Færsluflokkur: Dægurmál
13.12.2007 | 18:31
Hóhóhó, það eru að koma jól og félagi Jens er í fréttunum!
VArð mér snemma ljóst að í brjósti hans hafði snemma hreiðrað um sig lítill stríðnispúki eða ári, sem alltaf annars lagið varð að láta á sér kræla! Það hefur hann einmitt að eins gert varðandi þessi skrif hans um birgittu, en þó allsalls ekki með þeim hætti að vera særandi eða persónulegur á neinn hátt! Ýmsir hafa þó reynt að blása þetta upp, gert risastóran úlfalda úr mýflugu satt best að segja, en það hefur nú ekki komið að sök frekar en flest sem Jens hefur strákskapast með!
En svona er þetta bara, sumir eru viðkvæmari en aðrir og það alveg úr öllu hófi fram!
Hér var Jens svo ekki heldur að tala um neitt sem hann hefur ekki vit á, er sjálfur á fullu að markaðssetja slík krem og selja!
Og Birgitta blessunin tók þessu auðvitað létt og af skynsemi, enda ekki nema von, fær góða auglýsingu út á þetta stúlkan svona mitt í því að hún er að basla í útgáfu á fyrstu plötunni sinni undir eigin nafni fyrir jólin!
Fannst Birgitta Haukdal of gul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2007 | 23:26
Brittney Spears!
Stelputetrið Brittney Spears á víst ekki sjö dagana sæla núna eftir sína "léttklæddu" uppákomu á MTV verðlaunahátíðinni, ef ég man rétt!
Kannski ætti hún bara að þiggja þetta meinta boð sem Björk "okkar" á að hafa sent henni, skreppa til Íslands og fá afnot af íbúð hennar til hvíldar og kraftasöfnunar!? Veit annars ekkert meir en sagt var í upphafi um þetta, kannski búið að kveða þetta í kútinn sem rugl eða "ekki frétt"?
En hvað sem því líður, þá held ég að Brittney nái eitthvað að jafna sig og birtist svo bara til dæmis í jólagleðinni framundan, fjörug og frísk!?
Brittney Spears er spes,
spúsa það ég les.
Fési hún til hlés,
nú heldur fram í Des.!?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 18:06
Haust á hraðferð!
hitasumrið liðið frá.
Í Húnaþingi húfum hvítum,
háu fjöllin skarta já!
Fjöll í Húnaþingi hvít eftir úrkomu dagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 11:55
Dundur í dagsins önn!?
Madonna fer til Ísraels ásamt félögum í kabbalah hreyfingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 16:32
Tíðindi tvenn og þrenn, með örlitlu tuði í bland!
Hálsbólga!
Í fyrsta skipti í örugglega 3 eða 4 ár, er hálsbólga að rembast við að ná fótfestu í mér!
Þetta eru já svo merkileg tíðindi, að ekki er hægt annað en greina frá! Og hef reyndar ekki einu sinni fengið kvef í háa herrans tíð!
Soundspell í póstinum!
Eyfirski afdalaættaði grínistinn Þorsteinn Briem, faðir unga söngdrengsins ótrúlega, Alexsanders, gerði sér lítið fyrir og sendi mér glænýja skífu með stráknum og félögum hans í Soundspell! Algjört rugl að senda slíkum asna sem mér plötur, skil bara ekkert í manninum, en á skífuna verður vel hlustað og svo orð sett niður hér á þessari "merku" bloggsíðu!
Meiri músíkgleði!
Vinur minn til óteljandi ára, hann Gústi Sunderland, kom svo fyrir stuttu með fangið fullt af geislaskífumolum handa garminum mér, sem smátt og smátt eru að sýjast inn í taugakerfið, með vaxandi ánægjuáhrifum! ERu þær með Álfadrottningunni Eivoru, Smashing Pumpkins og sænsku "Íslandsvinunum" í Peter bjorn og John!
Bættust þær í hóp annara góðra skífa með bæði Incubus og annara Svía (og meir rokkaðari!) Hellakopters,s sem hin magnaða kjarnorkukvinna Gústa útvegaði oss af sinni afburða góðmennsku og greiðasemi!
tónlistarleg hamingja mín er því töluverð í augnablikinu, þó önnur hamingja sé minni! (nema í boltanum auðvitað!)
...Og svo að óréttlæti heimsins!
Jájá, græðgin ræður ríkjum, örykjar og einstæðar en æðislegar mæður hafa það sítt og ríkisstjórnir allra tíma eru vondar, en nenni ekki að nöldra meir um það, enda lítil sem engin tíðindi!
En Grímseyjarferjan er auðvitað hneyksli, segi það og skrifa, en það eru ekki mikil tíðindi lengur, ja, nema kannski að ég skuli lýsa því yfir!
Og loks er það Saxi!
Saxafónleikarinn svakalegi fyrir austan, Einar Bragi, sækir um að gerast bloggvinur, er rokin að samþykkja umsóknina!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 14:32
Læt mér fátt um finnast!
Jújú, girgitt Nielsen og kannski nokkrar fleiri danskar flottar kannski og já "léttari" en sumar íslenskar, en látum þetta nú ekki slá okkur út af laginu, allavega geri ég það ekki!
Að fleiri grömmin finnist þeim í,
fráleitt tel ég nú löst.
Nei, engin fær mig ofan af því,
-ISLENSKE DAMERNE FÖRST!-
Íslenskar konur þyngri en þær dönsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 16:19
Össur og ég!
Mér hefur lengi þótt svolítið vænt um Össur!
Hann er líka nokkuð líkur mér í útliti og fleiru, við blöðrum mikið stundum og getum báðir sett saman hendingar, sem ég er þó öllu virkari í! Margir hafa til dæmis komið auga á vissan svip með okkur og kvarta ég svosem ekkert yfir því auk þess sem okkur báðum getur orðið á að haga okkur misvel!
Þessar fregnir koma annars nokkuð á óvart, á enn eftir að melta þetta betur, sem ég hygg að eigi við marga bæjarbúa líka!
Og..!
Össur er ágætisgæi,
þótt ílla stundum sér hagi
á svipin sem slíkur,
sagður er líkur
Magga í meira lagi!
Iðnaðarráðherra mælir með nýyrðinu aflþynna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 13:28
Bara fyrir Brad?
Læt mér standa á sama, auk þess sem ég er ekki kona sem fraukan girnist! En Brad er sjálfsagt ánægður með þetta, þótt það komi ekki beinlínis fram í fréttinni!
Angelina Jolie ekki mig,
ýkja mikið heillar, það er ljóst.
Enda vill nú, út af fyrir sig,
aðeins karli sínum "GEFA BRJÓST"!
Angelina fórnaði ærslunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 15:05
Hlýindahjal!
ER þetta ekki dæmigert, Verslunarmannahelgin ekki fyrr liðin með sínu misjafna veðri, en hlýna fer á fullu hér nyrðra!
En ætla samt ekki að grenja neitt sérstaklega út af vþí, öðru nær, fagna þessu bara og er glaður auk þess sem gráturinn og svekkelsið hefur nú alveg verið nóg hjá ýmsum öðrum ónendum á svæðinu síðustu daga!
N'yt bara lífsins í blíðunni þegar hún gefst!
Nú aftur er hafið hlýindaskeið,
hamingju ekki ég leyni.
Já, hérna er Geiri, góðri á leið,
að glrillast sem skanki á teini!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 15:32
Svandís og miðjan!
Alveg ágætisspjall eins og svo oft hjá J'onasi, nema hvað eins og stundum áður hjá Svandísi og mörgum fleiri stjórnmálamönnum, sem temja sér að tala og hugsa hratt, þá varð henni aðeins á í orðaflaumnum er henni var mikið niðri fyrir um stjórnmálaumhverfið í dag. Sagði hún eitthvað á þá leið, að "henni þætti augljóst að miðjan í íslenskum stjórnmálum hefði færst til hægri"!?
Nú er ég hvorki innvígður né innmúraður í pólitíkinni, þótt ég hafi haft áhuga á henni frá blautu barnsbeini, því getur einhver merking sem ég kem ekki auga á, verið til í dæminu og fleiri tekið svona til orða?
En ég spyr mig samt, hættir miðja ekki að vera miðja ef hún færist til? Eða tja, hvernig getur miðja ef hún er miðja eiginlega færst til?
Spyr sá sem svo sannarlega ekki veit!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar