Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Sama gamla sagan!

Hafið þið tekið eftir einu?
Eitt orð hefur nánast týnst úr málinu á síðustu vikum og mánuðum, ekki heyrt það lengilengi í nokkrum fréttatíma né heyrt nokkurn mann nota það!
Og orði sem ég er að tala um...

GÓÐÆRIÐ!!!

Já, elsku besta Góðærið, sem orð er ekki bara horfið heldur er hin huglæga merking og ástand sem það átti að tákna fyrir allavega suma, virðist bara vera gufað upp!
Niðursveifla, Dýfa í hagkerfinu, Kreppa, þau orð eru komin í staðin og auðvitað ekki af ástæðulausu.
En, það breytir nú samt engu með blessaða kaupmennina, í þeirra huga breytast nú hlutirnir ekki þrátt fyrir að harðni á dalnum kannski, neinei, í okkar rekstri gildir áfram hið sama og aðeins eitt...

GRÆÐA!

Það er nú gömul saga og ný og í sjálfu sér ekkert við það að athuga, NEMAnemanema (eins og Þursarnir sungu um árið í "Pínulitla karlinum") sú hugsjón fari út fyrir eðlileg mörk og sú "Gamla kella" GRÆÐGIN skjóti upp kollinum!
Því miður virðist svo vera upp á teningnum í einhverjum þessara tilvika, sem neytendur hafa verið að koma á framfæri við sín samtök m.a.
Í öllum bænum má fólk halda því áfram og á einfaldlega að sniðganga þær verslanir sem svo opinskátt sýna þeim lítilsvirðingu með því að breyta verði vara fyrir framan augun á þeim!

Græðgin já er söm við sig,
sálum margra spillir.
Gæðablóðið gamla mig,
gremju sannri fyllir!


mbl.is Gamlar vörur hækka í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smekkleysa!

Jamm og þá er ég ekki að tala um hið ágæta útgáfufyrirtæki með meiru, heldur þessi vinnubrögð og afskaplega kléna útskýringu á þessu sem hér má lesa að hálfu hlutaðeigandi!
Því trúir ekki nokkur heilvita maður, að viðkomandi hafi ekki vitað hvað þeir voru að gjöra, en eins og í frægri farsimaauglýsingu frá sl. ári reyna menn auðvitað og það fullkomlega meðvitað, að ganga eins langt og þeir geta í auglýsingaskyni!
Múnurinn núna er hins vegar sá, að hér fara menn yfir strikið, en Jón gnarr dansaði á línunni!
SVo er löglegt að auglýsa farsíma, en ekki bjór!
Eitthvað á þessa leið hafa menn sjálfsagt lagt þetta niður fyrir sér!

Vel skal hampa vorum bjór,
vegna tímamóta.
Landvættina legg'í flór
og lögin "óvart" brjóta!


mbl.is Ölglaðar landvættir í auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VElkist nokkur í vafa lengur!?

Bæði skorinort og skýrt,
er skilgreint hreint ekki rýrt.
Nei, það ljóst skal lýð,
um lífs alla tíð
Ísland sé andskoti dýrt!
mbl.is Dýrast að búa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218059

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband