Færsluflokkur: Dægurmál
Í beinu framhaldi af skensi mínu í gær um hægfara fjölgun Akureyringa, sem þó var þá fagnað að væru orðnir 17000, þá spannst aðeins meir í kjölfarið er nýjasta tölublað staðarritsins VikuDags, kom inn um lúguna hérna!
Ónefnd kona fór þá að lesa fregn í blaðinu einmitt um þennan viðburð og skoða meðfylgjandi mynd af bæjarstýrunni ennvarandi, Sigrúnu björk Jakobsdóttur, afhenda ánægðum foreldrum gjöf í tilefni dagsins. Spurði ég til gamans hvernig freyjan væri á myndinni og fékk þá það svar, að hún væri bara hversdagsleg, í gallabuxum að því er virtist og bol. SVo sagði konan upp úr einu hljóði:
"Hún er með ansi hreint mikil brjóst!"
Ég varð nú að viðurkenna, að ég hafði nú séð Sigrúnu er hún var að byrja í stjórnmálunum, en hafði ekki spáð neitt í brjóstin, þó ég sem kraftmikill karlmaður, gerði það auðvitað stundum!
En konan dróg hvergi úr "umfangi" málsins, svo að útleggja mátti það þannig!
(veit að sumum mun þykja þetta á mörkum velsæmis, en harkið af ykkur!)
Já, Bæjarstýrunnar barmur,
bústin er mjög og varmur
bols besta er snið,
svo blasi hann við.
Ei trosnaður túttugarmur!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 13:19
Skemmtilega að orði komist!
Hlusta nú orðið bara þegar tími og þolinmæði er til og þá mest á Rásir eitt og tvö auk Sögu stundum. Hef aldrei verið neinn aðdáandi Bylgjunnar, opna þó endrum og eins fyrir hana, líkt og ég gerði sem snöggvast fyrir hádegi í dag.
Þá var þar ónefndur útvarpsmaður að segja frá því, að ekki yrðu fleiri miðar á "Heimsfrumsýningu" Simpsonbiómyndarinnar, gefnir að sinni. Spjallaði svo aðeins meir um myndina og sagði svo þessa einstöku snilld:
"En semsagt, myndin verður heimsfrumsýnd víða um land...."!?
Já, stundukm er meira að segja hægt að skemmta sér við að hlusta á Bylgjuna!
SVo má bæta því við, að íþróttafréttamaður hjá RÚV, notaði orðalag um áframhaldandi veru sænska fótboltamannsins Slatans Ibrahimovich, hjá Inter Milan, sem ég hef ekki heyrt áður í slíku samhengi. Sagði eitthvað á þá leið, að liðið og leikmaðurinn hefðu náð áframhaldandi "kjarasamningi" Skemmtilegt!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 15:31
"Ég er hýr og..."
Heyrið þið ekki og sjáið Kristjönu Lúkasarmömmu kyrja þetta með smá breytingu frá upprunanum, sem væri hún Mjöll Hólm!?
Læt hins vegar öðrum um að tjá sig um málið að öðru leiti!
Lúkas kominn heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2007 | 00:54
Hin vinsæla en umdeilda Ellý Ármanns!
Sjónvarpsþulan og spákonan með meiru, Ellý Ármanns, er býsna lunkið sprund verð ég að segja!Að minnsta kosti gengur henni vel að halda athygli fólks á sér og vílar fátt fyrir sér í því, samanber síðasta uppátækið, að birtast99% nakin framan á nýjasta hefti tímaritsins Ísafoldar!Birtist hún þar í slíku gyðjulíki auðvitað í kjölfar þess, að hún hefur með enn einu tiltækinu markað sér bás sem erótísk örsöguskáldkona, við gríðarmiklar undirtektir hér á Moggablogginu! En eins og við mátti búast, eru nú ekki allir alls kostar sáttir við þessa miklu fyrirferð stúlkunnar og hafa gagnrýnt hana með ýmsum hætti, hér og þar! ER eflaust hægt að samsinna þeirri gagnrýni að einhverju leiti allavega, en ég læt nægja að horfa á hina kímilegri hlið málsins!
Hvers á gyðjan að gjalda,
glöð þó vilji hún tjalda.
Því sem guð henni gaf,
glæsileik af
án brókar og brjóstahalda!?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.7.2007 | 11:11
Guðrún Gunnars varð að Páli Óskari!
Í sjálfu sér ekki í frásögur færandi þetta viðtal, nema hvað að í þættinum kynnti kvinnan Lísa lag eftir VAlgeir Skagfjörð í flutningi eiginkonu hans, Guðrúnar Gunnarsdóttur.
En viti menn, allt annað lag fór í gang, sjálfur sjarmörinn Páll Óskar með útgáfu af What A Wonderful World með íslenskum texta, Þetta er yndislegt líf!?
Strákurinn Palli hefur nú ekki beinlínis verið uppáhald sumra "Eldheitra" boðbera orðsins og annara sem telja sig fara eftir því sem kunnugt er, því fannst mér þetta nú svolítið fyndið um leið og að vera klaufalegt.
Og Og þetta var ekki síður óheppilegt vegna þess, að þátturinn var ekki í beinni útsendingu, því Sr. Hjörtur og Lísa ræddu eftir að söng Páls lauk, að þau hjónin störfuðu eitthvað fyrir söfnuðinn!?
Missti hins vegar af lokum þáttarins, getur því alveg vel verið að Palli hefði átt að hljóma í lokin?
ÁRin sem býr í mér, getur hins vegar ekki annað en skríkt út af þessum mistökum!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 13:46
"Clintarinn" fanst mér nú flottastur!
Annars alveg stórmerkilegt hvað menn finna sér til dundurs!
Þegar mönnum dettur svo næst í hug að banna brennivínið á pöbbunum,það hlýtur bara að koma að því, er fyrir bjórdrykkunni haha,(og ef marka má "heilbrigða" bjórdrykkjumenn, þá koma "Bremmsbullurnar" óorði á bjórinn eins og rónarnir komu því áður á brennnivínið!?) þá hjóta menn um allan heim að skjóta á fundi eða fínni ráðstefnu til að rýna í allar helstu bækur og biómyndir til skemmtunar fyrir sig og kannski fleiri!?
Reykbókmenntir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 11:37
Bull eða besta mál?
En af þeim takmörkuðu kynnum sem ég hafði af poppgyðjunni okkar, þá kæmi mér nú ekki á óvart, að þetta gæti nú samt verið rétt!
En að stelpurófan Brittny fengi hér frið, það er nú önnur saga, þó "neðannekt" þyki nú ekki tiltökumál hér!
Björk býður Britney til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2007 | 17:20
Þetta fer mest í taugarnar á mér í dag!
1. Hitinn er "bara" 50% lægri í dag en í gæ, 10 í stað 20 stig!
2. Allt of mikið klæddar konur í návist minni, þannig upplifir maður hitalækkun!
3. Menn sem berja dýr, eins og lesa má á bloggi gurrihar!
4. Að sumir aðrir "stórbloggarar" telji sig betur komna á eyju, voru svosem á henni fyrir!?
5. Sprekið í stóra garðinum mínum, það virðist endurnýjast daglega!?
6. Ónefnt útvarpskona á Bylgjunni, sem bara býður Sjálfstæðismönnum og/eða Valsmönnum í heimsókn, hvenær hefur slíkt fólk þótt sértakt!?
7. Glórulausir ökumenn, þeim vonda "þjóðflokki fer sífelt fjölgandi!
8. Íslensk karlaknattspyrna, spyrjið mig ekki hvers vegna!
9. Þorsti, það er að segja Lífsblóms míns. Kann bara ekki að vökva það lengur!
10. George Bush, en það er nú bara orðin gömul klisja!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 00:46
"Krónu-Krydd"!"!
Um það snýst málið góðir hálsar, nákvæmlega ekkert annað!
En skildi Mel B. svo líka koma með tilkynningu í kjölfarið um að hún sé aftur byrjuð með Fjölni!?
Kryddpíur saman á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar