Færsluflokkur: Tónlist

Hármetalsveitir eða ekki?

Fyrir skömmu var minn gamli kunningi og bloggvinur, Kiddi rokk, með lista yfir helstu hármetalsveitirnar.
Fór að hugsa hvar þessi skilgreining lægi, Guns ´n´Roses t.d. listanum, sem mörgum þótti ekki rétt!
því rifja ég hér upp nokkrar sveitir og spyr svona út í loftið, eru þær eða ekki Hármetalsveitir!?

Kix.
Preatty Boy Floyd.
T.S.O.L. (True Sounds Of Liberty)
Brittny Fox.
Faster Pussycat.
Twisted Sister.
Slaughter.
Bullet Boys.
Electric Boys.
Europe.
Extreme.
Tesla.
Enuff ´z´nuff.
Electric Boys.

Á plötur með flestum af þessum sveitum, en viðurkenni að ég hef ekki skilgreiningarnar á hreinu!

Þeir svara sem getá nenna eða vilja!


Hinn flotti Óður Soundspell!

Soundspell - An Ode To The Umbrella.

Alexsander Briem - Söngur.
Áskell Harðarsson - Bassi.
Sigurður Ásgeir Árnason - Pianó.
Jón Gunnar ÓLafsson - Gítar.
Bernharð Þórsson - Trommur.

Það teljast reyndar ekki mikil tíðindi núorðið, að 17 til 18 ára strákar gefi út plötu, tæknin og útgáfan sem slík orðin það auðveld og um margt ódýr.
En þær plötur eru hins vegar ekki alltaf mjög þroskaðar og bera unggæðinu oftar en ekki vitni og svo sem ekkert nema gott um það að segja.
En í tilfelli strákanna fimm í Soundspell og fyrstu plötunnar þeirra, An Ode to The Umbrella, gegnir dálítið öðru máli.
þeir eiga sér þó ekki nema rúmlega árs tilveru að baki sem alvörusveit, en í mai 2006 sigruðu þeir í hljómsveitarkeppni sem Samfylgingin stóð að.
En halda mætti að miklu lengri tími og reynsla byggi semsagt að baki, platan nefnilega furðu þroskað og heilsteypt verk hjá þessum strákum, sem dags daglega eru annars mennta- og framhaldsskólanemar!
Framsækið en jafnframt dreymandi popprokk, sem getur í senn eða sitt á hvað, minnt á Sigurrós, Cold Play eða margt annað í bresku popprokki, er lýsingin sem í grófum dráttum er hægt að gefa tónlistinni, þar sem annars vegar bjartur og fallegur söngur Alexsanders og nettur og stílhreinn pianóleikur Sigurðar, eru að mestu meginlínurnar.
Um áhrif frá nefndum sveitum og fleiri er já óneitanlega að ræða finnst mér, en þó alls ekki um neinar beinar stælingar að ræða.
Og ég er bara býsna heillaður af mörgu þarna,en samtals geymir platan tíu lög.
Þó ekki mjög sanngjarnt að fara að gera mikið upp á milli laganna, en fyrstu tvö lögin heilla mig mest þessa stundina, Her Favourite Colour Is Blue og Pound, en það síðarnefnda er einna rokkaðast af lögum plötunnar.
Ég segi bara að strákarnir eigi alla athygli skilið og þá jákvæðu dóma sem þeir hafa fengið hingað til séu vel verðskuldaðir. Vonandi tekur landinn svo vel við sér og kaupir plötuna!
Útgáfutónleikar í kvöld!
Formleg útgáfa An Ode to The Umbrella, var nú um síðustu mánaðarmót, og hafa strákarnir aðeins verið að spila í framhaldskólunum að undanförnu til að kynna gripinn. Nú í kvöld verður hins vegar blásið til formlegra útgáfutónleika og verða þeir í gamla Austurbæjarbiói, sem nú kallast Austurbær!
Hefjast þeir kl. 21.00 og þar eiga allir bara að mæta!


Það var og!

Kemur nú ekki beinlínis á óvart að amerískar rokkstjörnur egi oftar en ekki ungar, bara eldgammall frasi sem segir svo á engilsaxnesku að "Heros Always Die Young" en gleymdist bara að taka fram "Rock ´n´Roll" fyrir framan!?
Annars hefði ég haldið að stéttir á borð við flugstjóra, flugfreyjur og flugumferðarstjóra, að maður tali nú ekki um hermannastéttina, væru með hæstu dánartíðnina fyrir aldur fram, flugstéttirnar víst öðrum fremur hætt við alls kyns hjarta og æðasjúkdómum allaveg og það gildir líka held ég líka um sjóarana, en hermennina þarf ekki að tíunda hvers vegna!
En talandi um frasa, þá var einn í blúsnum nokkurn vegin á þá leið að "The blues Had A BABY And They Named Rock ´n´Roll"! Blúsgoðsögnin Muddy Waters skýrði eina skífu sína m.a. þó ég ætli ekki alveg að fullyrða að hann eigi höfundarréttin (alltaf svo vafasamt að gera slíkt þegar blúsinn er annars vegar!) en hvað með það?
Jú, ég er bara að hugsa ef þetta er nú alveg þannig (sem músíkpælarar hafa nú svosem deilt um) þá hefur "uppeldi barnsins" klikkað í einhverju, allavega þarna í Ameríku!
Ekki þó vegna þess að blúsararnir gömlu lægu ekki í bremsi og annari ólyfjan líka og dræpust nokkrir fyrir aldur fram, heldur er það bara algengara en hitt að blúsjöfrar verði allra karla elstir!
Sjáið bara B.B. King, komin á níræðisaldur þessi vinsælasti sonur blússins, en er enn sprækur sem lækur!
Og margfaldi "Íslandsvinurinn" Willie "Pinetop" Perkins, einn sá alvirtasti í pianóleiknum, hann skröltir enn það síðast ég vissi, á nítugasta og öðru ári!
"Foreldrarnir" hafa bara gleymt að kenna "Börnunum" að fara "Rétt í guðaveigarnar"!?
mbl.is Hættulegra að vera bandarískur rokkari en breskur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðgun á tónlist í auglýsingum!

Eitt af því sem fer einna mest í taugarnar á mér í neyslu- og fjölmiðlasamfélaginu okkar, er það virðingarleysi sem stundum birtist í auglýsingum. Í þetta sinn er ég þó ekki að hugsa um berar stelpur á bílhúddum, eða ílla samin slagorð, heldur þann dónaskap sem íslenskri tónlist er sýndur með því að troða henni með ofbeldi undir áróðursblaðrið!
Í kvöld heyrði ég til dæmis ónefnt símafyrirtæki auglýsa sig og sitt og hvað skildi nú hafa hljómað undir? Glaðvært tölvupoppsglamur sem sæmir slíkum auglýsingum?
Ó nei!
Heldur hljómaði stúfurinn eða stemman sem Hinn Íslenski Þursaflokkur gerði vinsælt hjá alþjóð um árið líkt og fleiri forn kvæði og stemmur, "Vera mátt góður"!?
N'u getur vel verið að Egill Ólafs sé skrifaður fyrir þessu litla lagbroti (hef ekki hugmynd) og SENA eigi útgáfuréttin og aftur gefið símafyrirtækinu leyfi fyrir þessu, en mér er alveg sama, þetta er bara ömurleg meðferð og hreinlega barasta nauðgun!
En í auglýsingabransanum virðist bara ekkert heilagt, engin lína dregin neins staðar í þessum efnum að því er virðist!?
Veit að þetta er ekkert nýnæmi né einsdæmi, en gat ekki setið á mér núna!

Ekki missa af Jóhönnu!

Minni hér enn og aftur á tilvalina stund á síðsumarkvöldi, tónleika Jóhönnu Gunnarsdóttur á Græna hattinum.
Tónleikarnir hefjast í kvöld kl. 20.30 og kostar litlar 1000 kr. inn!
Ljúfur djass og ballöður verða helst á efnisskránni, íslensk og erlend lög og mörg hver úr kvikmyndum eða söngleikjum.
Sér til fullþingis hefur Jóhanna,s em er læknir að mennt, tríó skipað þrautreyndum hljóðfæraleikurum, þeim Margot Kíís, sem spilar á Píanó, Láru Sóleyju Jóhannsdóttur fiðluleikara og Stefáni Ingólfssyni bassaleikara.

Sumarást 2007 - Hefði mátt missa sín!

Datt fyrir hreina slysni inn í lokakaflan á spjalli Ívars við Ragnhildi Steinunni Kastljósskutlu með meiru, en nú í kvöld er einmitt frumsýnd þessi mynd sem stelpan leikur í, Astropía!
Meðal annars var blaður þeirra um söng ragnhildar með Helga Björns í hinu margfræga lagi Summer Wine, sem margfrægt varð á sínum tíma með höfundinum Lee Haxlewood og Nancy Sinatra! Ég hef nú aðeins minnst á litla hrifningu mína á þessu og því oftar sem ég óvart heyri þetta, því lítt glaðari verð ég!
Þorvaldur Bjarni, Tod Todson, á nú heiðurinn að þessu, honum finnst greinilega afskaplega gaman að láta hinar ýmsu kvinnur prófa að syngja sem þó fram að því hafa verið þekktar fyrir næstum allt annað! Sagðist Ragnhildur hafa fengið þau ráð hjá tod, að hún ætti bara að ímynda sér að hún væri heima í sturtu að góla og það hafi bara gengið upp!
Skil hins vegar ekkert í þessu, svo augljost finnst mér að stúlkan sé flest betur farið en að syngja, tækninni beitt svo hún hljomi sem skást, en bara ekki til þess að blekkja neinn!
Varð hreinlega að nöldra yfir þessu svona smá, er líka svo hrifin af útgáfu Helenu Eyjólfs og Þorvaldar Halldórs frá í gamla daga með hljómsveit Ingimars heitins Eydal, að það hefði bara alveg mátt fá þau aftur til að syngja nýju útgáfuna fyrst nota átti lagið!EF ég man svo rétt, þá var það eiginkona Ingimars, hún Ásta Sigurðar, sem samdi eða snéri þessu yfir á íslensku og var minnir mig strítt dálítið á eftir með að kalla þetta "Ástusumar" sem þá var eða eitthvað á leið!
SVo var nú gerð bráðsmellin grínútgáfa af laginu fyrir nokkrum árum og hún sett á einhverja gjafaplötu, þar sem sjálfir Radíusbræður, Davíð Þór og Steinn Ármann, fóru á kostum í túlkun á klassíkinni!
En þessi nýja hefði alveg mátt missa sín, verð nú bara að segja það!

Magnús er dottin íða!

Nú er ég já aldeilis rækilega dottin maður, rækilega dottin íða maður!
Og það leynir sér sannarlega ekki, allir gömlu taktarnir brjótast fram svo nágrannar komast ekki hjá að verða fyrir truflun og banka ergilegir á dyr, vælandi um að maður lækki!?
Lækka hvað? Hvaða andskotans væl erðetta í þér manneskja, er bara með græjudraslið á 8, nær allavega upp í 13! Reiðisvipurinn á nágrönnunum breytist á augabragði í skelfingargrettu og þeir flýta sér óðar í burt!
En ég hlæ bara og held áfram í skefjalausri vímunni, sama um nágrananna, já bara um allt og alla, því ég er dottin ærlega í það og þá geri ég það sem ég vil, þegar ég vil og eins lengi og ég vil!
En...!
Neinei, nú var ég aðeins að ýkja, er ekki komin á blindfyllerí til dýrðar Bakkusi konungi með öllu sem því fylgir, heldur er ég dottin íða með öðrum og óáfengari hætti, komin á kaf í kvöld í sannkallaða..

...ÞUNGAROKKSVÍMU!
Það gerist ekki of oft nú orðið að maður liggi bara í grjóthörðum gaddavír í tvo til þrjá tíma, gleymi nánast stund og stað svona með því að pára eitthvað á lyklaborðið, en gerðist semsagt í kvöld. Og svei mér, ég er bara orðin þreyttur, gamli rokkjálkurinn!
En þetta meðal annars rataði í spilarann. (veit ekki alveg allt gaddavír, en svona næstum!)

Accept - Midnight Mover og Too High To Get It Right.
Metal Church - Metal Church.
Blackfoot - Drivin´Fool
Beastie Boys - Fight For Your Right..
Y&T - Hurricane og Forever.
Dr. Feelgood - Milk & Alcahol.
Jason & The Scorcers - Take Me Home (Country Home) (já, snilldarútgáfa af smelli Denver heitins!)
Judas Priest - Painkiller.
Annihilator - Sounds Good To Me.
Iron Maiden - Brave New World.
Riot - Swords & Tequila.
Ramones - Pet SEnatery.
Soundgarden - Black Hole Sun.
o.fl. o.fl....
Rokkvíman er dásamleg!!!


Eivor, Ó Eivor!

Vildi bara enn og aftur tjá ást mína á færeysku álfameyjunni Eivor Pálsdóttur!
Tónleikarnir komnir á fullt á Miklatúninu og miklumiklumiklu meira spennandi en "Bankabraukið" í gærkvöldi!
Blíð sem engill, en kraftmikil sem kjarnorkuver syngur hún svo dásamlega á víxl, leitun að slíkri náttúrurödd sem hennar nú um stundir!
mbl.is Ljúf stemmning í miðbæ Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misjafnt!

æææ, voðalegt gervipoppsgrugg er þetta búið að vera!
Jújú, 20000-30000 á Laugardalsvellinum og einhver stemning, en Palli, Nylon, nýja strákabandið og Múgison ekki mjög "lífræn" verð ég að segja, vélrænan ræður ríkjum, þótt múgison og Todmobile núna síðast þegar þetta er skrifað, séu skárri en hin. Sólin, Helgi Björns og Co. líka búin að koma fram, en heyrði bara hluta af "Halló, ég elska þig" sem var bærilegt.
Bubbi, Bo, Stuðmenn og Garðar Cortes eftir.
Lengi getur gott batnað, eða var það öfugt, lengi getur vont versnað...?
Sjáum til!
Klukkutíma síðar!
Lengi getur slæmt skánað, Bubbi karlinn reif þetta upp og já eftir að strákurinn Garðar Thor Cortes hafði sungið sérlega vel Granada! Og nú voru gestir á vellinum líka orðnir um 40000 að sögn Palla og vildi hann meina að met væri slegið, en mig minnir nú að mun fleiri hafi verið taldir þarna fyrir tveimur eða þremur árum er bubbi og Egó spiluðu á Menningarnótt á Miðbakkanum í Reykjavík!? En aldrei fleiri á Laugardalsvellinum, jújú, mikil ósköp!
Og síðast komu Stuðmenn og Bo held ég, en gafst upp áður en yfir lauk. Það sem hafði batnað að mun, fór aftur versnandi!en sjálfsagt hefði ég skemmt mér mun betur, verandi á staðnum.
Og því miður reyndist skensið mitt frá því í morgun ekki rétt, Sigurður E hvergi sjáanlegur! En meira fjör á morgun á Menningarnóttinni, Miklatúnið með Vonbrigði (sem voru frábærir í Kastljósi í kvöld!) Mínus, Ljótu hálfvitunum, Megasi og Mannkornum meðal annara og verður útvarpað beint á Rás tvö.
mbl.is Aldrei fleiri á Laugardalsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með hina "Bubbana"!?

Þetta er svo bara byrjunin, Menningarnóttin tekur svo við með risatónleikum Rásar tvö, Mannakorn með meiru, eiginlega meir spennandi tónleikar fyrir mína parta!
En Palli, Nylon, Stuðmenn, Bo og Bubbi karlinn verða semsagt þarna, en ég spyr já, en hvað með aðra "Bubba" sem þarna verða líka á svæðinu gæti ég´trúað, skildu þeir ætla að láta ljós sitt skína og er ég þá sérstaklega með einn í huga?

Kaupþing úr kistunni fé,
"Konsert" lætur í té
svo stigi á stokk,
með Stuðmannaflokk
Söngvarinn Sigurður E!?
Hef það fyrir satt, að Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings, sé nefnilega fínn söngvari, en skal þó ekki fullyrða neitt um það, hef ekki heyrt hann syngja!
En enn velti ég því fyrir mér og spyr í forundran Einar bárðar.
Hví ertu ekki farin að huga að tónleikum með Sarah Brightman!?


mbl.is Undirbúningur Kaupþingstónleika í fullum gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband