Færsluflokkur: Dægurmál
12.9.2008 | 09:11
Nei, hættið nú alveg, ekki fullyrða svona!
En ef þeir hæfileikar koma já í ljós, þá hljóta þeir að vera frá móðurinni komnir frekar en hitt, en sú er engin önnur en hin geðsllega og ágæta söngkona til fjölda ára, ERNA ÞÓRARINSDÓTTIR!
Þeir sem eitthvað þekkja að ráði til íslenskrar popptónlistar, vita að ERna var m.a. söngkona bæði með Brunaliðinu og Snörunum, en kom auðvitað fyrst fram á sjónarsviðið í Menntaskólanum á Akureyri með stöllum sínum Evu Ásrúnu Albertsdóttur og Ernu Gunnarsdóttur í söngþríeykinu Hver!
BAra dálítið móðgaður fyrir hönd ERnu hérna, en tek nú fram samt, að mín litlu kynni af Gulla Briem eru fín.
En hérna mátti blaðamaðurinn vanda sig öllu meir.
Anita semur og syngur sín eigin lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2008 | 16:17
...Og okkur kannski ekki heldur!
En auðvitað er karlinn þarna einfaldlega já að stappa stálinu í sjálfan sig og ekki að undra, erfitt að þurfa að kyngja öllu saman eftir allt sem á undan gekk og hafa gefið út ákæru um meiðyrði. Ætla nú annars ekki efnislega út í þessa sálma nánar, nema hvað í einu hefur nú Árni alveg kolrangt fyrir sér.
"Barnið er löngu dottið ofan í" hvað varðar að skemmta skrattanum, hann fyrir lifandis löngu búin að vera að stunda þá yðju og líka nú þegar með þessu brölti varðandi Agnesi.
Og litla púkanum sem í mér býr, hefur svo sannarlega líka verið skemmt, það verður því miður að segjast eins og er í öllum annars alvarleika málsins!
Honum myndi ekki til dæmis svo mislíka í framhaldinu, að vera fluga á vegg þegar og ef Agnes flytur árna þennan "upprifjunar- og áminningarpistil", sem hún boðar.
Ákvörðun Árna kemur Agnesi ekki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.8.2008 | 00:16
Bara svona smá pæling!?
Ást nú tjáði Ásdís Rán,
yngismeyjan sú bjarta.
SVo lifi eiginmaður án,
afbrýðisemi í hjarta!?
Ásdís Rán tjáir eiginmanni sínum ást sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.7.2008 | 22:15
Sitt lítið af hverju á sumarkveldinu blíða!
Margt hefur já flogið gegnum hugan á þessum drottins dýrðardegi og makalaust hlýja um allt land! Finnst það mjög merkilegt fyrir það fyrsta og na´nast einsdæmi, að hitin hefur nánast verið sá sami nyrst sem syðst í Eyjarfirðinum fagra, 20 stig + allt frá Siglufirði inn að torfum! Eins og þetta er já gott, læðist þó örlítil efasemd að líka, er þetta merki um sögulega umbreytingu í veðurfarinu, erum við að færast meir og meir í átt til þess að verða með Miðjarðarhafsloftslag, með vissulega hlýrri veðráttu, en jafnframt dynttóttari, eins og við þekkjum þaðan frá? Margt sem bendir til þess, breytingar í hafinu og koma nýrra fuglategunda í ríkara mæli auk aðskotadýra af minni gerðinni sumstaðar að minnsta kosti. Vonum þó það besta, þetta skelli ekki æ meira á og hraðar þannig að til dæmis þurkar og þar að leiðandi vatnsskortur verði vaxandi vandamál! Og vel að merkja, þessi pæling byrjaði einmitt að kvikna er ég lítt meir klæddur en í suttbuxum og sumarskyrtu var fyrr í dag að nota ofangreind ómetanlegu gæði, vatnið úr garðsslöngunni til að vökva húslóðina stóru! Ómælt magn fer í þetta og hófst raunar í gær á vökvun Skúlagarðs matjurta- og blómareits í horni lóðarinnar. Auðvitað gert í þágu skrælnandi plantanna, en samt finn ég til svolítillar skammar líka, mikil sóun sjálfsagt um leið líka á vatnsgæðunum! Meira brasið þetta með bloggbilunina og má lesa milli línanna frá umsjónarmönnum blog.is, að mikill taugatitringur hefur átt sér stað vegna bilunarinnar og er sjálfsagt enn fyrir hendi, ekki víst nema að myndir til dæmis og annað geti hafa tapast eftir allt saman. Ein ónefnd bloggvinkona kom mér garminum til hjálpar við að lappa upp á mitt annars fáfenglega blogg og kann ég henni bestu þakkir og rúnlega það fyrir. Hún er góð og glæsileg kona og þekkt, en segi nú ekki meir. Svona á hásumri og það í lsíkri blíðu sem raun ber vitni, er maður nú ekki beinlínis að mæla með hangsi yfir sjónvarpi, en vil þó vekja athygli á þáttum á RÚV á eftir, að loknum tíu fréttum, um Blómabyltinguna margfrægu og kallast þættirnir sem verða víst fjórir, Sumarið 67! Verð að segja, að ég kem bara sæmilega undan Hr. Skatti, ofgreiddi þónokkra þúsundkalla of mikið, svo örlítið betur útlitandi bankareikningur verður staðreynd á föstudaginn! Vona að slíkt hið sama sé upp á teningnum hjá ykkur sem flestum! Einhverjar uppástungur um hvernig verja á krónunum, sukka kannski fyrir þær!? Einu sinni sem oftar datt ég inn á áður ókunna bloggsíðu, í þetta sinn hjá kvennskörungnum Matthildi Helgadóttur á Ísafirði. Þar var hún í gær að segja frá meðal annars svonefndu Lágmenningarkvöldi, sem nú stendur einmitt yfir og átti að verða ansi krassandi sem nafnið gefur til kynna. Litla hagyrðingnum varð þá á að lauma einni bröndu í athugasendakerfið og hljómaði svona í sinni annars lítt merkilegu mynd: Fyrir vestan, já flestar lífsins hvatir,
Nú fá að njóta sín og öllu tjalda.
Á Lágmenningarkvöldi LIGGJA FLATIR,
Líkast til því allir myndi ég halda!?
Ég er mikið ólíkindatól þegar kemur að tónlist og það er engin lýgi að ég fer langt með að geta í alvöru kallast ALÆTA! Þessar eftirfarandi skífur hafa ratað undir geislan að undanförnu eða eru rétt á leiðinni þangað. Naglarnir fjórir hans Bubba. -Er alveg sammála þveim mörgu sem hrósað hafa kallinum, plata sem vissulega þarfnast góðrar hlustunar, en vinnur mjög á og er fín! Náði aldrei almennilega að stulla migg inn á Skilnaðarplöturnar tvær, á bara eftir að sökkva mér í þær með tíð og tíma. Land með Týr. -Skrifaði jú sérstaka grein um þessa plötu á dögunum, en er enn við höndina og ítreka að um hörkufína kraftrokksskífu er að ræða, sem þó á sameiginlegt með margræðri rokk- og poppáhrifaplötu Bubba, að gefa þarf henni góðan tíma. Draumar Einars Braga (saxi.blog.is) -Bloggvinur minn hann einar Bragi byrjaði nú minnir mig bara í vor að gefa forsmekkin af þessu djasskennda balletverki sínu, stendur undir nafni og á ég eiginlega eftir að hlusta almennilega á þennan Seyðisfjarðarseyð! Hope Radio með ronnie Earl & The Broadcasters. -Ronnie er einfaldlega snillingur með gígjuna, kenndur við Texasblúsinn fyrst og síðast þar sem hann hefur lengst af þróast og mótast, en er þó reyndar upprunnin frá Queenshverfinu í New york! Á rúmlega 20 ára ferli sent frá sér dýrðlegar plötur sem einkennst hafa af blús með sterkum djass og S-Amerískum áhrifum. Sumpart ekki svo ólíkt og hjá Santana, en miklu áhrifameiri finnst mér nú, þó viðlíka stjarna sé Ronnie ekki né verði nokkurn tíman á heimsvísu!Hef reyndar verið með ótal fleiri hans skífur í takinu undanfarið, alveg yndislegur tónlistarmaður! Tvöfalda safnið með hinum látna tenórsnilling Lucianno Pavarotti hefur svo líka ratað undir geislan auk margs fleira ónefnds, en á leiðinni undir hann eru svo til dæmis Ástarplatan hans Palla poppstjörnu frá sl. Jólavertíð, (já, alveg satt hef ekki hlustað og það þótt ég hafi alltaf haft lúmst gaman af stráknum!) glæný plata með Kvennakór Akureyrar og plata með dáðadrengnum Halla reynis, Fjögra manna far! -Að Birkir Ívar handboltamarkvörður kæmist ekki í lokahópin fyrir OL, var ein af þeim litlu fréttum undanfarina daga sem komu mér á óvart! En þá er loksins tími björgvins páls komin, en hann hefur margsinnis þurft að bíta í hið súra epli að detta út á síðustu stundu!Var nú í ársbyrjun enn talin okkar besti markvörður, en svona geta nú fljótt skipast veður í lofti! Á annars ekki von á neinu í keppninni, geri alveg ráð fyrir að við komumst ekki áfram úr riðlinum! Ætli Mel Gibson sé góður í golfi? Kemur nú fyrir bestu menn að týna boltum, rétt að taka það fram fyrir þá sem ekki eru innvígðir og innmúraðir í listinni!Ef einvher skildi vita forgjöfina má hann segja mér frá! Hættur þessu bulli, enda klukkan orðin tíu!
Dægurmál | Breytt 31.7.2008 kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 01:25
Við verðum þá bara að ráða í þetta!
Og útkoman er svona!
Einhvern vegin á mér finn
og álykta því hér.
Í Dubai dónaskapurinn,
sé dálítið já...BER!?
En það þarf samt ekkert að vera sannleikurinn í allri sinni NEKT!
Dónaskapur" á baðströndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.7.2008 | 12:11
"Varúð, HItabylgja í nánd"!
í framhaldi af þessu, spáði Veðurstofan því í gær eða sagðist gera ráð fyrir hitabylgju um og yfir helgina víða um land, sem fyrst kæmi á norðanverðu seinnipartin á fföstudeginum!
Núna rétt um hádegi sín sólin glatt, en leiðinda norðangjóla í stað andvarans snemma í morgun líkt og lengi dags í gær.
En vér bíðum bara og hlökkum til að hitabylgjan mæti með sínum "kostum og göllum"!
Á leiðinni er hraðfleyg hitabylgja,
hana vonandi nú ekkert stoppar
Því yndislegar afleiðingar fylgja,
engin klæði þola lengur kroppar!
Þykknar upp síðdegis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.7.2008 | 20:40
Lítil SUMARVÍSA (í tilefni dagsins)
Núna er sumarið svoleiðis hér,
svakalega á fullu.
Rigningin alveg rosaleg er,
og ræsin að fyllast af drullu!
Reyndar svolitlar ýkjur með drulluna kannski, en á þessum drottins sumardegi öðrum júlí, afmælisdegi eins bróður míns, hefur með köflum rignt ansi hressilega!
En veðrið mjög gott og bærilega hlýtt með smá gjólu, svo þetta hefur bara verið í góðu lagi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 18:08
Ingibjörgu já ýmislegt til lista lagt!
SVo hún er í þessu líka ektakvinna Grétars já!
Og við ýmislegt fleira hefur hún fengist.
Samið hefur lagaljóð,
líkast til já nokkuð mörg.
Dæmist bara dável góð,
Dávaldurinn Ingibjörg!
SVo er hún bloggari líka.
En ég held nú að engin breyting verði á, dáleiðsla dugi ekki til né önnur meðul svo þetta lagleiðindi fari áfram!
En mér gæti alveg skjátlast, það gerðist furðulegt nokk í gær er spá mín um sigurvegara í úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta brást!
Sjáum til.
Dávaldur með í för | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 16:01
Allt er breytingum háð!
Já, sjálfsagt komin tími á garpin og nafna minn Einarsson, sem svo reyndar vill til að sumir hafa einmitt verið að gagnrýna í mín eyru að væri nú orðin ansi lúin þarna á morgnana á rás tvö. Og hvað gerist,jú karlin bara færður til!
Félagi Bubbi og fleiri hafa því verið "bænheyrðir" eða þannig!
Og meðan ég man,
Til lukku með daginn Hr. B.!
matti er já velþekktur og reyndur bæði af X-inu og XFM, en söngfuglin hana Heiðu þekki ég ekki sem útvarpskonu.
Man hins vegar vel þarna fyrir rúmum þremur árum, að hún laut í lægra haldi fyrir Hildi Völu í þessari Idolkeppni, sumum að minnsta kosti til mæðu í minni fjölskyldu og víðar.
SVo keppti hún í Evróvision allavega fyrir tveimur árum minnir mig og vakti þá ekki síður athygli skildist mér fyrir efnislítin klæðnað en söngin!
En vonandi hressa þessir krakkar bara upp á rásina auk "Villinganna" Dodda litla "Suðurnesjatrölls" og Andra Freys rokkhunds með meiru að austan! Hinir síðarnefndu munu eflaust eitthvað hrista upp í lýðnum, hafa nú gert það áður.
Miklar breytingar á Rás 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 11:15
Ótrúlegt en satt!
Oft eru nú fyrirsagnirnar hérna á mbl.is skemmtilegar og þetta er ein, þó hljómi nú svolítið á skjön.
Í mínu ungdæmi voru símalandi börn í góðlátlegum tóni oft kölluð bullukallar auk þess sem almennt er þetta góða og samsetta orð notað um einhvern sem mælir lítt gáfulega.
Um misheppnaða innbrotsþjófa hins vegar ekki svo ég muni, en þetta gefur nú skemmtilegt tilefni til öfugmælaleikfimi!
Á sveimi áðan sá ég lúðu,
sú fór yfir hratt.
Og bullukoll að brjóta rúðu,
besti vinur, mér já trúðu.
Alveg segi satt!
Annars hef ég ekki gert mjög mikið af því að klambra aman öfugmælavísum, en er ansi skemmtilegt þegar vel tekst til.
Annars finnst mér "nýjasta dellan í bænum" einnig með ólíkindum, þ.e.þessi yfirlýsingaútsendingagleði í allar áttir!
Borgarfulltrúar, bílaumboð, borgarskrifstofustarfsmenn, fréttastofa sjónvarps, hinir og þessir og -guðmávitaekkihverjir- hella þessu YFIR já, svo varla er neitt annað í fréttum!
Spurning að gefa sjálfur út eina stóra yfirlýsingu um að lýsa frati á þennan fjanda?
Og nú er ég eiginlega búin að því!
Bullukollur braut rúðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar