Færsluflokkur: Tónlist

Plata ársins? Kannski, veit ekki!

mugison - mugiboogie.

Ef marka má umfjöllun víða á síðustu vikum, þá er svarið áreiðanlega já, að þetta sé að öllum líkindum plata ársins hjá mjög mörgum!
"Hvaladrápsplata" Krumma og félaga í Mínus er þó væntanlega harður keppinautur miðað við lofsamlega umfjöllun um hana líka í sumar, en gallin bara sá að gleymska grípur stundum "sérfræðingaliðið" sem stundar slíka iðju sem tónlistarskrif, þannig að sumarútgáfurnar hafa stundum hreinlega "týnst" vegna flóðsins á undanförnum vikum, er slík uppgjör fara svo fram oftar en ekki í lok ársins eða í byrjun þess nýja!
En semsagt í rokkdeildinni allavega er þessi þriðja eiginlega einherjaplata Ísfirðingsins og skipstjórasonarins Mugisons, Mugiboogie, án mikils vafa mjög sterkur fulltrúi sem plata a´rsins!(kalla þetta þrriðju plötuna, þó kvikmyndatónlist eftir hann hafi hygg ég komið út á einum þremur plötum allavega, A Little Trip To Heaven og úr Mýrinni eftir Baltasar og Nói albinói eftir Dag Kára!?)
Sannarlega líka komin tími á nýja plötu, örugglega meir en þrjú ár frá öllu æðinu með Mugimama, Is It A Monkey Music?!
Ég krækti í eintak fyrir nokkrum vikum og hef svona sæmilega sett mig inn í gripin, það er að segja svo mikið sem þurfa þótti, því hvað sem sagt verður um hæfileika mugisons almennt sem tónlistarmanns, sem söngvara til dæmis og gítarleikara eða sem sviðsmanns, þá verður tónlistarsköpunin ekki skilgreind sem sú frumlegasta né sú flóknasta áheyrnar!
En sem flytjandi, ekki síst sem söngvari, er hann hins vegar jú um margt sérstæður og það hefur auk líflegrar sviðsframkonu og sérstakrar, auðvitað átt stóran þátt í velgengni hans og vinsældum auk auðvitað tónlistarinnar sem slíkrar.
rótarmúsík er ágæt skilgreining, blúsáhrif með meiru, svona angurværð og rólegheitum í bland. (svona hippakeimur kannski ef það segir eitthvað)
Núna er það bara meira rafmagn, rokk og læti sem einkennir tónlistina á mugiboogie, sem þó ekki hefur skort svosem áður á tónleikum að mér skilst!
Við fyrstu hlustun og nokkuð svo áfram, varð mér oftar en ekki á að brosa, ekki laust við að fortíðarkeimur frægra hetja á borð við Yardbirds, Cream, Hendrix og Doors kæmu þarna saman og svo nær í tíma eitthvað sem minnti mig helst á kanann sérstæða og "Íslandsvininn" John Spenser og sveit hans Blues Explotion!
En veit samt ekki, kannski bara í kunnuglegri tónsmíðaveröld, samt sérstök lagasamsuða og nokkuð svo skemmtileg á köflum!
En "Plata ársins"? Veit nú ekki fyrir mina parta, satt best að segja fleira sem hefur skemmt mér ekki síður og kannski meir!
Nú, kunnugleg nöfn koma við sögu við spilun með mugison á mugiboogie. Djasspíanistin Davíð Þór úr Flís og aldavinur mugisons Pétur Ben eru þar á meðal og svo engin annar en gítarjöfurinn Björgvin Gíslason,s sem blúsar þarna hlutina enn betur upp!
Útgáfan sem slík vekur svo líka nokkra athygli og er greinilega partur af því sem æ meir verður partur af framtíðinni í þeim málum. Listamaðurinn gefur plötuna semsagt út sjálfur, en hefur sér til fullþingis netþjónustu og það ekki rekna af neinum aukvisa, heldur sjálfum Einari Erni, Sykurmola og Smekkleysueiganda!
Gegnum hana er hægt að fræðast meir og kaupa plötuna á tölvutæku formi, en ekki með leiðindaskilyrðum og lásum eins og hingað til mest hefur tíðkast, heldur í fullum gæðum og án skilyrða!
Slóðin er:

grapewire.net.


Dóri er damur við sig!

SEm gamall góðkunningi afmælisbarnsins og "Bróðir í Blúsnum" fær kappinn árnaðaróskir hér með og að sjálfsögðu tvöfaldar vegna Grammy, sem hann Eyjó skrifar um hér við fréttina!
En Halldór Bragason hefur alltaf verið grallari, ávallt farið út á ystu nöf þess mögulega og látið sér fátt um finnast þótt sumir hafi kannski hneykslast!
Dóri og félagar til dæmis frægir með eindæmum fyrir að spila eins lengi og eins HÁTT og þeir hafa getaðð, svo oftar en einu sinni hefur löggan blessuð verið kölluð til "að skakka leikin"!
Nafnið á gítarnum er svo bara snilld, nákvæmlega í anda eigandans, ögrandi og ekkert slor!
mbl.is Nefnir gítar Múhameð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiki stendur sig, en...

blaðamaður 24 stunda má vanda sig öllu meira!
Ken karlinn Hensley hefur jú vissulega gripið í gítarinn á ferlinum, en var nú fyrst og síðast Hammondorgelleikari með þessari fornfrægu rokksveit, sem m.a. átti stóran þátt í minni rokkæsku!
Það var hins vegar "litli kassinn" Mick Box sem telst vera GÍTARLEIKARINN í Uriah Heep númer eitt, tvö og þrjú!
Stranglega bannað að klikka á þessu!
Eiki fær hins vegar hamingjuóskir og hefur sjálfsagt skemmt sér vel með skutlunni Charlottu!
mbl.is Eiríkur Hauksson slær í gegn í norsku sjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð plata systkinasveitar!

Klassart - Klassart

Á undanförnum vikum og mánuðum hefur hljómsveitin Klassart vakið mikla athygli með sinni fyrstu samnefndu plötu og ekki síður með góðum tónleikum sem sveitin hefur haldið til að fylgja útgáfunni eftir!
Meginstoð sveitarinnar og upphaflegu meðlimir eru söngkonan Fríða Guðmundsdóttir og bróðir hennar Smári, sem spilar m.a. á kassagítar, bassa og slagverk auk söngs. Hafa þau verið að dútla þetta saman í ein þrú ár eða frá því Smári fékk litlu systur til að syngja með sér á tónleikum í heimabænum Sandgerði árið 2004! (að mér skilst er nokkuð mikill aldursmunur á þeim, eða átta ár.)
Í dag hafa þau sér til fullþingis fjóra aðra spilara, svo um sex manna sveit er að ræða í dag við tónleikahald. En við gerð plötunnar fengu þau þrjá reynda spilara sér til aðstoðar, Þá Kristinn trommara og Sigurð hammondorgeleikara m.m. úr Hjálmum (sá síðarnefndi sonur rúnna Júll, ef mig misminnir ekki!?) og svo engan annan en snillingin og minn gamla góðkunningja guðmund Pétursson á rafgítar og við "Flöskuhálsfimleika" (Slidegítarleik)
Í greinum um sveitina hef ég séð hana nefnda blúskyns, en það er nú kannski orðum aukið.
tónlistin á þessari þó nokkuð svo seyðandi já og síávinnandi fyrstu plötu er vissulega með nokkrum blúsáhrifum, en meginlínan er nú svona helst lágstemmt popp, sem minnir kannski á sumt sem Led Zeppelin gerðu auk svo áhrifa frá tom Waits og fleirum.
Fríða er býsna litrík söngkona og í heild er þetta hin athygliverðasta plata. Gummi fer alveg á kostum í mörgum lagana, en það telst nú vart til tíðinda með þann dreng er slíkt gerist!
ER bara beðið eftir almennilegri einhverjaplötu frá honum, svo því sé nú skotið hér að!
Sem kunnugt er sló hún Lovísa, Lay Low eftirminnilega í gegn á sl. ári. Mætti segja mér að margur sem féll fyrir henni hafi líka gert það nú fyrir Klassartsystkinunum.
Óneitanlega höggvið um sumt í sama kvérrum og svo sem ekkert heldur við það að athuga!


John Fogerty er minn maður!

Hljómsveitir og tónlistarmenn sem ná frama og frægð, koma og fara líkt og allt annað í þessum heimi.
og allur gangur er á hversu hátt frægðarsólin rís og hversu lengi hún skín skært.
Og sumir öðlast frægð af litlum efnum, aðrir einfaldlega vegna þess að þeir verðskulda það fyllilega og margháttað.
Hafi hið síðastnefnda einhvern tíman átt vel við, þá gildir það sannarlega um John karlinn Fogerty, sem nú mun vera á sínu sextugasta og þriðja aldursári.
Frægðarsól hans reis auðvitað með miklum glæsibrag um og eftir 1970 er hann fór fremstur í flokki í hinni margrómuðu kántríblúsrokksveit, Credence Clearwater revival!
Hygg ég að enn þann dag í dag sé sú sveit að eignast nýja aðdáendur fyrst og fremst vegna þess að þar samdi Fogerty mörg af helstu gullkornum amerískrar rokktónlistar, lög sem vart teljast neitt minna en sígild, Have You Ever Seen The RAin, Who´ll Stop the Rain, Bad Moon RisingRock ´n´Roll Over The World (sem Status Qou gerðu reyndar að sínu) Proud Mary (sem Tina Turner vihélt frægð á) og svo mætti lengi telja!
Frægðin tók hins vegar sinn toll og harður innbyrðis ágreiningur Johns við aðra meðlimi, þ.m.t. við bróður hans, tom heitin, markaði endalok samstarfsins og hefur í raun ekki gróið um heilt upp frá því.
Málaferli og fleiri leiðindi komu síðar vegna notkunar á CCR nafninu svo eitthvað sé nefnt.
En 1973 hóf Fogerty sinn ansi hreint brokkgenga einherjaferil, sem fram á þennan dag, í 34 ár, hefur ekki skilað nema 8 hljóðversplötum auk einna tveggja tónleikaplata og ýmissa safnútgáfa.

Þögn í meira en áratug.

Eftir útgáfu fimmtu plötunnar undir eigin nafni, Eye Of A Zombie 1986, varð skyndilega langt og mikið hlé á ferli kappans. Hann hreinlega hvarf af sjónarsviðinu í ein 11 ár!
Þann tíma kom hins vegar í ljós er hann snéri svo sannarlega eftirminnilega til baka 1997, að hann hafði nýtt tíman vel, endurskipulagt allt sitt einkalíf og lagst í miklar tónlistarlegar pælingar m.a. á sviði gítarleiks!
Platan Full Moon Swampð reyndist einfaldlega vera ein allra eftirminnilegasta plata tíunda áratugarins og endurkoma hans þar með ein sú merkasta á seinni árum í ameriskri tónblistarsögu allavega!
Full Moon Swamp var samt auðvitað ekkert annað en "gamalt vín á nýjum belgjum" þannig séð, en innan kántrírokk og blús rammans með poppáhrifum sem kryddi, er Fogerty einfaldlega gefin snilligáfa að tvinna saman lagaperlur!
Krafturinn, spilagleðin og einfaldlega nýr og endurborin Fogerty gerði það svo að verkum, að þessi plata telst já alveg einstök!
Með DEja Vu All Over Again árið 2004, fylgdi hann Full Moon Swamðp af mínum dómi alveg bærilega eftir, þótt sú sífa væri mun poppaðari en forverin.
Fyrir skömmu kom svo áttunda plata meistarans undir eigin nafni af hljóðverstagi, Revival og þar bregst hann svo sannarlega ekki!

Meira Rokk!

ER skemmst frá því að segja, að nú er aftur sett í meiri rokkgír. Platan reyndar nokkuð skipt, meira um hefðbundnar kántrístemningar til að byrja með, en svo um miðbikið er heldur betur gefið í!
Eins og nafnið gefur til kynna er áhrifa allt aftur til CCR áranna að gæta, en þó ekki með beinum tilvitnunum í texta og í sumar laglínur hreinlega eins og hann lék sér nokkuð að á Deja vu..! (að ég hygg!)
En fyrst og síðast hvernig sem lögin eru í forminu, um enn og aftur framúrskarandi góðar lagasmíðar sem fá mann til að hristast og skekjast af SANNRI ánægju og gleði!
Ætla hér ekkert annars að nefna einhver lög sérstaklega, þetta er bara svona plata þar sem engan sérstakan daufan punkt er að finna og lögin skiptast bara á að vera í uppáhaldi!
John Fogerty sannar þarna enn og aftur lagasmíðasnilli sína sem og enn og aftur hversu góður til dæmis gítarleikari hann er og það með meiru.
Raunar er vart það hljóðfæri til sem hann spilar ekki á, auk gítars og söngs hefur hann gripið í t.d. munnhörpu, hljómborð, saxafón og fiðlu á plötum sínum!
Hann er einfaldlega stórkostlegur tónlistarmaður, en hefur með persónulegum skapsmunum og öðrum erfiðleikum í samstarfi við aðra, þó mikið spillt fyrir ferli sínum!
Að mörgu leiti eru hann og Neil young, kanadíski meistarinn mikli, líkir um margt!
Stórkostlegir tónlistarmenn á allan hátt, báðir mjög pólitískir baráttuhundar í orði jafnt sem æði, en sömuleiðis afskaplega sérlundaðir og oft erfiðir að vinna með!
og svo hafa báðir átt það mjög erfitt í einkalífinu, en ekki orð um það meir!
Revival er semsagt ekkert nema sönn tónlistarleg ánægja, sem ég mun lengi lifa á!


Hugljúf!

Einar Bragi Bragason - Skuggar.

Lög: 1. Móðir jörð. 2. Nú allt er svo hljótt. 3. Skuggar. 4. Saknaðarlag. 5.Kvöldljóð Andreu. 6. Vorkoma. 7. Tunglskinsnótt. 8. Litið um öxl. 9. Augnablik. 10. Glymur foss. 11. Á. B.E. 12. Örlagaþræðir.

Þegar ég heyrði fyrst af því fyrir nokkru, að skógabóndinn skeleggi og afburðahagyrðingurinn með meiru, Hákon Aðalsteinsson, hefði samþykkt að leyfa Einari Braga hinum margreynda saxafónleikara og fyrst og fremst "Stjórnarherra" (einn stofnandi Stjórnarinnar reyndar!) þá varð ég dálítið hissa, hélt nú að karlinn hefði lítin áhuga á að láta "poppa" kvæði sín og kviðlinga upp! Nema hvað, að svo fór ég nú að hugsa og þá ekki laust við með stríðnislegum hætti, að kannski hefði Hákon bara orði afbrýðisamur þarna fyrir tveimur eða þremur árum eða hvað það nú var, þegar heil plata með ljóðum eftir bróður hans, Ragnar INga, kom út og heil hljómsveit bara stofnuð í kringum það verkefni af engum öðrum en frænda þeirra bræðra, prakkaranum og ærslabelgnum með fjölmörgu fleiru, honum Haffa Helga! (sem reyndar tók upp á því eftir að hafa unnið samkeppni um afmælislag fyrir reykjavík, að nefna sig Bjarna Hafþór, svo að lengi vel vissu sambæingar hans hér í fagra höfuðstað norðursins, ekki hver sá maður væri!) En textar auðvitað áður birst á plötum hygg ég eftir höfðingjan í Húsum, svo hann hefur bara verið ánægður að finna frekari áhuga frá Einari Braga! Þann pilt hef ég nú í gegnum tíðina séð örugglega svona 1213 sinnum á sviði spila með hinum og þessum, einum og öðrum, manni og mönnum, með Stjórninni auðvitað, Sálinni, todmobile og fleirum! Í seinni tíð hefur hann hins vegar verið búsettur austur á Seyðisfirði, gengt þar stöðu skólastjóra tónlistarskólans m.a. Spilamennska þó aldrei lögð á hilluna og hefur m.a. í seinni tíð spilað með danshljómsveitinni Von. En semsagt, Einar fékk þessa hugmynd að klæða kvæði hans Konna í tónabúning og ég held bara eftir nokkra yfirlegu og hlustun, að "Saxanum" hafi tekist bara nokkuð vel upp þegar á heildina er litið! Heildarsvip plötunnar held ég að sé best lýst sem hugljúfum. Einar Bragi líkast til gert sér grein fyrir að ekki mætti fara hörðum höndum um þessar ljóðsmíðar Hákonar, þó vissulega sé á köflum smá rokkstígandi, t.a.m. í titillaginu, þar sem sópransöngkonan björt Sigfinns, syngur. Auk hennar syngja svo valin flokkur góðra söngkvenna flest hinna laganna, Alla Borgþórs, Sigga Beinteins,Erna Hrönn Ólafs og Alda sif Magnúsdóttir. Einnig syngja þrír herrar sitt lagið hver, Vilhjálmur Þ. Ólafsson, Steinar Gunnarsson og Helgi Georgsson.Ljóðið Örlagaþræði fer Hákon svo sjálfur með í lok plötunnar, að ógleymdu ósungnu lagi til minningar um látna dóttur! Einar Bragi spilar sjálfur auðvitað á Saxið auk þess að notast við hljóðsarp eða smala til strengjaframleiðslu m.a. Aðrir sem spila m.a. Jðón HHilmar gítarleikari, Jóhann Hjörleifs á trommum m.a. og áðurnefndur Helgi spilar auk söngs einnig á bassa og hljómborð m.a. Mér finnst hljómurinn á plötunni bara ansi fínn, sterkur og já býsna hreinn! Auðvitað hefði maður kannski vijað hafa öðruvísi hljóðfæraskipan í sumum laganna og útsetningar öðruvísi, en það er nú ekkert sem neitt pirrar eða skemmir svo fyrir. Fyrstu tvö lögin fóru strax einkar vel í mig, auk þess fimmta, þar sem laglínan er einkar hugljúf. Sjötta lagið sömuleiðis að vinna á og virðist að því mér skilst bara fara almennt vel í landann. SAknaðaróður Saxa til dótturinnar hornu er svo einkar smekklegt! Bara já alveg ágæt og settleg popptónlist með djass- og þjóðlagaívafi, eitthvað sem höfðar ekki hvað síst til fólks komið vel á fullorðinsár, er svo sömuleiis hlustar eftir textunum sem sungnir eru og þarf ekki að fjölyrða um hve góðir eru!

Bloggsíða Einars Braga:
http://saxi.blog.is/blog/saxi/


9. nóvember - Dagur íslenskrar tónlistar!

Já, dagurinn sem er að líða, er hinn ágæti Dagur hinnar íslensku tónlistar!
Honum eins og sjálfsagt margir vita, verið gert hátt undir höfði, m.a. íslensk tónlist í öndvegi á rásum ríkisútvarpsins, ekkert eða því sem næst spilað af erlendri tónlist!
tónlistarmenn sjálfir gerðu sér svo lítið fyrir og heiðruðu hinn lágvaxna en djúpvitra tónlistarblaðamann og frænda minn, Árna Mattíasson fyrir hans störf um árabil á Mogganum m.a. í þágu tónlistarinnar!
Þegar ég sjálfur byrjaði í svipuðu starfi á Degi sællar minningar árið 1990, hafði Árni þá þegar starfað nokkur ár hjá Mogganum, þau áreiðanlega orðin vel rúmlega tuttugu hjá "Gömlu kempunni"!
En ég vildi nú ekki láta mitt eftir liggja í dag, þótt komin séu um níu ár frá því ég hætti, eða um það bil jafnlangur tími og ég brölti í "Skríbentabransanum" fyrir DAg, Dag-Tímann, Dag, heldur hef verið að rúlla yfir og rannsaka nýskífur á borð við með Austfjarðablásaranum ógurlega, skólastjóranum og bloggvini mínum Einari Braga, Elísu fyrrum söngkonu Kolrössu/Bellatrix, múgison, systkinabandinu athygliverða frá Sandgerði Klassart og Villa naglbýt,s em ég skrifaði grein um hérna á blogginu fyrir skömmu!
Hellingur af öðru svo á leiðinni, fastir liðir semsagt eins og venjulega, ekkert síður plötuflóð fyrir jólin en bókaflóð, góðu eða íllu heilli!?

Til lukku með daginn tónlistarmenn sem annar landslýður!


Villi, BillyWill!

Villi - The Midnight Circus.

Eignaðist fyrir skömmu fyrstu einhverjaplötuna hans Villa Naglbíts, Vilhelms Antons Jónssonar, myndlistar- og fjölmiðlamanns með meiru, The Midnight Circus!
Man hreinlega ekki hvenær ég sá Villa fyrst á sviði, en það eru alveg ótalmörg ár frá því, í Gagganum hérna í bæ minnir mig örugglega og stráksi vart eldri en svona 13 eða 14 ára!Strax fjörugur og baldin strákur, enda með tónlistararf í blóðinu! Pabbi gamli jú tónlistarmaður líka í Randver m.a.
hljóðversplötur 200000 naglbíta, þrjár talsins, Neondýrin, Vögguvísur fyrir skuggaprins og Hjartagull, á ég allar og finnst þær hver á sinn hátt vera sérstakar og hafa margt til síns ágætis!
Á Midnight Circus, kveður enn að sumu leiti allavega við nýjan tón,s sem minnir mig sérstaklega á ameriska tónlistarmanninn með mörgu andlitin, Will Oldham, sem líka hefur m.a. gefið út plötur undir nafninu billy Prince Boney!
Sem aftur minnir mann á eldri tónsmiði og áhrifamikla á borð við Neil young og kannski Nick CAve o.fl.
Yfirbragðið svolítið dökkt, en jafnframt ljúfsárt í tónlistinni, sem einnig endurspeglast held ég í textunum!?
Ekki laust við að einmanaleiki sé viss þráður gegnum plötuna í bland við bjartari liti, þó þeir séu kannski ekki mikið áberandi.
Svona stemningsverk þarf að gefa góðan tíma og þótt ég hafi hlustað þónokkuð á lögin mörgu, alls 15 held ég, þá þykist ég vita að uppgötvanir eigi eftir að verða ýmsar áður en hlustun minnkar og einhver niðurstaða fæst.
Langaði þó endilega að vekja athygli á gripnum vegna jákvæðra viðbragða við henni, ekki allir mjög jafnhrifnir skilst mér!
Finnst mér þessi plata sigla nokkuð vel í kjölfarið á tveimur öðrum ekki svo mjög ólíkum frá sl. ári, með drengjum sem einnig hafa æsku og stórum hluta ævinnar eytt í þessum bæ, Bela/Baldvin Ringsted og Kalla, Karli Henry hákonarsyni!
Óhætt að mæla með og mina á þær plötur líka!


Á flugi með Freddy!

Let´s Hide Away And Dance Away
A Bonanza Of Instrumental
Þetta eru nöfn á tveimur LP plötum með hinum óviðjafnanlega gítarsnillingi Freddy King, sem komu út með honum fyrir nær hálfri öld!
Snemma á síðasta áratug voru þessar tvær skífur svo gegnar út aman á einni geislaplötu og eignaðist ég hana fljótlega eftir það frá Bandaríkjunum.
Ölleru þetta ósungin lög, hans frægustu flestar perlur þarna á borð við Hide Away (hans í raun eða Hounddog Taylor, nú eða einvhers annars skiptir mig litlu!) Stumble, San-Ho-Zay, Just Pickin´og mörg mörg fleiri! (þessi nefndu reyndar öll af fyrrnefndu skífunni)
Hef alla tíð talið þessa útgáfu með þeim merkari í safninu mínu dágóða af blúsplötum, dreg hana alltaf annars lagið fram auk annarar seinni tíma með gítargoðinu, tónleikaplötuna Texas Cannonball, sem Freddy gerði í samstarfi sínu við píanóleikarann þekkta Leon Russel!
Á þessu hrissingslega haustkveldi, var það einu sinni sem oftar við hæfi og ekki að spyrja að því, fór á flug með meistaranum, sem mér finnst eiginlega merkilegri en allir aðrir frá þessum tíma er sköpuðu sér nafn í Twang og Surfgítarspilinu svokallaða, sem Freddy King tilheyrði nú ekki, allavega ekki beinlínis í sínum blúsgítarstíl.Hann líka svartur, en flestir ef ekki allir hinir sem frægir urðu fyrir gítareinleik á þessum tíma voru bleiknefjar á borð við Link Wray, Duane Eddie, roy Buchanan, Dick Dale og fleiri!

Þungarokkið þeysir aftur af stað á Rás tvö!

Jæja góðir rokkhálsar, þá er að líkum merk stund að renna upp að nýju á Rás tvö, þungarokksþáttur aftur komin á dagskrá, eftir áralangt hlé!
Metal upp á engilsaxnesku (einhverra ókunnra hluta vegna) er nafnið "Frumlega" á þættinum og umsjónarmaður hans verður Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður á Mogganum og sem séð hefur um það í sumar, að dæma erlendu plötu vikunnar á rás tvö!
Ég er nú orðin svo gamall að muna nær 25 ár aftur í tímann þegar "Skagatröllið" knáa, Siggi Sverris, byrjaði með slíka þætti og afbragðsgóða! Sá hann um þá um árabil og nefndust þeir þá bárujárn! Nokkuð snemma fór að gæta ýmissa annara spekinga á sviði þungarokks í þættinum, man þar eftir Guðmundi Hannes Hannessyni gítarleikara síðar í Bootlegs (og GÓÐVINI dR. Gunna!) LOvísu Sigurjónsdóttur frá Sauðárkróki, mikilli þungarokksdömu og svo síðast en ekki síst, Finnboga Marinóssyni, sem seinna tók alfarið við kyndlinum af Sigga minnir mig og nefndist þátturinn þá FM!Þau Guðmundur og Lolla, komu þó líka eitthvað við stjórn þáttarins á mismunandi tímum! Veit ekki með þau tvö, en finnbogi hefur eftir að hann fluttist hingað norður og setti upp sína ágætu ljósmyndastofu, Dagsljós, aldeilis komið við sögu aftur í útvarpsmennsku, var með fínan rokkandi morgunþátt á stöð sem mig minnir að hafi heitið ljósvakinn! (kann þó að misminna um það nafn!)
Ekki löngu eftir að Siggi byrjaði með þáttinn, varð ég þess heiðurs aðnjótandi, strákstaulinn blautur á bak við eyrun, að verða fyrsti svona utanaðkomandi gesturinn í þættinum, en koma í þáttin með óskalög, voru verðlaun í nýrri getraun þáttarins!
Gerði ég mér sér ferð suður til að vera í þættinum og varð þetta upphafið af ágætum kynnum okkar Sigga!
En semsagt, nú er sagan komin í hring einhverjum 24 eða 25 árum eftir að hún hófst, aftur þungarokksþáttur að byrja á rás tvö!
Bloggvinir mínir Jens Guð og Kiddi Rokk, hafa farið fögrum orðum um Arnar Eggert og hans þekkingu á viðfangsefninu, dreg það ekkert í efa, þótt ég hafi líka heyrt raddir úr hinni áttinni og neikvæðari um drenginn.
En vonandi verður þetta bara hið besta mál og þátturinn sé komin til að vera allavega í vetur!
Hann hefst nú á eftir kl. 22.10!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218209

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband