mega bera brjóstin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband