Smekkleysa!

Jamm og þá er ég ekki að tala um hið ágæta útgáfufyrirtæki með meiru, heldur þessi vinnubrögð og afskaplega kléna útskýringu á þessu sem hér má lesa að hálfu hlutaðeigandi!
Því trúir ekki nokkur heilvita maður, að viðkomandi hafi ekki vitað hvað þeir voru að gjöra, en eins og í frægri farsimaauglýsingu frá sl. ári reyna menn auðvitað og það fullkomlega meðvitað, að ganga eins langt og þeir geta í auglýsingaskyni!
Múnurinn núna er hins vegar sá, að hér fara menn yfir strikið, en Jón gnarr dansaði á línunni!
SVo er löglegt að auglýsa farsíma, en ekki bjór!
Eitthvað á þessa leið hafa menn sjálfsagt lagt þetta niður fyrir sér!

Vel skal hampa vorum bjór,
vegna tímamóta.
Landvættina legg'í flór
og lögin "óvart" brjóta!


mbl.is Ölglaðar landvættir í auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég verð að segja Magnús minn, að það svíður mig ekkert þó menn grínist með landvættina og þjóðfánan.  Ég er ef til vill ekki nægilega þjóðernissinnuð.  En allt sem heitir einkennisbúningar, eða tákn sem eiga að merkja stöðu og staðsetningu, er eitthvað sem mér hugnast ekki.  Til dæmis þegar ég horfi á fáránlega búninga katólskra presta og páfa, þar sem hégómaskapurinn birtist í sinni skærustu mynd.  Það sem skiptir máli er í hjartanu á okkur, en ekki ytra pelli og purpura.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín væna Ásthildur Cesil, kærar þakkir fyrir innlitið!

Ég hef nú ekki heldur neinar heitar tilfinningar sem slíkar gagnvart landvættunum, er allt of mikill æringi og prakkari til þess. En þetta snýst ekki um grín í þessu tilfelli, heldur að menn virði lög og séu ekki að hampa áfengi með svona grófum hætti.

Magnús Geir Guðmundsson, 2.3.2008 kl. 16:22

3 identicon

Ég hafði húmor fyrir báðum þessum auglýsingum, og mér finnst allt í lagi að láta reyna á heimskuleg lög, hvort þau standist.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Birnuson

Sammála Bubba J. Óþörf lög eru heimskuleg lög, og þessi lög eru sannarlega óþörf.

Birnuson, 3.3.2008 kl. 11:46

5 Smámynd: Brynja skordal

já gott að hafa húmorin á réttum stað

Brynja skordal, 4.3.2008 kl. 08:05

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Burtséð frá kímnigáfu hvers og eins og hvað sé fyndið, þá virðist á herramönnunum tveimur hér að ofan að skilja, að allt í lagi sé að brjóta lög bara ef þeim sjálfum finnst þau heimskuleg? Mjög athyglisvert sjónarmðið verð ég að segja, hvort sem þeir eiga bæði við bannið um áfengisauglýsingar eða um notkunina á skjaldarmerkinu! Sem ég sagði, þá má alveg hugsa þetta með Landvættina sem slíka, en hvað sé svona fyndið við að gera þá að drykkjufígúrum í þágu bjórframleiðanda, get ég ómögulega skynjað.

Magnús Geir Guðmundsson, 4.3.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband