Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Ekki seinna vænna!

Nei, sannarlega er jólin eru að syngja sitt síðasta í dag á Þrettándanum, að koma að smá léttum kveðskap um sveinka tvo, sem bæst hafa í hóp hinna þrettán gömlu!
Vinkona mín góða, hún Kolbrún Stefáns, kolbrunerin.blog.is átti nú kveikjuna að fyrri samsuðunni hér að neðan, en rétt fyrir áramótin varð henni að yrkisefni í blogggrein hann BANKASKELLIR! Í framhaldi af því kom bloggarinn og kratinn Gísli Baldvins með létta túlkun á þessum sveinka, sem Kollu fannst svo að ég yrði örugglega að bæta við. Og ég brást ekki kalli glæsikonunnar, sem “hlýðin hundur” væri, en lagði auðvitað út af hennar eigin orðum um sveinka í leiðinni!

Aldeilis þá háðskur hrellir,
hinn nýji sveinki, Bankaskellir.
Og peninganna púka fellir
svo þeim er um og ó!
En komu hans ei Kolla grætur,
kankvís í það skína lætur.
Að henni finnist SVeinki sætur.
-Ekki nema það þó!-

En svo aðeins um hinn sveinkan, sem nú ku vera komin á stjá eða á leiðinni.

En athygli nú að sér kippir,
annar sveinki, skæður já.
Nefndur er hann KORTAKLIPPIR,
Kölskaglott er fési á!

Við skulum nú samt vona, að sem fæstir séu að fá eða eigi von á “Heimsókn” frá honum!


Sinnaskipti!?

Krónan okkur kannski meir,
nei króar ekki inni.
Ef og þegar gerist Geir,
Gjaldeyrisskiptasinni!?

En þetta er nú aðeins farið að minna á EES, sem Geir og aðrir D menn í forystu, vildu ekki sjá fyrr en tilneyddir!
ESB aðild og hugsanleg upptaka annars gjaldmiðils er allavega komin í umræðuna á þeim bæ fyrir alvöru, en fyrst og síðast vegna þess að menn neyðast til þess í ástandinu sem hefur skapast á umliðnum vikum og auðvitað líka, að flokkurinn er í mikilli klípu og hefur misst traust margra kjósenda sinna eða virðist vera að gera það samkvæmt endurteknum skoðanakönnunum undanfarið!
Þessi frásögn, boðuð fundaherferð flokksins um landið og svo orð fv. varaformannns í fréttum fyrr í dag, Friðriks Sophussonar, um að flokkurinn yrði að taka umræðu að alvöru um upptöku annars gjaldmiðils einhliða m.a. sýnir svo ekki verður um villst, að menn eru orðnir mjög órólegir og óttast framhaldið!


mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðiefni eða glapræði?

Þá eru semsagt komin á býsna ströng lög já um gjaldeyrisviðskipti.
Hlustaði nú lítt á umræðurnar í gærkvöldi, en heyrði þó að ítrekað kom fram að setning laganna væri eitt af skilyrðunum fyrir láninu frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Gott og vel, en það sem vekur hins vegar athygli og er nú satt best að segja svolítið fyndið í öllum táradalnum, er að viðbrögð fólks sem leitað er til og sjá má m.a. hér á mgl. eru furðulega misjöfn og í nokkurri mótsögn að því er virðist!?
Vilhjálmur Egilsson, forkólfur samtaka atvinnulífsins, talaði mjög fyrir þessu láni frá Gjaldeyrissjóðnum og taldi það mjög brýnt. (Vilhjálmur líka fv. starfsmaður sjóðsins til skamms tíma)
Í morgunfréttum RÚV kallaði Vilhjálmur lögin í tengslum við lánið aftur á móti hræðileg og taldi m.a. að menn myndu leggja sig alla fram um að fara á svig við þau!?
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur á bifröst, talaði hins vegar mjög á móti láninu, m.a. á fundui í Iðnó,en lætur hafa eftir sér hér á mbl. fyrr í morgun, að lögin séu fagnaðarefni!? Að vísu segir hún líka að höft sem í þeim felist séu hagfræðinni ekki að skapi, skattlagning verið betri, en semsagt setning laganna góð út af fyrir sig!
Ég veit ekki með ykkur sem þetta kunnið að lesa, en mér þykir þetta svolítið ruglingslegt. En kannski vildi Vilhjálmur bara lánikð og svo frítt spil fyrir sína menn eins og ekkert hefði í skorist? Lilja ekki lánið en önnur úrræði og þá kannski svipuð lög um gjaldeyrisviðskiptin, en óháð lántökum?
Spyr sá sem ekki veit!
mbl.is Lög um gjaldeyrismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óeðlilegt, svo ekki sé meira sagt!

Í munni hagspekinga og þeirra sem heita eiga sérfróðir um verðlagsmál með meiru, er skýringin "Undirliggjandi verðbólga" stundum notuð til að leggja mat og í sumum tilfellum réttlæta hækkanir af ýmsu tagi og þá meiri og stundum langt yfir ríkjandi verðbólgu!
Í þessu liggur svo, að kosnaðarhækkanir á vörum eða við að framleiða þær eða flytja á markaðin hefur aukist án þess að það hafi enn komið að fullu fram í verðlaginu sem raunverðbólgan miðast við.
Kannski ekki mjög skýrt, en þetta er nú samt það sem við fáum nú sem oftast áður að heyra frá kaupmönnum og fleirum er þeir verða ynntir eftir hví þessar gríðarlega miklu hækkanir á fáum ma´nuðum séu langtum meiri en sem nemur viðurkenndri verðbólgu, um 15 til 16% að undanförnu eða svo.
En þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt og stenst ekki, þó vissulega geti hluti þessara hækkana átt sér eðlilegri sýringar að hluta. Hvorki framleiðslu- flutnings- eða launakosnaður hefur hækkað svo gríðarlega sl. hálfa árið eða svo, sem þá aftur þýðir einfaldlega, að hlutfall álagningar hefur hækkað!
Upp á síðkastið hefur jú vissulega kreppan spilað stóra rullu, ví má ekki gleyma og öllum gjaldeyrisvandanum. En Það getur ekki skýrt né réttlætt þessar miklu hækkanir, allavega ekki enn sem komið er.
Höldum annars sem best vöku okkar og reynum eftir mætti, efnum og aðstæðum, að veita kaupmönnum og öðrum söluaðilum aðhald, fylgjast sem best með því til dæmis að verðskráning sé sú rétta í hillum, en ekki allt önnur er komið er á kassan, vera óhrædd að benda afgreiðslufólki á ef misbrestur er á þessu eða að vöru séu ílla eða yfir höfuð ekki verðmerktar. Munum þó ætíð, að gera það með bæði kurteisum og rólegum hætti, það er alltaf best.
mbl.is Dæmi um ríflega 100% hækkun á matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrás hin nýja!?

Nú ég gæti eflaust ort,
afar blautleg kvæði,
klámvísur af kræfri sort,
"kjaftfullar" af sæði!

En sleppi því "velsæmis vegna"!
En, líkt og örugglega fleirum hefur komið í hug, gæti hér verið komið tækifæri í nýja já og ALVÖru ÚTRÁS!?
Að vísu erum við ekki bestu vinir Tjalla núna né þeir okkar, en það mætti reyna..!

Ánægður ég yrði já,
Útrásar- að sinna vinnu..
EF aðstoðina fengi frá,
fjörugri og góðri kvinnu!

Þær sem hafa áhuga, vinsamlegast hafið samband..


mbl.is Sæðisgjafa skortir í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein af stóru spurningunum!

Margur maðurinn, almennur launþegi, svaraði kalli á sínum tíma er stjórnvöld og fjárma´lastofnanir m.a. hvöttu sem flesta að taka þátt í viðbótarlífeyrissparnaði. Og sem fram kemur í fréttinni, hefur þetta svo tengst kjarasamningum, vinnuveitendur komið með viðbótarmótframlag auk þess gamalgróna varðandi almennu framlögin í lífeyrissjóðina.
Það hefur svo verið misjafnt hvernig kostur hefur verið valin til ávöxtunar á þessum aukasparnaði og því miður virðist mikill vafi leika á um þann hluta sem fólk hefur m.a. sett í hina ýmsu sjóði í vörslu bankanna þriggja. Auk svo óvissunnar um hvort og þá hve miklu fólk hefur tapað sem geymt hefur sinn sparnað í slíkum sjóðum, þá er framtíðin líka óviss um réttindin og ávöxtunina, en sú óvissa gildir reyndar almennt hygg ég um alla aðra líka er bæði eru lífeyrisþegar nú þegar eða verða það í framtíðinni og alla almenna sparifjáreigendur!

Hugum að almennu sparifé líka, verðbólga eykst.

Sem margoft hefur verið hamrað á síðustu vikurnar eru innistæður á almennum sparireikningum tryggðar upp að ákveðnu marki samkvæmt lögum.(u.þ.b. þremur m. í einstaka banka a.m.k. ef mig misminnir ekki?)
En í ljósi þess að verðbólga hefur aukist, er nú um 15% og að stýrivextir hafa loks verið lækkaðir, sem þá er jafnframt ávísun á almenna vaxtalækkun, hygg ég að fólk þurfi líka að huga að þessum reikningum og athuga hvort raunávöxtunin geti á einhverjum tilfellum ekki stefnt í að verða neikvæð!
Fyrir þá sem ekki þekkja, þá er raunávöxtun sá mismunur (í þessu tilfelli) innlánsvaxta og þeirrar verðbólgu sem reiknast á hverjum tíma og gildir á vaxtadegi. Held já að þetta sé misjafnt varðandi hina ýmsu reikninga og mismunandi peningastofnana, en hvet fólk eindregið til að kynna sér þetta vel upp á framtíðina að gera. Vaxtalækkun gildir nefnilega líka um innlánin, eignirnar okkar, ekki bara um útlánin, skuldirnar okkar!Allt þetta stóra þrengingadæmi gerir það auðvitað líka að verkum að bankarnir og aðrar fjármálastofnanir/fyrirtæki, eiga erfitt með að standa undir hárri ávöxtun, þegar tekjumöguleikar hans m.a. af lánastarfsemi minnkar með lægri gjöldum á útlánum.
Í þeim efnum situr þó verðtryggingin enn á sínum stað, en á afnám hennar hrópar nú margur í kreppunni!
Það dæmi er þó held ég mjög flókið mál og erfiðara að fást við en vaxtaumhverfið!


mbl.is 0-4% lægri ávöxtun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin er annars bróðir í leik!

Íslenskur almenningur hefur fyllst andúð í garð Breta á sl. dögum, hvers vegna þarf ekki að tíunda.
Séu þetta réttar heimildir, að Phillip Green sé svona "rausnarlegur" í sínu tilboði, þá bætir það sannarlega ekki úr skák!
Garmurinn hann Jón Ásgeir á nú að hafa átt ýmis viðskipti við þennan mann og unnið með honum að sögn, en ekki virðist það nú ofarlega á blaði eða skipta máli ef þetta er rétt.

Bjargföst það er meining mín,
í Mammons þessu umfloti
að fjandi sé nú phillip Green,
fégráðugur andskoti!

En hvort tilboð kananna verður nægilega miklu betra þó hærra sé, verður bara að koma í ljós.

Hvers vegna ég hætti ekki með Enska boltan.

Sjáið til, menn hafa m.a. verið að ræða það já að segja upp enska boltanum hjá 365 til að tjá vanþóknun sína yfir ömurlegri framgöngu breskra stjórnvalda, gagnvart okkur og sem líklega hafi átt stóran þátt í að Kaupþing varð að gefast upp líka.
Auðvitað yrði það í senn sterk og táknræn aðgerð, ef stór hluti þeirra tugþúsunda sem kaupa boltan myndu hætta og það spyrðist út til Englands, en þá yrði það líka til að veikja hið íslenska fyrirtæki enn frekar og stefna lifibrauði fjölda fólks sem þar vinnur í enn meiri hættu en nú er og er hún þó alveg næg fyrir!
Það líst mér ekki á og tæki ekki þátt í slíkri fjöldaaðgerð ef af yrði, þó vissulega mér sé fullkunnug öll vanþóknunin að baki og myndi ráða för.
Svo er það líka hitt, að þótt mitt heittelskaða rauða lið í Liverpool sé enskt félag í enskri deild, þá er það þannig lagað svo langt sem það nær, vþí ekki bara eru einungis tveir Englendingar í sterkasta byrjunarliðinu alla jafna, heldur er það líka í raun AMERÍSKT, tveir kanar sem eiga félagið!
Myndi nú ekkert sérstaklega hefna mín á þeim með því að hætta með áskriftina!?
Til viðbótar er liðið svo með ákveðna viðleitni nú til að vinna titilinn eftir nær tveggja áratuga hlé, sýnist allavega til þess burðugt í augnablikinu og því vil ég fylgjast áfram með!


mbl.is Vill kaupa skuldir Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Vont og það versnar, versnar og versnar..."!

Hverjum á að trúa og HVERJU á að trúa!?
Í öllum þessum Glitnisglundroða sem engan vegin sér fyrir endan á, né yfirleitt hversu djúp og langvin þessi niðursveifla ætlar að verða, spyr hinn almenni borgari að þessu og veit vart sitt rúkjandi ráð.
Af því tilefni er enn og aftur ástæða til að rifja upp vísuna sígildu, sem ég veit þó ekki hver er höfundurinn af!

Satt og logið sitt er hvað,
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar flestir ljúga!?

og svo já þegar krónufall heldur endalust áfram, botninum seint eða aldrei náð hér heima og víða annars staðar í veröldinni hlutirnir að fara á svipaðan veg, þá er ekki nema von að fólk spyrji frekar og enn stærra sþennan hátt!

Í Kreppufjárans kuldahyl,
krefjast lýðir svara.
Er heimurinn nú hér um bil,
til helvítis að fara!?


mbl.is Ísland verri kostur en Kasakstan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er allavega örlagaríkur!

Guðni daginn segir svartan,
að sönnu honum dimmt er yfir.
En sólargeisla samt ég bjartan,
sé, því ennþá Glitnir lifir!

Gæti annars sett hér niður mjög langan pistil, margar hugsanir farið gegnum hugan frá því í mörgun að þessar fregnir bárust og óteljandi spurningar vaknað, sem enn er ósvarað!
Og krónan heldur áfram að falla...!
Skiljanlegt að hinn almenni meðaljón sé uggandi, lán hans hækka og framfærslan sömuleiðis auk þess sem lífsviðurværið er ótryggt, atvinnan gæti verið töpuð hvenær sem er hjá mörgum þeirra!
En samt, ekki dugir að gefast upp, einvhern vegin verður að halda áfram, ví lífið heldur jú áfram og vonin má ekki glatast þó dofni, að ástandið taki aftur að lagast.
En sem ég segi, mörgum spurningum er ósvarað um Glitnis sem slíkan og um hina bankana líka til dæmis, af þessu verður að draga lærdóm og fá úr því skorið hvort þetta var svo í raun rétt þegar frá líður!


mbl.is Svartur dagur í sögu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bílahaf á bryggjunni"!?

Það er víst best strax í upphafi, að taka það fram, að í dag er 19. júlí, sólríkur dagur og fallegur um mestallt land, þjóðfélagið þ´ví í rólegheitagír og þannig lagag ekki beinlínis mesti annatíminn í fréttum. Það þarf þó að fylla fréttadálkana með einvherju og þótt sólin skíni og landinn reyni að n´jóta þess sem best, hefur ský sannarlega dregið fyrir sólu í hinu efnahagslega tilliti svo að margur er komin með kvíðahnút fyrir framtíðinni, þótt njóti nú sumarblíðunnar í augnablikinu! Á næstu vikum gætu nefnilega margir misst vinnuna að boðað er, fengið þau tíðindi jafnvel strax nú áður en sumri hallar og fríi lýkur, að þeim hafi verið sagt upp. En hvað sem því líður og hve mikið svartnætti er framundan, þá er nú ansi kúnstugt að lesa "frétt" sem þessa, sem er raunar engin slík, heldur frekar uppfyllingarefni á hásumri og raunar líka auglýsing fyrir fyrirtækið sem um er rætt! Forsvarsmaðurinn sem rætt er við, er nú ansi orðlipur verð ég að segja, talandi um "Bílahafið á bryggjunni" og að meint viðhorf bílasalans japanska sem fyrirtækið hans er umboðsaðili fyrir, að grynka á þessu "hafi" með því að samþykkja að umboðið lækki verðið um millu eða svo til að leiðrétta birgðastöðu, sé eitthvert tímamótainngrip í "þjóðfélagsvandamál"!? Þetta er auðvitað meiriháttar rugl og alveg makalaust að það eigi nú að heita svo, að sérstakur afsláttur í takmörkuðum mæli á einni bílategund sé til lausnar þjóðarvanda haha, það verður nú að segjast eins og er! Enn verra finnst mér nú samt, að Moggin sé að slá þessu "sölutrikki" bílaumboðsins upp sem mikilli frétt, þetta er bara viðleitni þess til að bregðast við samdrætti og ekkert svo sem við það að athuga í sjálfu sér nema þennan málflutning um inngrip í þjóðarerfiðleikana. Get alveg ímyndað mér núna að öll hin söluumboðin á bílum í landinu, hljóti að hugsa sitt ráð núna og síðan heimta viðlíka auglýsingu að ha´lfu Moggans! Hins vegar er það alveg á hreinu í mínum huga, að vandin í þjóðfélaginu nú er einmitt ekki minni kaup á bílum, heldur alveg öfugt, allt allt og margir og þá ekki hvað síst margt ungt fólk hefur hent sér út í skuldir á skuldir ofan í arfavitlausum bílakaupum, þar sem einmitt þessi 100% lán hafa spilað stóra rullu, sem og í fleiri fjárfestingum. 18 til 20 ára einstaklingur ætti að mínu mati aldrei að fá slík lán að mínu mati og í sem allra flestum tilvikum þar sem því væri komið við, ættu eigin peningar alltaf að vera sem mestur hluti af kaupverði í hlutum á borð við bifreiðar! Hluti vandans er líka eins og allir vita, að allt of markgir bílar eru á götunum, allt of margir eiga bíla vegna þessarar eyðsluendaleysu sem viðgengist hefur sl. árin. ég þarf svo ekket að tíunda margfeldisvandan sem skapast hefur af þessari of miklu bílaeign, er allt frá meiri mengun til fleiri óhappa o.s.frv. Landinn þarf því held ég á flestu öðru a halda en áframhaldandi bílakaupum og nú gerist það kannski í kjölfar hins stóra samdráttar, eldsneytishækkunar meðal annars.
mbl.is Hættu við að senda bílana út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband